Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 3. júní 1993 Tímiim MALSVARI FRJALSLYWDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdasljóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á snið við þingræðið Það er nú ljóst að ríkisstjórnin mun ekki fara þess á leit að Alþingi verði kallað saman til að ganga frá nauðsyn- legri lagasetningu vegna kjarasamninga. Þetta er af- skaplega slæmt fordæmi nú, þegar starfsháttum Alþing- is hefur verið breytt og þingfundum er frestað í stað þess að slíta því. Þessu, sem og deildaskiptingu Alþing- is, var breytt fyrir tveimur árum með breytingu á stjórnarskrá, og síðan hafa nýir starfshættir verið að mótast og hvert tilvik á borð við setningu bráðabirgða- laga er leiðarvísir um vinnubrögð í framtíðinni. Það var víðtæk samstaða um það á Alþingi, þegar þing- sköpum var breytt, að það væri þungt í vöfum að kalla saman nýtt þing, ef grípa þyrfti skyndilega til lagasetn- ingar. Þingmenn virtust einnig vera sammála um að það væri óeðlilegt að grípa svo oft til setningar bráðabirgðalaga sem raun var á, og þær raddir voru uppi að taka þennan rétt af framkvæmdavaldinu. Samstaða var þó um að halda honum, en af umræðum um málið á sínum tíma var ljóst að ekki var ætlast til að bráðabirgðalög væru sett nema í undantekningartilvikum. Alþingi gæti komið saman með mjög stuttum fyrir- vara, ef því væri að skipta. Þingmenn eru að störfum og ber auðvitað skylda til þess að mæta til þingfunda þegar kallað er eftir því. Rök um að hér vinnist ekki tími til venjulegrar þinglegrar meðferðar þeirra mála, sem hér um ræðir, eru því marklaus. Frá sjónarmiði þingræðis er því um fráleita ráðstöfun að ræða að setja bráðabirgðalög um mál, sem gætu sem best hlotið þinglega meðferð á næstu dögum. Frá almennu sjónarmiði hníga mörg rök að því að kalla þing saman. Horfur í efnahagsmálum eru það al- varlegar í ljósi nýjustu frétta um aflahorfur, að þau mál á að ræða á Alþingi. Forsætisráðherra talar nú um þjóð- arsátt og aðild allra flokka að viðræðum um viðbrögð. Varla er það gott innlegg til þjóðarsáttar að hundsa Al- þingi. Vissulega væri æskilegt að ná víðtækri samstöðu um viðbrögð við ískyggilegum horfum í efnahagsmál- um. Slík samstaða næst þó ekki nema málin séu rædd málefnalega á Alþingi og skýrð þannig fyrir þjóðinni. Það er lykillinn að hinni pólitísku samstöðu. Að hundsa Alþingi býður sundrungu heim. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar kunna að benda á að meirihluti sé fyrir þeirri lagasetningu sem hér um ræðir. Svo kann að vera, en það breytir engu um þessa gjörð. Ef tilgangslaust er að ræða á Alþingi öll mál sem meirihluti er fyrir, er þingræðið á hálli braut. Saga málsins um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins er með miklum endemum. Við ákvörðun heildarafla fyrir síðasta fiskveiðiár var því lofað eftir umræður í ríkis- stjórn að úthluta aflaheimildum úr sjóðnum endur- gjaldslaust, til þess að milda áfallið af minnkun þorsk- aflans. Lagaheimildir skorti, en í upphafi þings í fyrra- sumar lagði Halldór Ásgrímsson ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins fram frumvarp sem gerði ráð fyrir lagaheimild til þessarar úthlutunar. Frumvarpið lá í þinginu í allan vetur, og nú rétt fyrir þinglokin var fellt með atkvæðagreiðslu að taka málið úr nefnd. Nú, mánuði síðar, eru sett bráðabirgðalög um málið. Þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir meirihluta fyrir málinu á Alþingi, er þetta skrípaleikur og hrein móðg- un við þingræðið í landinu. Forustumenn Sjálfstæðis- flokksins, lögfræðingarnir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson, leiða þessar aðgerðir, en fylgismönnum flokks- ins hefur verið talin trú um það að einn af hornsteinum hugmyndafræði hans sé virðing fyrir lögum og rétti og þrískiptingu valdsins. Framhaldsþáttaröðin um stjóm efnahagsmála á Lslandi heldur áfram aft koma á óvart með nýjum og nýjum uppákomum. Ráðherra efnahagsmála, Davíð Oddsson, er ekki fyrr búinn að lýsa jrví yfir að sjávarútvegsráðherrann, Þorsteinn Pálsson, eigi að taka við verkeínum forsætisráðherra, en liann ber upp tillögu í ríkisstjóminni um að það sé stjómarandstaðan og aðilar vinnumarkaðarins sem verði að koma að stjóm efnahagsmálanna í staðinn fyrir Þorstein. har meö var Þorsteinn sviptur nafnbótinni „raunverulegur forsætisráðherra" jafn skyndilega og hann fékk hana og situr uppi með að hafa verið for- sætísráðherra í einn dag. Einræðisherra? Forsætísraðherra—sem fram að þessu hefur varla viljað hafa sam- vinnu við einn eða neinn um eitt eða neitt og hefur yfirleitt ráðskast með og einn viljað ráða öllu—hef- ur nú heldur betur breytt um sbl. Garri vill minna á að Ðavíð Odds- son var iðulega sagður ráða einn því sem hann vildi ráða, þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík. Og þá vildi hann ráða öllu. Eftir að Davíð bofaði Þorsteini úr for- mannsembætti í flokknum og sett- ist svo f stóf forsætisraðherra hefur hann iðkað alit annað en samráð og samstarf við Þorstein, stjómar- andstöðu og hagsmunaaðila í þjóö- félaginu. Þvert á móti hefur for- sætisraðherrann sýnt stjómarand- stöðunni upprétta iöngutöng í hveiju málinu á fætur öðm og gef- ið lítíð fyrir það sem hún hefur haft að segja. Hinír ýmsu talsmenn stjómarandstöðunnar hafa metra að segja margoft bent á að heppi- Jegt gæti verið fyrir ríkisstjómina að ræða málin við stjómarand- stöðu og hagsmunaaðila og freista þess að ná sem breiðastri samstöðu um ieiðir tíl að mæta þeim ytri áföllum sem þjóðarskútan hefur orðið fyrir. Forsætisráðherra hefur fram tíl þessa blásið á slíkt með fyr- irlitningu og vandlega haldið stjómarandstöðuni'ii utan við alla stefnumörkun í stærstu mála- flokkunum. Þannig var td. ekki 1 talin ástæða til að ræða við pólit- íska andstæðinga um endurskoð- un sjávarútvegsstefnu, og raunar var varla talað við hagsmunaaðíla heldur fyrr en eftár á. Raunar hefúr forsætisráðherrann tæplega haft samráð við sinn eigin sjávarútvegs- ráðherra um sjávarútvegsmálin fyrr en nú að hann útnefndi hann eins konar efnahagsmálaráðherra í einn dag. Þannig tók Davíð til sfní fyrra allar ákvarðanir í tengslum við minnkandi þorskafla undir því yfirskini aö um efnahagsmál væri að ræða. Fjandvinurinn Þorsteinn sagði þá fátt, en þó nóg til þess að allir vissu að núverandi og fyrrver- andi formenn Sjálfstæðisflokks greindi vemlega á um leiðir. Umskiptmgur? Það er f ljósi þessarar fortíðar, sem skyndilegur samráðs- og sam- starfsvilji Davfðs við þá, sem hann fram tilþessa hcfur gefið langt nef, kemur á óvari. Engu líkara er en að einhver umskiptíngur hafi sest í stjómarráðið, slfk eru viðbrigðin. En hitt er þó ljóst að hvort sem í stóli forsætisráðherra situr nú ,Afj- án bama faðir f álfheimum" eða ekki, þá em umskipti mjög til hins betra og því ekki við því að búast að nokkmm manni detti íhug aðfara að dæmi húsmíiðurinnar í þjóð- siigunni og flengja umskiptinginn. Þrátt fyrir umskipti tíl hins betra, er breytingin þó ekki svo gagnger að forsætisráðherra sjái ástæðu tíi þinglegrar málsmeðferðar í þess- um efnum, Sagt er að fyrr megi rota en dauðrota, og augljóslega finnstforsætisráðherraallt of langt gengið að bera málin undir þjóð- : þing íslenska lýðveldisins eða ein- stakar nefndir þess. Garri Gulleyj an á milli Eftir að Alþingi samþykkti aðild- ina að Evrópska efnahagssvæð- inu og aftur eftir að Sviss var hrokkið upp af stampinum, er það mál farsællega í höfn. Það vantar ekki annað en að dálítið EES líti dagsins ljós til að hægt sé að gerast aðili að þeim sam- tökum. Einu sinni átti EES að verða til í fyrra, svo um áramótin, svo eft- ir áramótin, síðan um mitt árið og nú er talað um að fæðingin verði í haust eða um næstu ára- mót, og ef ekki þá hljóti maður að reikna með að skapnaðurinn líkamnist einhvem tíma á næsta ári. Eftir að Danir felldu Maastricht- samkomulagið breyttist allt sköpulag Evrópubandalagsins og eftir endurbætumar f Edinborg eiga danskir nú að kjósa aftur, en alls ekki um hið sama og þeir kusu í fyrra. Um tíma leit jafnvel út fyrir að Danir yrðu settir út úr EB og þá hefðu þeir lent í EES, ef það væri til og enn er tæknilegur mögu- leiki á að þeir eigi eftir að lenda í Íieim óbornu samtökum ásamt slendingum, og jafnvel Sviss- lendingum, en aðrar Norður- landaþjóðir fallist í faðma við önnur ríki gömlu Vestur-Evrópu í Evrópubandalaginu. En svo geta líka Norðmenn lent utan EB og Danir innan, og EES verður raunverulegt athvarf þeirra þjóða einna, sem báðar þykjast hafa þinglýst eignarhald á Leifi Eiríkssyni. Þokumökkur bandalaga Þessi þula um hvað getur orðið ef... í Evrópusammna eða -sam- vinnu yrði ansi löng, ef allir möguleikar um framtíðarþróun væm upp taldir. En stærsta spumingarmerkið, sem að okkur snýr, er við það vafamál hvort Evrópska efriahagssvæðið verður að raunveruleika og þá hvenær. Og síðan hvaða þjóðir verða í því. Kannski íslendingar einir? Málið er að það er ekkert fast- mælum bundið í þessu efni, þótt Alþingi sé búið að samþykkja tvenn lög um aðildina að EES og að reynt sé að þjarma að forseta að gera þær samþykktir að engu. í þeim þokumekki bandalaga, sem hvað ákafast er deilt um, skýtur allt í einu upp kollinum nefndarálit embættismanna um að íslendingar ættu að fara fram á viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. Það er ríkisstjómin sem fær nokkra uppáhaldsembættis- menn sína til að komast að þeirri Vittogbreltt niðurstöðu að mikill ávinningur gæti orðið að fríverslunarsamn- ingi við Bandaríkin. Svona samningur er í gildi milli USA og Kanada og er mjög umdeildur í síðameftida landinu, og það er enn umdeildara í Bandaríkjun- um að taka Mexíkó inn í sam- vinnuna. Þegar er búið að sam- þykkja það, en alltaf dregst á langinn að fullgilda bandalagið. Inn í það gríðarstóra, en óvissa bandalag, sem enginn friður rík- ir um, á nú að fara að draga okk- ur, rétt eins og það sé ekki meira mál en að kaupa hundrað skut- togara, eða svo, eða eitthvað annað af þeim smámálum sem íslendingar em venjulega að bjástra við. Niðurbrot vemdarmúra Sá blómi embættismannastétt- arinnar, sem veitir jöfnum hönd- um þjónustu sína við að fóma sér í tvíhöfðanefnd og að undir- búa samning um víðtæka sam- vinnu á sviði verslunar- og at- vinnumála við gjörvalla Norður- Ameríku og bróðurpartinn af miðhluta álfunnar, telur slíkt geta orðið mjög ábatasamt. Það kvað vera allt í lagi að vera í tveim bandalögum af þessu tagi, að áliti nefndarinnar. Ekki nóg með það, heldur á ísland að geta orðið einhvers konar fríverslun- arbraut milli stórbandalaganna beggja vegna Atlantshafsins. Verst ef strákamir í Bmssel og Washington koma auga á að á ís- landi eigi að fara að brjóta niður tollmúranna á milli þeirra. Þeir gætu fengið þá hugmynd að þeir gætu sem best gert það án að- stoðar Þrastar Ólafssonar. En allt eins má hugsa sér að þeir kæri sig lítið um að vemdarmúrar þeirra á milli verði rofnir, jafnvel þótt íslendingar telji sig geta hagnast á því. En það vill bara svo til að efnahagsbandalög og fríverslunarbandalög iðnaðar- og viðskiptaveldanna eru ekki snið- in einvörðungu fyrir þarfir ís- lendinga. Sé hægt að fá nokkrar álverksmiðjur út á fríverslunar- samning, þá er það ókei. Og sé hægt að fylla landið af evrópsk- um fyrirtækjum til að framleiða fyrir Ameríkumarkað, er það líka ókei. Og vel má vera að þetta dæmi gangi upp, rétt eins og störf tvíhöfðanefndarinnar, og þá verður ekkert vol og vfl í borgum Davíðs. En til að auðgast getur verið allt eins árangursríkt að gera út leið- angur að leita að hellinum hans Ali Baba, og er hér með lagt til að það verði gert. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.