Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 8
8 Tfminn Fimmtudagur 3. júní 1993 Anna S. Steingrímsdóttir Fædd 18. apríl 1919 Díin 23. maí 1992 í dag verður til moldar borin að Lágafellskirkju Anna S. Steingríms- dóttir frá Helgafelli í Mosfellsbæ. Anna var fædd þann 18. apríl 1919 að Gunnfríðarstöðum í Austur- Húna- vatnssýslu, dóttir hjónanna Helgu Jónsdóttur og Steingríms Davíðsson- ar, skólastjóra á Blönduósi, en þau eignuðust 12 böm. Sem margra annarra ungmenna lá leið önnu út í atvinnulífið og hóf hún störf að Álafossi 1939 og vann þar til 1942. Á þeim tíma kynntist hún mannsefni sínu, Hauki Níelssyni frá Helgafelli. Pau giftu sig 24. október 1942 og bjuggu fyrstu árin í Reykja- vík, en fluttu síðan til æskuheimilis Hauks, Helgafells f MosfellssveiL Þar hófst síðan ævistarfið, við húshald og búskap, bamauppeldi og félagsmála- störf, en Haukur átti um langt skeið sæti í hreppsnefnd Mosfellshrepps. Þau Anna og Haukur eignuðust tvö böm: Níels Unnar, f. 29. des. 1942, kvæntur Steinunni Elíasdóttur, en þau eiga fjögur böm. Marta, gift Hauki Högnasyni og eiga þau þrjú böm. Ennfremur hafði Anna undir sínum vemdarvæng systurson sinn, Helga Sigurðsson, en hann dvaldi hjá þeim Hauki að Helgafelli meira og minna frá sjö ára aldri. Þessi böm önnu og Hauks hafa öll byggt hús yf- ir sig og sína í túnjaðrinum á Helga- felli. Ég minnist fyrst Önnu Steingríms- dóttur á fundum Framsóknarflokks- ins eftir að ég flutti með fjölskyldu mína í Mosfellshrepp 1973. Hún var ákveðin í skoðunum sínum, mjög skemmtileg í viðræðum og allri um- gengni, enda naut hún virðingar allra sinna samtíðar- og samferðamanna. Anna gerði ekki aðeins að halda uppi merki síns flokks í stjómmálum, hún hélt hátt á lofti merki íslenskrar gest- risni á heimili sínu þar sem mjög var gestkvæmt alla tíð. Þessi tápmikla kona hefur nú lokið sínu góða hlutverki hér. Ég leyfi mér að senda Hauki Níelssyni, ástvinum hans og önnu, samúðarkveðjur frá framsóknarfólki í Kjósarsýslu. Gylfl Guðjónsson, Mosfellsbæ Það er sagt að lff okkar stjómist af til- viljunum, en oft gerast þó atvik sem valda því að maður efast um að svo sé. Það em liðin rúm 30 ár sfðan ég sem stráklingur var á leið úr sveitinni norður í landi og var ákveðið að koma við á Helgafelli í Mosfellssveit. Móðir mín ætlaði aðeins að heilsa upp á hana systur sína, Önnu á Helgafelli. Áhugi minn á búskap varð þess vald- andi að ég fékk að dvelja nokkra daga á Helgafelli og var það Anna sem réð mestu um það. Segja má að ég hafi í raun ekki farið frá Helgafelli síðan og tel ég þetta atvik eitt það giftusamasta í mínu lífi. Á milli mín og fóstm minnar Önnu myndaðist fljótlega mjög traust samband, enda átti hún auðvelt með að umgangast böm. Eft- ir á að hyggja minnist ég þess ekki að hún hafi sagt til mín styggðaryrði, heldur tók hún mig undir sinn vemd- arvæng og tók upp málstað minn, væri á mig hallað, en það kom oft fyr- ir, þar sem fleiri vom á heimilinu en ég. Anna hafði alla tíð gaman af vísum og sögum hvers konar og miklum tíma var eytt í að ræða um gaman- sama atburði sem Anna hafði orðið vitni að eða heyrt um. Drakk ég þetta í mig eins og móðurmjólkina, enda em þessar sögur og vísur ofarlega í huga mér enn þann dag í dag. Bestu stundir okkar Önnu vom þegar við vomm að raka niðri á túni, en þá átt- um við til að tala mikið um þessa hluti meðan við vomm að vinna og kom þá fyrir að ég sem stráklingur hnoðaði saman einhverri vísu. Jók þetta mjög gleði önnu og færðist ég þá allur í aukana og ávallt komum við brosandi heim frá rakstrinum. Ef hægt er að segja að einhver sé per- sóna, þá var hún Anna fóstra mín á Helgafelli mikil persóna, enda gleym- ist hún engum sem henni hafa kynnsL Fólk laðaðist að henni og bar fýrir henni virðingu og oft fann ég það að fólki þótti gott að koma í eldhúsið til önnu. Þar hafa líka átt sér stað lit- ríkar samræður gegnum tíðina, en Anna átti auðvelt með að hlusta á fólk, enda var manni ávallt léttara þegar þaðan var komið. Segja má að stærsta hluta ævi sinnar hafi Anna verið í eldhúsinu á Helgafelli. Þaðan fylgdist hún með öllu sem gerðist og þó hún hafi ekki beinlínis haft áhuga á búskap, lagði hún ýmislegt til mál- anna. Þá komu í ljós ýmsir eiginleikar í fari önnu, s.s. framsýni og rögg- semi. Vildi hún þá að hlutimir yrðu gerðir strax. Átti þetta við um vélar- kaup eða annað sem snerti búskap- inn. í eldhúsinu á Helgafelli var alla tíð rætt mikið um stjómmál, enda fylgd- ist Anna mikið með þeim, en hún var eldheitur framsóknarmaður. Aldrei minnist ég þess að hún hafi efast um sína menn, en mikið tók hún það nærri sér ef þeir töpuðu í kosningum. Má segja að hún hafi lagst í rúmið í nokkra daga. Það sama gerði faðir hennar, tapaði hann kosningum, en ég tel að þau feðginin, Anna og Stein- grímur Davíðsson, hafi haft mjög líkt skap. Sem framsóknarmanni líkaði Önnu á vissan hátt aldrei að búa í Mosfells- sveit, þessu „íhaldsbæli" eins og hún sagði ofL Það pirraði hana stundum að vera alltaf í minnihluta í sveitar- stjómarmálum og undraðist hún stundum þessi örlög sín. Hún lifði þó þann dag að flokkurinn hennar var stærstur a.m.k. í skoðanakönnunum og gladdist hún mjög við það. Við síð- ustu kosningar skipaði hún heiðurs- sætið á lista framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, en það taldi hún sér bæði ljúft og skylL Anna taldi sig alla tíð mjög lang- rækna og sagði það vera ættarein- kenni, enda gleymdi hún því aldrei væri henni gert eitthvað til miska eða eitthvað sem henni mislíkaði. Oft sagði hún að þetta væri vondur eigin- leiki, en við því væri víst ekkert að gera. Anna var fædd á Gunnfríðarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu 18.4. 1919. Foreldrar hennar vom Steingrímur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi, og Helga Jónsdóttir, sem nú lifir dóttur sína, 97 ára gömul. Anna var alla tíð stolt af húnvetnskum uppmna sínum og alla tíð hugsaði hún hlýlega til æskustöðvanna. Þá bar hún ávallt hlýjan hug til foreldra sinna, sérstak- lega föður síns, en hann mat hún öðr- um meira. Anna var elst í stómm systkinahópi, en þau vom alls 12. Oft sagðist hún hafa vorkennt mömmu sinni þegar bömin vom að fæðast, en sem elsta stúlkan mæddi mikið á henni. Hún sagði að þetta hafi orðið þess valdandi að hana hefði aldrei langað að eignast mörg böm. Anna eignaðist tvö böm: Níels Unnar, f. 29.12.1942, og Helgu Mörtu, f. 27.4. 1951. Þá má segja að hún hafi fóstrað Jóhannes Guðmundsson, f. 15.4. 1948, sem nú dvelur í Danmörku, og undirritaðan, f. 20.7.1952. Oft var því glatt á hjalla á Helgafelli, sérstaklega á Hlégarðsámnum, en þá vann Anna þar í fatahenginu, en Haukur var við dymar. Árið 1968 veikist Anna og uppgötvast að hún er með krabbamein og gekkst hún þá undir aðgerð. f kjölfar þess fór hún í geislameðferð til Kaupmanna- hafnar. í þessum veikindum komu vel í ljós skapgerðareinkenni önnu, en hún lét ekki alltaf segja sér fyrir verk- um. Henni var fyrir mistök gefið blóð úr öðmm blóðflokki og varð hún svo veik að litlu munaði að illa færi. Eftir það varð Önnu ekki haggað, ekkert blóð takk, þó læknar teldu að hana bráðvantaði blóð. Skipti engu máli þó yfirlæknir þessa stóra spítala eða bróðir hennar Brynleifur læknir, þá búsettur í Svíþjóð, reyndu að sann- færa hana um að hún þyrfti nauðsyn- lega á þessu að halda. Önnu varð ekki haggað. Upp úr þessum veikindum reis Anna og sagði hún að spákona hefði spáð þessu fyrir sér. Jaftiframt sagði hún að þessi spákona hefði spáð fyrir sér ýmsu sem flest hefði gengið eftir. Síðustu árin var eins og Anna hefði sætt sig við að búa í þessu „íhalds- bæli“ og undi tiltölulega glöð við sitt í eldhúsinu á Helgafelli. Það var því mikið áfall þegar hún veiktist aftur í vetur, en veikindin má að öllum lík- indum rekja til þess tíma er hún var í geislameðferðinni ytra. Þegar hún virtist vera að ná sér, kom reiðarslag- ið. Ég á henni Önnu fóstm minni mikið að þakka og hún mun lifa í mínum huga. Mín huggun er þó að nafna hennar, nú tveggja mánaða, mun minna mig stöðugt á hana. Megi hún hvíla í friði. Helgi Sigurðsson Elskuleg vinkona mín, Anna á Helga- felli, er dáin. Þó ekki séu mörg ár síð- an ég kynntist henni, þá finnst mér ég hafa þekkt hana mikið lengur en það, en Anna var fósturmóðir mannsins míns. Stuttu eftir að ég kynntist henni missti ég ömmu mína, sem var mér mjög kær, og fannst mér alltaf Anna koma f stað hennar. Ég hafði það á orði, eftir mína fyrstu heimsókn til Önnu, að það væri alveg eins að koma inn í eldhúsið á Helgafelli til þeirra Önnu og Hauks eins og að koma inn í eldhúsið hjá ömmu Jónu og afa Hinna í Skipasundinu. Það er einhvemveginn þannig að sumir hlutir finnst manni að hljóti að vera eilífir, geti nánast ekki breyst eða horfið. Þannig held ég að hafi verið með Önnu, það var nánast hægt að ganga að henni vísri í eldhúsinu með kaffi á könnunni. Anna var mikill mannþekkjari og fann ég strax að gott var að hafa vin- konu sem hana, sem hægt var að treysta fyrir öllu og einnig að fé ráð við því sem maður réði ekki við sjálf- ur og þá réði hún manni af heilum hug. Mér finnst ég hafa misst mikið að missa hana Önnu; því verð ég að minnast á hennar elskulegu dóttur, Mörtu, en þær mæðgur vom alveg einstaklega samrýndar og þeirra sam- band var miklu meira heldur en sam- band móður og dóttur. Einnig var samband hennar við Helga fósturson sinn mjög kært, og var það okkur mikil ánægja er við eignuðumst dótt- ur, sem nú er tveggja mánaða, að skýra hana nöfnum þeirra kvenna sem okkur hefur þótt einna vænst um, en hún heitir Anna Jóna. Eftir að ég kynntist Önnu var hún hætt að vinna fyrir utan heimilið, þannig að tími hennar fór allur í það að stjóma í eldhúsinu á Helgafelli. Gott hefur mér þótt að stoppa þar og fé mér kaffisopa og ræða hin ýmsu málefni sem á dagskrá hafa verið í þjóðfélaginu, svo ekki sé nú minnst á stjómmál, en Anna er sú pólitískasta kona sem ég hef kynnst. Það lýsir því best að við síðustu kosningar buðum við henni með okkur á kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins til að fylgjast með talningu atkvæðanna, en hún sagðist ekki treysta sér, því ef þeir myndu tapa þá yrði hún að vera ein í sinni sorg og hún var ekki mönnum sinnandi nokkra daga á eftir kosning- amar. Það var okkur mikið áfall er Anna veiktist nú í vetur, en hún náði samt ótrúlegum bata og þrem dögum fyrir andlátið fékk hún að koma f heim- sókn heim á Helgafell og var það mjög ánægjuleg stund. Ég bið Guð að styrkja þig, elsku Haukur minn, á þessum erfiðu tímum. JónaDís Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa syngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. (Halldór Kgjan Lazncaa) f dag kveðjum við hinstu kveðju elskulega ömmu okkar, Önnu Stein- grímsdóttur, Helgafelli, MosfellssveiL Alla okkar ævi höfum við búið í næsta húsi við ömmu og afa. Það var því sjálfsagt að koma við hjá ömmu að loknum skóladegi, en þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. Amma sá alltaf um að við færum aldrei svangir frá henni og oft átti hún til að gauka ýmsu að okkur. Hún vildi gjaman fylgjast með hvemig okkur gekk í skólanum og var hún ávallt ein af þeim fyrstu sem fengu að sjá ein- kunnarspjöldin okkar. Steina bróður var amma betri en enginn. Hann var henni fyrst og síðast efstur í huga. Það sem okkur þótti einna merkileg- ast við ömmu, var hve mikið hún kunni af vísum og fór hún oft með þær fyrir okkur. Að leiðarlokum viljum við þakka ömmu allt sem hún var okkur og við kveðjum hana með söknuði. Við biðj- um góðan Guð að styðja afa og styrkja í hans miklu sorg. En það er okkur öllum huggun harmi gegn að góð var sú sem grátin er. Fyrir hönd afa og mömmu viljum við þakka læknum og starfsfólki á 11 A fyrir góða umönnun og hlýlegt við- mót. Steingrímur Davíð, Amar og Högnl Snær Sigurbjörg S. Sigurðardóttir Fædd 20. ágúst 1918 Dáin 26. maí 1993 Ég kynntist Sigurbjörgu fyrir 6 árum síðan. Það, sem mér fannst einkenna Sigurbjörgu, var hversu heilsteyptur persónuleiki hún var. Hún var af gamla skólanum, ef svo má að orði komast. Hún nýtti alla hluti eins vel og hún gat og var að því leyti nægjusöm kona. Sigur- björg var mikill sjúklingur og bjó ein, en aldrei kvartaði hún um verki eða reyndi að koma áhyggj- um sínum yfir á aðra. Hún ætlað- ist aldrei til neins af neinum, en var sífellt í því hlutverki að veita öðrum góð ráð og hlýju. Hún hirti ekki mikið um efnisleg gæði, held- ur átti hún óendanlega mikið af andlegum gæðum. Þegar okkur fjölskylduna bar að garði voru móttökumar ekki af verri endanum. Rjómapönnukök- ur eða vöfflur eða eitthvað góð- gætið, sem hún átti, gaf hún okk- ur. Það, sem tengdi okkur Sigur- björgu svo náið saman, var að við höfðum sama áhugamál, þó svo að það voru nokkur ár sem skildu okkur að. Það furðulega við hana var að manni fannst hún aldrei gömul. Hún var saumakona að at- vinnu og fylgdist því náið með öllu sem var á döfinni í tískuheimin- um. Hún vissi bókstaflega allt um saumaskap og handbragð hennar var mjög gott. Þar sem ég hef það að atvinnu að stúdera snið, þurft- um við oft að spjalla saman. Hún saumaði á mig og dóttur mína. Það má eiginlega segja að hún hafi saumað fram á hinsta dag, hún skilaði síðasta kjólnum á laugar- deginum 22/5. Eg vona henni alls hins besta á þeirri eilífðarbraut sem hún er lögð af stað á. Við, sem sitjum hér eftir á þessari jörð, munum minnast þessarar góðu konu um ókomna tíð. Guð blessi hana og alla hennar nán- ustu. Anna Gunnarsdóttir Tengdamóðir mín, Sigurbjörg Sigurðardóttir, lést á Borgarspítal- anum að morgni 26. maí og var því á 75. aldursári. Ég held að það sé óhætt að segja að hún hafi skilað sínu ævistarfi mjög vel. Það væri ekki í hennar anda að tíunda líf hennar og starf hér og læt ég það því ógert. AUir, sem þekktu Sigur- björgu, vita að hún var ákaflega hæversk kona og lét ekkert frá sér fara nema að vandlega athuguðu máli. Hún hafði átt við nokkur veikindi að stríða undanfarin ár, en aldrei kvartaði hún eða vildi gera veður út af því og leiddi því gjam- an talið að öðm. Ég gerði mér strax grein fyrir því að hún var mjög vel gefin og vel gerð kona, sem fólk bar virðingu fyrir. Ég þakka tengdamóður minni sam- fylgdina og bið guð að blessa minningu hennar. Því skal ei með hryggð í huga horfa eftir sigldri skeið. Allra bíður efsti dagur, enginn kýs sér far né leið. Trú á þann, sem tendrar lífið, tryggir sátt og frið í deyð. (J.Har.) Lilja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.