Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. júní 1993 Tíminn 7 Skáksamband íslands: Guómundur G. Þórarinsson endurkjörinn Cuðmundur G. Þórarinsson var endurkjörinn forseti Skáksambands íslands á aðalfundi sambandsins á dögunum. í aðalstjóm voru kjömir þeir Andri Hrólfsson, Guðmundur Benedikts- son, Haraldur Baldursson, Margeir Pétursson, Pétur Eiríksson og Þrá- inn Guðmundsson. í varastjóm hlutu kosningu þeir Ólafur H. Ólafs- son, Gunnar Bjömsson, Halldór G. Einarsson og Kristján Guðmunds- son. Þá var Jóhann Þórir Jónsson kjör- inn heiðursfélagi Skáksambands ís- lands. Hann hefur m.a. gefið út tímaritið Skák í 30 ár. GS. Nýr Veiðiflakkari kominn út Nýr og stærrí Veiðiflakkari er kominn út. Þetta er í fjóröa sinn sem þessi aðgengilega veiðihandbók er gefin út, en hún leit fýrst dagsins Ijós áríð 1988. I nýja Veiðiflakkaranum em upplýsingar um rúmlega 65 veiðisvæði og em það allt að því helmingi fleiri svæði en í síðustu útgáfu. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að bæta við upplýsing- um um silungsveiðiár og sil- ungsveiðisvæði í laxveiðiám, en fyrri útgáfur fjölluðu aðallega um silungsveiðivötn. í Veiðiflakkaranum em ítarleg- ar upplýsingar um hvert veiði- svæði. Sagt er frá því hvar veiði- leyfi em fáanleg í viðkomandi vatn eða á, hvar veiðisvæðið er staðsett og hvaða þjónustu gisti- staðir í grennd við það hafa á boðstólum. Þá em í bókinni ná- kvæmar upplýsingar um sjálft veiðisvæðið, hvað veiðist, hvar veiðivon svæðisins sé, hver sé al- gengasta stærð fisksins á veiði- svæðinu, hvaða beita sé hentug og hvenær veiðitímabil viðkom- andi svæðis hefjist og ljúki. Síð- ast en ekki síst er kort af veiði- svæðinu og nánasta umhverfi þess. Ferðaþjónusta bænda gef- ur Veiðiflakkarann út. Hann fæst í veiðiverslunum, bókaverslun- um, hjá ferðaskrifstofúm og víð- ar. Hulda Eiríksdóttir Fædd 17. júlí 1938 Dáin 27. maí 1993 í dag, fimmtudag 3. júní, kveðjum við mágkonu mína Huldu hinstu kveðju. Hún lést eftir mjög skömm veikindi á Borgarspítalanum. Hulda fæddist á Þingeyri við Dýra- fiörð, dóttir hjónanna önnu Guð- mundsdóttur frá Syðra-Lóni við Þórshöfn og Eiríks Þorsteinssonar, f.v. kaupfélagsstjóra og alþingis- manns frá Surtsstöðum í Jökulsár- hlíð. Hulda ólst upp í stórum systkina- hóp, þriðja af átta systkinum. Oft var gestkvæmt á heimili Önnu og Eiríks og fengu böm þeirra innsýn í ís- lenskt atvinnu- og menningarlíf. Að bamaskólanámi loknu fór Hulda í Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og síðan í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist stúdent þaðan. Seinna lauk hún kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands. Að námi loknu vann hún skrifstofu- störf og þá aðallega við bókhald, sem hún var efdrsótt í. Þar nýttust reikn- ingsgáfur hennar vel. Arið 1967 giftist Hulda eftirlifandi eiginmanni sínum, Hreini Sveins- syni. Þau eignuðust soninn Hlyn, viðskiptafræðinema, fæddan 4.1. ‘69. Á fyrstu búskaparárum sínum bjuggu þau í Reykjavík, en árið 1973 var Hreinn ráðinn skattstjóri á ísa- firði og bjuggu þau þar til ársins 1984. Þá fluttust þau til Hellu þar sem Hreinn tók við skattstjóraemb- ættinu þar. Það var kærkomið fyrir þau hjón að flytjast aftur suður og komast í nálægð vina og vanda- manna. Eftir að Hlynur fór í fram- haldsskóla í Reykjavík voru margar ferðimar famar í bæinn til að geta verið í návist hans. Vandvirkni og ósérhlífni einkenndu Huldu. Allt, sem hún tók sér fyrir hendur, vann hún af alúð og vand- virkni. Ekkert var fjær henni en sýndarmennska. Við gátum öll treyst því, að Hulda var aldrei annað en sönn og heil. Minnisstætt er af hve mikilli alúð og smekkvfsi hún valdi þær gjafir, sem hún gladdi fjölskyld- una með. Ekkert var of gott fyrir okk- ur hin. Eftir að henni var ljóst að hún gengi með illvígan sjúkdóm fékk hún nokkra daga. Það var alveg í hennar anda að vinna, sárlasin, faglega og af þekkingu, við að afla meðala og gagna til að byrja bardagann. Til þessa bardaga kom aldrei. Minningarnar eru margar. Heim- sóknir til Isafjarðar og allar ferðimar austur á Hellu, þar sem gestrisni og vinátta var í fyrirrúmi. Farið út í garðinn og fjölbreyttur gróðurinn skoðaður. Kvöldin enduðu oftast við briddsborðið og við Hulda spiluðum saman gegnum árin. Kæru Hreinn og Hlynur. Okkur er öllum ljóst hvað mikið þið missið. Guð gefi ykkur styrk. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana að. Sigurður Kristjánsson Elsku systir! Það er erfitt að sætta sig við það, að þú skulir fallin frá tæplega 55 ára gömul. Það leiðir hugann að því, hve lífið er hverfult og við fáum ekki við neitt ráðið. Eða eins og segir í kvæðinu „Úr Rúbajjat" eftir Omar Khajjam: „Sjá tímirm — hann er fugl sem flýgur hratt, harm flýgur máski úr augsýn þér í kveld!“ Skelfing verður maður vanmáttug- ur, þegar maður stendur frammi fyr- ir dauðanum. Þegar upp kom sú staðreynd, að þú bærir þann illkynja sjúkdóm, sem tók þig svo skyndilega frá okkur, þá minnist ég þess, þegar við sátum heima fyrir u.þ.b. mánuði og röbbuð- um saman. Þú sagðir mér þá, að eftir að þú gekkst í gegnum erfitt tímabil fyrir 12 til 13 árum og komst yfir það, að þú hefðir eftir 10 árin frá þeim tíma algjörlega afskrifað að þú fengir nokkum tíma aftur krabbamein. Þetta lýsti þér vel. Það var eins og þú hugsaðir: einu sinni — búið — aldr- ei aftur. Þú varst svo skynsöm og fórst aldrei geyst í hlutina. Þú gafst þér alltaf tíma til að skoða hlutina vel og kynna þér staðreyndir, áður en þú tókst ákvarðanir. En okkur grunaði áreið- anlega hvomga þá, að svo fljótt drægi fyrir sólu og þú værir öll mánuði síð- ar. En systir góð! Minningin um þig lif- ir. Þegar við bjuggum fyrir vestan átt- um við oft góðar stundir saman. Þú varst mér líka oft hjálpleg, þegar ég þurfti á hjálp að halda. Þú varst svo dugleg og hafðir svo næmt auga fyrir hinu smáa. Bömin mín mátu þig líka mikils. Við söknum þín, elsku systir. Ég bið til Guðs: „Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alfoðurskaut“ (Mattfa. Joch.) og að Hann sendi Hreini og Hlyni styrk í þeirra sorg og missi. Far vel á Guðs vegum og hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Tóta Brautskráfllr nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðumesja. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Margir fá verðlaun Sjötíu og sex nemendur hlutu brautskráningarskírteini frá Fjöl- brautaskóla Suðumesja á dögun- um. Skólinn brautskráði einn sjúkra- liða, tvo skiptinema, tvo af bók- námsbrautum, 22 af tæknisviði, 13 úr meistaraskóla og 36 stúdenta. Óvenju margir nemendur hlutu verðlaun að þessu sinni. Bestum námsárangri náðu Daníel Guð- bjartsson og Rúnar Gísli Valdimars- son og sópuðu þeir félagar til sín verðlaunum. Rúnar Gísli setti nýtt met, en hann brautskráðist með 221 einingu. A þriðja hundrað reyklausir bekkir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvamanefnd höfðu samvinnu um það síðastliðinn vetur að verðlauna nokkra reyklausa 8., 9. og 10. bekki í grunnskólum landsins. Stað- fest yfirlýsing um reykleysi barst frá samtals 217 bekkjar- deildum, þar af 120 áttundu bekkjum, 56 níundu bekkjum og 41 tíunda bekk. Allir þessir bekkir fengu viðurkenningar- skjöl. Flestir vom bekkimir í Reykjanesumdæmi, 52 að tölu, en 42 í Reykjavík, 33 á Norður- landi eystra, 28 á Vesturlandi, 21 á Austurlandi, 18 á Vest- fjörðum, 15 á Suðurlandi og 8 á Norðurlandi vestra. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opiö hús aö Hverfisgötu 25 alia þríöjudaga kl. 20.30. Komið og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknartéíðgln Kópavogur— Framsóknarvist Spilum aö Digranesvegi 12 fimmtudaginn 3. júnl kl. 20.30. Góö verölaun og kaffiveitingar. Freyfa, fétag frrnnsóknartrmnna Ingibjörg Aðalfundur Framsókn- arfélags Borgamess veröur haldinn I húsi félagsins fimmtudaginn 3. júnl Id. 20.30. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur ræöir stjómmálaviö- horfiö. Sydmái Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 17. maf veröur skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III hæö, op- in frá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags. Veriö velkomin Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.