Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. júnf 1993 Tíminn 9 Félag ekhi borgara í Reykjavík Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13. Opið hús kl. 13-17 í Risinu. Þjóöminjakort Þjóðminjasafn fslands hefur gefið út þjóðminjakort, leiðarvísi um fslensk minjasöfti og nokkra áhugaverða minja- og sögustaði víðs vegar um landið þar sem eru friðlýstar fomleifar, hús, kirkjur og önnur mannvirki í umsjá safnsins. Kortið, sem er hið fyrsta sinnar tegund- ar, er gert í íslenskri og enskri útgáfu. Markmiðið með útgáfunni er að vekja athygli og áhuga almennings og ferða- fólks á söfnum og menningarminjum hér á landi. Þjóðminjakort er einfaldað skýringarkort og er maelt með þvf að það sé notað með ferðakortum Landmælinga íslands. Auk minjasafna, sem Þjóðminjasafn fs- lands rekur eða hefur eftirlit með, eru á fjórða tug friðaðra bygginga víðs vegar um landið f eigu eða umsjá safnsins. Friðlýstar fomleifar sem safriið hefur eft- irlit með em rúmlega 800 að tölu um land allt Þjóðminjakort verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafns, á byggðasöfnum, af- greiðslustöðvum olfufélaga og vfðar og kostar 300 kr. „Blómavals* í Kringliami Dagana 3.-5. júní verða blóma- og garð- dagar í Kringlunni. Þar er hægt að gera góð kaup á ýmsu fyrir garðinn, en einnig verður veitt ráðgjöf og kynningar verða á staðnum. Göngugötum Kringlunnar verður breytt í blómabreiðu, á meðan á markaðnum stendur. í dag hefst sölusýning, þar sem hægt er að fá blóm, tijágróður og garðvörur á góðu verði. Seld verða sumarblóm, fjöl- ær blóm, pottaplöntur, afskorin blóm, ýmiskonar matjurtir, s.s. kryddjurtir og jarðarbenaplöntur, silkiblóm, trjá- og runnagróður, áhöld, garðáburður, fræ og margt fleira. Meðal þeirra aðila sem verða með sölu- starfsemi eru Skógræktarfélag Reykja- víkur með trjá- og runnagróður, Skóg- rækt rfkisins, sem selur harðgerðar plöntur til jarðvegsbindingar og garð- yrkjustöðvamar Garðyrkjustöð Ingi- bjargar Sigmundsdóttur og Gróðrar- stöðin Lundur, sem munu annast sölu á sumarblómum og fjölærum plöntum. Blómaverslunin Sólblóm mun selja pottaplöntur og afskorin blóm ásamt fjölmörgu til garðverkanna, og blóma- verslunin Dalía kynnir silkiblóm í garð- inn. Kynning verður á starfsemi Garðyrkju- skóla ríkisins, sýnd sérstök dvergtré sem nefnast Bonzai- tré, og sérstök kynning verður á vörum frá Aburðarverksmiðju ríkisins, á vegum Byggt & Búið. Settur verður upp sólpallur á vegum BYKO, þar sem sýnd eru garðhúsgögn, skjólgirð- ingar, ásamt því að ráðgjöf verður veitt á staðnum. Ýmis önnur ráðgjöf verður einnig á staðnum og má nefna að skrúð- garðaráðgjöf verður á vegum íslensku umhverfisþjónustunnar og hinn lands- þekkti Óli Valur Hansson verður við- skiptavinum Kringlunnar innan handar milli kl. 15 og 18, fimmtudag og föstu- og milli kl. 12 og 16 á laugardag. Pennanum er lögð áhersla á garð- yrkjurit og -bækur og í Hagkaupi verður grillkynning í nýrri garðvöru- og grill- deild í matvöruversluninni. Á laugardag verður Vífilfell með kynningu á nýja Fanta-drykknum og sýnd verða stutt ballett-atriði, f tílefni „blómavalsins" f Kringlunni. Sérstakt blómahom verður útbúið fyrir bömin, þar sem þeim býðst að útbúa blómaskreytíngar og fara með heim með sér. Blómahomið verður opið frá kl. 15 til 18 fimmtudag og föstudag, en frá kl. 12 tíi 18 á laugardag. Verslanir Kringlunnar eru opnar frá 10- 18.30 alla virka daga, nema föstudaga, þegar opið er tíl 19. Laugardaga er opið frá 10-16. Alþjóðleg ráðstefna um hrossarækt haldin í ágúst Dagana 11.-13. ágúst n.k. verður haldin á Hótel Sögu fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um hrossarækt sem haldin er hér á landi. Hún ber heitið: „Horse breeding and productíon in cold climatíc regions". Að ráðstefnunni standa Búnaðarfélag fslands, Rannsóknastofnun landbúnað- arins og hrossaræktardeild Búfjárrækt- arsambands Evrópu (EAAP), sem ísland er aðili að. Ráðstefnan verður haldin á ensku. Undirbúningsneftid skipa þeir Kristínn Hugason. dr. Ólafur Guð- mundsson og dr. ólafur R. Dýrmunds- son. Auk átta yfirlitserinda um erfðir, kynbætur, frjósemi, fóðrun, beit, hirð- ingu, heilsufar o.fl. verða á dagskrá 20- 30 stutt erindi sem sum verða kynnt á veggspjöldum. Áhersla er lögð á hrossa- kyn og hrossarækt f þeim hlutum heims þar sem loftslag er svalt eða kalL Meðal þátttakenda em nokkrir heimsþekktir sérfræðingar, Ld. í kynbótum, sæðing- um og næringarþörf hrossa. Ráðstefh- unni lýkur með heimsókn á hrossarækt- arbú og góðhestasýningu. öllum er heimil þátttaka og hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér rannsókna- niðurstöður og annað faglegt efni um hross og hrossarækL Um leið gefst tæki- færi tíl að kynna íslenska hestinn fyrir hinum erlendu þátttakendum, en þeir verða frá ýmsum löndum, bæði austan hafs og vestan. Mikil gróska er f hrossa- rækt víða um heim og er þess vænst að ráðstefnan hér renni styrkari faglegum stoðum imdir þessa búgrein í norðlæg- um löndum. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gef- ur ritari undirbúningsnefndar, dr. ólafur R. Dýrmundsson, Búnaðarfélagi fslands, Pósthólf 7080,127 Reykjavík, símar 91- 630317 og 91-630300, myndsendir 91- 623058, og ber að tílkynna honum þátt- töku sem fyrsL NýÚrvalsbók: Tvíblinda Út er komin hjá Frjálsri Fjölmiðlun í bókaflokknum Úrvalsbækur Tvfblinda, eftir David Laing Dawson. Höfundurinn er klínfskur geðlæknir í Ontario í Kan- ada. Sögusviðið, sem hann velur bókum sínum, er úr því umhverfi sem hann gjörþekkir. Aðalpersóna Tvfblindu er læknir að nafni Snow. Hann er ósköp venjulegur maður, og breyskleiki hans er áfengið. En þegar sagan hefst hefur hann farið f meðferð og er að vinna sig upp aft- ur, sem móttökulæknir á stórum spftala. Þess má geta f leiðinni að Blindrafélag- ið hefur einmitt valið bókina Á elleftu stund, aðra Úrvalsbók einnig eftir David Laing Dawson, til útgáfu sem hljóðbók. Lesari er HjaJtí Rögnvaldsson leikari. Blindrafélagið hefur áður gefið út nokkr- ar hljóðbækur, bamaefni og sígilt efni, en hyggst í sumar gefa út á snældum tvær spennubækur í tílraunaskyni. Hljóðbækur Blindrafélagsins eru ætlaðar á almennan markað, ekki síst handa þeim sem hyggjast aka langar leiðir og vilja nota tímann tíl að hlusta á góðan lestur á áhugaverðu efni. Árieg námsstefna fræðslustjóra fyrirtækja og félagasamtaka Á síðastliðnum vetri vom stofnuð sam- tök fræðslustjóra fyrirtækja og félaga- samtaka. Samtökin em öllum opin og starfa að sameiginlegum áhuga- og hags- munamálum fræðslustjóra, m.a. með öflugu fræðslu- og fundastarfi. Einu sinni á ári efna samtökin tíl um- fangsmikillar námsstefnu um efni er lýt- ur að starfi fræðslustjóra. Þann 10. og 11. júní nk. verður haldin að Flúðum námsstefha þar sem tekin verða fyrir at- riði er varða val og undirbúning leið- beinenda, arðsemimat f starfsmanna- fræðslu, hönnun og útgáfu námsefnis, starfsfræðslu fyrir fólk á landsbyggðinni og loks munu fræðslustjórar, er sóttu ráðstefnu The American Society for TYaining and Development í Atlanta í Bandaríkjunum nú í maí, greina frá nýj- ungum er þar voru kynntar. Allar frekari upplýsingar um námsstefn- una og samtök fræðslustjóra fást á skrif- stofu Endurmenntunarstofnunar Há- skólans, Tæknigarði. Ráöstefna um hjúkrun á Akureyri Ráðstefna á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri verður haldin í safnaðarheimili Akureyrarkirkju dagana 14.-15. júní n.k. Ráðstefnan ber heitíð: „Hjúkrun: Áfram veginn", hún er ætluð heilbrigðisstéttum og er öllum opin. Aðalfyrirlesari á ráðstefhunni verður finnski hjúkrunarfræðingurinn Dr. Katíe Eriksson, prófessor við Abo Akademi, og ber fyrirlestur hennar yfirskriftina „Car- ing or Nursing Theology" (Umhyggja eða hjúkrunarguðfræði). Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru hjúkrunarfræðingamir dr. Kristín Bjömsdóttír, Magna Bimir, Herdís Sveinsdóttir, Hildur Helgadóttir, Mar- grét Ámadóttir og Sigfríður Inga Karls- dóttír. Einnig flytja dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekingur og Hermann Óskarsson félagsfræðingur fyrirlestra. Þá mimu nýútskrifaðir hjúkr- unarfræðingar frá Háskólanum á Akur- eyri kynna niðurstöður úr lokaverkefn- um sínum við skólann. Þátttaka tílkynnist tíl skrifstofu heil- brigðisdeildar í sfma 96-11770. Frestur tíl að skrá þátttöku er tíl 4. júní. Þátttökugjald er kr. 4000. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku í einn dag og er gjaldið þá kr. 2500. Greiða skal þátttökugjaldið við afhendingu ráð- stefhugagna að morgni 15. júnf. f tengslum við ráðstefnuna verður sýn- ing á bókum og hjúkrunargögnum í sal- arkynnum Safnaðarheimilisins. Einnig verður sýning á listaverkum hjúkrunar- fræðinga. Fjárhagskröggurnar voru að gera út af við hana og hjónabandið: skrifar og skrifar og bækurnar hennar renna út Leikkonan Lucinda Edmonds hafði átt góða og áhyggjulausa daga. Fyrir þrem árum var hún stjaraa, sem fór með aðalhlut- verk í vinsælum leiksýningum og sjónvarpsþáttum og gerði það gott. Lítið grunaði hana þá hvað væri í vændum fyrir hana og mann hennar, Owen, sem lika er leikari. Þau giftu sig í maí 1988 og ákváðu að flytja í lítið hús f Le- icestershire. Þau komust fljót- lega að því að það var of langt frá London og oft urðu þau að fá að gista hjá vinum þar eftir vinnu. Þau ákváðu því að festa kaup á íbúð í London. Og þar með lágu þau í því. Þau gátu ekki selt litla húsið sitt í sveitinni, svo að þau urðu að taka lán til að kaupa íbúðina. Þrem vikum eftir að þau fluttu fékk Lucinda einkirningasótt. Lucindu leiddist einhver ósköp í veikindunum og Owen hvatti hana til að fara að skrifa. Hún hafði gengið með hugmynd í maganum í nokkur ár, en gerði fátt í málinu. í Englandi varð efnahagslægð- in sífellt dýpri og færra varð um fína drætti í leikarastarfinu. Að sama skapi bólgnuðu skuldir hjónanna ÚL Lucinda var rúm- liggjandi og Owen fór að selja tryggingar. Það starf varð enda- sleppt, Owen fékk taugaáfall og nú fór verulega að syrta í álinn. Bankastjóri þeirra hjóna til- kynnti þeim að Lucinda yrði að fá sér vinnu, og hún réði sig sem ráðgjafa fyrir þá sem misst höfðu vinnuna vegna skipulags- breytinga. Og nú fór hún alvar- lega að fást við skáldsöguritun- ina í frítímum. Hún sýndi um- boðsmanni afraksturinn og hann lét hana endurrita söguna „Lovers and Players" sem kom út 27. maí sl. En Lucinda var í kapphlaupi við tímann, bankinn var á hælunum á þeim og ætlaði að taka af þeim húsið, en aðeins viku áður hafði Lucinda undir- ritað samning við útgefanda að bókinni. Nú hefur Lucindu tekist að borga meiripart skuldanna, þau eru búin að selja íbúðina í London og smám saman eru Erfiðleikamir hafa fært þau Lucindu og Owen Edmonds nær hvort Oðru og nú lítur út fyrir að Hal litli, sem fæddist í janúar, eigi eftir að lifa viö fjárhags- legt öryggi. þau að ná fótfestu á ný. Erfið- leikarnir hafa lfka styrkt hjóna- bandið, sem var farið að riða. Lucinda segir þau upphaflega hafa flutt frá London til að bjarga hjónabandinu. En þegar fjárhagslegt gjaldþrot blasti við þeim, gerðu þau sér grein fyrir að þau gætu misst fleira en eignir, þau gætu misst hvort annað. Nú horfa málin þannig við að fyrsta bók Lucindu er þegar komin út, sú næsta er væntan- leg í ágúst. Owen er búinn að skrifa sjónvarpshandrit og litli Hal, fæddur í janúar, hefur end- anlega innsiglað hamingjusamt fjölskyldulíf. ,AHt var svo hræðilegt, en nú eigum við eftir að komast af,“ segir Lucinda. „Við erum per- sónulega gjaldþrota, en við höf- um þak yfir höfuðið og nú kunnum við að meta allt sem við eigum." Giftingarhring Emmu Thompson stolið Breska leikkonan Emma Thomp- son varð fyrir mikilli raun um dag- inn og er sagt að henni hafi orðið mikið um þegar giftingarhringnum hennar var stolið. Þjófar brutust inn í farangurs- geymsluna á bíl aðstoðarmanns Emmu og hirtu það sem þar var. í tösku var fatnaður Emmu, vegabréf — og giftingarhringurinn. Emma var sjálf önnum kafin við kvik- myndatökur og þar í liggur skýr- ingin á því að hún bar ekki gifting- arhringinn á hendi þá stundina. Reyndar var leikkonan á förum til New York til að sjá mynd manns síns, Kenneths Branagh, „Ys og þys út af engu“, og þess vegna var líka vegabréfsmissirinn bagalegur. En vegabréfseftirlitsmenn á Heathrow tóku fæðingarvottorðið hennar gott og gilt í staðinn og í New York var henni tekið með kostum og kynj- um. „Fínt er, Óskarsverðlaunahafi, gerðu svo vel að ganga beint í gegn,“ sögðu vegabréfseftirlits- menn þar á bæ. Emma Thompson er margverð- launuð leikkona. En þaö er ekki þar með sagt að sjálfsagt sé að stela frá henni persónulegum munum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.