Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. júní 1993 Tíminn 5 Guðrún Alfreðsdóttir: Nokkur orð um Tímagreinina „Islensk menning á evrópskum krossgötum“ Undirrituð stenst ekki mátið að tjá sig ögn vegna greinar í Tímanum 22. maí sl., sem ber yfirskriftina „íslensk menning á evrópskum krossgötum". FVrir það fyrsta gladdist undirrituð mjög yfir því að loksins hefði enn einn baest í þann fámenna hóp sem fundið hefur hjá sér hvöt til að viðra opinberlega vangaveltur sínar um framtíð íslenskrar menningar innan EES. Það að fleiri íslendingar — fleiri „gæslumenn" íslenskrar menningar — séu að vakna til vit- undar um þá óvissu, sem Evrópu- samruni felur í sér, er sannarlega ánægjuefni, en má ekki seinna vera. Þá er undirrituð ekki síður glöð yf- ir að hafa átt sinn þátt í að hrista gæslumenn (ágætis orð í þessu sam- hengi) til meðvitundar um skyldu þeirra, með þátttöku sinni í þeim sjónvarpsumræðuþætti sem varð kveikjan að fyrmefndri Tímagrein. Að sjá skyndilega þriggja heilsdálka blaðagrein um þetta mikilvæga mál f Tímanum, var meira en undirritaða gat órað fyrir eftir þá miklu þögn sem ríkt hefur um málið. En þrátt fyrir þessa miklu gleði (eða e.Lv. þess vegna) sér undirrituð sig knúna til að fetta flngur út í nokkur atriði í nefndri Tímagrein, sem ein- mitt bar sömu yfirskrift og sá um- ræðuþáttur Sjónvarps sem þar er fjallað um. Þar er nefnilega um svo- lítinn misskilning að ræða og annan klaufalegan skilning, sem vissulega er afsakanlegt með tilliti til þess að greinarhöfundur virðist nývaknaður til meðvitundar um þetta mikilvæga mál. Ekki dettur undirritaðri í hug að fara að fjargviðrast út í skoðanir greinarhöfundar almennt á um- ræðuþættinum. Þær má hann alveg hafa í friði og er bara gott og blessað. Þó er freistandi að vitna í nokkur orð, svona fyrir fróðleiks sakir. f upp- hafi greinarinnar er höfundur eilítið vonsvikinn yfir því að í þættinum skuli ekki hafa..komið fram stór- kostlegar hugljómanir og djúpur skilningur á viðfangsefninu hjá þátt- takendum". Og skömmu síðar kem- ur fram að honum hafi fundist „... ótrúlegt að fá enn á ný staðfesta goð- sögnina um að mestu menningarvit- amir virðast hafa minnstan skilning á menningu og sáralítinn áhuga á að öðlast skilning á öðru en því sem snertir þeirra allra nánasta umhverfi eða hagsmuni". — Undirritaðri er ókunnugt um hvort greinarhöfund- ur á vanda til að verða fyrir hugljóm- unum, en hún hefur alltaf álitið að slík upplifun væri ákaflega merkilegt og jaftivel sjaldgæft fyrirbrigði, sem þar að auki væri einstaklingsbundið. En sá hlýtur vissulega að vera öf- undsverður sem á von á slíkum munaði vegna hversdagslegra um- ræðna í sjónvarpi — og það með goðsagnarkennda vitneskju fyrir- fram um vanhæfni þátttakenda. Að öðru leyti lýsa tilvitnaðar fúllyrðing- ar og alhæfingar megnustu fyrirlitn- ingu á listamönnum og öðrum þeim sem starfa að íslenskri menningu. Hið vinsæla skammaryrði „menn- ingarvitar" er hér og síðar í grein- inni óspart notað, ásamt öðru vin- sælu, „menningarelíta". Svona skrif dæma sig auðvitað best sjálf. En svo heldur greinarhöfundur áfram í svipuðum „hjólförum" fyrir- litningar þar til þekkingarskortur hans veldur augljósum misskilningi. Hann býsnast enn yfir því hve skiln- ingur „menningarelítunnar" á ís- lenskri menningu sé „takmarkaður og hagsmunatengdur" vegna þess að rætt var um að menningin væri meira eða minna háð reglum um fjórfrelsi EES. Og hann hneykslast mikið á umræðum um hvort þær reglur geti hugsanlega haft neikvæð áhrif á menningarlegar „afurðir", á ríkisstyrki til menningar, höfunda- réttarmál, listamannalaun, starfsör- yggi og félagslega stöðu þeirra sem starfa á vettvangi menningarinnar. Með sérstakri ánægju skal greinar- höfundur nú upplýstur um það að naflaskoðun „menni ngarel ítunnar" í sjónvarpsþættinum var ekki eins al- gjör og hans skilningur bauð, því flest þau atriði, sem upp eru talin hér að oftm, varða aldeilis ekki lista- menn eina. Þau snerta ýmsa menn- — rvi f í vikunni var nokkrum BlrS‘r Guðmundsson sk ™um ''suntónn™ m™,n»r- Menningarafurð oe Górfrelsid SSfSSSSK,' nú í m/kl.im men™nSin hét Clfcflw-í 77: Ssssasssí r «tte:frífV,ðte^WH »edsL‘ljJS6,rÚ'teUdlíenn^ý a».a=»S $ötum fvSaarS menningu* var ein, ', e'ukn tienda hii meim 8 ^0 ofl lesa takm.T í n8a,vilum' ákaf- jfiiiíir ee<lumot,k,.MKi„H.(f!ld,r sðmu SttTrmaerui'i<ie8us' rV8ð-Æe^^ tetliV"„Um 'e^ssum sfónvarps- lendu. dacskráríVrá 10 með lnn' Wnn al™„„fS ð™ ~ snert,r Mtt. Þa6 sem meim „ hí. oWtura dlíklegt að „dtt ,í 'kÍ ðerm,°8 miklu mili fyrir (llemlíÍT' !k'pli e&s komi H SmJTn8u hvort fslemk „ . nokkuð "ð *‘endue á 55;£f# em “a * ^ menntagari„mT sSdu CTÍ kro!!801um .sasáSS3r: •ngu. »'enska menn- e^semsXme^^™; alltaf m,m ,« llsUmaðurin„. sem Guörún Alfreðsdóttir. ingarstarfsemi, f sinni víðustu mynd, og fjölmarga sem á einn eða annan hátt starfa að menningu — og þar með að sjálfsögðu menning- una sjálfa. (Blaðamannastéttin fer reyndar ekki alveg varhluta af þessu, sbr. höfundarréttur, ríkisstyrkir, starfsöryggi og félagsleg staða). Jafn- framt skal það upplýst að skv. regl- um um fjórfrelsið reynast menning- arlegar „afúrðir“ allnokkuð fleiri en einstakar „afurðir skilgreindra lista- manna“, eins og greinarhöfundur kæmist að ef hann kynnti sér málin. Áhrifa samkeppnisreglna er t.d. þeg- ar farið að gæta í ýmiss konar menn- ingarstarfsemi hjá nágrannaþjóðum okkar — og jafnvel hér á landi líka. Menningargæslumenn nágranna- þjóðanna hefur óað við þessum regl- um og hafa reynt að spoma gegn því að menningin þurfi að lúta þeim. Smávægilegar undanþágur í Maast- richt-samningnum þykja lítt til bóta. En nývaknaður gæslumaður okkar íslensku menningar, greinar- höfundurinn, telur hins vegar „mjög ólfldegt að neitt af þessu skipti miklu máli fyrir íslenska menningu eða komi því yfirleitt nokkuð við hvort íslensk menning stendur á krossgötum". Þá er all sérkennilegur skilningur höfúndar á spjallinu um dyr og gátt- ir í Evrópu, eða eins og hann orðar það: „... og deildu um hvort dyr í Brussel muni standa listamönnum opnar eða hvort þær muni lokast“. Þannig var einfaldlega að einn þátt- takandinn f umræðunni viðraði þá skoðun sína að nauðsynlegt væri að hafa dymar að Evrópu opnar upp á gátt til að forðast menningarlega einangmn. Síðar í þættinum skýrði hann frá óskyldum hlut: hugmynd norrænna listamannasamtaka um að koma á fót eins konar sam-evr- ópsku upplýsinga- og áróðursneti. Hlutverk þess yrði annars vegar að komast inn fyrir dymar að Bmssel til að þrýsta á ráðamenn þar um betri skilyrði fyrir menninguna al- mennt (þ.m.t. .listamenn) og hins vegar að miðla upplýsingum um þróun mála til menningargæslu- manna aðildarríkja. Deilur um dyr í Brussel áttu sér ekki stað. í niðurlagi greinar sinnar segir höf- undur síðan, greinilega yfirkominn af hneykslan: „... ef menningarvit- amir, sem yfirleitt eiga að teljast meðvituðustu gæslumenn menn- ingararfleifðarinnar, telja að fslenska menningu sé einfaldlega hægt að sækja í gegnum opnar dyr til í Bms- sel, þá er kominn tfmi til að hugsa málið að nýju og endurskoða þetta með gæslumennina". — Þama kem- ur hann enn og aftur illilega upp um sig. í fyrsta lagi er það einmitt fyrir innan dymar í Bmssel, sem þær reglur og stefnur verða til sem ógn- að gætu íslenskri menningu, eins og áður hefur verið bent á. I öðm Iagi gengur menningarpólitík EB enn fyrst og fremst út á það að efla og auðga sam-evrópska menningu og menningararfleifð. Þar hefur lítið verið gefið fyrir menningu smáþjóða og jaðarsvæða. Og í þriðja lagi má svo nefna einkavæðingarstefnu EB, sem nú hefur einnig fengið byr und- ir báða vængi hérlendis. Hver verða örlög íslenskrar tungu, ef boðskap- urinn heltekur íslenska ráðamenn og einkavæðing Ríkisútvarps/sjón- varps verður að vemleika? Að lokum má taka fram að von- brigði og pirringur greinarhöfundar er kannski skiljanlegur, honum hef- ur þótt miður að „menningarvitam- ir“ skyldu ekki komast yfir að ræða alla þætti íslenskrar menningar í umræðuþættinum. Eins og til að mynda hversu „... hvalveiðar em mótandi í þessum efnum“ (!). Þátt- takendum þótti þetta líka miður, þó að þeir teldu sig reyndar vita fyrir- fram að slíkt yrði ekki hægt Það þarf meira en 37 mínútur til að taka fyrir tvö viðamikil umræðuefni eins og fyrirhugað var: um stöðu menning- arinnar innan EES og hvemig verði best staðið að varðveislu íslenskrar menningar. En ef höfundur hefúr meðtekið Iokaorð stjómanda þáttar- ins, þá kom þar fram að aðeins hefði verið hægt að tæpa á nokkmm atrið- um og að síðara umræðuefnið, sem varð nokkuð útundan, kallaði á ann- an þátt. En það sem efitir stendur þrátt fyrir allt og mestu máli skiptir, er að þátt- urinn hefur augljóslega vakið ein- hverja til meðvitundar um skyldu- hlutverk sitt sem gæslumenn ís- lenskrar menningar. Og það er hið besta mál. Höfundur er lelkari og blaöamaður. Þorsteinn Antonsson: Þögn Borgaraleg menning hefur komið sér upp varanlegum skilyrðum til að þrífast með því að beina þörfum manna fyrir andstæður að vitundar- iðnaði. í annan stað hefur hún kom- ið sér upp aðferðum til að halda við óbreyttum lifnaðarháttum þeirra sem til hennar teljast, með því að hunsa einfaldlega viðleitni hags- munahópa og einstakra manna til að skerpa andstæður í slíku samfélagi af frekari alvöru en vitundariðnaðin- um hæfir. Þessar aðferðir eru mikil- virkar en ekki margar, og tiltölulega einfaldar. Ein þeirra er hin borgara- lega þögn. Hún felur í sér að einstak- ir menn eða hagsmunahópar eru frystir inni með óreiðu sinni. Þessi tegund kyrrlætis gerir ekkert úr andstæðum. Hún er jafn blælaus og hið borgaralega tóm. Aðferðin liggur víst hvergi fyrir skráð sem úthugsuð stefnumörkun, enda leynivopn sem hver borgaralega sinnaður maður lærir að beita og dylja. Hann lærir að dylja tómleikann inni fyrir með þessari sérstöku tegund af þögn, jafnvel fyrir sjálfum sér. Undirstaða allra vísvitaðra, það er mannlegra, breytinga er skýr sjálfsvitund og að- ferðin hentar því vel til að tryggja sljóa samstöðu borgaranna og þar með óbréytt ástand. Hér er ekki átt við neina fjallakyrrð. Hina borgaralegu þögn er vel hægt að framleiða með því að skrúfa hljómflutningstæki í botn. Með því yfirleitt að innræta mönnum trú á magn fremur en gæði. Umrót hið innra nær ekki að verða að skynsam- legu samhengi, að uppbyggilegum athöfnum eða orðaskiptum virðing- ar, vináttu, bræðralags eða ástar. Val- kostimir geta orðið milli ófélags- legra úrræða eða bældrar óánægju. Sú óánægja kemst aldrei upp fyrir vitundarmörkin, heldur er stillt í hóf með fjölbreytilegu afþreyingarefni, en getur brotist út í líkamskvillum þegar tímar líða fram. Borgaraieg menning komst til vegs með átökum við aðalsstéttina á vissu skeiði sögunnar. En meðan aðallinn var og hét varðveitti hann og hélt við fomri samfélagsgerð þar sem hin hjástæðu frumgildi vom virt og jafn- vel ástunduð. Auk þess hafði hvaða maður sem var hvenær sem var tök á að mynda hugvitssamlega samstill- ingu milli sjálfs sín og samfélags- gerðarinnar sem hann heyrði til vegna þess að hún hafði goðsögulegt yfirvarp, en var ekki kennd við óper- sónuleg lögmál eins og þjóðfélög nútímans. Borgarastéttin hafnaði hinum hjástæðu gildum jafnframt því að hún braut niður vald aðalsins. Guð- fræðin ein fylgdi hinni breyttu sam- félagsgerð. Prestar em leifar hinnar gömlu aðalsstéttar. Prestastéttinni tókst að finna sér nýjan þrifnað að aðlinum frágengnum með því að flétta saman tvöfeldni boðunarhátta sinna og hinu borgaralega viðmóti sem hinum síðamefhdu var tamt að beita gagnvart aðlinum. Hin hjástæðu gildi skiptu litlu máli í þessu sambandi, því hugmyndir hafa einkum nytsemigildi meðal borgar- anna og þá til viðhalds á samfélags- gerðinni óbreyttri. Borgarastéttin byggir á þröngri skýrgreiningu á skynsemishugtakinu, bundinni nyt- semi, og gildismat aðalsins rúmast ekki innan þeirrar skýrgreiningar nema að litlu leyti. Hinar fomu samfélagsgerðir virtu sálfarslegar frumþarfir, en í stað þess að framfylgja hefðum til að þjóna þeim þörfum, einfaldaði borgara- stéttin mynd mannsins að því marki að hún vísar einkum á félagslegar þarfir, en ekki á hin djúplægari sál- aröfl. Einangrun hafði verið stétt- inni í senn aðferð til að búa að sínu og vopn til að verjast þeim sem höfðu öll hennar ráð í hendi sér. Af ótta við að aðallinn gengi aftur varð þögnin og tómið utan við sam- félagsmörkin algert. í stað sannleik- sleitar með óskilyrtum hætti var tekin upp ströng aðferð vísinda- hyggju. I stað skapandi listar var tek- in upp formhyggja og túlkandi list. f stað trúar riddaramennskunnar á réttlæti, sem ætti sér tilvistarlega róL kom lögfræðingaveldi, vald sem steypt er í lagasetningar. Höfundur er rithöfundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.