Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. júní 1993 Tíminn 3 Verðlagseftirlit Dagsbrúnar tekur til starfa á nýjan leik. Verðlækkun á tilteknum kjöt- og mjólkurvörum: Kaupmaðurinn undir smásjána Verölagseftiriit Verkamannafélagsins Dagsbrúnar er í þann veginn að taka til starfa á nýjan leik, en það starfaöi með miklum ágætum á gildistíma þjóðarsáttarsamningsins frá ársbyrjun 1990 til hausts 1991. Viðbúið er að fleiri stéttarfélög fylgi fordæmi Dagsbrúnar og fylgist meö verðlagi í sínum heimabyggðum. Þá skora Neytendasamtökin á al- menning að fylgjast vel með verð- lagi og láta vita ef vart verður við verðlagshækkanir sem koma spánskt fyrir sjónir. Leifur Guðjónsson, starfsmaður verðlagseftirlitsins, segir að eftirlit- ið sé hugsað sem þjónusta fyrir fé- lagsmenn Dagsbrúnar og til að fylgjast með því hvort verðlækkan- ir á kjöt- og mjólkurvörum skili sér til neytenda en ekki í vasa milliliða og óprúttinna kaupmanna. Leifur sagði að ef það kæmi í ljós að ein- hver brögð væru á því að verðlækk- unin skilaði sér ekki til neytenda hjá einhverjum kaupmanni - versl- un, yrði upplýsingum þar að lút- andi komið á framfæri við fjölmiðla og neytendur. f fyrradag lækkuðu nokkrar teg- undir búvara í verði um 3,7%-8,5% vegna aukinna niðurgreiðslna úr ríkissjóði fram til áramóta, sem ákveðnar voru í tengslum við gerð kjarasamninga. Þessar niður- greiðslur lækka virðisaukaskatt á heildsölustigi úr 24,5% í 14% á rjóma, skyri, osti, eggjum, svfna- kjöti, kjúklingakjöti og nautakjöti. Hins vegar varð engin verðbreyting á mjólk, grænmeti, smjöri, hross- kjöti og kindakjöti. Neytendur á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni hafa trúlega þegar orðið varir við verðlækkun- ina á þessum vörum en viðbúið er að landsbyggðarfólk þurfi að bíða í einhverja daga áður en vörur á nýja verðinu koma í hillur verslana. Það þarf þó ekki að vera einhlítt -grii Lelfur Guöjónsson, starfsmaöur verðlagseftlrtlts Dagsbrúnar, hvetur al- menning til að fylgjast vel með öllum verðbreytlngum og láta fyrir alla munl vita af vart veröur vlö verðlagshækkanlr. „Það er ekkl lengur hægt að fóðra verölagshækkanlr með þvi að launakostnaður hafi aukist, svo miklö er víst.“ Tímamynd Aml BJama Hart deilt á stjórn Sólheima í Grímsnesi Mikil ólga ríkir meðal starfsmanna meðferðarheimilisins að Sól- heimum i Grímsnesi vegna brottvikningu núverandi forstöðu- manns og endurkomu þess sem áður skipaði stöðuna. Þá er dreg- in í efa núverandi stefna framkvæmdastjómar varðandi framtíð staðarins sem miðar m.a. að því að allir fatlaðir einstaklingar eigi aö búa í séríbúð. „Það má segja að styrrinn kristallist f embættisskiptum á þessum tveimur mönnum," segir einn starfsmanna og bendir á að stjóm Sólheima hlusti ekki á skoðanir starfsmanna. í ályktun starfsmannafélagsins er harmað að Sveini Kjartanssyni, for- stöðumanni Sólheima, skuli hafa ver- ið vikið úr starfi. Sagt er að hann hafi verið framúrskarandi vel liðinn af öll- um, bæði starfsfólki og heimilisfólki og því við bætt að í raun sé óskiljan- legt hvers vegna til uppsagnar þurfti að koma. Þá er átalin sú ákvörðun fram- kvæmdastjómar að ráða Haildór Júlí- usson, fyrrverandi forstöðumann, í nýtt starf framkvæmdastjóra...“í þau 7 ár sem hann var forstöðumaður ríkti aldrei starfsfriður á Sólheimum.." seg- ir og í ályktuninni. „Fólk er hrætt um að missa vinnuna sfna tjái það sig of mikið," segir fyrmefndur starfsmaður sem ekki vill koma fram undir nafni og áréttar að starfsmenn vilji þess vegna sem minnst láta frá sér fara um þetta mál. „Halldór Júlíusson er hins vegar frægur fyrir það að benda á hvem þann sem opnar munninn og reka hann,“ bætir starfsmaðurinn við. Þá er dregin í efa stefna fram- kvæmdastjómar varðandi framtíð staðarins en hún mun m.a. fela í sér að allir fatlaðir einstaklingar muni búa í séríbúð og verða ráðnir til starfa á vinnustöðum Sólheima. Starfsmenn krefjast þess að lagt verði faglegt mat á þjónustuþörf heimilisfólksins í stað þess að framkvæmdastjóm sjái ei- nhliða um matið þar sem faglega þekkingu skorti. Starfsmaðurinn segir að Sveinn Kjartansson hafi reynt að standa í vegi fyrir því að hagsmunir heimilisfólks yrðu bomir fyrir borð þegar draga eigi úr þjónustu. Þar vitn- ar hann til hugmynda stjómarinnar Hvalavinafélagið kærir kaupmann fyrir hrefnuveiðar. Kaupmaður seg- ist lítið skilja í því: „Búið að vera mitt lifibrauð" Hvalavinafélag fslands hefur lagt fram kæru á hendur Þorvaldi Baldurssyni, kaupmanni á Akureyri, fyrir að veiða hrefnu og selja hrefnukjöt f verslun sinni Sælandi. Félagið vísar í viðtal sem tekið var við Þorvald í fréttum Ríkissjónvarpsins 28. maí s.l. þar sem Þorvaldur lýsti því yfir að hann hefði veitt hrefnu. Þá kom fram í sömu frétt að hrefnukjöt hefði verið í boði í verslun hans. í kæm Hvalavinafélagsins er full- tug fyrirspuma erlendis frá um yrt að nýtt hvalkjöt, oftast hrefnu- kjöt, sé haft til sölu víðast hvar um landið án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð. „Það er líka óþolandi að ekki sé bara hvalkjöt víða til sölu um landið heldur séu lögbrotin svo óá- talin af hálfu yfirvalda að kaupmenn á borð við þennan Þorvald Baldvins- son í Sælandi hf. geti komið í út- breiddasta fjölmiðil landsins og raupað af því framan í alla þjóðina að þeir hafi drepið hinar ýmsu hvalategundir, þar á meðal hrefnuna sem er alfriðuð," segir í kæmnni. Hvalavinir segjast hafa fengið yfir sannleiksgildi frétta og orðróms um hrefnuveiðar. Líkt og í sjónvarpsviðtalinu vildi Þorvaldur í samtali við Tímann ekki staðfesta að hann hefði selt hrefnu- kjöt. Nokkrir viðskiptavinir Sælands hafa hins vegar staðfest að þar hafi þeir keypt hrefnu. Þorvaldur segir að miðinn úr versl- un hans, sem merktur er hrefnu- kjöti, sé eina vísbendingin sem menn fái um að hrefria hafi þar ver- ið til sölu. Meira vill hann ekki um það segja, annað en það að hann teldi ekki óleyfilegt að selja hrefnu sem vill lækka kostnað með nýjum skipulagsbreytingum. „Okkur finnst óeðlilegt að minnka þjónustuna með því að dreifa einstaklingunum í fleiri hús. Við sjáum ekki annað en það sé meira verk að hugsa um vistmenn í mörgum húsum en fáurn," segir starfsmaðurinn og telur að það bjóði heim hættu á félagslegum erfiðleik- um vistmanna sem margir hverjir hafi búið í sambýli allt sitt líf. -HÞ Fjalla ekki um mál starfs- manna „Ég óska ekki eftir því að fjalla um málefni einstakra starfsmanna,“ var það eina sem Pétur Sveinbjam- arson, formaður stjómar Sólheima í Grímsnesi, vildi láta hafa eftir sér um Sólheimadeiluna í gær en vísaði í fréttatilkynningu stjómarinnar þar sem fram kemur að öllu starfs- fólki var sagt upp störfum frá og með 1. júní til að greiða fyrir skipu- Iagsbreytingum. Samkvæmt því verða allir vistmenn á Sólheimum ráðnir til starfa á vinnustöðum Sólheima. Sérstök þjónustumiðstöð á að annast mál- efrii þeirra en vinnustaði á að byggja upp sem sjálfstæð fyrirtæki. -HE ef hann fengi hana. í viðtalinu í Ríkissjónvarpinu við- urkenndi Þorvaldur að hafa veitt hnísur og höfrunga sem hann hefði á boðstólum í búð sinni og játar því jafriframt að hann hafi skotið hrefnu, sem sé litlum vandkvæðum bundið að hans sögn. „Ég er búinn að stunda sjó í um 30 ár og þetta er búið að vera mitt lifi- brauð. Ég er alinn upp á þessu kjöti ásamt fuglakjöti. Ég veit ekki hvað menn eru að gera veður út af þessu núna,“ segir Þorvaldur í samtali við Tímann. - Þannig að þú ert hvergi banginn? „Nei, ég er það ekki. Við erum veiðimannaþjóðfélag og höfum lifað á þessu alla tíð,“ segir Þorvaldur. „Ég verð bara að taka afleiðingunum afþví." GS, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, segist telja að stjórnin hefði mátt kanna hvort stjórnarand- staðan hefði verið til viðræðu um að afgreiða á stuttum tíma á Alþingi lög vegna kjarasamninga: Ekki rætt við Sal- ome um bráða- birgðalögin Ríkisstjórnin haföi ekkert samráö við Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, þegar bráðabirgðalögin um efnahagsað- gerðir vegna kjarasamninga voru sett. Salome segist telja að það hefði mátt kanna hvort stjómarandstaðan hefði verið tii viðræðu um að Ijúka afgreiðslu málsins á Alþingi á stuttum tíma. Það mun ekki hafa verið gert. „Mér hefði ekki fundist það úr vegi að það hefði verið leitað álits á því hjá stjómarandstöðunni hvort hún væri tilbúin til þess að koma til stutts fundar í svo sem eins og tvo daga og afgreiða mál- ið þannig," sagði Salome. Salome sagðist telja að auðvelt hefði verið að afgreiða Iögin á Al- þingi á innan við tveimur dögum ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá þingmönnum. Salome sagðist gera ráð fyrir að það hafi verið mat ríkisstjómarinnar að það tæki of Iangan tíma að afgreiða lögin með því að kalla Alþingi saman. Reynslan sýndi að þing- menn vilji oft ræða svona mál meira en tími gæfist til. Salome sagði að eftir sem áður hefði rík- isstjómin mátt kanna þennan möguleika. Eitt af markmiðum nýju þing- skaparlaganna sem samþykkt vom fyrir rúmum tveimur ámm, var að draga úr útgáfu bráða- birgðalaga. Við undirbúning lag- anna vom uppi raddir um að af- nema algerlega rétt ríkisstjóma til að setja bráðabirgðalög, en horfið var frá því. Þessi í stað var ákveðið að þing starfaði allt árið og gæti þannig komið saman með Iitlum fyrirvara og afgreitt mikilvæg mál sem upp koma. Salome sagði að það væri ríkis- stjómarinnar að meta það hverju sinni hvort hún teldi ástæðu til þess að kalla þing saman. Salome sagði erfitt að meta það hvort breytingin á þingskapar- lögunum hefði leitt til þess að minna er gefið út af bráðabirgða- lögum en annars hefði orðið. Reynslan af nýju lögunum sé það stutt. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.