Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 3. júní 1993 Laugardaginn 29. maí fór fram brautskráning frá Tækniskóla íslands og voru að þessu sinni afhent 74 prófskírteíni um loka- {ávarpi Guðbrands Steinþórs- sonar rektors kom ma. fram að Rætt um allt að 800 millj. kr. niðurskurð á grunn- og framhaldsskólastigi næsta skólaár: Verða menntamálin skorin niður við trog? þrátt fyrir dapurt ástand á vinnumarkaði hefði nýútskrif- uöum tæknifræöingum gengið allvel að fá vinnu og væri það vísbending um að þeir væru í góðu áliti á vinnumarkaöi. GS. I ráðuneytum er nú verið að vinna fjárlagatillögur fyrir næsta ár. Heim- ildir herma að búast megi við 700 til 800 millj. kr. niðurskurði á grunn- og framhaldsskólastigi og þar af 200 tíl 300 miUj. kr. niðurskurði á grunnskólastiginu einu saman. Eins og kunnugt er, stefnir fjárlagahallinn í að verða á annan tug milljarða. „Menn eru að tala um að skera niður ríkisútgjöldin, en hver verður hlutur menntamálaráðuneytisins liggur ekki fyrir og heldur ekki með hvaða hætti," segir örlygur Geirsson, for- stöðumaður íjármálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, en þar er nú unnið að tillögugerð til fjárlaga. Hann segir að útgjöld til mennta- mála séu um 15% af ríkisútgjöldum. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að velta fyrir sér tölum eins og hér eru Það er ekki nauðsynlegt að kunna dönsku, en það gœti hjálpað ef þú fengir aðalvinninginn, því... Vikublaðið Austri efnir til áskrifendagetraunar þar sem aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Danmerkur með Ferðaskrif- stofunni Alís m ti víí%;'- tiSST Ferðin verður farin 21. júlí - 4. ágúst n.k. og innifalið í vinningi er flugfargjald og flugvallargjald fyrir tvo. Aukaverðlaun ✓ Flugfar fyrir tvo med Islandsflugi Egs-Rek-Egs eda Rek-Egs-Rek Frí ársáskrift að Austra cð' SPURNINGARNAR ERU: 97 r X - Hvar er Ferðaskrifstofan Alís til húsa? 2 . Hver auglýsti heilsíðu í lit, í jólablaði Austra 1992? 3 . Hvað heitir ritstjóri Austra? -4 . Ferðaskrifstofan Alís er með ferðir til Billund. Hvar er Billund? & . Hvar er Austri gefinn út? €> . í Billund er þekktur skemmtigarður. Hvað heitir hann? A) Disneyland B) Legoland C) Tívolí Askriftarsími 97-11984 ÍSLANDSFLUG ferðaskrifstofa ---Svarseðill óskast klipptur út og sendist, merktur: AUSTRI, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir RUSIRI *l/i6u&6zcí ■ 1. Nafn: 5"% 2. Bbibwbmí Heimili: gjjjjj|jjj^y 54! 3- Póstnr: ÍQG 4- 5. 6. d \ □ Ég er áskrifandi □ Ég vil gerast áskrifandi iSSSm l r^^^Í Ég óska eftir að greiða með: CU Gíró □! Euro / Visa / Samkort §y^J| Kortnr.: Gildist.: nefndar og út frá einhverjum heildar- markmiðum. Ég tek ekkert mark á einhverjum orðrómi úti í bæ, en verð að fá ákveðin fyrirmæli frá mennta- málaráðherra og væntanlega með stuðningi ríkisstjómarinnar," segir Örlygur. „Það skýrist ekkert um niðurskurð fyrr en um miðjan þennan mánuð og það eru engar tölur fastar," segir Ör- lygur og segir að þá muni ríkisstjóm- in taka sólarhæðina, eins og hann orðar það. Á Örlygi er að skilja að nú þegar sé þess farið á leit við forsvarsmenn op- inberra stofnana að þeir standi á bremsunni og ráði ekki í nýjar stöður. „Efnahagsástandið og staða ríkissjóðs gefur ekki tilefni til að um aukningu verði að ræða,“ bætir hann við. Um það hvort það þýði ekki niður- skurð, segir Örlygur: „Það er kannski ekki spuming um það, heldur hvar, og það er það sem skýrist um miðjan mánuð," bætir hann við. „Núna emm við bara að fara yfir til- lögur stofnana, sem hafa skilað sínum óskalistum. Hvaða ramma við fáum vitum við ekki ennþá," bætir hann við. Um það hvort þegar hafi verið leitað eftir tillögum opinberra stofnana, eins og fræðslustjóra, um niðurskurð, segir Örlygur: „Það er ekki komið svo langt. Það eina, sem menn eru aðvar- aðir um, er að búast ekki við aukn- ingu,“ bætir Örlygur við. -HÞ Lagning lengsta sæstrengs sögunnar til þessa undirbúin: Baltic Ca- ble frá Malmö til Lubeck Alcatel í Noregi hefur verið falið að leggja lengsta neðansjávarstreng í heimi. Það er kapalfyrirtækið sænska, ABB sem úthlutað hefur að- alkeppinautí sínum verkefninu fyrir það sem svarar 435 milljónum ís- lenskra króna. ABB hefur að öðru leytí allar framkvæmdir við Baltic Cable verkefnið með höndum. Baltic Cable er í eigu sænsku virkj- anastofnananna Vattenfall og Syd- kraft auk þýska fyrirtækisins Preus- sen Electra. ABB framleiðir strenginn sem á að vera 230 kílómetra langur og verður iagður milli Malmö í Svíþjóð og Líibeck í Þýskalandi næsta sumar. Aformað er að taka strenginn í notk- un í desembermánuði 1994 og flytja 600 MW rafstraum milli landanna. Áætlaður heildarkostnaður við Baltic Cable verkefnið er 17,5 milljarðar ísl. króna. Þór Jónsson, Svíþjóð. Nýtt flug Flugleiðir hafa hafið áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Ham- borgar í beinu framhaldi af flugi félagsins milli íslands og Kaup- mannahafnar. Flogið verður tvisv- ar á dag nema á laugardögum, en þá er flogið einu sinni. Þetta er mesta ferðatíðni í áætlunameti Flugleiða. Félagið gerir ráð fyrir að flytja um 42 þúsund farþega milli Kaupmannahafnar og Ham- borgar á þessu ári. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.