Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 19 ERLENT París. AFP. | Uppnámið og ofbeldið vegna birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni endurspegla þá hættu, sem nú stafar af hinni íslömsku „alræðishyggju“. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá breska rithöfundinum Salman Rushdie og nokkrum hópi annarra rithöf- unda og fræðimanna. Rushdie, franski heim- spekingurinn Bernard Henri-Levy og rithöfund- urinn Taslima Nasreen, sem gerð var útlæg í Bangladesh, eru meðal þeirra, sem skrifa undir yfirlýsinguna, en hún birt- ist í gær í franska vikurit- inu Charlie Hebdo. „Sigur var unninn á fas- ismanum, nasismanum og stalín- ismanum en nú horfist allur heim- ur í augu við nýja ógn: Öfgafulla íslamstrú,“ segir í yfirlýsingunni. „Við, rithöfundar, blaðamenn og fræðimenn, hvetjum til harðrar baráttu gegn trúarlegri alræðis- hyggju en styðjum baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og veraldlegum gildum öllum til handa.“ Hópurinn segir, að uppnámið vegna skopmyndanna sé ekki til marks um átök milli menningar- heima og ekki um gagnkvæma óvild milli austurs og vesturs. Um sé að ræða alþjóðlega baráttu milli lýðræðissinna og klerkavalds. Rushdie var á sínum tíma sak- aður um að hafa óvirt spámanninn í bók sinni „Söngvum Satans“ og var þá gefin út trúarleg tilskipun í Íran um að hann skyldi myrtur. Aðrir, sem standa að yfirlýsing- unni, eru hollensk-sómalska kon- an Ayaan Hirsi Ali; íranski rithöf- undurinn Chahla Chafiq, sem er í útlegð í Frakklandi; franski rit- höfundurinn Caroline Fourest; Irshad Manji, útlægur Úganda- maður og rithöfundur, sem nú býr í Kanada; Mehdi Mozaff- ari, íranskur útlagi og fræðimaður, sem býr í Danmörk; Maryam Namazie, íranskur rithöf- undur í Bretlandi; An- toine Sfeir, franskur sér- fræðingur í málefnum Mið-Austurlanda; Phil- ippe Val, framkvæmda- stjóri Charlie Hebdo, og Ibn Warraq, bandarískur fræðimaður af indverskum og pakistönskum uppruna, sem skrif- aði bókina „Hvers vegna ég er ekki múslími“. Segja íslam nærast á ótta og óánægju Í yfirlýsingunni segir, að eins og önnur alræðishyggja nærist íslam á ótta og óánægju. „Íslam er afturhaldssöm hugmyndafræði, sem er andsnúin jafnrétti, frelsi og veraldarhyggju hvar sem er,“ segir í yfirlýsingunni, sem krefst réttar til að losa hina kúguðu und- an „yfirráðum öfgafullrar ísl- amstrúar“. „Við neitum að afsala okkur réttinum til gagnrýninnar hugs- unar af ótta við að vera sökuð um „íslamshatur“,“ segir meðal ann- ars í yfirlýsingunni. Rushdie varar við „íslamskri alræðishyggju“ Salman Rushdie Bangkok. AFP. | Yfirvöld í Taílandi hafa tilkynnt að kosningum sem fyrirhugaðar voru 2. apríl verði ekki frestað. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, gaf í skyn á þriðjudag að hann myndi íhuga að fresta kosningunum en eftir tilkynningu kosninganefndar í gær er ljóst að þeim verður ekki frestað. Þá hefur á síðustu dögum verið uppi orðrómur um að herinn muni ræna völdunum. „Ég get fullvissað almenning um að það verður ekki valdarán,“ sagði Ruengroj Mahas- aranond hershöfðingi. Hafa helstu stjórnarand- stöðuflokkar landsins tilkynnt að þeir muni sniðganga kosningarnar ef Thaksin undirritar ekki vilja- yfirlýsingu um að ganga til breyt- inga á stjórnarskránni. Thaksin hefur sagt að andstæð- ingar sínir séu minnihluti þjóð- arinnar og hvatt landsmenn sína til að senda sér póst, þar sem þeir geta lýst yfir ást sinni á lýðræði og friði. „Ég mun stafla bréfunum upp fyrir framan þinghúsið til að sýna að þetta er það sem meiri- hluti fólksins vill,“ sagði Thaksin. Ákvörðunin um að efna til kosn- inga kemur eftir háværar kröfur um að Thaksin segi af sér emb- ætti vegna ásakana um fjár- málamisferli. Reuters Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hvetur kjósendur til að senda sér póst. Fyrirhuguðum kosningum í Taílandi ekki frestað RANGÁRÞING YTRA Nýtt hesthúsahverfi á Hellu Laugardaginn 4. mars nk. milli kl. 11.00 og 13.00 verður opið hús um skipulagsmál í Kringlunni í Grunnskólanum á Hellu við Útskála. Nýtt hesthúsahverfi – Kynnt verður deiliskipulag af nýju hesthúsahverfi á Hellu sem rísa á sunnan þjóðvegar, gengt Gaddstaðaflötum, landsmótssvæði hestamanna. Um er að ræða hesthúsahverfi fyrir um 1.500 hross með stækkunarmöguleikum fyrir um 1.000 hross til viðbótar. Hesthúsahverfð verður tilbúið til úthlutunar eigi síðar en 1. júní 2006. Deiliskipulagsuppdrátttur af hesthúsahverfinu verður til sýnis ásamt greinargerð og sýndar verða fyrirhugaðar húsagerðir ásamt bygg- ingarlýsingum. Skólareiturinn á Hellu – Kynntar verða hugmyndir af skipulagi lóðar Grunnskólans á Hellu þar sem tekið er tillit til staðsetningar nýs 4ra deilda leikskóla sem og frekari uppbyggingar grunnskólans með tenginu við íþróttahúsið. Með þessu fyrirkomulagi yrði megin aðkoma grunn- skólans frá suðri. Hellubúar, Sunnlendingar og aðrir áhugasamir hestamenn, það er okkur sönn ánægja að taka á móti ykkur sem flestum og fara yfir þessi mál sem og önnur skipulagsmál nk. laugardag milli kl. 11.00 og 13.00. Heitt kaffi á könnunni og bakkelsi. Sigurbjartur Pálsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Ólafur Elvar Júlíusson skipulags- og byggingarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.