Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Akureyri | Börn á Akureyri voru óvenjusnemma á ferðinni í gær- morgun, á hátíðisdegi þeirra, ösku- deginum. Hefð er fyrir því að klæða sig upp á, fara á milli staða og syngja hástöfum fyrir starfsfólk fyrirtækja og verslana. Að launum fá þau yfirleitt sælgæti í poka og af- rakstur morgunsins er oft býsna drjúgur. Furðuverur af öllu tagi voru á ferðinni, en áberandi var hversu margar ungar stúlkur brugðu sér í gervi Silvíu Nætur. Og lagið Til hamingju Ísland var á efn- isskrá margra öskudagsliða. Silvía Nótt úti um allt Morgunblaðið/Margrét Þóra Silvía Nótt Þær voru margar stúlkurnar á Akureyri sem brugðu sér í gervi Silvíu Nætur og víða um bæinn hljóm- aði lagið Til hamingju Ísland. Þessar ungu dömur báru sig fagmannlega að við flutninginn og höfðu sér til full- tingis tvo herramenn, þá Homma og Namma. Flúðir | Börnin í leikskólanum Undralandi á Flúðum klæddu sig upp í tilefni dagsins. Búningarnir voru fjölskrúðugir og margir skemmtilegir. Haldin var ösku- dagshátíð leikskólabarnanna í golf- skálanum í Efra Seli og var mikill at- gangur þegar börnin slógu köttinn úr tunnunni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Klæddu sig upp í til- efni dagsins Bolungarvík | Nemendur og kenn- arar Grunnskóla Bolungarvíkur héldu upp á öskudaginn með því að búa sig upp með viðeigandi hætti og síðan var safnast saman í íþróttahús- inu þar sem farið var í ýmsa leiki. Gleðinni lauk svo með því að gengið var til þess verks að slá köttinn úr tunnunni. Óhætt er að segja að sum- ir hafi lagt sig fram með tilþrifum. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tilþrif í tunnu- slættinum Neskaupstaður | Katrín Lilja Sigurjónsdóttir valdi sér hlutverk nornarinnar, eins og fleiri börn í Nes- kaupstað. Sungu nornirnar fyrir fólk ásamt sjóræn- ingjum sem einnig voru áberandi. Nornir í Nes- kaupstað Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ ÞAÐ var mikil öskudags- stemning meðal barna og full- orðinna í Kringlunni í gær og víða sungið fyrir versl- unarfólk í þeirri von að fá að launum sælgæti eða annað gott. Hvert sem litið var voru kúrekar, indíánar, nornir, blóðsugur með svakalegar tennur, prinsessur, púkar og pelabörn með snuð. Flestir báru poka með gjöfum og með nokkra góða söngslagara tilbúna fyrir næstu búð. Ekki má gleyma krökkum sem fóru um syngjandi í gervi Silvíu Nætur, með silfraðan hár- toppinn greiddan aftur á hvirfil. Þegar söngatriðum var lok- ið að mestu tók við að njóta afrakstursins, kíkja í pokana og gæða sér á því sem þar var að finna. Um götur og torg fóru líka krakkar í búningum. Vegfaranda nokkrum á Skólavörðustíg snarbrá að sögn þegar lítill kónguló- armaður skaust úr leyni en var horfinn eins og elding fyr- ir næsta horn, líklega í leit að næsta verslunarmanni sem tilbúinn væri að hlusta á óm- þýðan söng, kannski um Litlu fluguna. Myndirnar tala sínu máli og ljóst er að sjón er sögu rík- ari á sjálfan öskudag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ótrúlegt stuð hér á ferð og gervið ekki af verri endanum. Söngur og sæl- gæti á öskudag Látið ykkur ekki bregða. Þessar nornir breyta engum í frosk. Lögreglustjóra í smábæ nokkrum í Villta vestrinu þótti rétt að athuga hvort ekki færi allt vel fram. Svo var slappað af með sleikjó og mál bæjarins rædd fram og aftur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vampíra og Silvía Nótt taka lagið ásamt meðsöngvurum. Spurning hvort þau hafi sungið Til hamingju Ísland. Morgunblaðið/ÞÖK Prinsessa og púki með horn. Vissara að afhenda þeim eitt- hvað gott í gogginn til að gæða sér á í tilefni öskudagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.