Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kaupstaður, 8 rándýrs, 9 skreyta, 10 keyra, 11 skyldur, 13 horaðan, 15 stjakaði við, 18 sjá eftir, 21 rödd, 22 hristist, 23 tré, 24 reipið. Lóðrétt | 2 óhæfa, 3 sleif- in, 4 naddar, 5 þolir, 6 kjáni, 7 hljóp, 12 veið- arfæri, 14 vinnuvél, 15 klár, 16 dýrin, 17 spjald, 18 syllu, 19 yfirhöfnin, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skart, 4 knött, 7 yndis, 8 lævís, 9 afl, 11 töng, 13 gróa, 14 ennin, 15 bugt, 17 ýsan, 20 far, 22 rolla, 23 orm- ur, 24 Seifs, 25 kenni. Lóðrétt: 1 skylt, 2 aldan, 3 tása, 4 koll, 5 örvar, 6 tíska, 10 funda, 12 get, 13 gný, 15 barms, 16 galti, 18 Símon, 19 nærri, 20 fans, 21 rokk. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Enginn er eins og þú. Kannski er það vandamálið. Ef fleiri væru eins og þú, gætu þeir líka gert hlutina á listanum þínum sem bara þú getur. En þar sem enginn er eins og þú, þarftu að leika af fingrum fram með „þeim“. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stundum, eða kannski yfirleitt, er af hverju? ekki sérstaklega góð spurning. Hættu því að spyrja þannig og spurðu heldur hvernig? Eins og til dæmis: hvernig get ég látið þetta ganga? eða hvernig get ég byrjað upp á nýtt? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn hefur meiri áhrif á þá sem eru í kringum hann, en hann gerir sér grein fyrir. Þegar hann er upp á sitt besta, er öðrum hvatning að verða vitni að einlægri nálgun hans gagnvart tilverunni. Þegar hann brosir, lýsist veröldin upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Himintunglin vekja athygli á einbeitni krabbans. Hann getur látið undursam- lega hluti gerast með hugleiðslu. Hægt er að hugleiða um margvíslega hluti: svo sem liti regnbogans, angan grass- ins, hæð himinsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hefur þann hæfileika að geta hjálpað öðrum með leiðbeiningum. Veltu því fyrir þér að sinna kennslu heima eða í tengslum við skóla. Gagn- kvæm aðdáun kemur við sögu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Rómantíkin gerir vart við sig á hár- réttu augnabliki. Leyfðu dulúðinni að umvefja þig og koma í ljós smátt og smátt. Lífið er eins og myndataka af líðandi stund, í hægagangi. Varðveittu sætleikann sem felst í augnablikum dagsins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Kjánalegir einstaklingar þvælast fyrir voginni. Reyndu að hlæja bara að öllu saman. Hægt er að koma í veg fyrir óreiðu á heimili með skipulagstólum á borð við penna og skrifblokk á síma- borðinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef sporðdrekinn þyrfti að skrifa ver- öldinni ástarbréf, hvernig myndi það hljóma? Sporðdrekinn upplifir augna- blik algerrar fegurðar þegar hann heyrir hljóðin sem myndast þegar jörðin snýst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hafðu í huga, einhvers staðar innst inni, að vondar manneskjur finnast í veröldinni. Gakktu eins og þú vitir hvert þú ert að fara. Á hinn bóginn er engin ástæða til að tortryggja ein- hvern sem er tattúveraður í bak og fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Maður á að þakka það sem maður hef- ur, það er klisja, en ekki að ástæðu- lausu. Láttu vini þína vita hversu mikilvægir þeir eru þér, þeir munu endurgjalda þér það og meira til. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Varfærni og umburðarlyndi fleyta manni langt. Hlustaðu á furðufuglinn. Þú sérð ekki eftir því. Þú dregur fólk að þér eins og segull í kvöld, en þarft þvert á móti á einveru að halda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Óþroskað fólk sem tekur meira en það gefur rænir þig tíma og krafti þegar til langs tíma er litið. Hættu að vera of al- mennilegur. Það er bara líf þitt sem liggur við. Stjörnuspá Holiday Mathis Merkúr, hinn áræðni brellumeistari dýrahrings- ins, fer í bakkgír og verður í honum til 25. mars. Ekkert að óttast samt, þótt vissulega megi búast við stífl- um, lítum á þetta tímabil sem tækifæri til þess að læra nýjar samskiptaðferðir og leiðir til þess að ná árangri. Aðferðir sem yfirleitt virka, munu að líkindum klikka. Tónlist Hitt húsið | Ókind, Doddinn og Don’t Judge Us By Our Music leika. Húsið opnað kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. Neskirkja | Tónskólinn Do Re Mi heldur þematónleika með rússneskri tónlist, þar sem nemendur skólans leika í ýmsum sam- leikshópum. Einnig leikur hljómsveit skól- ans nokkur lög. Tónleikarnir verða 3. mars kl. 18 í tilefni af degi tónlistarskólanna. Aðgangur er ókeypis. Salurinn | Harmonikufélag Reykjavíkur á 20 ára afmæli um þessar mundir og leikur kl. 20 í Salnum. Félagið hefur í tilefni af- mælis síns fengið til landsins tvo lista- menn, Lars Karlson og Øivind Farmen. Þeir munu spila fjölbreytta tónlist úr öllum átt- um á tvær harmonikur. Miðaverð er 2.000 kr. Myndlist Art-Iceland | Arnór G. Bieltvedt sýnir til 4. mars. Aurum | Esther Ýr Steinarsdóttir sýnir ljósmynd að nafni Ásta sem er hluti af myndaseríunni Vinir. Til 3. mars. Opið mán.–fös. kl. 10–18. Gallerí + Akureyri | Hlynur Hallsson – Aft- ur – Wieder – Again. Til 5. mars. Opið kl. 14– 17 um helgar. Nánar á www.hallsson.de Gallerí BOX | Ásdís Spanó – Orkulindir. Til 11. mars. Opið fim. og laug. kl. 14–17. Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum. Til 12. mars. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning á veg- um Leikminjasafns Íslands um götuleik- hópinn Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12– 17 laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18 aðra virka daga. Lokað sunnudaga. Gallerí Úlfur | Myndlistarsýning Ásgeirs Lárussonar. Sýningin stendur til 2. mars og er opin kl. 14–18 virka daga. Aðgangur ókeypis. Grafíksafn Íslands | Magdalena Margrét Kjartansdóttir – Konur í 20 ár. Verkin á sýningunni eru sérstaklega unnin fyrir sal Íslenskrar grafíkur. Til 5. mars. Handverk og hönnun | Sýningin Auður Austurlands í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Á sýningunni eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austur- landi þ.e. lerki, líparíti, hreindýraskinni, horni og beini. Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menn- ingarsal til 21. mars. Karólína Restaurant | Óli G. með sýning- una Týnda fiðrildið til loka apríl. Kunstraum Wohnraum | Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir sýnir verkið Gegnum – Through – til 23. mars. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir – Einskonar gróður. Arinstofa: Vigdís Krist- jánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 5. mars Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir 20 „Minningastólpa“ unna á umferðarskilti víðsvegar í Reykjavík til 28. ágúst. Safn | SAFN sýnir nú verk einnar þekkt- ustu myndlistarkonu heims; Roni Horn, á þremur hæðum. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen Bar – Ostranenie – sjónræna tónræna – til 3. mars. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Guðfinnu Ragnarsdóttur um ættfræði. Þar er að finna muni og myndir, sögur og sagn- ir og ættrakningar á marga vegu auk skjala og skráðra heimilda sem allt myndar ættarsögu. Duushús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum. Sagt er frá tímabilinu 1969– 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn sýnir. Þjóðmenningarhúsið | Norðrið bjarta/ dimma er samsýning 19 listamanna á verk- um sem tengjast ímynd norðursins. Aðrar sýningar eru Handritin, Þjóðminjasafnið – svona var það og Fyrirheitna landið. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Uppákomur Apótek bar grill | Apótekið tók í liðinni viku þátt í Food & fun-hátíðinni og fékk til sín gestakokk frá veitingahúsinu NOBU í London ásamt aðstoðarmanni. Ákveðið hefur verið að framlengja hátíðina og Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða  ARNA Valsdóttir opnar sýninguna „Stað úr stað“ laugardaginn 4. mars. Arna sýnir ljósmyndir og videoverk á Café Karólínu. Verkin eru hluti af farandverki Örnu, „Ögn í lífrænni kviksjá“, en það verk hefur hún ferðast með á milli sýningarstaða síðustu 2 ár og hefur verkið tekið breytingum eftir því hvaða rými það mætir. Að þessu sinni sýnir Arna myndband sem hún vann á lokadegi sýningar sinn- ar í Gallerí Box, en henni lauk 11. febrúar síðastliðinn og einnig sýnir hún verk unnið úr ljósmyndum frá fyrri sýningum. Arna segir um sýn- inguna á Café Karólínu: „Segja má að ég taki Gallerí Box með mér yfir götuna og hreiðri um mig á Karól- ínu, en Gallerí Box er staðsett beint á móti Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Það heillar mig að í hvert sinn sem ég set kviksjána mína upp sýnir hún mér nýjar hliðar á sér og leiðir athygli mína inn á brautir sem opna mér mögulega nýja sýn. Sýningin á Karólínu er frábrugðin hinum fyrri þar eð ég set ekki upp hina eiginlegu kviksjá heldur vinn með efni sem hún hefur skapað.“ Sýningin stendur til 31. mars 2006. Lífræn kviksjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.