Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 51
bjóða upp á Food & fun-matseðilinn fram á sunnudagskvöldið 5. mars. Grand Hótel Reykjavík | TEKO, stærsta menntastofnun á sviði hönnunar og við- skipta í Skandinavíu, býður til kynningar á sviði tísku og lífsstíls í Gallerí sal Grand Hótels í Reykjavík (kjallara). Kynning á skólanum ásamt störfum og möguleikum innan tísku- og lífsstílsiðnaðarins á Íslandi. Nánar um skólann á www.teko.dk Mannfagnaður Félag kennara á eftirlaunum | Árshátíð Fé- lags kennara á eftirlaunum verður 3. mars, í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, og hefst hún kl. 19. Verð kr. 3.500. Þátttaka tilkynnist í síma KÍ: 595 1111. Fyrirlestrar og fundir Litli ljóti andarunginn | Hugmyndafyrir- lestur með Andra Snæ Magnasyni er efni næsta spjalls fyrir ungt fólk í SFR. Andri Snær ætlar að fjalla um hugmyndir og ranghugmyndir, ímynd og möguleika, áróð- ur, heilaþvott og óttann við framtíðina, tækifærin og stórfyrirtækin sem búa í hverjum og einum. Frístundir og námskeið Hótel KEA | Tveggja daga námskeið með Guðjóni Bergmann á Akureyri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið kostar 13.300 kr. www.vertureyklaus.is Staðlaráð Íslands | Námskeið verður 9. mars fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000- gæðastjórnunarstaðlana. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000-röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. www.ljosmyndari.is | 3ja daga ljósmynda- námskeið fyrir stafrænar myndavélar. 6., 8. og 9. mars. kl. 18–22. Farið í allar helstu stillingar á myndavélinni og útskýrðar ýmsar myndatökur. Tölvuvinnslan útskýrð ásamt Photoshop og ljósmyndastúdíói. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson. Skrán- ing á www.ljosmyndari.is eða í s. 898 3911. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Þriðjudaginn 7. mars verður haldinn kynningarfundur á ferðum sumarsins 2006 kl. 13.30 í Þróttar- heimilinu í Laugardal. Blóðbankinn | verður með blóðsöfnun við Fjarðarkaup frá 13–17. Börn Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu | Skák í kvöld kl. 19, í Félagsheimil- inu, Hátún 12. Allir velkomnir. Útivist og íþróttir Ferðafélagið Útivist | Útivist fer í skíða- og jeppaferð í Landmannalaugar 3.–5. mars, brottför kl. 19. Jeppamenn ferja farangur- inn. Fararstjórar: Marteinn Heiðarsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Verð 5.800/ 7.100 kr. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 51 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handav. kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9–16.30, Boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Handverksstofa Dal- brautar 21–27 opin alla daga frá 8–16. Sími 588 9533. asdis.skuladott- ir@reykjavik.is FEBÁ, Álftanesi | Útskurðar- námskeið í smíðastofu grunnskólans, fimmtudaga kl. 15.30–18.30. Leið- beinandi Friðgeir H. Guðmundsson. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, Snúður og Snælda sýna leikritið Glæpir og góðverk í Iðnó 5. mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700, einnig seldir við inngang- inn. Aðstoð við gerð skattskýrslu, að- ilar frá Skattstofu verða til viðtals á skrifstofu FEB 14. mars, panta þarf tíma í s. 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Kór- æfing í KHÍ kl. 17–19. Briddsæfing í KÍ– húsi kl. 14–16. Félagsheimilið Gjábakki | Góugleði verður í Gjábakka 2. mars kl. 14. Birg- ir Hartmannsson leikur á harm- onikku, Sigurlaug Guðmundsd. les frumsamin ljóð, Kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konard., Sigurður Bragason syngur nokkur lög, dansatriði og fjölda- söngur. Kökuhlaðborð. Leikfimi kl. 9.05 og 9.50, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfurnámskeið kl. 9.30, rólegar æfingar kl. 10.50, bók- band kl. 13, góugleði kl. 14, harm- onikkuleikur, ljóðalestur, Kór Snæ- landsskóla, einsöngur Sigurður Bragason, danssýning, kökuhlaðborð. Gömlu dansarnir kl. 20 og línudans kl. 21. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bingó í Kirkjuhvoli kl. 19.30 á vegum Lions og FAG. Glerbræðsla kl. 9 í Kirkjuhvoli, vatnsleikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Í Garða- bergi er opið 12.30–16.30 og þar er handavinnuhorn. Félagsstarf Gerðubergs | Helgi- stund, umsjón sr. Svavar Stefánsson, kl. 10.30, vinnustofur opnar kl. 12.30. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Framtalsaðstoð frá Skattstof- unni er veitt mánud. 13. mars, skrán- ing hafin á staðnum og í síma 575 7720. Félagstarfið Lönguhlíð 3 | Góugleði, söngdísirnar frá Hæðargarði og Hjör- dís Geirs taka lagið kl. 14.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 fé- lagsvist og kl. 15 kaffi. Hraunsel | Opið hús í boði Lions kl. 20. Kvöldvaka, skemmtun, kaffi og dans. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl.10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, aukaverðlaun í byrj- un mánaðar, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Blöðin liggja frammi, myndlistarsýningar Í Betri stofu og Salnum. Kaffiveitingar. Hægt er að fá dagskrána senda heim. Sími 568 3132. Netfang: asdis.skuladott- ir@reykjavik. Spjalldagur föstudag kl. 14.30, séra Hans Markús Haf- steinsson spjallar um trúartákn krist- innar kirkju. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Norðurbrún 1, | Smíði kl. 9, bæna- stund kl. 10.30, opin vinnustofa kl. 9– 16, leik kl.13–16.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Helgi- stund í umsjón Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar dómkirkjuprests kl. 10.30. Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Árna Ísleifs. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt alm. kl. 13, glerskurður kl. 13, frjáls spil. kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Hádegisverður á eftir. Áskirkja | Foreldrar velkomnir með börn sín í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10–12. Lagið tekið undir stjórn org- anistans Kára Þormars. Kaffiveit- ingar. Undirbúningur fyrir æskulýðs- daginn í samverunni. Bústaðakirkja | Ný dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð halda fræðslufund í Bústaðakirkju, safn- aðarsal neðri hæð, gengið inn bóka- safnsmegin. Fundarefni: Opið hús – óformlegar umræður í hópum. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, leikfimi I AK kl. 11, bænastund kl. 12, barnastarf 6–9 ára kl. 17–18, á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30– 21.30, á neðri hæð. (www. digra- neskirkja.is) Dómkirkjan | Alla fimmtudaga frá kl. 14–16 er opið hús í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund kl. 12.15. Garðasókn | Kyrrða– og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12, ýmis konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyr- ir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30, fyrir 7–9 ára. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19–19.45, Þorvaldur Halldórsson leið- ir söng. Altarisganga. Létt og skemmtileg samvera. Allir velkomnir. Háteigskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Fræðsla að þessu sinni verður um "Tvítyngi og málþroska barna". Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, er kl. 16.30–17.30. Opið hús kl. 12–14. Hádegisverður og sam- verustund. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM Holtavegi 28, kl. 20. "Sérkenni og áherslur Mattheusarguðspjalls". Gunnar J. Gunnarsson lektor sér um efni og hugleiðingu. Kaffi. Allir karl- menn eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð- arstund í hádegi. Orgelleikur í kirkj- unni frá kl. 12–12.10. Að bænastund lokinni, kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kl. 15 Helgistund í umsjá sóknarprests í fé- lagsmiðstöðinni að Dalbraut 18–20. Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12, það er opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Prestar Neskirkju leiða fundina. Samkomusalur Sjálfsbjargar | Lars Kraggerud og Asbjörn Heggvik frá Noregi verða gestir á samkomu hjá Reykjavíkurkirkjunni, í Hátúni 12, gengið inn að vestanverðu. Fjallað verður um náðina og kærleika Guðs. Boðið verður upp á fyrirbæn. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs- félagi Selfosskirkju kl. 19.30. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SVÍINN Lars Karlson og Norðmaðurinn Øivind Farmen eru þekktir og margverðlaun- aðir harmonikkuleikarar sem eru komnir hingað til lands í tilefni af 20 ára afmæli Harm- onikkufélags Reykjavíkur. Þeir munu spila í Salnum í Kópavogi í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Á dagskránni verða verk hvaðanæva. Einnig munu þeir félagar leika fyrir dansi í Húnabúð föstudags- kvöldið 3. mars kl. 22. Harmonikkuleikararnir eru báðir rúmlega þrítugir og eru vel þekktir hvor í sínu heima- landi fyrir tónlistarflutning sinn. Þeir hafa komið fram í sjónvarpsþáttum og með ýms- um öðrum tónlistarmönnum. Þá kenna þeir báðir harm- onikkuleik. Þeir hafa ferðast vítt og breitt með tónlist sína og komið fram á hátíðum um allan heim, t.a.m. í Bandaríkj- unum. Tónleikarnir eru liður í framsókn Harmonikkufélags Reykjavíkur sem hefur haft það að markmiði allt frá stofn- un þann 14. júní árið 1986 að auka veg og virðingu harm- onikkutónlistar hér á landi með kennslu, tónleikahaldi og útgáfu. Tónlist | Harm- onikkan í hávegum höfð í Salnum Morgunblaðið/ÞÖK Norræn harmon- ikkusveifla ÞETTA er önnur ljóðabók höf- undar, áður kom út Endurfundir árið 1992. Þessi bók er mikil að vöxtum og efninu er skipað niður í sex undirkafla. Helstu kostir ljóða Þorgeirs er hversu hrein og bein þau eru. Hann slær ekki um sig með orðum en treystir á hina ein- lægu og íhugulu rödd ljóðsins. Ljóðin einkennast af lífsreynslu skáldsins sem lítur yfir farinn veg og varpar ljósi á liðin atvik, en einnig má greina heilmikla við- leitni til sjálfskoðunar í bókinni. Hún geymir vangaveltur þess um ýmsar áleitnar spurningar sem leita á hugann þegar árunum fjölgar á borð við: hver er ég, hvaðan kem ég og hvert stefni ég? Fyrsti hluti Dagsformsins fjallar um liðna tíð, skáldið snýr aftur á æskuslóðirnar og minning- arnar vakna til lífsins, uppvöxtur, skólaganga, fjölskyldan er hér á meðal yrkisefna. Gamli bærinn undir heiðinni er heimsóttur eins og frá greinir í ljóðinu Heimsókn. Þar er lýst öku- ferð eftir vegarslóða „í flasið á minningunum/lífsgleðinni, sorg- inni/sem laust niður,/horfist í augu við örlögin, sjálfan þig/undan því verður ekki vikist“. Víða kemst Þorgeir hnyttilega að orði þegar hann rifjar upp sögu ættarinnar, dregur upp hlýlega mynd af ömm- unni sem trúði á álfa og vissi sínu viti en þurfti að bregða búi og flytja niður í sveit þegar hún missti manninn sinn á miðjum aldri og naut sín aldrei til fulls eftir það. En þarna er líka að finna sárari atvik t.a.m. þegar bróðir hans „óvit- inn“ fór sér að voða. Næm náttúrskynjun einkennir mörg ljóð bókarinnar. Oft verða fuglar yrkisefni og tengist það vitaskuld íslenskri náttúru, hver kannast ekki við álftir og óðins- hana á heiðavötnum, stelkinn og spóann í mýrum og móum. En einnig er ort um jurtir, læki og fossa. Skáldið finnur til samsöm- unar með náttúrunni um leið og það nýtur gjafa hennar. Af þess- um toga eru ljóðin Þrjú tré, Far- fugl og Steinninn. Samlíkingarnar liggja reyndar ekki alltaf í augum uppi eins og við steininn en það er auðskilið þegar mönnum er líkt við tré eða farfugl. Síðastnefnda líkingin liggur reyndar í augum uppi varðandi höfundinn sem hef- ur starfað lengi sem læknir í út- löndum, hann á engra kosta völ samanber eftirfarandi línur úr ljóðinu Farfugl: „en farfuglinn í mér/á ekkert val,/að fara eða/ farast.“ En bestu ljóðin eru þau sem eru ekki öll sem þau eru séð og hafa víðari skírskotun en svo að merking þeirra verði úrskýrð í fljótu bragði. Það gildir um ljóð- perlurnar Undir ásnum þar sem lýst er helgistund er vatnaliljan kemur upp til að anda, Ég hlusta þar sem lýst er fjallalæk sem steypist fram af klettabrún og rennur út í sandinn og síðast en ekki síst um örstutt ljóð sem nefn- ist Í kvöldsvalanum og hljóðar svo: Ég hef gengið um lundinn hring eftir hring og ekki náð áttum, en halla mér síðla dags upp að skilningstrénu, er sem mér heyrist fótatak í kvöldsvalanum. Dagsformið er efnismikil ljóða- bók og ekki hægt að gera henni viðhlítandi skil í stuttum blaða- dómi. En nefna má að þrátt fyrir nokkurn alvöruþunga að öllu jöfnu þá bregður höfundur stundum skemmtilega á leik, til dæmis í ljóðinu Dáðadrengur sem er eins- konar tilbrigði við „Það mælti mín móðir“ eftir sjálfan Egil Skalla- grímsson, fyrsta nútímaskáld Ís- lendinga. Hér er ekki ort um fley og fagrar árar heldur útrás og fjárfesta sem baða sig í kastljósi og finna gráa fiðringinn. Dagsformið er vel heppnuð bók og ræður þar mestu um að ljóðin eru ort af þörf og einlægni, skáld- ið kemur til dyranna eins og það er klætt. Þorgeir setur sig ekki í neinar stellingar og eltir enga tískustrauma, stundum finnst reyndar ritdómara að meiri tilþrif mætti sýna og e.t.v. er bókin í lengra lagi. Það hefði mátt fella einhver ljóð brott án þess að verk- ið sakaði. En á heildina litið er hér áhugaverð ljóðabók á ferð. Í bestu ljóðum sínum sýnir skáldið að það er vel fært um að koma hugsun sinni til skila í meitluðu ljóði. Að koma til dyranna eins og maður er klæddur BÆKUR Ljóð eftir Þorgeir Þorgeirsson. 172 bls. Kjölur 2005 Dagsformið Guðbjörn Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.