Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 10

Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Hafa áhyggjur af ímynd Íslands ÁKVÖRÐUN bandarísku verslunar- keðjunnar Whole Foods Market um að hætta markaðssetningu á íslensk- um vörum í búðum sínum, vegna hvalveiða Íslendinga, var rædd í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær. Sjáv- arútvegsráðherra, Einar K. Guð- finnsson, sagði m.a. að ekki mætti gera lítið úr ákvörðuninni, en á sama tíma ætti ekki heldur að oftúlka áhrif hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sam- fylkingu, gagnrýndi ekki einasta hvernig ráðherrann hefði staðið að hvalveiðimálunum heldur einnig hvernig hann hefði beitt sér á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna gegn tímabundnu banni á botnvörpuveið- um á úthafsmiðum. „Þannig að ráð- herrann síkáti hefur afrekað ýmis- legt í umhverfismálum,“ sagði hún. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði m.a. að ákvörðun verslunarkeðjunnar væri afar dapur- leg, en þó fyrirsjáanleg. Viðbrögð stjórnvalda þyrftu þó að vera yfirveg- aðri en þau sem sjávarútvegsráð- herra hefði sýnt. Ráðherra ítrekaði að reynslan sýndi að áhrif af hval- veiðunum myndu hverfa og til lengri tíma myndi íslenska þjóðin ekki skað- ast af þeim. Mörður Árnason, Samfylkingu, átaldi m.a. að engin könnun hefði ver- ið gerð um væntanleg áhrif hvalveið- anna og Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði mikilvægt að Íslend- ingar væru trúverðugir er þeir mark- aðssettu ímynd sína. Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lyndum, sagði eðlilegt að nýta hvali með skynsamlegum hætti og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að íslensk náttúra væri þvílík að hún hefði enga samkeppni. „Vilji fólk ekki koma til Íslands til að sjá náttúruna er það þess vandamál en ekki mitt.“ Samfylkingarmenn gagnrýna botnvörpuveiðar Í HNOTSKURN »Bandaríska versl-unarkeðjan Whole Foods Market sendi sjávarútvegs- ráðherra bréf hinn 22. nóv- ember sl., þar sem tilkynnt var að fyrirtækið hygðist fjar- lægja auglýsingaskilti og fleira sem vekti athygli á Ís- landi og íslenskum vörum, vegna hvalveiða íslendinga. » Í bréfi keðjunnar var þótekið fram að hún myndi halda áfram að selja vörur frá íslenskum framleiðendum, að sögn ráðherra. ÞINGMENN skömmuðu Guð- jón Ó. Jónsson, þingmann Fram- sóknarflokksins, á Alþingi í gær, fyrir ummæli sem hann lét falla í útvarps- fréttum Ríkisút- varpsins fyrr um morguninn. Þar sagði Guðjón m.a. að ekki hefði verið tekið tillit til vilja Framsóknarflokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnar- andstaðan ákváðu að semja um þinglokin til þess að geta komist í skemmtiferð til útlanda. Fram- sóknarflokkurinn hefði verið eini flokkurinn sem hefði viljað starfa fram að jólum. Þingmenn sögðu m.a. að Guðjón hefði með orðum sínum dregið úr virðingu Alþingis. Í næstu viku er fyrirhuguð ferð, á vegum utanríkismálanefndar þingsins, til Eystrasaltsríkjanna og var Guðjón að vísa til hennar. Hall- dór Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og formaður nefndarinnar, sagði hins vegar að á undanförnum árum hefði vaknað skilningur á nauðsyn þess að nefndin ætti meiri og betri viðskipti við þjóðþing ann- ara landa. Af þeim sökum hefði verið ætlað sérstakt fé til þess af fjárlögum. Á þessu ári hefði verið ákveðið að fara til Eystrasaltsríkj- anna. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði m.a. að ut- anlandsferðir þingnefndar væru vinnuferðir, en ekki skemmtiferðir. Ástæðulaust væri fyrir Guðjón að grafa undan virðingu Alþingis með þessum hætti. Fleiri þingmenn töl- uðu á svipuðum nótum. Guðjón kvað m.a. að það væri óþarfi fyrir þingmenn að fyrtast við þótt hann notaði orðið „skemmtiferð“. Hann sagði ennfremur að þetta væri óþarfa viðkvæmni af hálfu þing- manna. Guðjón Ó. skammaður Guðjón Ó. Jónsson FIMM frumvörp voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær, á næstsíðasta þingfundi fyrir jólahlé. Meðal þeirra frumvarpa sem samþykkt voru má nefna frumvarp félags- málaráðherra um að foreldrar geti fengið umönnunargreiðslur á sama tíma og fæðingarorlofsgreiðslur. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að Vinnumálastofnun sjái um vörslu fæðingarorlofssjóðs í stað Tryggingastofnunar ríkisins. Lögin öðlast gildi hinn 1. janúar nk. Önnur frumvörp sem samþykkt voru eru frumvarp um stofnun op- inbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga, frumvarp um að óheimilt verði að skrá lögheimili í frístundabyggð, frumvarp um upp- lýsingar og samráð í fyrirtækjum og frumvarp um flutning verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu til sýslumannsembætta. Ný lög samþykkt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingflokkum drög að þingsályktun um að skipuð verði rannsóknarnefnd vegna hlerunar- mála. Í tillögunni er lagt til að Al- þingi álykti að skipuð verði nefnd sem hafi það verkefni að rannsaka hvaðeina sem tengist grunsemdum eða upplýsingum um að öryggis- gæsla hjá ríkinu, lögregluyfirvöld eða aðrir aðilar á vegum stjórnvalda hafi hlerað síma eða haft eftirlit með íslenskum ríkisborgurum á þeirri forsendu að skoðanir þeirra eða at- hafnir væru meint ógn við öryggi ríkisins. Ingibjörg Sólrún, sem var máls- hefjandi utandagskrárumræðu um símhleranir á Alþingi í gær, sagði í umræðunum að hún vonaðist til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar tækju undir ályktunina. Ingibjörg vitnaði í bókina Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, en í bókinni er greint frá því að heimildir hafi verið fyrir hlerunum 33 einstaklinga á tímum kalda stríðsins. Ingibjörg Sólrún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði oft átt aðild að ríkisstjórnum sem hefðu beitt hlerunum. Hann hefði með því misbeitt ríkisvaldinu og veg- ið að æru þeirra sem hefðu verið hleraðir. Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra og staðgengill dómsmálaráð- herra, sagði m.a. að nauðsynlegt væri að allar upplýsingar kæmu upp á borðið í þessum efnum. Hann vís- aði til þess að nefnd hefði þegar verið skipuð, undir forystu Páls Hreins- sonar, til að gera gögn um þessi mál aðgengileg fyrir fræðimenn. Hann sagði að það færi miklu betur á því að fræðimenn rannsökuðu þessi mál og fjölluðu um þau á sagnfræðilegan hátt frekar en stjórnmálamenn eða nefndir á vegum þeirra. Ráðherra sagði merkilegt hve Ingibjörg Sólrún og reyndar fleiri, sem tekið hefðu þátt í þessari um- ræðu, vildu gera hlut Sjálfstæðis- flokksins mikinn. Það væri vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum væri umhugað um öryggi ríkisins en það yrði einnig að láta aðra njóta sann- mælis í þeim efnum, m.a. Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráð- herra. Þá væri hlutur Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráð- herra, ekki heldur lítill. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði rangt að Sjálfstæðislokkurinn stæði í vegi fyrir því að ljósi væri varpað á þessi mál. Morgunblaðið/ÞÖK Fylgst með umræðum Jón Gunnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, fylgjast með umræðum á Alþingi. Ný nefnd rann- saki hleranir Hlutur Hermanns ekki lítill Ummæli þingmanna og ráð-herra, utan þings, verðagjarnan tilefni umræðna á þingfundum Alþingis. Þannig urðu ummæli Jóns Sigurðssonar, for- manns Framsóknarflokksins, um Íraksmálið á miðstjórnarfundi flokksins nýverið tilefni umræðna á Alþingi í sl. viku. Flokksstjórnarræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, varð einnig tilefni fjörugra umræðna á Alþingi í byrjun þess- arar viku. Í ræðunni sagði Ingibjörg m.a. að kjósendur þyrðu ekki að treysta þingflokknum. Umræðan um ummæli hennar fór reyndar út um víðan völl, eins og stundum vill verða á Alþingi. Þannig var samfylkingarþingmönnum líkt við fuglana í Húsdýragarðinum, sem var fargað á dögunum. „Ég hef áhuga á því að ræða um förgun ann- arra fugla hér í þjóðfélaginu, nefni- lega þeirra sem sitja í þingflokki Samfylkingarinnar,“ sagði Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki. Hann sagði að formaðurinn hefði með ræðu sinni slegið heilan þing- flokk af. Merði Árnasyni, Samfylk- ingu, fannst ekki mikið til málflutn- ings hans koma og sagði að nær væri að yfirheyra meintan morð- ingja landnámshænsnanna í Hús- dýragarðinum. Átti hann þar við Guðna Ágústsson landbún- aðarráðherra. Sá síðarnefndi tók upp þráðinn og sagði þá fugla í sjálfu sér dýrmætari en samfylking- arþingmennina. Guðjón Ó. Jónsson, Framsókn- arflokki, var málshefjandi umræð- unnar um ræðu Ingibjargar. Það kom því vel á vondan þegar þing- menn hófu að skamma hann í gær fyrir ummæli sín í útvarpinu fyrr um morguninn. Þar sagði hann að „al- menningur væri alveg gapandi hissa á því að þingmenn skyldu þurfa að fara í jólafrí 8. des. til að Þórunn og Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. Sigfússon og fleiri kæmust í ein- hverja skemmtiferð á vegum þings- ins.“ Halldór Blöndal, formaður ut- anríkismálanefndar, var einn þeirra sem gagnrýndu ummælin. Hann tók aukinheldur fram að hvorki Þórunn né Ingibjörg færu í ferðina. Það gerði hins vegar Steingrímur. „Því ég hef langa reynslu af því að hann er til sóma fyrir Alþingi hvarvetna sem hann kemur á erlendum vett- vangi,“ sagði Halldór. Þá hló þing- heimur – enda hrós til Steingríms úr óvæntri átt. Um fugla og meintar skemmtiferðir ÞINGBRÉF Arna Schram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.