Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.12.2006, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 1.744.61 *Bónusgreiðslur eru greiddar úr tryggingadeild í frjálsa séreign sjóðfélaga. Útgreiðslur geta hafist eftir 60 ára aldur og greiðast með jöfnum greiðslum til 67 ára aldurs eða lengur eftir ósk sjóðfélaga. 1,7 milljarðar í bónus Veg 1,7 að þ 31. Frjá Stæ Sjóð Nán Það borgar sig að vera í Frjálsa lífeyrissjóðnum! London. AFP. | Fulltrúar aðildarríkja Breska samveldisins ákváðu á fundi sínum í gær að víkja Fídjí-eyjum úr samtökunum í kjölfar þess að her landsins tók völdin þar fyrr í þessari viku. Gerir samveldið að kröfu sinni að lýðræði verði endurreist á Fídjí- eyjum áður en til álita geti komið að þær fái aðild að samtökunum að nýju. Brottvísun Fídjí-eyja úr samveld- inu þýðir að erindrekum þeirra verði meinaður aðgangur að öllum fundum ráðamanna þess. Það var Don McKinnon, framkvæmdastjóri sam- veldisins, sem tilkynnti ákvörðunina eftir neyðarfund ráðherraráðs sam- takanna í London. Fordæmdu fund- armenn valdaránið en Voreqe Bai- nimarama hershöfðingi hafði fyrr í vikunni lýst því yfir að hann hefði tekið sér forsetavald á Fídjí-eyjum og að Laisenia Qarase forsætisráð- herra hefði verið komið frá völdum. Þriðja brottvikningin Bainimarama hershöfðingi hafði átt í útistöðum við stjórnina á Fídjí- eyjum um nokkurt skeið en hers- höfðinginn sakaði valdhafa um spill- ingu og var mótfallinn áformum for- sætisráðherrans að veita skipuleggjendum síðasta valdaráns- ins í landinu árið 2000 sakaruppgjöf. Stjórnvöld í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi höfðu þegar fordæmt valdaránið á Fídjí-eyjum, en ríkin þrjú eiga öll aðild að samveldinu. Ákvörðunin í gær kom því ekki á óvart. Þetta er í þriðja sinn sem Fídjí-eyjum er vikið úr Breska sam- veldinu. Fídjí-eyjum vikið úr Breska samveldinu eftir valdarán Í HNOTSKURN »Herinn á Fídjí-eyjum, und-ir stjórn Bainimarama hershöfðingja, braut á bak aft- ur valdarán árið 2000. »Forsætisráðherrann, Lai-senia Qarase, var endur- kjörinn í kosningum í maí sl. Í október reyndi hann, en mis- tókst, að víkja Bainimarama úr embætti. Auglýsingaspjald þar sem varað er við alnæmisvand- anum blaktir í vindi á tindi Aconcagua-fjalls í Argent- ínu, hæsta tindi Andes-fjallanna. Aconcagua er 6.960 metrar að hæð en ellefu fjallamenn frá Þýskalandi og Austurríki klifu fjallið á fjórum vikum til að koma aug- lýsingaspjaldinu fyrir. Reuters Varað við alnæmi á fjallstindinum Teheran. AFP. | Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu og leið- togi Hamas, lýsti því yfir í gær, að hann myndi ekki viðurkenna Ísr- aelsríki. Þá boð- aði hann að bar- áttan fyrir „frelsun“ Jerúsalem myndi halda áfram að því er íranska IRNA- fréttastofan skýrði frá. Þar var jafnframt haft eftir Han- iya, sem er í heimsókn í Íran, að Hamas myndi ekki falla frá vopn- aðri baráttu og að ekki yrði farið að kröfum „síonista“ og þeim leyft að „hrifsa“ land Palestínumanna. Þúsundir komu saman á Gaza Þúsundir stuðningsmanna Hamas komu saman fyrir framan palest- ínska þingið á Gaza í gær og hróp- uðu slagorð til stuðnings Haniya. Á sama tíma var 18. eldflauginni skot- ið á Suður-Ísrael í bága við vopna- hléið, án þess að valda nokkrum skaða. Munu ekki viðurkenna Ísraelsríki Ismail Haniya Róm. AP. | Fornleifafræðingar Páfa- garðs hafa grafið upp steinkistu sem talið er að innihaldi líkams- leifar Páls postula. Kistan var undir næststærstu basilíku Rómaborgar. Uppgröft- urinn hófst árið 2002 og skýrt verð- ur frá niðurstöðum fornleifafræð- inganna á blaðamannafundi í Páfagarði á mánudag. Steinkistan er að minnsta kosti frá árinu 390 eftir Krists burð og hugsanlega eldri, að sögn vísinda- mannanna. Kistan hefur ekki verið rannsökuð að innan en Giorgio Fil- ippi, fornleifafræðingur í Páfa- garði, sagði að það yrði ef til vill gert síðar. Steinkistan var undir basilíku sem kennd er við Pál postula. Tvær fornar kirkjur voru reistar á staðn- um þar sem sagt er að Páll hafi ver- ið grafinn og vitað er að kistan var sýnileg í grafhvelfingu í síðari kirkjunni sem rómverski keisarinn Þeódósíus lét reisa á fjórðu öld. Þegar kirkjan brann árið 1823 var basilíkan reist. Forna grafhvelf- ingin var þá fyllt af mold og nýtt altari var reist yfir henni. Grófu upp kistu Páls postula YFIRVÖLD heilbrigðismála í New York hafa ákveðið að banna notkun hertrar fitu á veitingastöðum borg- arinnar. Er herta fitan talin eiga sinn þátt í offituvandanum í Bandaríkjunum auk þess að vera ákaflega óholl fyr- ir æðar og hjarta. Alger samstaða var um bannið hjá yfirvöldum en eigendur 24.000 veitingastaða í borginni eru ekki allir jafnánægðir. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, segir hins vegar, að með banninu sé ekki verið að út- hýsa hamborgurum og frönskum kartöflum. Hægt sé að matreiða hvort tveggja með heilsusamlegri hætti. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld áætla, að til jafnaðar láti hver Bandaríkjamaður ofan í sig um 2,14 kg af hertri fitu árlega. Búist er við að hún verði næst bönnuð í Chi- cago. Hert fita bönn- uð í New York
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.