Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 59

Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 59 menning SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar Í DAG, LAUGARDAG KL. 17.00 Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna NAFN Halldórs Baldurssonar teiknara hefur verið æ meira áber- andi undanfarið. Nýverið hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir teikningar og 2005 bókaverðlaun barnanna. Hann hefur fengið hönn- unarverðlaun FÍT annað hvert ár síðan 2002 og ferilskráin er svo löng að varla virðist gefin út sú bók hér á landi að Halldór komi þar ekki nærri. Síðan í september á síðasta ári hefur hann glatt landsmenn með teikningum sínum í Blaðinu. Því miður hef ég ekki fylgst með þeim daglega því Blaðið dettur ekki alltaf inn um mína lúgu en nú hefur verið úr því bætt með útgáfu bókarinnar 2006 í grófum dráttum. Þar er að finna stóran hluta af teikningum Halldórs sem birst hafa í Blaðinu. Halldór kemur hér fram sem mót- aður og þroskaður teiknari, persón- ur hans eru lifandi og lipurlega dregnar af miklu öryggi. Skopskæl- ingin er svo mátuleg að allir eru auð- þekkjanlegir og í raun ótrúlega sjálf- um sér líkir þrátt fyrir ýkjurnar. Viðfangsefni myndanna er oftast málefni dagsins og eru ákveðin mál- efni Halldóri hugleikin, misskipting auðs í samfélaginu t.d., hátt mat- arverð og háir vextir. Einnig sam- skipti kynjanna og málefni fjölskyld- unnar. Í stuttu máli þessir hlutir sem eru hluti af lífi okkar flestra dag frá degi og höfundi er ekkert heilagt. Skopmörk hans, eins og hann orðar það sjálfur í bókinni, er að finna í öll- um þjóðfélagsstéttum, vinstrisinn- aðir menntamenn fá ekki síður að heyra það en nýríkir tækifær- issinnar. Teiknistíllinn hæfir hér við- fangsefninu fullkomlega, Halldóri er betur gefið að teikna skopskælingar en krúttlegar bangsamyndir. Sam- spil mynda og texta er alltaf virkt og bætir hvort annað upp. Ekki síst er textinn skemmtilegur, talmálið sem hann notar er lifandi og talsmátinn er notaður markvisst til að gera grín á sama máta og teikningarnar. Kald- hæðni og lágstemmdur húmor þar sem hið ósagða fær að lifa er aðal bókarinnar, þó að ekki verði beint sagt um myndinar að þær séu lág- stemmdar. Halldór er líka vel að sér um marga hluti, eins og listasögu og handbolta t.d., og það skemmir ekki fyrir. Eins og öll góð þjóðfélags- ádeila, en það er bókin fyrst og fremst, segja myndir og texti nöt- urlegan sannleik um okkar brjálaða og siðblinda neyslusamfélag sem við erum öll hluti af, bókarhöfundur líka. Slík ádeila er nauðsynlegur hluti af samfélaginu og á höfundur þakkir skildar fyrir. Bókin er mjög lifandi í flettingu, stórar myndir og litlar, í lit og svart- hvítar, seríur eða ein mynd sem seg- ir allt sem þarf. Halldór hefur gott vald á margs konar frásagn- araðferðum og þetta gerir það að verkum að það má lesa þessa bók frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu án þess að sleppa henni úr hendi, fjöl- breytnin er svo mikil og á hverri opnu er eitthvað nýtt og ferskt. Ég veit ekki hvort Halldór Bald- ursson ætlaði sér það en það fer ekki á milli mála að hann er hinn nýi krónprins íslenskrar skopmynda- teikningar. Ég vona að hann haldi áfram á þessari braut svo við fáum að hlæja lengi enn. Fyndnasta bók ársins BÆKUR Þjóðfélagsádeila Eftir Halldór Baldursson, Spott 2006, 143 bls. 2006 í grófum dráttum Ragna Sigurðardóttir Með fjórða bindi stangaveiðihand- bókarinnar, sem ber undirtitilinn Frá Jökulsá á Fjöllum að Núps- vötnum, lokar Eiríkur St. Eiríksson veiðimaður og rithöfundur hringn- um sem hann hóf fyrir fjórum árum með fyrsta bindinu um veiðimögu- leika á Suðurlandi. Stangaveiðimenn hafa tekið þessum bókum Eiríks fagnandi, ekki síst þeir sem hafa gaman af að kanna nýjar veiðilend- ur. Í bókunum hefur höfundur safn- að saman fjölbreytilegum upplýs- ingum um veiðiár og vötn, þekkt sem óþekkt, aðgengi, veiðileyfasala og veiðivon. Frásagnir eru studdar með vönduðum kortum. Í formála segir Eiríkur að sér- staklega erfitt hafi verið að afla heimilda fyrir þetta fjórða bindi, um Austurland, og þar komi margt til. „Svæðið er óvenjulega strjálbýlt, veiðihefð er mun minni en gengur og gerist í öðrum landshlutum og veiði- réttareigendum finnst mörgum hverjum lítið til þess koma að eiga aðgang að veiðivatni.“ Þrátt fyrir erfiðleika við efnis- öflun hefur höfundi tekist afar vel til. Í yfirgripsmikilli yfirreiðinni opnar hann í raun aðgang að lítt þekktum svæðum, til dæmis á Melrakkasléttu og í Lónssveit. Til heiða eru víða sil- ungsvötn og minni silungsár renna til sjávar í fjörðum og víkum. Mynd- arlega er fjallað um laxveiðiárnar á Austurlandi, eins og árnar í Þist- ilfirði, Vopnafirði og Breiðdalsá. Yfirreiðin suður eftir landinu er brotin upp með textarömmum, þar sem lesa má ýmiss konar fróðleik; um merkisfólk sem bjó á bæjum sem farið er hjá, um fyrirbæri í nátt- úrunni, brot úr sögu veiða í til- teknum vötnum og viðtöl við fólk sem hefur verið í forsvari fyrir veiði- svæði. Þá ber að minnast á fjölda ljósmynda sem í senn skreyta ritið og sýna vötnin sem fjallað er um. Handbækur Eiríks nýtast bæði fólki sem hyggst halda til veiða og þurfa staðgóðar upplýsingar, og þeim sem sitja heima og vilja fræð- ast um veiðilendur. Undirritaður hefur á liðnum sumrum haft bækur Eiríks í fartesk- inu á ferðum um landið. Þær eru í þykkri plastkápu, þola vel hnjask, og oft hafa upplýsingarnar í bókunum komið sér vel þegar haldið er til veiða. Eflaust verður hægt að segja það sama um fjórða bindi bóka- flokksins, og kannski ekki síst þar sem veiðimöguleikar á Austurlandi, aðrir en helstu laxveiðiár, hafa verið lítt kunnir öðrum en heimamönnum. Opnar aðgang að lítt þekktum veiðisvæðum Einar Falur Ingólfsson BÆKUR Handbók Eftir Eirík St. Eiríksson ESE útgáfa, 2006, 224 bls. Stangaveiðihandbókin 4. bindi Morgunblaðið/Golli Höfundurinn Eiríkur St. Eiríksson við veiðar í Norðurá. BARNA- og unglingaleikhús Aust- urbæjar sýnir frumsamið leikrit „Jólafárið“ eftir Kikku á stóra sviði Austurbæjar í dag. Leikritið er annað í röð verka sem Barna- og unglingaleikhúsið setur upp. Í frétt frá leikhúsinu segir að „Jólafárið“ fjalli um „stóran og frekan systk- inahóp sem tryllist úr spenningi og græðgi fyrir jólin. Buguð móðir þeirra ákveður að jólin verði ekki haldin fyrr en systkinin finni hinn sanna jólaanda. Börnin leita jóla- andans úti í töfrandi jólanóttinni og með hjálp jólastjörnunnar, garðálf- anna, grenitrjánna og fleiri furðu- vera komast þau að niðurstöðu.“ Þess má geta að fyrstu uppsetn- ingu Barna- og unglingaleikhúss Austurbæjar, Drekaskógi, hefur verið boðið að taka þátt í al- þjóðlegri barnaleikhúshátíð í Finn- landi næsta vor. Leikendur í „Jólafárinu“ eru: Agnes Þorkelsdóttir, Andrean Sig- urgeirsson, Anna María Hrafns- dóttir, Árni Snær Magnússon, Birta Jónsdóttir, Bjartur Guðlaugsson, Björg Halldórsdóttir, Bryndís Tatj- ana Dímitrisdóttir, Guðbjörg Yu- riko Ogino, Hreindís Ylfa Garð- arsdóttir, Jón Reginbaldur Ívarsson, Katrín Helga Andr- ésdóttir, Katrín Ásmundsdóttir, Malen Rún Eiríksdóttir, Marta Kjartansdóttir, Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir, Selma Reyn- isdóttir, Sigurður Fannar Jónsson, Snædís Arnardóttir, Sölmundur Ísak Steinarsson, Valgarð Hrafns- son og Viktoría Ísold Hilmisdóttir. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson, leikmynd og búningar gerir María Ólafsdóttir, aðstoð við útlit sýn- ingar er í höndum Svanhvítar Theu Árnadóttur, lýsingu hannar Andri Guðmundsson, sýningar-, sviðs- stjórn og tæknistjórn Ólafur Stef- ánsson, aðstoðarleikstjórar, leik- munir og sviðsstjórn Agnes Þorkelsdóttir Wild, Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Egill Kaktus Þor- kelsson Wild. Miðasala er í Aust- urbæ frá 13–17 og í síma 551-4700, einnig er hægt að nálgast miða á midi.is. Jólafárið Krakkarnir í Austurbæ velta fyrir sér um hvað jólin snúast í raun. „Jólafárið“ frá sjónarhóli barna og unglinga Súrrealískt „Kaldhæðni og lágstemmdur húmor þar sem hið ósagða fær að lifa er aðall bókarinnar,“ að mati gagnrýnanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.