Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 57 menning LAURA ASHLEY FAXAFENI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 551-6646 WWW.LAURAASHLEY.COM LAURAASHLEY ný og STÆRRI VERSLUn VIð aUSTURhLIð FaXaFEnS 14 OPIÐ Í DAG LAUGARDAG TIL KL 16 GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Eyvindur Karls- son þjóðfélagsrýnir og Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur. Þeir ásamt liðstjórunum Hlín Agnars- dóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart um fjölda- förgun á fuglum í húsdýragarð- inum í Reykjavík: Þeir drápu öll sín hænu hanagrey sem höfðu ekki neitt til saka unnið. Fyrripartur síðustu viku var ortur um jólaljósin og að hluta til fenginn að láni frá Jóhannesi úr Kötlum: Bráðum koma blessuð jólin, birtu slær á land og þjóð. Ari Trausti Guðmundsson botn- aði tvisvar í þættinum, fyrst með tilvitnun í Megas: Og telja búrar við bankahólinn böns af monní í ríkissjóð. Býsna hnípin og beygð er sólin, en börnin bæði feit og rjóð. Davíð Þór orti í heimsósómastíl: Enda lýsir eins og sólin auðhyggjunnar vítisglóð. Atli Freyr Steinþórsson ímynd- aði sér stemninguna á sjötta tím- anum á aðfangadagskvöld: En myrkvar þegar mamma kjól- inn meikar ekki og verður óð. Hlustendur áttu sína skemmti- legu takta að vanda, þar á meðal Pétur Stefánsson með þennan mikla bálk: Þá má heyra garg og gólin, er grenja af frekju lítil jóð. Eflaust kætast kaupmanns fól- in er kortin renna í posann, hljóð. Svo mun herðast árans ólin, er allir ganga skuldaslóð. Þá er fokið flest í skjólin, hjá fólki sem á engan sjóð. Já, hækkar brátt á himni sólin, er hátíð kemur blíð og góð. – Mændi ég upp á Arnarhólinn er orti ég þetta stutta ljóð. Valur Óskarsson: Hlín og Davíð halda í bólin, hrjóta í takt við þetta ljóð. Helgi R. Einarsson: En Snati er dauður, slitin ólin og Solla á kjólnum ellimóð. Sigurður Hallur Stefánsson: Veröld alla signir sólin, syngja lofgjörð börnin góð. Um saklausu hænsnin í Húsdýragarðinum Orðprúð Þáttastjórnandinn Karl Th. Birgisson ásamt liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Söngtónleikar Tónlist eftir Vaughan Williams, Wagner, Gounod, Bizet og fleiri. Jón Leifsson söng en Julian Hewlett lék á píanó. Sunnudagur 3. desember. MAÐUR er nefndur Jón Leifsson. Hann er söngvari og er að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni, lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík fyrir um ári. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var kvaddi hann sér hljóðs og söng meðal annars ljóðaflokkinn Songs of Travel eftir Vaughan Williams. Með honum lék Julian Hewlett á píanó. Jón hefur fallega barítónrödd, fremur bjarta og ákaflega hljóm- mikla. Margt í ljóðaflokknum var prýðilega gert hjá honum; hann söng ávallt hreint og mótaði laglínurnar smekklega. Auðvitað skortir hann enn reynslu af tónleikahaldi, sem birtist fyrst og fremst í því að hann var talsvert stífur, auk þess sem röddin var ekki alltaf nægilega opin. Veikar strófur voru nokkuð mattar og hefði Jón að ósekju mátt skreyta söng sinn fleiri litbrigðum. Í ljóða- söng skipta smáatriði í hend- ingamótun gríðarlegu máli; örlítil styrkleikabrigði geta sagt heila sögu ef þau eru rétt útfærð. Það sem heyrðist á tónleikunum lofaði þó vissulega góðu; auðheyrt er að Jón er ríkulegum hæfileikum búinn. Eftir hlé söng Jón nokkrar aríur, þar á meðal nautabanaaríuna frægu eftir Bizet. Það gerði hann á margan hátt með sannfærandi tilþrifum og naut sín þar kraftmikil rödd hans, sem gæddi atriðið viðeigandi karl- rembu. Gaman var líka að þjóðlaginu Vorið langt við texta Árna Böðvarssonar sem Jón Ásgeirsson útsetti, en þá reis upp allur fremsti bekkur Sal- arins og söng með. Þetta voru nokkr- ir félagar Jóns sem mynduðu ágætan karlakór og var flutningurinn á lag- inu, sem og því næsta, Hraustir menn eftir Romberg, hinn líflegasti. Eitt eftirminnilegasta atriðið á tón- leikunum var dúett úr Don Giovanni eftir Mozart, en þar söng Jón með Grétu Hergils, sem hann „veiddi“ úr salnum með réttu flagaratilburð- unum. Söngur þeirra beggja var verulega fagur. Eins og áður sagði lék Julian Hew- lett með Jóni. Það gerði hann afar vel, bæði var leikurinn yfirleitt öruggur tæknilega og túlkunin ávallt í anda viðkomandi tónskálds. Styrk- leikajafnvægið á milli söngvara og pí- anóleikara var auk þess gott og í þau fáu skipti sem píanóið var í sterkari kantinum var það ekki Julian að kenna, heldur því að raddbeiting söngvarans var ekki nægilega mark- viss. Að lokum verður að nefna kynninn á tónleikunum, en það var Davíð Ólafsson söngvari. Hann var oft fynd- inn og var það ekki síst honum að þakka hversu skemmtilegir tónleik- arnir voru. Jónas Sen Falleg rödd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.