Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 26
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mér fannst hrútarnir ísveitinni á Hellum íBorgarfirði hjá afamínum og ömmu alltaf frekar skemmtilegar skepnur, en ég var mikið hjá þeim þegar ég var strákur. Hrútarnir á Hellum voru miklu spakari en kindurnar og þeir leyfðu mér að klóra sér á milli hornanna. Þeir voru svo stórir og flottir og börðust með horn- unum. Ég á því margar góðar minningar tengd- ar hrútum og ég er lengi búinn að ganga með þennan draum í maganum að búa til hrútaspil,“ segir Stefán Pétur Sólveigarson sem hannaði Hrútaspil ásamt félaga sínum Sverri Ás- geirssyni en þeir eru báðir nýút- skrifaðir vöruhönnuðir úr Listahá- skólanum. Sá vinnur sem stendur uppi með alla hrútana „Hrútaspilið er mjög einfalt og fyrir alla aldurshópa. Hvert spil er með mynd af hrút og svo eru dálk- ar með tölum og einkunnum sem hann hefur fengið fyrir hina ýmsu eiginleika, eins og þyngd, frjósemi, læri, bak, ull og ótalmargt annað. Þetta eru alvöru kynbótahrútar með nöfnum, fengnir úr nýjustu Hrútaskrá Íslands. Flestir þeirra eru enn á lífi en nokkrir höfðingjar fengu að vera með sem eru farnir yfir móðuna miklu. Spilunum fimm- tíu og tveimur er skipt milli þátt- takenda, sem geta verið tveir eða fleiri og síðan setja keppendur fram einn hrút í einu og reyna að vinna út á einhverja eiginleika hans, til dæmis er hrúturinn Kveikur með einkunnina níu fyrir bak og ef eng- inn hinna er með hærra í bak- einkunn, þá vinnur hann alla hina hrútana. Í næstu umferð leggur annar þátttakandi fram hrút og segir hvort hann vill keppa um ull- ina, lærið eða eitthvað annað og stangast á við hina. Sá vinnur sem í lokin stendur uppi með alla hrútana.“ Hrútaspilin er líka hægt að nota eins og hefð- bundin spil, því það eru 52 hrútar í stokknum, kóngar, gosar, ásar og lægra settir. Hrútaþukl og ástalíf hrúta Sverrir er ekki eins sjóaður og Stefán í hrútamálum, hann hefur aldrei á ævi sinni hitt hrút. „Hann hefur alfarið verið hér á mölinni og kemur varla út úr herberginu sínu. En ég verð að fara að sýna honum alvöruhrúta fljótlega,“ segir Stefán, stoltur af sveitamennskunni sem hann hefur fram yfir fé- laga sinn. „En vinnan við að búa til Hrúta- spilið hefur samt kveikt hjá honum áhuga á hrútum og hann er farinn að þekkja þá hrúta vel sem eru í spilinu. Hann var líka hissa á því hversu miklar skráðar upplýsingar eru til um hrúta. Til dæmis geðslag, ættartré og hvort þeir séu með áhættugen í sér vegna riðusmits og annað slíkt. Við ætlum að end- urbæta spilið á næsta ári og bæta við upplýsingum,“ segir Stefán sem merkir vaxandi almennan áhuga á hrútum sem birtist til dæmis í því að keppt er í hrútaþukli og í Kast- ljósi er fjallað um ástarlíf hrúta. Stóðhestaspil á leiðinni Uppáhaldshrútar eru nokkrir í spilastokknum hjá Stefáni. „Mér finnst Dreitill rosalega flottur. En þetta er smekksatriði, ömmu minni finnst til dæmis kollóttir hrútar ljótir.“ Hann segist ætla að tileinka Hrútaspilið afa sínum og ömmu á Hellum, þeim Ernu og Pétri, enda á hann þeim að þakka kynni sín af hrútum. Hrútaspilið getur fólk hvaðanæva úr heiminum spilað, vegna þess að ekki eru orð yfir eiginleika hrút- anna á spilunum, heldur myndir eða tákn, til dæmis lóð fyrir þyngdina, hnykill fyrir ullina o.s.fr. Leikregl- urnar eru á íslensku og ensku og á heimasíðunni verður hægt að nálg- ast reglurnar á þýsku og frönsku. Þeir Stefán og Sverrir eru með stóðhestaspil í farvatninu sem koma á út í vor. „Þar verða íslenskir stóð- hestar í aðalhlutverki og spilið byggt upp á svipaðan hátt og Hrútaspilið.“ Hrútum klórað milli hornanna Morgunblaðið/Ásdís www.hrutaspilid.is Hrútadrengir Stefán og Sverrir klæðast að sjálfsögðu lopapeysum þegar þeir spila Hrútaspilið. |laugardagur|9. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Líney Sigurðardóttir segir frá aðventuhátíðinni á Þórshöfn og kemur inn á samskipti fólks í þessu litla samfélagi. » 31 bæjarlíf Ólöf Birna Kristjánsdóttir held- ur upp á jólin í heimaborg sinni Ósló. Hún saknar helst laufa- brauðsbaksturs. » 30 aðventan Andrúmsloftið á heimili Kol- brúnar Davíðsdóttur og Guð- jóns Kjartanssonar er notalegt og birtan hlý. » 32 innlit Karlmenn virðast stundum ekki skilja það. Töskur eru, auk dem- anta og skófatnaðar, bestu vinir flestra kvenna. » 30 tíska Aukin neysluhyggja um jól hef- ur áhrif á jörðina sem við byggj- um. Það er þó einfalt að draga úr neikvæðu áhrifunum. » 28 vistvænt FATNAÐUR fyrir ferfætta félaga nýtur stöðugt meiri vinsælda og raunar svo að hin síðari ár hef- ur mátt tala um gælu- dýratísku. Kulsæknum smáhundum veitir enda oft ekkert af aukaskjóli frá hlýlegum fatnaði þegar spásserað er um göturnar á köldum vetr- ardögum. Og þó við telj- um oft geta orðið ansi kalt á Fróni nístir kuld- inn sem ríkt getur í Rússland enn meira. Það er því e.t.v. ekki að furða þó efnamenn þar í landi séu tilbúin að sveipa hina ferfættu vini sína í fínustu loð- feldi til að verja þá frostinu. Það er heldur ekki annað að sjá en að ferfættu fyrirsæturnar á þessari tískusýningu í Moskvu á dögunum kunni vel að meta hið góða úrval sem virðist vera í loðfeldalínunni. Hlýleg hundaföt Reuters Að hætti bjarnarins Það dugir ekkert minna en alvörupels fyrir þennan hvutta. Bræðingur Áhrifin koma greinilega úr ýmsum átt- um í hönnun þessa klæðnaðar. Í ætt við aðalinn Þessi fyrirmannlegi galli minnir einna mest á aðalsmenn fyrri alda. Eins og Mjallhvít Yorkshire Terrier sveipaður hvítum loðkraga. Ætli hann sjái nokkuð út? tíska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.