Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 35 ÞAÐ er undarleg staða sem eldri borgarar á Íslandi hafa verið í árum saman. Hér er átt við þá linnulausu bar- áttu sem þeir hafa þurft að heyja við stjórnvöld til að ná fram sjálfsögðum mannréttindum fyrir stóran hóp aldraðs fólks. Mun þetta vera frekar ólíkt nágranna- þjóðum okkar og öðrum vestrænum ríkjum og gott ef þetta er ekki nokkuð séríslenskt fyr- irbæri. Hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum telja stjórnvöld það hlut- verk sitt að búa þegn- unum þannig lífsskilyrði, ekki síst öldruðum, að þeir þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni eftir að starfsaldri þeirra í þágu þjóðfélagsins er lokið. Enn fremur er þar talið sjálfsagt að aldraðir eigi völ á víðtækri þjónustu þeg- ar þeir þarfnast hennar hvort heldur á heimilum sínum eða á nútímalegum hjúkrunarheimilum eða aðhlynningu í annarri viðeigandi búsetu. Eitt af því sem talið er grundvall- armannréttindi sbr. mannréttinda- sáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóð- anna er t.d. efnahagslegt sjálfstæði, þ.e. að lífskjör aldraðra séu þannig að þeir þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir efri ár- unum og hafa áhyggjur af afkomu sinni eftir að launaðri vinnu lýkur. Hér skort- ir mikið á að þessi grundvallarréttur sé virtur og þarf varla að fara mörgum orð- um um það misrétti og mannréttinda- brot sem aldraðir hafa mátt þola vegna tekjutenginga og skerðinga greiðslna samkvæmt lögum um almannatrygg- ingar. Við þetta bætast svo þungir skatt- ar sem þeir hafa orðið að bera vegna lágra skattleysismarka og samanlagt veldur þetta því að þúsundir eldri borg- ara lifa undir eða á fátæktarmörkum sem útilokar þá frá að geta veitt sér svipuð lífsgæði og álitin eru sjálfsögð í nútímasamfélagi. Þetta gerist í einu rík- asta landi heims þar sem milljarðar flæða. Það er engu líkara en stjórnvöld hafi talið það skyldu sína að halda stórum hópi aldraðra í fátæktargildru með úreltri löggjöf, sem ekki fæst end- urskoðuð þrátt fyrir þrotlausa baráttu félaga eldri borgara árum saman. Hér er átt við lög um almannatryggingar sem eru orðin frumskógur reglugerða og lagaákvæða sem er flestum flókinn og óskiljanlegur. Afleiðingin er vitaskuld ómældir erfiðleikar, vanmáttur og reiði ellilífeyrisþega þegar löggjöfin er bæði óréttlát og óskiljanleg, ekki síst þegar afkoma þeirra er að öllu leyti eða að hluta háð henni. Hér er um mikið rétt- lætismál að ræða að hefja endurskoðun á lögum um almannatryggingar sem fyrst og gera lögin þannig úr garði að bættt sé úr þeim miklu brestum sem þar er að finna. Satt að segja er undarlegt að löggjafar- valdið skuli ekki sjá sóma sinn í því að hefjast handa um þetta verkefni. Eins og kunnugt er skip- aði ríkisstjórnin svokallaða „samráðsnefnd“ með fulltrúum ríkisvaldsins og fulltrúum eldri borgara í byrjun þessa árs og stóð það „samráð“ fram á mitt sumar. Þarna var settur á svið eins konar átakaleikur milli ofurvaldsins sem hafði auðvitað öll tögl og hagldir og hins vegar fulltrúa aldraðra frá LEB sem er valda- laus minnihlutahópur. Þetta var ójafn leikur og niðurstöðurnar urðu vitaskuld í samræmi við það. Varla er hægt að tala um samráð ef ekki er leitast við að finna lausnir svo að allir aðilar geti staðið upp nokkuð sáttir við sinn hlut. Það er óhætt að fullyrða að svo var ekki í þessu dæmi. Eldri borgarar urðu að hlíta valdinu og falla frá ýmsum sann- gjörnum kröfum sínum eins og t.d. hækkun skattleysismarka, þau voru ein- hliða ákvörðuð 90 þúsund og frekari um- ræður ekki á dagskrá. Mestu átökin urðu þó um frítekjumörk, tekjuteng- ingar og skerðingar á bótum og margur fundurinn fór í ótrúlega flókna útreikn- inga sem jafnvel sprenglærðustu hag- fræðingar botnuðu ekkert í, hvað þá hin- ir. Stundum fór þetta fram eins og maður væri staddur í stærðfræðitíma og þegar útkoman leiddi í ljós að kröfur okkar hinna valdalausu væru alltof háar fyrir ríkissjóð að taka á sig var byrjað að reikna upp á nýtt svo að afleiðingin yrði ekki gjaldþrot fyrir aumingja ríkissjóð- inn. Allan tímann sem „samráðið“ stóð yfir reyndu fulltrúar LEB m.a. að fá samþykkta þá sjálfsögðu kröfu að ellilíf- eyrisþegar mættu afla sér tekna með vinnu án þess að bætur almannatrygg- inga yrðu skertar og gætu þannig bætt kjör sín og lagt fram vinnu til samfélags- ins. Fulltrúum ríkisvaldsins stóð stugg- ur af slíkri kröfu og tóku ekki undir hana. Það var ekki fyrr en á síðasta fundinum sem valdið lét undan, og bauð fram 200 þúsund á ári eftir þrjú ár og 300 þúsund árið 2010! Til að gæta nú sanngirni má greina viss spor sem komu í endanlegri yfirlýs- ingu en þau spor eru alltof lítil og koma alltof seint til framkvæmda. Þess vegna hefur þessari yfirlýsingu ríkisstjórnar og LEB verið tekið mjög illa af öllum þorra eldri borgara í landinu sem telja þessar niðurstöður litlu sem engu skila í bættum kjörum. Það er því mikill mis- skilningur sem kemur fram í fylgiskjali með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og nú er til meðferðar á Alþingi, að Lands- samband eldri borgara fagni því góða samstarfi sem tókst í nefndinni. Hins vegar virðist ríkisstjórnin fagna því mjög að hafa hlunnfarið eldri borgara og virt vilja þeirra að vettugi. En sú álykt- un sem kannski má draga af þessari reynslu er hversu afstaða/ viðhorf stjórnvalda gagnvart eldra fólki er í rauninni ótrúlega neikvæð. Til marks um það má benda á breyt- ingatillögur sem stjórnarandstaðan lagði fram við fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar og gengu talsvert lengra en fyrrnefnd yfirlýsing til að bæta kjör aldraðra í landinu. Þar á meðal að eldri borgarar mættu hafa 75 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði án þess að bæt- ur frá Tryggingastofnun yrðu skertar. Að frítekjumark yrði lækkað og tekjur maka hefðu ekki áhrif til skerðingar bóta. Landssamband eldri borgara tók undir tillögur stjórnarandstöðunnar og gerði að sínum kröfum. Það er skemmst frá því að segja að hver einasta tillaga stjórnarandstöð- unnar var felld við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið að viðhöfðu nafna- kalli þar sem allir viðstaddir þingmenn ríkistjórnarinnar sögðu nei. Meira að segja heilbrigðis- og tryggingaráðherr- ann sem kveðst hafa sett málefni aldr- aðra í algeran forgang. Mun sú skömm lengi uppi. En barátta eldri borgara mun halda áfram öflugri og harðskeyttari en nokkru sinni fyrr með liðstyrk nýrra fé- laga og samtaka. Við látum engan bil- bug á okkur finna. Við munum ná mark- miðum okkar og hrósa sigri, það er aðeins tímaspursmál hvenær það verð- ur. Aldraðir og ofurvaldið Eftir Margréti Margeirsdóttur »En barátta eldri borg-ara mun halda áfram öflugri og harðskeyttari en nokkru sinni fyrr með liðstyrk nýrra félaga og samtaka. Margrét Margeirsdóttir Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. raun hinir na?? Eða um sínum sjóð- rmála- sem ðunum til um og el þannig gæti ver- ð sem Sig- með katta- anförnum njóta afnám t, skatt- r lækkað mót um 1 ellilífeyr- uskatt af ellilífeyristekjum sínum, nái þær á annað borð upp fyrir skattleys- ismörkin. Rætt hefur verið um að í stað almenns tekjuskatts yrði lagð- ur annaðhvort fjármagnstekju- skattur (10%) á ellilífeyrisgreiðslur eða nýtt skattþrep notað, 22%, sem þá tæki mið af þeirri staðreynd að um 65% af ellilífeyrissjóðsgreiðslum eru vegna ávöxtunar inneigna líf- eyrisþega hjá sjóðunum, en um 35% vegna iðgjaldagreiðslna til sjóðanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að einstaklingur á vegum Félags eldri borgara færi í mál við fjár- málaráðuneytið til þess að fá úr því skorið hvort ráðuneytinu væri stætt á því að skattleggja ellilífeyr- isgreiðslur úr lífeyrissjóðum lands- manna sem almennar tekjur. Málið hefur flækst fyrir í dómskerfinu um langt skeið en nú virðist sem það hafi loks nýlega verið dómtek- ið. Áhuginn hjá Félagi eldri borg- ara á að fylgja málinu fast eftir virðist hinsvegar harla lítill. Fyrst og fremst vegna þess að ellilíf- eyristekjur hjá stórum hluta ellilíf- eyrisþega eru undir skattleysis- mörkum, en einnig sökum þess að fyrrverandi fjármálaráðherra gaf í skyn að yrðu ellilífeyrissjóðstekjur skattlagðar sem fjármagnstekjur mundi hann beita sér fyrir því að lífeyrissjóðunum yrði gert að greiða fjármagnstekjuskatt af sín- um fjármagnstekjum. En væri það ekki bara í himna- lagi? Skoðum nú töfluna sem fylgir hér með. Gera menn sér almennt grein fyrir því hversu mikil eigna- söfnun lífeyrissjóðanna er orðin? Bara Lífeyrissjóður verslunar- manna átti í árslok 2005 í hreinni eign rúmlega 190 milljarða króna. Í sumar kom frétt í fjölmiðlum þess efnis að heildareign íslensku lífeyr- issjóðanna væri orðin hlutfallslega meiri en olíusjóður Norðmanna sem er nú talinn vera býsna þrút- inn. Er þetta eðlilegt og er það nauðsynlegt? Og þetta á sama tíma og ellilífeyrir nemur einungis 16– 17% af iðgjöldum, heildarlífeyrir um 30% af greiddum iðgjöldum og meðallífeyrisgreiðslur á mánuði frá 26 til 33 þús. krónur á því tímabili sem taflan nær yfir. Og á sama tíma, þ.e. árin 2000 til 2005, hefur ráðstöfunarfé sjóðsins til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu numið árlega frá 15,6 og upp í 45,4 milljarða króna. Í stað þess að fjalla um fyrir dómstólum hvort greiða eigi al- mennan tekjuskatt eða 10% fjár- magnstekjuskatt af lífeyrisgreiðsl- um væri þá ekki rétt að leggja 10% fjármagnstekjuskatt á ávöxtunar- tekjur (ekki iðgjaldatekjur) lífeyr- issjóðanna og láta síðan lífeyris- greiðslur (elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri) njóta algjörs skatts- frelsis. Fljótleg athugun sýnir að skatt- tekjur ríkisins munu stórlega aukast við slíka breytingu. Þar sem ríkissjóður er nú þegar rekinn með myndarlegum tekjuafgangi mætti nota tekjuskattshagnaðinn við þessu breytingu til að auka bætur til aldraðra frá Tryggingastofnun ríkisins sem því nemur. Sé dæmi tekið af Lífeyrissjóði Verslunarmanna árið 2005 gæti það litið þannig út: Sjóðurinn greiði í fjármagnstekjuskatt kr. 3.739 millj- ónir, (þ.e. 10% af ráðstöfunarfé 45.426 milljónum að frádregnum 8.034 milljónum, sem eru heildar- iðgjöld að frádregnum heildarlífeyr- isgreiðslum). Frá þessum auknu skatttekjum ríkisins munu koma til frádráttar nokkur hundruð millj- ónir króna vegna skattfrelsis lífeyr- isgreiðslna, en um eða yfir 3.000 milljónir gætu farið til Trygginga- stofnunar ríkisins til hækkunar á öllum ellilífeyrisgreiðslum. Þannig munu lífeyrissjóðirnir stuðla að bættum hag aldraðra og væri það ekki í samræmi við markmið og til- gang þeirra? Æskilegt væri að fjár- málaráðherra og talsmenn lífeyris- sjóðanna kæmu sér saman um að ræða formlega skattlagningu ellilíf- eyrisþega og/eða lífeyrissjóða og með hvaða hætti megi auka raun- tekjur og ráðstöfunarfé ellilífeyris- þega sem almennt er talin brýn þörf á. yrissjóði? gn ís- sjóð- lut- anna era r þetta nauð- Höfundur er viðskiptafræðingur, fyrrverandi forstjóri Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar og ríkis- bókari. g vo ð af ær- ð- og ðaði u ku til jón- ngi- ki á að Varmá er á náttúruminjaskrá. Niðurstaða ráðuneytisins er m.a. sú að það telur að í gögnum sé áhrifum fyrirhugaðrar fram- kvæmdar á hljóðvist nægjanlega lýst og telur ráðuneytið þau áhrif ekki geta haft í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og það sama telur það eiga við varðandi sjónræn áhrif og loftgæði. Þá tel- ur ráðuneytið að fyrirhuguð framkvæmd brjóti ekki gegn ákvæðum náttúruverndarlaga eða fari gegn ákvæðum nátt- úrminjaskrár sem gilda um Varmá. Einnig telur ráðuneytið, með vísan til þeirra mótvægisaðgerða sem framkvæmdaraðili hyggst grípa til vegna áhrifa fram- kvæmdarinnar á vistkerfi Varm- ár, að þau áhrif geti ekki haft í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Landeigendur segja að sér- staklega hafi verið vandað til verka við allan undirbúning vega- gerðar við tengibrautina, hvort sem lýtur að kröfum um hljóð- vist, sýnilegum breytingum á umhverfi eða nærgætni við lífríki Varmár, en vegurinn mun liggja fjær ánni en núverandi vegur inn í Álafosskvosina. Landeigendur segjast þakk- látir fyrir þann áhuga sem íbúar Álafosskvosar og samtök þeirra hafa sýnt á framkvæmdum við Helgafellshverfi og ásetja sér að eiga við þá gott samstarf. „Helgafellshverfi mun einnig mynda öflugt bakland við þá starfsemi sem rekin er af svo miklum myndarbrag í Álafoss- kvosinni. Þá munu íbúar kvos- arinnar fá aðgang að nýjum grunnskóla, leikskóla og annarri þjónustu án þess að þurfa að fara yfir Vesturlandsveginn, þegar Helgafellshverfi verður byggt,“ segir í upplýsingum frá Helga- fellsverktökum. Munu fara með málið lengra „Ég sé ekki annan möguleika í stöðunni en að fara lengra með málið því það er alveg á hreinu að það er verið að brjóta lög, einnig alþjóðleg lög með því að fram- kvæma á þessu svæði,“ segir Hildur Margrétardóttir íbúi sem var meðal kærenda. Hún segir að íbúarnir hafi lagt til að tengi- brautin yrði lögð í stokk undir Ásland en því hafi verið hafnað. Hafi himinn og haf verið á milli útreikninga íbúanna og bæjarins varðandi kostnað við lagningu brautarinnar í stokk. „Vonbrigðin eru fyrst og fremst þau að í öllum lögum og reglugerðum, sem við vísuðum til í okkar kæru, er talað um að taka verði tillit til almennings en það er algjörlega hundsað í einu og öllu. Þetta snýst ekkert um fólk. Þetta snýst væntanlega um pen- inga fyrst og fremst.“ Hildur segir úrskurðinn sýna að sínu mati að umhverfisráðu- neytið hafi ekki hag umhverfisins að leiðarljósi. „Þetta eru þvílík mistök,“ segir Hildur. elgafellshverfi rfismat Ljósmynd/Helgafellsverktakar dsvegi að Helgafellshverfi í gegnum vildu brautina í stokk undir Ásland. Ár 2000 2001 2002 2003 2004 2005 breyting í % 2000-2005 Fjöldi sjóðsfélaga sem greiða iðgjöld til sjóðsins 41.142 41.243 42.005 44.377 47.658 15.8% Lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna 4.985 5.498 6.012 6.585 6.990 7.410 48.6% Þar af ellilífeyrisþegar 2.747 3.010 3.191 3.457 3.711 3.943 43.5% Í milljónum króna Heildariðgjöld 5.854 6.808 7.383 8.248 8.959 10.969 87.3% Heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna 1.559 1.817 2.083 2.336 2.645 2.935 88.6% Þar af ellilífeyrir 974 1.119 1.269 1.405 1.565 1.752 79.9% Heildariðgj. að frádr.heildar- lífeyrisgr. 4.295 4.991 5.300 5.912 6.314 8.034 87.1% Í krónum Meðal-mánaðarlífeyrisgreiðslur 26.061 27.540 28.873 29.562 31.533 33.007 26.6% Í prósentum Lífeyrir í hlutfalli af iðgjöldum 29% 27,5% 27,5% 30% 31% 29,5% 2.1% Ellilífeyrir í hlutfalli af iðgjöldum 16,5% 16,5% 17% 17% 17,5% 16% -0.4% Ellilífeyrir í hlutfalli af lífeyrisgreiðslum 62,5% 61,5% 61% 60% 59% 59,5% -4.5% Fjöldi ellilífeyrisþega í hlutfalli af heild- arfjölda lífeyrisþega 55% 54,50% 53% 52,50% 53% 53% -3.4% Í milljónum króna Ráðstöfunarfé til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu 15.585 15.944 20.155 29.735 42.262 45.426 241.5% Hrein eign í árslok, til gr.lífeyris 85.687 97.512 101.957 123.657 150.702 190.972 223% Allar fjárhæðir, nema meðal-mánaðarlífeyrisgreiðslur, eru teknar úr ársskýrslum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna árin 2000-2005. Hlutfallstölur eru útreikningur greinarhöfundar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.