Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 21 að spenna hefði skyndilega aukist verulega milli afganskra stríðsherra í norðurhluta landsins og árásir hefðu verið gerðar á fulltrúa óháðra hjálp- arsamtaka og á friðargæsluliða. Raunin mun hafa verið sú að verk- efnið var með talsvert öðrum hætti en fyrirfram hafði verið talað um. Tekið hafði verið fram að íslensku teymin myndu ekki sinna löggæslustörfum, eins og áður kom fram, en eftir að teymið frá Meymana var kallað heim kom í ljós að „um 90% af starfinu fól- ust í stuðningi við staðarlögregluna“, eins og fram kom í viðtali við Ásgeir Þór Ásgeirsson, forystumann teym- isins, í Morgunblaðinu 17. desember 2005. Þá kemur fram í grein Gunnars Páls Baldvinssonar, „Herlaus þjóð við friðargæslu“, sem birtast mun í fræðiriti um alþjóðamál á næsta ári, að upplýsingar um mögulegan stuðn- ing við teymin, skyldu þau lenda í vandræðum, hafi reynst hæpnar. Þetta kom raunar berlega í ljós þegar ráðist var að búðunum í Meym- ana í febrúar á þessu ári, í kjölfar mikillar reiðiöldu í múslímaheiminum vegna birtingar skopmynda af spá- manninum Múhameð í Jyllands- posten. Mun ekki hafa skeikað miklu að mjög illa færi. Einn Íslendingur var í Meymana þegar þetta atvik átti sér stað en hann var þangað kominn að sækja einn íslensku jeppanna. Mun jeppinn hafa verið illa leikinn í óeirðunum. Þetta er bakgrunnur þess að Val- gerður Sverrisdóttir steig skrefið til fulls er hún tók við sem utanrík- isráðherra af Geir H. Haarde. En hún tilkynnti í október á þessu ári að „jeppagengin“, sem hún nefndi svo, myndu hætta starfsemi og áherslur Íslensku friðargæslunnar færast yfir í borgaraleg verkefni. Ákvörðun Valgerðar um að hætta alveg þátttöku í þessum verkefnum hlaut víðast hvar mjög góð viðbrögð, s.s. hjá stjórnarandstöðunni og þá sögðu leiðarahöfundar Morgunblaðs- ins að sennilega væri þarna um að ræða merkustu ákvörðun Valgerðar á ráðherraferli hennar. Ég spurði Valgerði, er ég hitti hana nýverið, hvort það skipti hana máli að hafa fengið slík viðbrögð. Hún svar- aði því játandi. Það hefði vissulega glatt hana. Valgerður var búin að vera iðn- aðar- og viðskiptaráðherra lengi, hafði staðið í umdeildum málum og ekki þarf að koma á óvart að það hafi verið ágæt tilbreyting að hljóta skyndilega góð viðbrögð meðal áhrifaaðila. Jeppateymismenn ósáttir við ummæli Valgerðar Sumpartinn má segja að það séu pólitísk klókindi fólgin í því af hálfu Valgerðar Sverrisdóttur að taka svo skýrt af skarið varðandi þátttöku í endurreisnarsveitum ISAF í Ghor- héraði og raun bar vitni. Á sama tíma og Valgerður tilkynnti að „jeppa- gengin“ íslensku myndu hætta starf- semi var greint frá því að íslenskur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir myndu halda námskeið fyrir konur sem koma að fæðingu í þessu sama héraði. Ber að hafa í huga í þessu sambandi að þegar Valgerður tók við embættinu var minna en eitt ár til kosninga og hún hafði því ljóslega takmarkaðan tíma til að setja mark sitt á starfið og fjarlægjast þá nei- kvæðu umræðu sem fylgt hafði henni vegna álversmála. Ég spurði Valgerði hvort það hefði verið meðvituð ákvörðun að gera svo skörp skil á milli verkefna í ímynd- arlegum skilningi (fjarlægja hið karl- læga tákn, jeppann, og kynna til sög- unnar ljósmóðurverkefnið). Hún sagði svo ekki vera. „Þetta verkefni kom upp í hendurnar á okkur á sama tíma og passaði einfaldlega mjög vel.“ Valgerður viðurkennir á hinn bóg- inn að hún hefði getað valið orð sín betur er hún tilkynnti 19. október sl. að starfsemi „jeppagengjanna“, sem hún nefndi svo, yrði hætt. Út á við virkaði yfirlýsing hennar vel, eins og áður var vísað til, en óánægju gætti meðal þeirra manna sem starfað höfðu á vettvangi fyrir utanríkisráðherra í hinum svonefndu jeppateymum og sem töldu sig hafa verið að skila góðu starfi. Fannst þeim sem orðmáti ráðherrans fæli í sér heldur kaldar kveðjur til þeirra og einhverjir munu hafa heitið því að gefa ekki framar kost á sér til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar. „Mér þótti auðvitað miður að um- mæli mín komu illa við þá aðila sem sinntu þessum störfum enda tel ég þá hafa sinnt þeim af stakri prýði,“ sagði Valgerður er ég innti hana eftir þessu. Hún drægi ekki fagmennsku þeirra í efa. Þetta hefði snúist um að leggja nýjar áherslur. Hugmyndin væri sú að nýta áfram þeirra sér- þekkingu á aðstæðum í fjalllendum Afganistan þó svo jeppateymin hefðu verið afturkölluð. Mun Valgerður hafa hringt per- sónulega í nokkra friðargæsluliðanna í Chaghcharan, eftir að óánægja þeirra var orðin ljós, „og við ræddum málin,“ eins og ráðherrann orðar það. Mennirnir sem hafa verið á vett- vangi í Chaghcharan í Ghor-héraði Afganistan eru almennt þeirrar skoð- unar að umræða hér heima um verk- efnið hafi verið á villigötum. Raunar vilja þeir meina að verkefnið þar hafi gefið góða raun og sé hið heppileg- asta fyrir Íslendinga. Garðar Forberg, sem fór fyrir fyrsta jeppateyminu í Chaghcharan, segir hernaðarvinkilinn hafa verið al- gerlega ofmetinn hér heima. Þeir hafi verið að vinna þakklátt starf, farið um og rætt við héraðshöfðingja og metið þörfina á aðstoð. Garðar hefur áður verið flugvallarstjóri í Kabúl og Pristina en hefur nú sagt skilið við friðargæsluna, hann stýrir nú flug- félaginu Latcharter í Lettlandi, en það er dótturfélag Icelandair. Garðar segir íslenska teymið í Chaghcharan hafa verið mun öflugra en þau lithá- ísku eða dönsku á staðnum. Íslend- ingarnir hafi verið þroskaðir fjöl- skyldumenn, ekki óharðnaðir strákar líkt og hinir. Og þeir hafi getað rækt starf sitt allan ársins hring vegna ferðakunnáttu og sérútbúinna jeppa, hinir hafi eiginlega bara lagst í vetr- ardvala þegar tók að snjóa. Garðar segir að honum hafi þótt sú gagnrýni hér heima hvað ósanngjörn- ust að Íslendingarnar í Afganistan væru ekki starfi sínu vaxnir og réðu ekki við þau verkefni sem þeim væri treyst fyrir í því sem óneitanlega var hernaðarlegt umhverfi. „Það er bara ekki rétt. Ég skynja það ekki þann- ig,“ segir Garðar og segist vel treysta sér til að meta þá hluti, enda með liðs- foringjamenntun frá Þýskalandi. „Ég myndi segja að þeir Íslendingar sem hafa valist í þetta hafi staðið jafnfætis eða framar friðargæsluliðum annarra ríkja, sem hafa verið á vettvangi. Fólk áttar sig ekki á því að þó að her- menn séu innan friðargæsluliðsins þá eru þar líka fólk með fagþekkingu á mun fleiri sviðum, svokallaðir borg- aralegir sérfræðingar.“ Garðar segir að heppilegra hefði verið ef víðtækari umræða hefði farið fram um þátttöku Íslendinga í end- urreisnarsveitunum í Afganistan áð- ur en ákveðið var að slá verkefnið af. Búið sé að leggja til kostnað í þetta verkefni, þjálfa menn og senda búnað á staðinn. Hann fagnar því á hinn bóginn að búið sé að ákveða að auka við þróunarþáttinn – með því að senda hjúkrunarfræðinga og ljós- mæður til Ghor-héraðs – en það hafi verið meðal þess sem jeppateymin hafi alltaf óskað eftir. Það sé þannig að þau verkefni sem nú eigi að ráðast í séu að miklum hluta tilkomin vegna ábendingar frá jeppateyminu; þeir hafi metið að þarna væri þörf. Hvers vegna fer utanríkis- málanefnd aldrei á vettvang? Varðandi hina opinberu umræðu segir Garðar gagnrýnivert hversu stjórnvöld hafi framan af virst forðast að ræða verkefnin í Afganistan. Með því hafi þau verið að kalla yfir sig gagnrýni. „Mér fannst þetta óheppi- legt. Ef menn láta alltaf eins og þeir hafi eitthvað að fela þá álykta auðvit- að allir að þeir hafi eitthvað að fela.“ Veltir Garðar því fyrir sér hvort ekki hefði verið skynsamlegt að þing- nefndir, s.s. utanríkismálanefnd, færu á vettvang og kynntu sér starf útsendra friðargæsluliða. Þegar hann hafi verið flugvallarstjóri í Kabúl og í Pristina, sem og þann tíma sem hann dvaldi í Chaghcharan, hafi sífellt ver- ið að koma þingnefndir frá ríkjum sem áttu friðargæsluliða á staðnum. Menn þurfi að hafa stuðning þjóðar sinnar við verkefni á átakasvæðum og því sé mikilvægt að upplýsinga- streymi heim sé gagnsætt og gott. „Mér fannst svolítið klaufalegt að vilja ekki ræða hlutina,“ sagði Garð- ar. „Það er líka óþægilegt fyrir mann- skapinn sjálfan. Ég held að fólk átti sig ekki á því þegar menn fara í svona verkefni og eru lengi í burtu frá fjöl- skyldum sínum hvað svona gagnrýni í fjölmiðlum fer mikið fyrir brjóstið á þeim; sérstaklega þegar gagnrýninni er ekki svarað á málefnalegan hátt. Þegar við vorum á námskeiðinu í Noregi [fyrir verkefnið í Chag- hcharan] var okkur kynnt rannsókn á því hver væru áhyggjuefni norskra friðargæsluliða. Niðurstaðan var mjög athyglisverð. Þau voru þrjú: hættan á staðnum, ef hún er einhver; í öðru lagi fjarvera frá fjölskyldu og svo í þriðja lagi umfjöllun fjölmiðla.“ Friðargæsluliðar til Palestínu og Líberíu Markmið sem sett voru 2003 um að árið 2006 yrðu útsendir frið- argæsluliðar orðnir 50 hafa ekki náðst og Anna Jóhannsdóttir, for- stöðumaður Íslensku friðargæsl- unnar, segir ekki ljóst hvort þessu marki verði náð. „Við viljum fremur horfa til þess hvers konar stöður er verið að manna og leggja áherslu á hærri eða sérfræðilegri stöður innan verkefna, heldur en að fylla upp í ákveðinn fjölda,“ segir hún. Stefnt sé þó að því að um mitt næsta ár verði um 40 manns útsendir á vegum frið- argæslunnar. Anna segir að auðvitað hafi aldrei verið lagt upp með að verkefnið í Sri Lanka yrði jafn stórt og raun ber vitni. Aðstæður hefðu hins vegar gert það að verkum að í sumar reyndist nauðsynlegt að fjölga Íslendingum þar til muna til að halda norrænni ásýnd eftirlitsins, ella hefðu Norð- menn setið eftir með bæði frið- arumleitanir milli deilenda og að meginþorra norskt eftirlit. Þegar Anna er spurð að því hvaða verkefni bíði, hvaða frekari skref verði tekin til að breyta ásýnd Ís- lensku friðargæslunnar, upplýsir hún mig um að meiningin sé að senda tvo friðargæsluliða til palestínska hluta Jerúsalem. Er miðað við að þeir færu til starfa á skrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og hafi með heilbrigðis- og hollustumál að gera. Þá segir Anna að stefnt sé að því að senda tvo Íslendinga til Líb- eríu, einn á vegum UNICEF og ann- an á vegum UNIFEM, Þróunarsjóðs SÞ fyrir konur. Ekki eru sem stendur nein áform um að horfa enn frekar til þátttöku í friðargæslu í Afríku, s.s. í Kongó, Líberíu eða Darfur, en ætla mætti að slíkt gæti reynst sterkur leikur þegar haft er til hliðsjónar að Ísland sækist eftir sæti í öryggisráði SÞ 2009-2010. Þess ber þó að geta að Ísland er með samning við Matvælaáætlun SÞ (WFP) sem felur í sér að WFP geti kallað eftir aðstoð friðargæslunnar við að manna stöður. Reyndin hefur verið sú að langflest slík verkefni eru í Afríku. Áður hefur Valgerður Sverr- isdóttir greint frá því að senda eigi ís- lenska sprengjuleitarmenn til Líb- anon í byrjun næsta árs. Verður verkefni þeirra að hreinsa svæði í suðurhluta Líbanons. Ætlunin er að senda tvö þriggja manna teymi; tvo sérfræðinga frá Landhelgisgæslunni og einn bráðaliða eða sjúkraflutn- ingamann. Yrði hvort teymið um sig, fyrst í stað, sex vikur í landinu; með bækistöðvar í Týrus. Í samtali við Morgunblaðið 17. nóv- ember sl. lagði Valgerður áherslu á að öryggisástandið á þessu svæði í Líbanon væri eins gott og verða mætti, um þessar mundir, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði hún lagt áherslu á það í ræðu sinni um ut- anríkismál, sem hún flutti á Alþingi daginn áður, að Íslendingarnir í Líb- anon yrðu vopnlausir og myndu bera merki SÞ. NATO er grundvallarstoð Segja má að hér kristallist hinar breyttu áherslur hjá Íslensku frið- argæslunni, sem Valgerður hefur boðað. Hún vill að Íslendingar gangi sem mest fram undir merkjum SÞ, einkum stofnunum eins og UNICEF og UNIFEM. Eftir sem áður er hún undirseld þeim raunveruleika að Atl- antshafsbandalagið er ein helsta stoð öryggismála- og utanríkisstefnu landsins og að þar á bæ er gerð krafa um að menn leggi sitt af mörkum. Farið er yfir það allítarlega í áð- urnefndri fræðigrein Gunnars Páls Baldvinssonar að aðilar í utanrík- isráðuneytinu hafi metið það svo á sínum tíma að „strangborgaraleg“ verkefni fullnægðu illa þeim mark- miðum að efla stöðu Íslands innan NATO og annarra alþjóðastofnana, sem Íslendingar hafa lagt áherslu á. Ekki er sennilegt að þessi afstaða sé alfarið úr sögunni innan veggja ráðu- neytisins, þó að nýr utanrík- isráðherra hafi kosið að setja borg- aralega friðargæslu á oddinn. Þá er ljóst að íslensk stjórnvöld, eins og önnur aðildarríki NATO, fengu all- mikla brýningu í þessum efnum á leiðtogafundi NATO í Ríga í Lett- landi nýverið. Valgerður nýtur þess hins vegar, sem bent er á í grein Gunnars Páls, að samtímis því sem þátttakan í jeppateymisverkefnunum hefur reynst afar umdeild hér heima þá hefur „framlag Íslendinga verið mun minna metið innan bandalagsins [NATO] og skapar Íslandi alls ekki sömu stöðu og þegar Íslenska frið- argæslan hafði yfirumsjón með flug- völlunum í Pristina og Kabúl“. Segir Gunnar Páll að draga megi af því þá ályktun að með þátttöku í end- urreisnarverkefnunum hafi íslensk stjórnvöld tekið meiri pólitíska áhættu fyrir mun takmarkaðri póli- tískan gróða en áður. Ákvörðun um að hætta með jeppa- teymin virðist með þetta í huga skyn- samleg. Er athyglisvert í þessu ljósi jafnframt, hafandi í huga að flugvall- arverkefni hafa unnið Íslandi mest gagn við NATO-borðið, að stefnt er að því að Íslenska friðargæslan komi aftur að flugvallarmálum í Kabúl, nefnilega að Íslendingum verði falið að annast yfirfærslu flugvallarins undir borgaralega stjórn. Unnið er að því að útfæra þetta verkefni og er vonast til að það geti hafist snemma á næsta ári. *  -# 5 /'* * #-# 6# *: 1%-#( " #( ** 5 )#( # : )'/#(7( M NO  8# " '(#  )'/ '# # !   5   PQ31? )0 =@ ! G 7G8 ' ' 3)G'1 ; 7G8)0G1   K < $  FKR   <  MS *O MS *O MS *5S *O M O M O M 7O Ljósmynd/Jónas G. Allansson Samskipti Einn liðsmanna jeppateymanna í Chaghcharan, Jónas G. Allansson, ræðir við íbúa Nayak-þorps fyrr á árinu. Jónas verður a.ö.l. í síðasta teyminu sem starfar í endurreisnarsveitum NATO og lýkur störfum í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.