Morgunblaðið - 09.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 09.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 39 Íslandsmálning Skútuvogi 13. S. 517 1501 beint á móti Húsasmiðjunni Íslandsmálning Sætúni 4. S. 517 1500 Ný verslun Íslandsmálningar í Skútuvogi Opnunartilboð á innimálningu. Loftmálning 3L kr. 490 Veggjamálning 3L kr. 490 Veggfóður kr. 590 Veggfóðursborðar kr. 390 Klettháls 13 . 110 Reykjavík Sími 563 4400 . Fax 563 4401 www.motormax.is M O T O R M A X M Æ T I R T I L L E I K S ! Y A M A H A . B O M B A R D I E R . S K I - D O O S E A - D O O . L O M A C . R U K K A N A Z R A N . S C O T T . I X S . F R A N K T H O M A S M O T R A X . B R E N D E R U P . D E T H L E F F S S T A R C R A F T . C A M P L E T . K I M P E X N O L A N . I S A B E L L A . S T E A D Y J O H N S O N E V I N R U D E . H A P R O � �� � �� � �� �� � �� � � ��� � � � � � Við sameiningu Yamaha umboðsins og Gísla Jónssonar ehf. verður til ein glæsilegasta verslun landsins fyrir áhugafólk um mótorsport og útivist. MotorMax er til húsa að Kletthálsi 13, þar sem Gísli Jónsson ehf. var áður. Opið laugardag 10 -17. Sunnudag 12-16. Komdu á Kletthálsinn og kynntu þér úrvalið. MotorMax opnar einnig nýja verslun á Egilstöðum, Tjarnarási 6 og er opið þar laugardag 10-17 og 12-17 á sunnudag. Á HAUSTMÁNUÐUM 2003 kom ég til starfa fyrir Félag íslenskra heimilislækna, uppfull af bjartsýni. Margt jákvætt hafði gerst á árinu 2002, heimilislæknar fengið kjara- bætur og voru kjör þeirra nú loks sam- bærileg sjúkra- húslæknum og al- mennt gott hljóð í mannskapnum. Ýmis áform voru uppi um að efla starf heim- ilislækna, vinna meira að gæða- og þjónustu- málum og efla kennslu heimilislækninga í þeim tilgangi að laða að unga lækna. Einnig voru heimilislæknar með viljayfirlýsingu ráðherra í höndunum, loforð um að heilbrigðisráðherra vildi beita sér fyrir því að sérfræðingar í heim- ilislækningum gætu annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslunnar. Í viljayfirlýsingu ráðherra, sem nú er fjögurra ára, segir m.a. „Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“. Heimilislæknar töldu að með samningi sem þessum væri hægt að koma til móts við heimilislækna sem voru óánægðir með skort á valmögu- leikum í starfi og mismunun sem þeir töldu sig sæta í samanburði við aðra sérfræðinga. Einnig væri á þennan hátt auðvelt að fjölga heim- ilislæknum á höfuðborgarsvæðinu en eins og flestir vita eiga mörg þús- und höfuðborgarbúa ekki enn kost á eigin heimilislækni. Það hljóta að teljast sérkennileg vinnu- brögð embættismanna að ekkert skuli hafa gerst í þessu máli á fjórum árum þrátt fyrir skriflega viljayfirlýs- ingu heilbrigð- isráðherra. Er það eðli- legt að vilji ráðherra og loforð hans séu hunsuð með þeim hætti sem þarna er gert? Heim- ilislæknar hafa gert sitt til að koma samningum í höfn, m.a. farið ítrekað á fundi með ráðherra og starfsfólki hans í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu (HTR). Það var svo nýlega að samninganefnd ráð- herra lýsti því yfir að samninga- nefndin ætlaði ekki að gera samning í samræmi við hið fjögurra ára gamla loforð. Það er umhugsunarvert að í ráðu- neytinu skuli vinnubrögð sem þessi teljast viðunandi en fjölmörgum vinnustundum hefur verið varið í að ræða um loforð sem nú er skyndi- lega ekki ástæða til að efna. Það verður að teljast ólíklegt að skýringuna sé að finna í pólitísku stefnuleysi enda fellur loforð um umræddan samning vel að þeirri stefnumörkun sem mótuð hefur ver- ið í ráðuneytinu. Velta má því fyrir sér hvort embættismenn í ráðuneyt- inu séu hindrun við stefnu og vilja ráðherra og ef sú er skýringin þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir ráðherra og lýðræðið í landinu. Ef þetta viðhorf, að ráðherra og ráðuneyti þurfi ekki að efna loforð sín, er lýsandi dæmi um kosti mið- stýringar, mætti draga í efa rétt- mæti þeirrar leiðar. Einnig mætti kasta því fram hvort aukin vald- dreifing og sjálfstæði stofnana sé ekki svarið við vanda miðstýrðs heil- brigðiskerfisins. Það var a.m.k. hluti af hugmyndinni á bak við umræddan samning við heimilislækna sem nú hefur verið sópað út af samninga- borði ríkisins. Því miður verð ég að segja að þessi framkoma gefur tilefni til auk- innar svartsýni um vöxt og veg heimilislækninga á Íslandi á kom- andi árum. Heimilislæknar í miðstýrðu heilbrigðiskerfi Elínborg Bárðardóttir skrifar um efndir á kjaramálum lækna » Það hljóta að teljastsérkennileg vinnu- brögð embættismanna að ekkert skuli hafa gerst í þessu máli á fjór- um árum Elínborg Báðardóttir Höfundur er heimilislæknir í Reykja- vík og formaður Félags íslenskra heimilislækna. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SAMKEPPNI er af hinu góða. Í flestum tilfellum tryggir hún við- skiptavinum betra verð og aukin gæði þar sem hún, eðli málsins samkvæmt, leiðir til frekari árang- urs í harðri baráttu fyrirtækja við að laða til sín viðskipti. Til þess að afrakstur samkeppninnar virki sem skyldi verður að gæta þess að jafn- ræði ríki á markaðinum og allir að- ilar hafi jöfn tækifæri. Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins, það er því hagur allra að virk sam- keppni sé til staðar í menntakerfinu til þess að hámarka gæði náms. Mismunun milli háskólanna Í dag eru háskólar á Íslandi reknir bæði af ríki og einkaaðilum. Tölu- verð mismunun á sér stað þegar kemur að rekstri þessara stofnana. Ríkisreknu háskólarnir fá end- urgreiddan virðisaukaskatt af fram- kvæmdum meðan þeir einkareknu fá það ekki. Gefur það auga leið að þetta skekkir samkeppnisstöðuna svo um munar. Ríkisreknu háskólarnir geta m.a. komið sér upp aðstöðu fyrir mun minni kostnað heldur en einkaað- ilar. Til eru fordæmi um að einka- rekin hjúkrunarheimili fái end- urgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum og því fátt til fyr- irstöðu að það fordæmi verði nýtt til að jafna samkeppnisstöðuna í menntamálum sem, eins og hjúkr- unarheimilin, teljast til ,,hálf op- inberra fyrirtækja.“ Allir eiga að sitja við sama borð Það er hagur okkar allra að gæði menntunar sé eins góð og völ er á hverju sinni, enda er menntun und- irstaða hagvaxtar og aukinna lífs- kjara í þjóðfélaginu. Því ætti að vera kappsmál fyrir stjórnvöld hverju sinni að sjá til þess að sam- keppni í menntamálum sé heilbrigð, gætt sé jafnræðis og að allar menntastofnanir sitji við sama borð. Ætli ríkið sér að vera í sam- keppni við einkaaðila, ber því að sjá til þess að sú samkeppni sé byggð á jafnréttisgrundvelli, enda er ann- að tímaskekkja og til þess fallið að draga almennt úr samkeppni og gæði náms. Því hvet ég eindregið þingmenn okkar Sjálfstæðismanna til þess að taka þetta mál upp á Alþingi og standa undir nafni sem sannir boð- berar frelsis og sjálfstæðisstefn- unnar í heild sinni. ARNAR MÁR FRÍMANNSSON, formaður Miðgarðs, félags Sjálfstæðismanna á Bifröst. Frá Arnari Má Frímannssyni: Jöfnum stöðu háskólanna Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.