Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 09.12.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 25 LANDIÐ METSÖLUBÓK UM ALLAN HEIM „Afburðasnjöll ástarsaga“ - Observer „Hjartnæm ... fantasía“ - Sunday Telegraph „Virkilega frumleg“ - Vogue Kona tímaflakkarans ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | „Fólk hefur mikla þörf fyrir öryggi og vill geta bjargað sér. Við leggj- um mikla áherslu á gott aðgengi í kringum íbúðirnar og inni í þeim líka, þannig að fólk geti séð um sig sjálft,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og formaður stjórnar húsnæðissam- vinnufélagsins Bú- manna, þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að 43ja íbúða bygg- ingasvæði í Hveragerði sem samtökin byggja með Eðalhúsum hf. á Selfossi. Íbúðirnar eru ætlað- ar fólki 50 ára og eldri og verða tilbúnar í árs- lok 2008. Byrjað verð- ur að úthluta íbúðum í janúar 2007. Fyrir eru í Hveragerði 16 íbúðir á vegum Búmanna. Nú eru 120 íbúðir í bygg- ingu á vegum Bú- manna í 13 sveitarfélögum. Samtals hafa samtökin tekið 377 íbúðir í notkun. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, fagnaði þessum áfanga Búmanna í Hveragerði og séra Bald- ur Kristjánsson blessaði bygginga- svæðið. Áhersla á aðgengi „Þetta hefur gengið mjög vel og við heyrum bara ánægjuraddir sem sýnir að fólk kann vel við þennan kost sem við bjóðum, að greiða 10– 30% af íbúðaverðinu sem búsetu- tryggingu og síðan ákveðna leigu. Við leggjum áherslu á aðgengið og góð böð, rúmgóð svefnherbergi og að íbúðirnar falli vel að þörfum fólks. Hérna í Hveragerði verður bíla- geymsla undir öllu svæðinu en það verður líka hægt að aka heim að hverju húsi. Þetta er þétt lág byggð með miðjuhúsi á tveimur hæðum þar sem er samkomusalur á efri hæð- inni,“ sagði Guðrún. Fólk vill geta bjargað sér sjálft Framkvæmt Séra Baldur Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, Einar Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalhúsa og Aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjóri voru við upphaf framkvæmda. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sauðárkrókur | Nemendum Árskóla á Sauðárkróki hefur á undanförnum árum gefist kostur á að kynnast iðn- námi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hefur það skilað góðum ár- angri fyrir skólann og viðkomandi nemendur. Fjölbrautaskólinn fékk nýlega eitt af þremur starfsmennta- verðlaunum sem Starfsmenntaráð og Mennt veita, fyrir framúrskar- andi starf á þessu sviði. Ólafur Ragnar Grímssonar, forseti Íslands, afhenti verðlaunin. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á nám í þremur iðngreinum, málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Aðsókn að námi hefur verið misjöfn milli ára en á síðustu árum vaxið til muna. Þorkell V. Þor- steinsson, aðstoðarskólameistari, þakkar það meðal annars iðnkynn- ingunni fyrir nemendur Árskóla. Aðsókn eykst að iðnnámi Kynningin hófst á vorönn 2001 og hefur staðið óslitið síðan. Nemend- um 9. og 10 bekkjar gefst kostur á að kynnast iðnnáminu. Annars vegar er um að ræða þróunarverkefni fyrir nemendur sem ekki hafa náð nógu góðum árangri í bóklegum greinum og hins vegar nemendur sem taka þessa tíma sem valfag. Um 100 nem- endur taka þátt í kynningunni. Þorkell segir að árangurinn sé mjög góður. Bæði hafi aðsókn að verknámsgreinum skólans aukist á þessum árum, ekki síst vegna nem- enda sem hafi tekið þátt í þessu verkefni, og það styrki þessar grein- ar. Það skipti hins vegar meira máli að þetta hafi hjálpað nemendum sem hafi verið búnir að fá sig fullsadda af bóklegu námi og annars hefðu hætt í námi eða tekið sér hvíld, til að finna sig í skóla á nýjum grunni sem þau hefðu meiri áhuga á. Þau finni fyrr sína braut í náminu og losni freka við tímaeyðslu og vonbrigði. „Við trúum því að við höfum náð að auka vellíðan þessara krakka,“ segir Þor- kell. Þær einingar sem nemendurnir taka nýtast þeim síðan við námið í Fjölbraut. Þorkell segir að starfsmennta- verðlaunin séu mikilvæg hvatning fyrir þetta starf skólans, ekki síst vegna þess að þau komi frá sam- starfsvettvangi skóla og atvinnulífs. Þá megi ekki gleyma mikilvægum hlut Árskóla í þeim. Hjálpar nemendum að finna sig að nýju Ljósmynd/Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Áhugi Nemendur Árskóla fá oft mikinn áhuga á verklegum greinum í kynningu í Fjölbrautaskólanum og vinna af elju að verkefnum sínum. Iðnkynning í grunn- skóla á Sauðárkróki skilar góðum árangri Í HNOTSKURN »Hundrað nemendur Ár-skóla hafa farið í iðnkynn- ingu í Fjölbrautaskólanum á fimm og hálfu ári. » Iðnnámið hefur styrkst ognemendur sem ekki eru fyrir bóklegar greinar finna fjölina sína. Ísafjarðarbær | Meðal tillagna til hagræðingar í fræðslumálum hjá Ísafjarðarbæ er að aka börnum í þremur efstu bekkjum grunnskól- anna á Suðureyri og Flateyri til Ísa- fjarðar og kenna í grunnskólanum þar. Íbúar í Önundarfirði hafa lagst hart gegn þessum hugmyndum sviðsstjóra í fræðslumálum. Ísafjarðarbær rekur fjóra grunn- skóla; á Ísafirði, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Skólarnir á Flateyri eru fámennastir með um fjörutíu nemendur. Þar af eru aðeins um tíu í þremur efstu bekkjunum á Flateyri og um fimmtán á Suðureyri. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár gerði sviðsstjóri fræðslu- mála nokkrar tillögur til hagræðing- ar, samtals um 60 milljónir kr. Ein tillagan felst í því að aka nemendum þriggja efstu bekkjanna á Flateyri og Suðureyri til Ísafjarðar og bæta þeim í bekkina þar. Íbúasamtök Ön- undarfjarðar og foreldrafélag Grunnskóla Önundarfjarðar hafa sent frá sér samþykktir þar sem þessum hugmyndum er mótmælt. Meðal annars er því mótmælt að menntun barnanna sé verðlögð með þessum hætti. Fræðslunefnd lagði áherslu á að málið yrði að kynna og ræða á vett- vangi foreldra, nemenda, kennara og stjórnenda. Meirihluti bæjarstjórn- ar tók undir það á fundi í fyrrakvöld og samþykkti að megináherslan ætti að vera á faglegan þátt skólastarfs- ins fremur en fjárhagslegan. „Það verður ekkert gert í þessu máli í and- stöðu við fólkið í sveitarfélaginu. Ég legg áherslu á það,“ sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formað- ur fræðslunefndar í gær. Faglegt mál fremur en fjárhagslegt Akranes | Lágvöruverðsverslunin Kaskó, sem er í eigu Samkaupa, var opnuð á Akranesi á dögunum og kemur hún í staðinn fyrir verslun Nettó. Með opnun verslunarinnar búa Samkaupsmenn sig undir aukna samkeppni á Akranesi. Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, sagði í ávarpi við opnun verslunarinnar að með þessari nýju verslun vildi fyr- irtækið bjóða viðskiptavinum sínum lægra vöruverð. Með þessari nýju verslun vildu Samkaupsmenn búa sig undir aukna samkeppni í versl- un á Akranesi. Fyrir liggur að Krónan mun opna verslun á Akra- nesi innan tíðar og á næsta ári mun Bónus einnig opna þar verslun. Við opnun verslunarinnar af- henti fyrirtækið tveimur aðilum peningagjafir. Það voru Þjóðlaga- sveit Tónlistarskólans á Akranesi sem fékk 250 þúsund króna styrk vegna starfseminnar og Sandra Björg Ólafsdóttir sem fékk sömu fjárhæð en hún og fjölskylda henn- ar hafa glímt við arfgengan sjúk- dóm. Samkaup opna Kaskóverslun á Akranesi Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Stuðningur Sturla Eðvarðsson af- hendir Ragnari Skúlasyni stjórn- anda þjóðlagasveitarinnar styrk. Selfoss | Árlegur jólagjafafundur Kvenfélags Selfoss var haldinn síð- astliðinn fimmtudag þegar félagið boðaði til sín fulltrúa nokkurra stofnana á Selfossi og nágrenni til að afhenda þeim jólagjafir til styrktar starfseminni á hverjum stað. Þessi árlega samkoma er ætíð hátíðleg í aðdraganda jólahátíðar- innar. Frumkvöðlar í ýmsum málum Kvenfélagið var stofnað 4. mars 1948 og hefur frá þeim tíma unnið að stuðningi við ýmis framfaramál í samfélaginu. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mikilvægu hlutverki í menn- ingu Selfoss og fylgt eftir framfara- málum. Á fyrstu árum í uppbygg- ingu Selfoss var félagið frum- kvöðull að því að koma á fót stofnunum og fylgdi áherslum sín- um eftir við þá sem fóru með stjórn Selfosshrepps í þá daga. Þannig studdi félagið byggingu Selfoss- kirkju og gaf til kirkjunnar gólf- dregla. Það safnaði fyrir byggingu sjúkrahúss og þegar það var tilbúið þá gáfu kvenfélagskonur allt lín til starfseminnar. Kvenfélagskonurn- ar byggðu leikskóla við Tryggva- götu og höfðu frumkvæði að því að leikvellir voru settir upp á Selfossi. Þá minnast margir Selfyssingar jólatrésskemmtana félagsins. Dagbókin Jóra stendur undir kostnaði við jólagjafirnar Á fyrstu árum héldu kvenfélags- konur samkomur til að afla fjár, sýndu leikrit og héldu basara. Í dag er útgáfa dagbókarinnar Jóru helsta fjáröflunin og stendur undir myndarlegum gjöfum félagsins. Í henni er að finna uppskriftir, nyt- saman fróðleik og skemmtiefni. Að þessu sinni fengu gjafir Heil- brigðisstofnun Suðurlands, Viss – vinnustofa, Kvennaathvarfið, Gaul- verjaskóli, Gjafasjóður Selfoss- kirkju, Dagdvöl aldraðra á Selfossi, Leikskólinn Hulduheimar, Sér- deildin á Selfossi og Skammtíma- vistunin að Lambhaga 48. Sam- kvæmt hefðinni var öllum gestum boðið upp á kaffi og ekta kven- félagskökur sem gerð voru góð skil. Níu samtök fá jólagjafir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólafundur Kvenfélagskonur færðu samtökum og stofnunum gjafir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.