Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 18
18 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið. Greiðslujöfnun lána er ein af þeim. Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000 E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 6 7 Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir. Útgjöldin > Verð á einu kílói af eggjum í krónum Heimild: Hagstofa Íslands 1998 2000 2002 2004 2006 2008 358 353 352 377 429 455 Ágústa vill deila sparnaðarráði með okkur hinum: Þannig er að dýnurnar okkar, sem eru um 10 ára gamlar, voru farnar að gefa sig (eðlilega). Þetta eru dýnur frá Ragnari Björnssyni, Hafnarfirði, svo ég fór inn á heimasíðu þeirra til að kynna mér verð á nýjum dýnum. Þar rak ég augun í það að RB rúm bjóða endur- hönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Ég hringdi til að panta tíma fyrir dýnurnar mínar, mætti síðan með þrjár dýnur kl. 8.00 að morgni og náði í þær aftur sama dag rétt fyrir lokun. Þá var búið að stífa þær allar upp og skipta um áklæði á tveimur þeirra, og þær voru því eins og nýjar. Það kostar 8.900 að stífa upp hverja dýnu. Ég var farin að sjá fyrir mér mikil útgjöld í nýjum dýnum, þar sem góður nætursvefn og hvíld skiptir jú miklu máli. Vildi því benda á þessa þjónustu hjá Ragnari Björnssyni. Ásta hjá RB Rúmum í Hafnarfirði segir þessa stífingarþjónustu einungis gilda fyrir dýnur frá RB. Verðið á stífingunni sé 8.990 krónur, en verðið á nýjum áklæðum sé mismunandi. Hún bætir við að fyrir 2.990 krónur aukalega sé dýnan sótt heim til viðskiptavina að morgni og skilað aftur að kvöldi. Fyrirtækið leggi auk þess mikla áherslu á að um leið og dýna sé keypt sé fjárfest í svokölluðum dýnuhlífum, því svo mikill kostnaður liggi í áklæðunum. Neytendur: Sparnaðarráð hjá RB rúmum Stífaði rúmdýnurnar og sparaði pening ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is KJARTAN GUÐMUNDSSON neytendur@ frettabladid.is „Bestu kaupin gerði ég þegar ég var hjá Útlendingastofnun,“ segir Georg en hann var forstjóri þeirrar stofnunar frá 1999 til 2005. „Þar unnu nær eingöngu konur og ég brá mér á námskeið sem hét „Samskipti á kvennavinnustað“. Þetta námskeið nýttist mér alveg sérstaklega vel en þar lærði ég margar lexíur sem reynast mér vel þegar ég er að eiga við hrútana á þessum karlavinnustað hér í Landhelgisgæslunni,“ segir hann og skellir upp úr. Svona getur gildi þess sem maður kaupir komið í ljós seint og um síðir. En oft vill það vera þannig með slæmu kaupin að brotalamirnar koma tiltölulega fljótt í ljós. Þannig var það með verstu kaup Georgs en nokkuð langt er liðið síðan hann gerði þau. „Ég var í námi á þeim árum og hafði nokkrum sinnum leigt mér sjóbretti en ákvað síðan að spara til þess að festa kaup á einu slíku. Það tókst eftir langan tíma og ég keypti bretti sem auglýst var í Dagblaðinu. Þegar átti að fara að nota það reyndist það ekki betur en svo að það sökk en það eiga sjóbretti alls ekki að gera. Ég hef aldrei séð þennan náunga síðan sem seldi mér brettið en ég hefði mikinn áhuga á því. Það er kannski að ég grípi hann einhvern tím- ann í landhelgi.“ NEYTANDINN: GEORG LÁRUSSON FORSTJÓRI LANDHELGISGÆSLUNNAR Kvennanámskeið reyndist best „Ég nota klakabox á ýmsan hátt. Ef ég á til dæmis afgang af líkjörum, rauðvíni eða hvítvíni þá frysti ég hann og nota svo út í sósur,“ segir Matthildur Jóhannsdóttir iðn- hönnuður. „Ég set líka afganga af djúsi í klakabox, sting tannstönglum í og gef svo krökkunum lítinn klakapinna ef þau eru dugleg að borða grænmetið sitt. Þetta drýgir matarpeningana,“ segir hún og bætir við að upplagt sé að frysta kreditkortið því maður sé búinn að skipta um skoðun um kaupin þegar það er þiðnað. GÓÐ HÚSRÁÐ GEFUR KRÖKKUM KLAKAPINNA ■ Matthildur Jóhannsdóttir iðnhönn- uður nýtir klakaboxin á ýmsan hátt Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.