Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 62
 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 2. apríl 2009 ➜ Tónleikar 12.00 Þóra Einars- dóttir sópran og Antonía Heversi píanóleikari verða með hádegistónleika í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnar- firði. Á efnisskránni verða aríur eftir Moz- art. Aðgangur ókeypis. 21.00 Kvintett Þorvaldar Þórs Þorvalds- sonar spilar á tónleikum sem Djass- klúbburinn Múlinn stendur fyrir í kjall- ara Café Cultura við Hverfisgötu 18. 21.00 Tónlistarmennirnir Magnús Skarphéðinsson og Mikael Lind verða með tónleika á Kaffibarnum við Berg- staðastræti 1 þar sem þeir munu flytja raftónlist. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson spila á Café Mörk við Skólabraut á Akranesi. Á efnisskránni verða lög eftir þá félaga í bland við annað efni. 21.00 Trommutónleikarnir „Reykjavík Heartbeat“ verða á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu 22. Fram koma Gulli Falk, Gísli Brynjar, Sigtryggur Baldursson, Kristján Heiðarsson, hljómsveitin Dark Havest o.fl. Húsið opnað kl. 20. 22.00 Hljómsveitin Leo verður á veit- ingastaðnum Classic Rock við Ármúla 5 þar sem hún mun leika öll helstu lög Deep Purple. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 13.20 Hr. Katsuhiro Natsume flytur erindi um samskipti Íslands og Japans í Árnagarði við Sturlugötu, stofu 201. Fyrirlesturinn er hluti af námskeiði í japönsku í HÍ. 20.00 Dr. Haukur Ingi Jónasson flytur erindið „Um innri og ytri skynjun“ í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar Hildur Soffía Vignisdóttir hefur opnað sýningu í Sýningarsalnum Hurðir við Laugaveg 170. Sýningin er opin alla virka daga frá 9-17. Sævar Karl Ólason hefur opnað sýn- ingu á rúmlega 40 akrýlmyndum á Mokka við Skólavörðustíg 3a. Opið alla daga kl. 9-18.30. ➜ Söngleikir 19.00 KFUM og KFUK sýna Rokk- óperuna „Hero“ í Loftkastalanum við Seljaveg. ➜ Hönnun og tíska Norræni tískutvíæringurinn í Norræna húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.nordice.is 16.00 Hljómsveitin Skakkamanage spilar. ➜ Pub quiz 21.00 Pub Quiz verður haldið á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Völlurinn, sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar, var í gær opnað- ur að viðstöddu margmenni í Gryfj- unni, Duushúsum í Reykjanesbæ. Sýningin fjallar um starfsemi bandarísku herstöðvarinnar og þau áhrif sem hún hafði sem vinnu- staður og nágranni á byggðarlögin í kring. Sýningin er liður í viðleitni safnsins til að varðveita og sinna þessari sérstöku sögu og er upphaf að stóru verkefni. Saga vallarins er nú orðinn afmarkaður og liðinn hluti af Íslandssögunni. Völlurinn var festur á filmu á meðan þar var allt iðandi af amerísku þjóðlífi og líka eftir að fólkið var allt horfið á braut. Um hann hafa verið gerð- ar heimildarmyndir og hlutur hans í íslenskri samfélagsgerð um nær hálfrar aldar skeið verður seint útskýrður til fulls. Við opnunina fluttu erindi for- stöðumaður Byggðasafnsins, Sigrún Ásta Jónsdóttir, og Árni Sigfússon bæjarstjóri og lék létt- sveit Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar ameríska músík íklædd banda- rískum herbúningi. Í hugum flestra Íslendinga var Keflavíkurflugvöllur fyrst og fremst pólitískt bitbein. Fyrir Suður- nesjamenn var hann stór vinnuveit- andi og nágranni innan girðingar. Völlurinn var ekki aðeins herstöð, heldur heilt byggðarlag með skól- um, kirkju, sjúkrahúsi, verslunum, kvikmyndahúsi, skemmtistöðum, útvarpi, sjónvarpi, blaðaútgáfu og öðrum fylgifiskum daglegs lífs, verkstæðum og vinnustöðum. Allt var þar með öðrum brag, hvort heldur það var rafmagn, bygging- ar, húsbúnaður eða gjaldmiðill, þar var allt upp á ameríska vísu. Sýningin er opin virka daga frá 11-17 og frá 13- 17 um helgar. - pbb Sýning um Völlinn MENNING Frá sýningaropnun í Byggða- safni Reykjanesbæjar. Ballettinn Salka Valka eftir Auði Bjarnadóttur fékk mikið lof gagnrýnenda þegar verkið var sýnt á alþjóðlegu danshátíð- inni Tanzwelten í Braunschweig í Þýskalandi hinn 8. mars síð- astliðinn. Í dómi dansmiðilsins Tanznetz segir Jochen Schmidt, einn virtasti dansgagnrýnandi þar í landi, meðal annars: „Auður Bjarnadóttir, sem hlaut menntun sína í Reykjavík og dansaði síðan meðal annars í München, Basel og Stokkhólmi á sínum alþjóðlega dansferli, hún kann að semja dans. Hún býður dönsurum sínum, konum og körlum, upp á tjáningarrík- ar hreyfingar, þar sem áhersla er lögð á sterka túlkun til- finninga og andlegrar líðanar. Maður horfir á þegar Lára Stefánsdóttir, Unnur Elísa- bet Gunnarsdóttir og Pontus Pettersson vefjast hvert um annað – og það er meira en hægt er að segja um mörg önnur verk og aðra dansara. Þannig bjargaði Ísland, alveg óvænt, upphafi hátíðarinnar Tanzwelten, sem nú er haldin í annað sinn í Braunschweig.“ Salka Valka NÝJAR BÆKUR Út er komin bókin Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjunar 21. aldar eftir Ásdísi Jóels- dóttur. Bókin er byggð á meist- araritgerð henn- ar í mennta- og menningarstjórn- un frá Háskól- anum á Bifröst. Innihaldið er mjög yfirgrips- mikið og nýtist vel sem fræðirit, kennslubók og sem almennur fróðleikur auk þess að vera hentug sem gjafabók. Í stórum drátt- um er fjallað um fatagerð sem heimil- isiðnað, upphaf fataframleiðslu og fataverksmiðjur SÍS á Akureyri og Ála- fossi. Einnig er fjallað um kreppuna á 4. áratugnum, seinni heimsstyrjöldina og inngönguna í EFTA og áhrif þeirra á iðnframleiðslu og útflutning á fatn- aði. Farið er inn á þróun menntunar á sviði fatagerðar og fatahönnunar, heimilis- og listiðnað, tískusýningar, kaupstefnur o.fl. Að lokum er skoðuð staða fatahönnunar á síðustu árum og safngildi greinarinnar. Bókin er 246 blaðsíður, ríkulega myndskreytt í lit og fæst í verslunum Eymundsson. Höfundur gefur sjálfur út bókina. Miðasala í síma 555 2222 og á ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn Apríl er spennandi í Borgarleikhúsinu Nú styttist í að við ljúkum sýningum á nokkrum öndvegis leikverkum. Enn er þó hægt að tryggja sér miða á þær sýningar sem kveðja í apríl. Skelltur þér á sýningu í apríl og vertu viðbúinn í maí! Tryggðu þér miða strax í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is EL CORR dóttir G Milljarðamærin snýr aftur Leikhúsveisla í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Fló á skinni – Vinsælasta sýning leikársins, yfir 140 uppseldar sýningar að baki Þú ert hér Rómuð sýning, rifin beint úr íslenskum veruleika. Söngvaseiður Söngleikurinn sem allur heimurinn elskar. Allt að seljast upp! Ökutímar Magnað verðlaunaverk. Forsala hefst 14. apríl. Djúpið Einleikur eftir Jón Atla Jónasson leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni. Nýjar sýningar í maí: Sýningum lýkur í apríl Frumsýning 8. maí Frumsýning 2. maí Frumsýning 30. maí Einleikir á litla sviðinu Ég heiti Rachel Corrie Óskar og bleikklædda konan Sannleikurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.