Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Flestir þekkja hvítu og bláröndóttu bolina sem nokkuð lengi hafa verið tengdir Jean- Paul Gaultier og voru eitt af því fyrsta sem almenningur tók eftir úr smiðju hans og eru enn seldir. Ilmvatnsflöskurn- ar sem innihalda herrailm- inn „Le mâle“ eru sömuleiðis í hvítbláum, röndóttum flösk- um líkum duggarapeysunum. Margir muna líka eftir mál- aranum Pablo Picasso í rönd- óttu eða leikkonunni Brigitte Bardot á forsíðum glansblað- anna fyrir margt löngu. Aðrir tengja kannski þessa tísku við kragana ferköntuðu á öxlunum sem Gaultier kynnti reyndar með pallíettum 1997, þó pallí- ettuhugmyndin komi nú líklega ekki frá sjóliðum. En Gaultier er langt frá því að vera sá fyrsti sem leitar í einkennisbúninga sjóhersins eða sjómanna og lík- lega ekki heldur sá síðasta. Leita þarf aftur til nítjándu aldar til að finna fyrstu áhrif einkennisbúninga í fatnaði en það var Victoria Bretadrottning sem byrjaði að klæða börnin sín í stíl sjóliðabúninga um miðja nítjándu öld. Seinna á öldinni verður þessi barnaklæðnaður hefðbundinn búningur fyrir sunnudaga og trúarhátíðir hjá fínni fjölskyldum. Löngu seinna er það Gabrielle Chanel búandi við ströndina í Deauville sem leitar að einhverju þægilegra en áður þekktist á ströndina og notar í fyrsta skiptið jersey, áður notað í sjómannaundirföt í strandklæðnað og konur sýna í fyrsta skiptið á sér leggina á ströndinni. Vinsældirnar voru miklar og þróuninni ekki snúið við þrátt fyrir hneykslan sumra sem þótti þetta hið mesta siðleysi. Í kringum 1960 er það enn ein sjóliðaflíkin sem ratar inn í fataskáp almennings í hönnun Yves Saint Laurent. Hann fær hugmynd frá hernum að hálfsíð- um sportlegum jakka sem oftast er hér kallaður „caban“ og enn í dag er þessi jakki ómissandi í hvern fataskáp. Franska sjóliðasafnið stendur um þessar mundir fyrir sýningu undir yfirskriftinni, sjóliðar í tískunni (Les marins font la mode) sem sýnir þau áhrif sem einkennisbúningarnir hafa haft í gegnum tíðina á tískuna og stendur fram til 26. júlí, fyrir þá sem eru á ferðinni. Hugmyndin kviknaði í kjölfar þess að sífellt fleiri hönnuðir leituðu í heimild- ir safnsins og teikningar þess og markmið sýningarinnar er að skilja hvers vegna og gefa mynd af áhrifunum. Enn í dag nægir að líta á tískusýningar síðustu ára til að finna áhrif sjóliðabúninga í tískuhönnun. Hvort sem er hjá Antonio Marras hönnuði Kenzo, Yohji Yamamoto eða þeim sem hvað mest hefur notað duggara- peysurnar frægu, Jean-Paul Gaultier. bergb75@free.fr Af duggaratísku fyrr og síðar Á vefsíðunni tightsplease.co.uk má finna kynstrin öll af leggings og sokkabuxum fyrir öll helstu tilefni. Leggings og sokkabuxur hafa verið áberandi undanfarin misseri og hafa þær svörtu jafnan haft yfir- höndina. Víða má þó sjá meiri lita- dýrð og munstur enda setja skraut- legar sokkabuxur sterkan svip á hvers kyns klæðnað. Þær flíkka auðveldlega upp á litla svarta kjól- inn auk þess sem hægt er að láta þær tóna við skart og fylgihluti. Á vefsíðunni tightsplease.co.uk. má finna kynstrin öll af sokkabux- um, leggings og stuðningsbuxum sem margar af helstu tískudrós- um heims hafa fallið fyrir. Þar er úrval af einlitum, köflóttum, dopp- óttum og skræpóttum buxum fyrir öll hugsanleg tilefni. - ve Skrautlegir leggir Vel valdar einlitar sokkabuxur setja sterkan svip á hvers kyns klæðnað. NORDICPHOTOS/GETTY Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.