Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 78
54 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. gól, 6. frá, 8. kk nafn, 9. gaul, 11. þófi, 12. iðja, 14. snjóhrúga, 16. tveir eins, 17. sigti, 18. pípa, 20. skst., 21. ármynni. LÓÐRÉTT 1. dægurs, 3. samtök, 4. goðsagna- vera, 5. gljúfur, 7. skemill, 10. yfir- breiðsla, 13. fljótfærni, 15. land í asíu, 16. knæpa, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gagg, 6. af, 8. ari, 9. gól, 11. il, 12. starf, 14. skafl, 16. kk, 17. sía, 18. rör, 20. no, 21. árós. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. aa, 4. griffín, 5. gil, 7. fótskör, 10. lak, 13. ras, 15. laos, 16. krá, 19. ró. MORGUNMATURINN „Best finnst mér að rista mér brauð og fá mér cappuccino og appelsínusafa með. Þó fæ ég mér oftar hafragraut.“ Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður „Þetta var kannski of lítill tími til að finna það á eigin skinni hvern- ig það er að vera fangi en þetta er samt ekki eitthvað sem ég myndi vilja prófa,“ segir sjónvarps- maðurinn Sverrir Þór Sverris- son. Hann fór ásamt samstarfs- félaga sínum Auðuni Blöndal á Litla-Hraun og kynnti sér hvern- ig lífið gengur sinn vanagang á bak við lás og slá. „Ég hafði ekki séð fangaklefa áður og þetta var óneitanlega mjög sérstök upp- lifun. Ég held samt að ég myndi frekar þola þetta en Auðunn,“ bætir Sverrir við. Sverrir og Auðunn fóru um fangelsið í fylgd myndavéla og tóku upp hálfgert „Innlit/Útlit“- innslag um vistarverur fang- anna. Sverrir lét meira að segja loka sig inni í einangrunarklefa og fór í sturtu, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að lífið á Litla- Hrauni sé töluvert frábrugðið því sem hann hafði gert sér í hugar- lund. „Maður er kannski eins og flestir aðrir, heldur að fangels- ið sé eitthvað í líkingu við Shaw- shank eða Prison Break og sumar spurningarnar urðu kannski svo- lítið barnalegar fyrir vikið,“ segir Sveppi og hlær. Jafnframt var blásið til knattspyrnuleiks þar sem hið víðfræga knattspyrnu- lið Litla-Hrauns, Hrottarnir, atti kappi við þjóðþekkta fjölmiðla- menn. Sverrir segir að þeir hafi verið ágætlega mannaðir en vill lítið gefa upp um úrslit leiksins, þau eigi þó eftir að koma á óvart. „Við vorum með nokkra góða og aðra ekki eins góða,“ segir Sverrir en í síðarnefnda hópn- um nefnir Sverrir sérstaklega Loga Bergmann Eiðsson. „Hann er stór og sterkur en hefði mátt vera duglegri að mæta á æfing- ar þar sem boltameðferðin var lögð til grundvallar.“ Af öðrum í sjónvarpsliðinu má nefna Þor- stein J. Vilhjálmsson, Ara Edwald og Atla Albertsson. Auk Auðuns og Sverris. „Auðunn er mikill keppnismaður og þolir ekki að tapa, hann gleymdi þess vegna stundum við hverja hann var að spila.“ En ferðin var ekki eingöngu grín og glens enda segir Sverr- ir að ekki megi gleyma því að menn eru á Litla-Hrauni af ein- hverri ástæðu. „Þetta eru auð- vitað dæmdir menn og þó svo að menn geti verið léttir á því er það nú samt alltaf þannig að klefun- um er lokað klukkan tíu á kvöld- in,“ útskýrir Sverrir en meðal viðmælenda í þættinum á föstu- dagskvöld er maður sem hefur setið inni í tíu ár. „Hann er að losna bráðum og sagði okkur frá dvöl sinni á Litla-Hrauni, hann kemur ekki fram undir nafni enda er hann að hefja nýtt líf.“ freyrgigja@frettabladid.is SVERRIR ÞÓR: GÆTI LIFAÐ LENGUR EN AUDDI Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Sveppi settur í einangrun- arklefa á Litla-Hrauni „Ég hef fullan skilning á þeirra reiði en ég vona líka að þeir sýni okkar aðstæðum skilning. Við vissum það, þegar ráðist var í þennan niður- skurð, að þetta myndi lenda á einhverjum og því miður bitnar þetta á þeim núna,“ segir Páll Magnússon útvarpstjóri. Honum þykir miður að geta ekki sýnt beint frá Söngkeppni fram- haldsskólanna en bætir því við að menntskæl- ingar séu ekki þeir einu sem þurfi að horfa á eftir uppáhaldi sínu. „Íþróttahreyfingin hefur líka orðið fyrir barðinu á þessum niðurskurði enda höfum við þurft að draga mikið úr dýrum, beinum útsendingum.“ Ekki hafði enn verið ákveðið hvort söng- keppnin verður tekin upp þegar Fréttablað- ið hafði samband við Þórhall Gunnarsson, dagskrárstjóra RÚV. Tæplega átta þúsund hafa skráð sig á Face- book-síðuna þar sem skorað er á RÚV að sýna beint frá Söngkeppni framhaldsskólanna. Fyrr- verandi framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra framhaldsskólanema, Ásgeir Guðmundsson, skrifaði menntamálaráðherra meðal annars bréf þar sem hann hvatti hana til að leggja sitt á vogarskálarnar og fá þessari ákvörðun breytt. „Ég trúi því að þú látir ekki við sitja, talir máli unga fólksins og komir Söngkeppni framhaldsskólanna í sjónvarpið á ný. Valdið er nú loksins í þínum höndum þó mögulega óbeint í þessu tilviki en varla situr þú hjá og þegir,“ skrifar Ágúst í bréfi sem einnig var sent á fjölmiðla. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni í athugasemdakerfi Facebook-síðunnar. „Ég er löngu búin með framhaldsskólann en er alveg sammála um að þessi keppni eigi að vera á RÚV – nóg er fyrir eldri kynslóðina. Skemmtileg keppni sem ég horfi alltaf á,“ skrifar Elísabet Guðjónsdóttir á Facebook-síðuna í gær. - fgg Átta þúsund mótmæla ákvörðun RÚV UNDIR ÞRÝSTINGI Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri RÚV, og Páll Magnússon sjónvarpsstjóri eru ekki vinsælustu mennirnir í framhaldsskól- um landsins eftir að RÚV ákvað að skera niður útsend- ingu frá Söngkeppni framhaldsskólanna. Haukur Ingi snýr aftur á Anfield STEVEN GERRARD Haukur ætlar að hitta Steve Gerrard, fyrirliða Liverpool, eftir leikinn. Að vanda reyndu fjölmiðlar að gabba landsmenn í tilefni 1. apríl. Óvíst er þó hvort baksíðufrétt DV fellur í þann flokk, en þar var greint frá því að enn væri allt á huldu um hver myndi hanna kjól Jóhönnu Guðrúnar, Eurovision-fara okkar Íslendinga. Töluvert er síðan Frétta- blaðið greindi frá því að Margrét Einarsdóttir og hönnunartvíeykið Andersen & Lauth myndu hanna kjólinn en hann er handsaumaður á Indlandi og verður ævintýraleg- ur eins og Margrét lýsti honum í Fréttablaðinu. Og áfram með aprílgöbbin. Snorri Ásmundsson lét sitt ekki eftir liggja í þeim efnum. Hann keypti auglýsingu í Frétta- blaðinu þar sem hann var klæddur upp eins og Karl Berndsen úr þætti Skjáseins, Nýtt útlit, og auglýsti keppni í snyrtingu og öðrum útlitsþrautum. Einhverjir bitu þó á agnið og meðal þeirra var hinn nýi Eyjubloggari, fjölmiðla- maðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem furðaði sig á því að hægt væri að keppa í svona útlitskeppnum. Eitt undarlegasta málið sem rak á fjörur fjölmiðla var þó án nokkurs vafa bréf sem barst frá fjöllista- manninum Curver. Það leit í fyrstu út fyrir að vera aprílgabb en er það þó að líkindum ekki. Curver vænir Atla skemmtanalöggu, Óla Geir Jónsson og viðburðafyrirtækið Agent.is um þjófnað á fyrirbæri sem hann og DJ Kiki-OW hafa stað- ið fyrir undanfarin ár undir heitinu „90‘s kvöld“. Atli og Óli Geir hafa að sögn Curvers verið að bóka „90‘s“ kvöld út um allt og það þykir honum miður enda sé þetta hugarsmíð hans og Kiki. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það verður gaman að koma á fornar slóðir,“ segir knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason sem snýr aftur á sinn gamla heimavöll Anfield Road um páskana til að sjá fyrrum félaga sína í Liverpool taka á móti Blackburn. Kærastan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verður með í för. „Ég hef alltaf ætlað að reyna að fara reglulega og halda sambandi við liðið en ég hef ekki sjálfur komist í tæp þrjú ár. Hún hefur ekki farið síðan ég flutti heim 2001, þannig að það verð- ur gaman fyrir hana að koma,“ segir Haukur Ingi. „Borgin er mjög breytt. Hún var menning- arborg Evrópu í fyrra og mið- bærinn er gjörbreyttur.“ Margt hefur einnig breyst í leikmannahópi Liverpool síðan Haukur var í liðinu. „Maður fer eflaust niður að hitta strákana eftir leik en það eru ekki margir eftir síðan ég var þarna, bara Hyypia, Gerrard og Carragher. Síðan er allt fólkið í kringum þetta sem er þarna ennþá sem verður gaman að hitta líka.“ Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinn- ar, aðeins einu stigi á eftir Manchester United og vonast Haukur að sjálfsögðu eftir fyrsta meistara- titli liðsins síðan 1990. „Maður hefur ekki verið svona jákvæður í ansi mörg ár. Það er einhver stemning yfir þeim sem er mjög jákvæð en það er rosalega erfitt að segja. United eru ansi sterkir og eru ennþá með þetta í hendi sér. Þetta er svolítið undir United komið hvort þeir fara að misstíga sig meira.“ - fb HAUKUR OG RAGNHILDUR Haukur Ingi og Ragnhildur Steinunn sjá Liverpool taka á móti Blackburn á Anfield Road um páskana. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar. 2 Birgir Ármannsson. 3 Kvenfélagasamband Íslands. íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí ka 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Á LITLA-HRAUNI Sveppi og Auddi kíktu á Litla- Hraun í vikunni, gerðu „Inn- lit/Útlit“-úttekt á vistarverunum og spiluðu fótbolta við Hrottana, knattspyrnufélag fangelsins. Þá tóku þeir viðtal við mann sem hefur setið inni í tíu ár en er að losna á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.