Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Dr. Gunna Í dag er fimmtudagurinn 2. apríl, 92. dagur ársins. 6.42 13.31 20.22 6.23 13.16 20.11 Ég er að spá í að skella mér í sól-ina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55,7 ferkílómetrar að stærð, rúm- lega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum. TORTÓLA er stærsta eyja Bresku Jómfrúreyjanna. Samtals er búið á fimmtán þeirra svo kannski maður skryppi í siglingu til næstu eyja. Samt ekki til Necker-eyju sem Richard Branson á. Hann yrði örugglega brjálaður ef maður mætti bara óboðinn. Samt gæti maður kannski röflað sig út úr því. Logið að maður væri aðdáandi Tubular Bells og svona. EINS og gefur að skilja er þetta nokkuð ferðalag. Þrjú flug. Fyrst til New York, þaðan til Púertó Ríkó, sem er næsta verulega stóra eyja, og svo loks til Beef-eyju þar sem flugvöllurinn er. Beef-eyja er tengd við Tortólu með Queen Elizabeth II brúnni. Flugið frá Íslandi tekur hálfan sólarhring og maður væri mættur ferskur í sól- ina á skírdagsmorgun. Kostar ekki nema rúmlega hundrað þúsund kall báðar leiðir. ÞAÐ er auðvitað gullfallegt þarna. Allt vaðandi í ljósbrúnum sand- ströndum, sól og pálmatrjám. Allt fljótandi í áfengi. Bjór og sætum kokkteilum en þó aðallega rommi. Maður myndi ekki skorast undan í þeim efnum. Byrjaði kannski á Le Cabanon barnum, eða „The Cab“ eins og innfæddir kalla pleisið, þaðan á Bomba Shack og endaði auðvitað í Leðurblökuhellinum, The Bat Cave, sem eins og allir vita er heitasti næturklúbburinn á Tortólu. ÞAÐ er fullt hægt að dedúa á Tortólu. Maður tæki þynnkuna úr sér með heimsókn í Callwood- rommverksmiðjuna. Hæsta fjall- ið á öllum Jómfrúreyjum er þarna, heitir Sage og er 530 metra hátt. Margar gönguleiðir upp á topp. Dolphin Discovery fyrirtækið er með eitt af sjö útibúum sínum þarna. Það starfrækir aðstöðu til að gera fólki kleift að synda með höfrungum. Margir vilja meina að það sé alveg meiriháttar. Ég léti auðvitað reyna á það. SVO kíkti maður á skrifstof- una hjá Opal Global. Það er alltaf gaman að hitta landa sína í útlönd- um, sérstaklega duglega menn sem hafa notað íslenskt skattfé til að styrkja innviði glæsilegra partí- eyja. Svo bara aftur á „The Cab“ í meira stuð. Skál! Halló Tortóla, hér kem ég!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.