Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 56
32 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ólafur Finnbjörnsson Bugðulæk 18, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 28. mars, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.00. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Haukur Garðarsson Laufey Guðmundsdóttir Gylfi Georgsson Sigríður Guðmundsdóttir Brynjólfur N. Jónsson Helga Guðmundsdóttir Sigurður Einar Einarsson afabörn og langafabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Eiríksson, fyrrverandi flugvélstjóri, Blönduhlíð 10, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild LHS þriðjudaginn 31. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Steffensen Björn S. Harðarson Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen Guðmundur E. Jónsson Valdimar Harðarson Steffensen Guðrún Ægisdóttir Baldur Þ. Harðarson Birna E. Björnsdóttir Eiríkur B. Harðarson og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón Jóhannesson bifvélavirki, Sóleyjarrima 7, áður Bogahlíð 14, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 27. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Eir. Jörgen Pétur Lange Guðjónsson Ásta Steinsdóttir Guðrún Erla Guðjónsdóttir Emil Örn Kristjánsson Ásta Björg Guðjónsdóttir Sigurður Björn Reynisson Jóhanna Helga Guðjónsdóttir Ragnar Marinó Kristjánsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Björg Ólafsdóttir frá Kvíum, Böðvarsgötu 2, Borgarnesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 23. mars sl., verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Þorgeir Ólafsson Ólafur Þorgeirsson Auður Ásta Þorsteinsdóttir Sigrún Björg Þorgeirsdóttir Birna Gunnarsdóttir Þóra Þorgeirsdóttir Hilmar Sigurðsson Gretar Þorgeirsson Sigrún Arna Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, sonur, bróðir, mágur, frændi og vinur, Konráð Þór Snorrason Holtagerði 22, lést 30. mars á Líknardeild Landspítalans. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju mánudag- inn 6. apríl kl. 15.00. Snorri Sævar Konráðsson Katrín Magdalena Konráðsdóttir Snorri S. Konráðsson Soffía H. Bjarnleifsdóttir Kolbrún Björk Snorradóttir Ellert Jónsson Snorri Birkir Snorrason Eyþór Ellertsson Bjarki Ellertsson Svanhildur Ásta Haig Gunnarsdóttir og aðrir vandamenn. Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Hákon Þorsteinsson Lindargötu 57, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Landakoti deild K2 fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, Félag lang- veikra barna, s. 552 4242. Guðrún R. Ingibergsdóttir Baldvin Einarsson Sigþór Hákonarson Lilja Bragadóttir Hákon Hákonarson Kristín Kristjánsdóttir Margrét Hákonardóttir Eyjólfur Jóhannsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eggert Ísaksson Arnarhrauni 39, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 8. apríl kl. 15.00. Ellert Eggertsson Júlíana Guðmundsdóttir Erla María Eggertsdóttir Steindór Guðjónsson Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eyjólfur Þ. Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir Ásgarði 139, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 25. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Hallgrímur Ingvaldsson Kristbjörg Gunnarsdóttir Hans Jón Björnsson Lykke Björnsson Emil Sæmar Björnsson Alda Snæbjörnsdóttir María Ingunn Björnsdóttir Frans Jensen Björn Elías Björnsson Sveinn Lúðvík Björnsson Margrét S. Pétursdóttir Jón Hafberg Björnsson Valgerður Björnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Föstudaginn 27. mars síðastliðinn útskrifuðust 65 nemend- ur með diplómagráðu frá Prisma, sem er nýtt þverfaglegt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bif- röst hafa skipulagt í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Anna Margrét Sigurðardóttir er ein þeirra sem útskrifuð- ust og telur hún námið hafa breytt lífi sínu. „Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur útskrifast úr Prisma og held ég að við höfum í raun verið eins konar tilraunadýr,“ segir Anna Margrét og hlær. „Námið er sextán ECTS-eining- ar á háskólastigi og byggir á skapandi og gagnrýnni hugsun. Námið er til þess gert að fá mann til að hugsa út fyrir kass- ann. Í raun er verið að fá okkur til að sýna hugrekki og fara út fyrir okkar þægindasvæði,“ segir hún. Burðarfögin í Prisma eru heimspeki og fræðigreinar lista en fjölmörg fög fléttast inn í kennsluna. „Þarna leiða saman hesta sína listaháskóli og viðskiptaháskóli þannig að námið tengist listum, stjórnun, markaðsfræði og félagsvísindum. Í náminu eru fastir kennarar en auk þeirra koma margir fyrirlesarar sem segja okkur sínar árangurssögur og gefa góð ráð. Þannig áttar maður sig smám saman á því að í raun geti maður ýmislegt sjálfur án mikillar fyrirhafnar,“ segir Anna Margrét áhugasöm. Prisma-nemar eru með fjölbreyttan bakgrunn og að sögn Önnu Margrétar hefur stór hluti þeirra lent í að missa vinn- una. „Námið gengur allt út á hópavinnu í verkefnum og allir koma jafnir að borðinu. Smám saman skýrist hvaða bak- grunn hver og einn hefur og kemur það oft skemmtilega á óvart og myndast gott tengslanet. Þarna blandast því alls konar þekking á jafningjagrundvelli. Ég er grafískur hönn- uður og var níu ár í bransanum á mjög stórri stofu í hring- iðu alls sem því fylgir. Þegar ég hætti þar þurfti ég í raun að hugsa mín gildi upp á nýtt,“ útskýrir hún einlæg og nefnir að tíðarandinn hafi þar haft sín áhrif. Anna Margrét er sannfærð um að Prisma-námið hvetji til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. „Fyrst um sinn verð- ur maður ringlaður enda margt að taka inn. Námið er þó tilvalið til að hrista upp í manni og víst er að ég verð ekki söm aftur. Námið hefur gefið mér byr undir báða vængi og hvatningu til að fylgja minni sannfæringu og trúa á mínar hugmyndir,“ segir hún ánægð. hrefna@frettabladid.is ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR: NÝÚTSKRIFUÐ ÚR PRISMA-DIPLÓMANÁMI Opnar víddir ÖÐLAÐIST HUGREKKI Anna Margrét segir Prisma-námið hafa veitt sér hugrekki og kraft til að fylgja hugmyndum eftir. Opnað hefur verið á ný fyrir skráningu í Prisma vegna mikillar eftirspurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFMÆLI SIGURÐUR H. RICHTER fyrrverandi sjónvarps- maður og dýrafræð- ingur er 66 ára. TORFI JÓNSSON kennari og myndlistar- maður er 74 ára. SVAVAR HRAFN SVAVARSSON, DÓSENT Í HEIMSPEKI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, ER 44 ÁRA. „Skírnir er nú orðinn að glans- tímariti. Kápan sem hingað til hefur verið úr möttum pappír er nú með glanshúð.“ Svavar Hrafn er heimspekingur og fornfræðingur. Hann stund- aði framhaldsnám í fornaldar- heimspeki við Harvard-háskóla í Cambridge í Massachusetts og lauk doktorsgráðu frá Harvard í heimspeki og klassískum fræð- um árið 1998. Á þessum degi fyrir sjötíu og níu árum var Haile Selassie lýstur keisari Eþíópíu. Hann var ríkisstjóri Eþíópíu frá árinu 1916 til ársins 1930 og Eþ- íópíukeisari frá árinu 1930 til ársins 1974. Hann átti þátt í að nútímavæða land- ið og var gríðar- lega vinsæll leiðtogi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Selassie var í eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni en innan rasta- farahreyfingarinnar, sem stofnuð var á Jamaíku snemma á fjórða áratugnum, er hann talinn Kristur endurfæddur. ÞETTA GERÐIST: 2. APRÍL 1930 Haile Selassie keisari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.