Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 11 FRÉTTIR Eftir Hörpu Lind Hrafnsdóttur FRAMKVÆMDIR við lagningu vatnslagnanna um Heiðmörk eru hafnar á ný eftir að dísilolía lak niður á veginn á föstudag. Sigþór Ari Sig- þórsson, forstjóri verktakfyrirtækis- ins Klæðningar ehf., sem hefur um- sjón með verkinu, segir að atvikið hafi ekki orsakað tafir á vinnu því tekist hafi að hreinsa jarðveginn um helgina þegar vinna lá niðri. „Þetta slys hefur ekki áhrif á framkvæmd verksins hvað tíma varðar,“ segir Sigþór og bætir við að framkvæmdir gangi vel. Áætluð verklok á lögninni séu um mitt sum- ar en að jafnaði vinni sex starfs- menn hörðum höndum að fram- kvæmdunum. Jarðvegurinn endurnýttur Olíuslysið átti sér stað föstudag- inn þegar vörubíll rakst á grjót með þeim afleiðingum að um 300 lítrar af dísilolíu láku niður í jarðveg á Stríps- veg í Heiðmörk. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri á umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir að starfs- menn hafi náð að hreinsa olíumeng- aða jarðveginn að mestum hluta og koma honum fyrir á urðunarstað í Álfsnesi. Um sé að ræða léttmeng- aðan olíujarðveg sem hægt sé að endurnýta í landfyllingar þegar mengaði jarðvegurinn hefur hreins- að sig. Slysið varð á 100 metra kafla í brekku á Strípsvegi og er vegurinn lokaður enn sem komið er en til að komast inn í Heiðmörk þarf að fara í gegnum Hjallabraut. Aðspurður hvenær vegurinn verði kominn í lag segir Lúðvík að næsta skref sé að fylla upp í veginn með ákjósanleg- asta jarðefni sem völ sé á en vonast sé eftir að verkinu ljúki í vikulok. Engar tafir í Heiðmörk Morgunblaðið/Sverrir Framkvæmdir Vatnsleiðslan liggur frá Vatnsendakrika í gegnum Heið- mörk og niður í Kjóavelli í Kópavogi. Framkvæmdum er haldið áfram. Eftir um hálfa öld gæti langstærsti birkiskógur landsins hafa vaxið upp úr auðninni í nágrenni Heklu og hafa bundið um 2,5 milljónir tonna af koltví- sýringi í gróðri og jarðvegi. Þetta er draumsýn Guð- mundar Halldórssonar, rannsóknarstjóra hjá Landgræðslunni, og félaga hans í samstarfsnefnd um Hekluskóga, verkefni sem gæti klætt eitt prósent flatarmál landsins gróðri. Höfuðtilgangurinn með ræktun þessa skóg- ar er að stöðva landeyðingu af völdum ösku- gosa í Heklu. Hópurinn er að skipuleggja samstarfsverkefni ríkis og einkaaðila þar sem einkaaðilum standi til boða að helga sér reiti til uppgræðslu á svæðinu. Í staðinn geti fyr- irtæki stært sig af því að stuðla að marg- víslegum umhverfisbótum, til dæmis bindingu jafn mikils magns gróðurhúsalofttegunda og berst í andrúmsloftið frá starfsemi þeirra. Alls er svæðið um 90.000 hektarar, eða á stærð við Langjökul, en beinar framkvæmdir yrðu á um 62.000 hekturum. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist þegar á næsta ári og að ríkisstjórnin leggi til faglega ráðgjöf, grunnþjónustu og a.m.k. helming verkefn- isfjár en einkaaðilum verði boðið að taka að sér uppgræðslu á ákveðnum svæðum. Fyrirtækin gætu stært sig af þessum stuðningi sem kynni að hjálpa þeim við að ljá starfsemi sinni „grænt“ yfirbragð, ímynd sem verður sífellt verðmætari með árunum. Þetta þekkist víða erlendis þar sem slík að- stoð er til dæmis staðfest með leyfisveitingu á notkun stimpla sem staðfesta fjárframlagið. Þótt íslensk fyrirtæki hafi stutt við land- græðslu og skógrækt í gegnum tíðina myndu slík viðskipti teljast mikil tímamót, með því að stuðla að langstærsta framlagi einkageir- ans til landgræðslu og skógræktar á Íslandi frá upphafi. Milljarða verðmæti kolefniskvóta Að sögn Guðmundar var allt land til forna í nágrenni Heklu vaxið skógi, birki og víði. Skógurinn hefði verið mikil auðlind og gegndi auk þess því mikilvæga hlutverki að verja landið gegn afleiðingum öskugosa úr Heklu. „Skógurinn var nógu hávaxinn til að þola mikið öskufall,“ segir Guðmundur. „Lággróð- urinn sem var eftir stöðvaði ekki öskuna heldur kafnaði hann og þegar skógarins naut ekki lengur við fór vikurinn úr Heklu að fjúka um sem olli mikilli gróðureyðingu á tug- þúsundum hektara. Þeirri eyðingu hefur enn ekki linnt.“ Aðspurður hvort skógurinn gæti gefið af sér aukatekjur í formi sölu með kolefnis- kvóta, bindingu koltvísýrings, CO2, játar hann því, þótt slíkt eigi enn eftir að koma í ljós. „Markaður með slíkar heimildir er í reynd ekki orðinn til enn, en margt bendir til þess að svo muni verða. Þegar og ef svo verður má telja fullvíst að þarna verði um mjög veruleg verðmæti að ræða. Það er erfitt að ákvarða verðmætið með vissu, þessar verðhugmyndir sveiflast mikið, en heildarverðmætið gæti numið allt að fjór- um milljörðum króna, sem eru um tveir þriðju af heildarkostnaði verkefnisins. Er þá miðað við að verðmæti hvers tonns sé 1.700 krónur og að koltvísýringsbinding verði þrjú tonn á hektara á ári. Verðið á kvótanum hef- ur sveiflast og er hér gert ráð fyrir að það muni fara hækkandi.“ Spurður nánar út í kostnaðinn segir Guð- mundur hann nema um sex milljörðum og að frá verkefninu muni koma árlega um 150 milljónir króna inn í grannsveitir Heklu, mið- að við 40 ára framkvæmdatíma í nágrenni fjallsins. Um 30 ný störf muni skapast, verð- mæti landsins aukast og nýir valkostir í ferðaþjónustu verða að veruleika. Hekluskóg- ar muni auka flatarmál íslenskra birkiskóga úr 120.000 í 180.000 hektara og verða sá „langstærsti á landinu“, enda verði þetta mesta endurheimt birkiskóga í allri Evrópu. Fyrst verði fok stöðvað en því næst unnið að gróðursetningu birkis og víðis í litla lundi. Þegar trén taki að sá út frá sér við tíu ára aldur muni flatarmál skógarins aukast um ell- efu prósent á hverju ári. Þannig fyllist landið af birkiskógi á fáeinum áratugum. Klæðir kolefniskvóti landið? „KOLTVÍSÝRINGUR veldur um tveimur þriðju af gróðurhúsaáhrifunum og þar af staf- ar þriðjungur frá landhnignun,“ segir Andrés Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Spurður um mögulega verslun með kolefn- iskvóta segir Andrés að „hér á landi séu mikil landflæmi sem séu illa farin af landeyðingu og á þeim svæðum geti Íslendingar bundið geysi- legt magn kolefnis samhliða því að bæta land- kosti“. „Með því að auka það magn kolefnis sem bundið er í gróðri og jarðvegi má segja að verði til „kolefniskvóti“, sem gæti hentað þeim fyr- irtækjum jafnt sem ein- staklingum sem vilja taka þátt í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum samhliða því sem öðrum ráðum er beitt til að draga úr meng- un andrúmsloftsins. Mik- ilvægt er að koma á traustu kerfi til að halda utan um slíkan kolefniskvóta.“ Þarf að koma á traustu kerfiHekluskógarverkefnið gæti rutt brautina fyrir virka þátttöku stórfyrirtækja í umhverfismál- um. Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Land- græðslu ríkisins, sagði Baldri Arnarsyni frá verkefninu. Guðmundur Halldórsson Andrés Arnalds BÖRN af Bangsadeildinni á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ heimsóttu Geir H. Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Geir tók vel á móti börnunum og sagði þeim m.a. sögu hússins. Börnin settust í ráðherra- stólana við ríkisstjórnarborðið og þökkuðu svo vel fyrir móttökurnar með söng. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Ráðherrar framtíðarinnar? SAMORKA, samtök orku- og veitu- fyrirtækja á Íslandi, sendi frá sér yf- irlýsingu í gær þar sem athugasemd- ir eru gerðar við málflutning af hálfu Framtíðarlandsins og „það sem sam- tökin kalla sáttmála um framtíð Ís- lands“. Í yfirlýsingunni segir að einstakar atvinnugreinar geti ekki borið ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika en í sáttmálanum sé talað um þenslu- áhrif af stóriðjuframkvæmdum og þær sagðar draga úr uppbyggingu þekkingarsamfélagsins. „Þarna er hins vegar á ferðinni sú kenning að einhver ein eða tvær atvinnugreinar eigi að bera ábyrgð á stöðugleika í efnahagsmálum. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins benti nýlega á að þannig mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum, en að enn betra væri þó að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður,“ segir orð- rétt í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að það standist enga skoðun að stilla upp nýtingu endurnýjanlegra orkulinda eða upp- byggingu stóriðju sem einhvers kon- ar hindrunum við uppbyggingu þekkingarsamfélagsins. „Fleiri hundruð háskóla- og tæknimennt- aðra sérfræðinga starfa hjá íslensk- um orkufyrirtækjum og annar eins fjöldi starfar fyrir þau að ýmsum verkefnum.“ Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Ísland sé í einstakri stöðu í heim- inum hvað varði hátt hlutfall endur- nýjanlegra orkugjafa og þurfi ekki að taka Evrópusambandið sér til fyr- irmyndar þegar komi að orku- og loftslagsmálum. Það sé hins vegar vilji Framtíðarlandsins, en í sáttmál- anum sé vísað í nýleg markmið ESB hvað varðar losun gróðurhúsaloft- tegunda sem miðast við árið 2020. Samorka gagn- rýnir sáttmála Forsendur Framtíðarlands umdeilanlegar Í HNOTSKURN »Í yfirlýsingunni segir aðfréttaflutningur af blaða- mannafundi Framtíðarlandsins hafi borið með sér að fjallað hafi verið um losun gróðurhúsa- lofttegunda frá mun fleiri og stærri álverksmiðjum en hér eru starfandi eða áform eru um að reisa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.