Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9. Postulínsmálning kl. 13. Lestrarhópur kl. 13.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaður, leikfimi, almenn handavinna, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, hádegisverður, vefnaður, boccia, kaffi. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Félagsvist í dag. Heitt á könnunni og meðlæti. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist við Litla- kot kl. 10 þriðjud. og föstud. Gengið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti á eftir. Nýir göngugarpar velkomnir. Uppl. í s. 863-4225. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Fram- sögn kl. 17, leiðb. Bjarni Ingvarss. Félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna kl. 10. leiðbeinandi verður til kl. 17. Jóga kl. 10.50. Tréskurður kl. 13. Bossía kl. 13. Alkort kl. 13.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga og myndlist, kl. 10 ganga, kl. 11.40 matur, kl. 14 vorjafndægur/hátíðardagskrá (kórsöngur, upplestur, harmonikuleikur o.fl.), kl. 18.15 jóga. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Línudans í Kirkju- hvoli kl. 12 og 13. Opið hús í safnaðarheimilinu á veg- um kirkjunnar kl. 13, trésmíði kl. 13.30 og kóræfing kl. 17. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 13 og boccia kl. 14. Leshringur bókasafnsins kl. 10.30. Lokað í Garða- bergi. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan í Hlaðhömrum er opin virka daga eftir hádegi. Fjölbreytt föndur, t.d. skartgripagerð, postulínsmálun o.fl. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. leiðsögn við ullarþæfingu eftir hádegi (ýmsir nytjahlutir). Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Á morgun kl. 10.30 gamlir leikir og þjóð- dansar umsj. félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, m.a. undirbúningur fyrir landsmót U.M.F.Í. í Kópa- vogi í byrjun júlí nk. s. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna. Kl. 9-12 glerlist. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10-11 boccia. Kl. 11-12 leikfimi, (frítt). Kl. 12-13 hádegismatur. Kl. 12.15 verslunarferð, (Bónus). Kl. 13-16.30 myndlist. Kl. 15 kaffi. Borgarnesferð. Farið verður í leikhús í Land- námssetur Íslands í Borgarnesi 29. mars að sjá Mr. Skallagrímsson. Verð kr. 3.400 (rúta og leikhús). Súpa og brauð fyrir leiksýningu. Verð kr. 850. Skráning á skrifstofu Hraunbæ 105 eða í síma 587- 2888. Ath. miða þarf að greiða fyrir 22. mars. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-12 hjá Sig- rúnu. Jóga kl. 9-12.15, Björg F. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í mynd- list kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588-2320. Hársnyrting s. 517- 3005, 849-8029. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla þriðjud. og miðvi- kud. kl. 13-15. Bútasaumur þriðjud. kl. 13-16. Lista- safn Íslands föstudag 23. mars kl. 11.50. Jóhann Briem og Jónas Engilberts. Uppl. í Ráðagerði s. 568-3132/asdis.skuladottir@reykjavik.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Framtalsaðstoð frá Skattstjóranum í Reykjavík kl. 9. Handavinnustofu kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í s. 552-4161. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9-12 myndlist, kl. 13- 16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upplestur, kl. 14 leikfimi, kl. 9 opin hárgreislustofa s. 588-1288. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 10.15-11.45 enska. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30-14.30 leshópur - Lóa. Kl. 13-16 glerbræðsla. Kl. 13-16 bútasaumur. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10-11, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa o alla daga, morgunstund kl. 9.30, handavinnustofan opin kl. 9-16.30, félagsvist kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 hjúkrunarfræðingur, (fyrsta þriðjudag í mán.). Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 12 Bónusbíllinn. Kl. 16.45 bókabíllinn. Kirkjustarf Áskirkja | Kl. 10 föndur með kerti, íkona o.fl. Kl. 12 hádegisbæn í umsjá sóknarprests, súpa og brauð á eftir. Kl. 14 brids eða vist. Allir velkomnir. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Léttur málsverður, helgistund og bókmenntakynning í umsjá heimamanna. Starf KFUM&KFUK 10-12 ára kl. 17. Opið frá kl. 16.30. Æskulýðsstarf Meme fyrir 14-15 ára kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir 10-12 ára í Engjaskóla kl. 17-18, TTT fyrir 10-12 ára í Borgaskóla kl. 17-18. Lesið úr Pass- íusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Ögmundur Jónasson. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK í kvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Lofgjörðar og fyrirbænastund í umsjá Þórdísar K. Ágústsdóttur og Ragnhildar Gunn- arsdóttur. Kaffi. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Málþing kl. 20.30. Yfirskrift: Samræður unglinga og foreldra um kynlíf. Fram- söguerindi, Lilja Óskarsdóttir, skólahjúkrunarfræð- ingur og Salóme Ásta Arnardóttir, læknir. Fund- arstjóri Kristín Axelsdóttir, djákni og hjúkrunarforstjóri heilsugæslunnar í Lágmúla. Mál- þingið er einkum ætlað foreldrum. Kvöldsöngur kl. 20. Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson leiða. Að kvöldsöngnum loknum kl. 20.40 heldur 12 spora vinnan áfram. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju kl. 13-16. Við púttum, spilum lomber, vist og bridge. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgi- stund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. s. 895-0169. Allir velkomnir MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 20. mars, 79. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Miðgarður, þjónustumiðstöðGrafarvogs og Kjalarnessstendur í dag, þriðjudag,fyrir málþinginu For- varnir á fyrstu árum. Málþingið er haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, frá 13 til 17. „Umræðan um forvarnir snýr oft að unglingum, en full þörf er á að huga að forvörnum mikið fyrr,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs. „Það þarf að huga að því strax á grunn- og leikskólaaldri að byggja upp einstaklinga með sterka sjálfsmynd sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og samfélaginu, og eru þannig betur í stakk búnir til að takast á við bæði erfiðleika unglingsárana og allt lífið framundan. Það þarf að byrgja brunninn miklu fyrr, ef vel á að vera.“ Mörg sjónarhorn Á málþinginu verða forvarnarmál skoðuð frá fjölbreyttum sjónarhornum: „Við höfum fengið til liðs við okkur sér- fræðinga af ýmsum sviðum, fagmenn og fræðimenn sem og foreldri,“ segir Ingibjörg. „Meðal annars mun Vil- hjálmur Árnason heimspekiprófessor ræða um hagsmuni barna í hagsæld- arsamfélaginu, Eva María Jónsdóttir, móðir og dagskrárgerðarmaður, segir frá sjónarhorni foreldris, Hera Björg- vinsdóttir fjallar um í hverju forvarnir þurfa að felast og hvenær þarf að beita þeim.“ Aukin neysla Sagt verður frá ýmsum forvarn- arverkefnum í grunn- og leikskóla: „Víða er verið að gera margt gott í for- varnarmálum, en það þarf að kynna góð verkefni betur svo fleiri geti tileinkað sér þau,“ segir Ingibjörg. „Mikið hefur unnist í forvörnum þegar litið er til síð- ustu 15 ára, áfengis-, tóbaks- og eitur- lyfjaneysla hefur hraðbyri minnkað lengst af, en þó bendir rannsókn frá síð- asta ári til smávægilegrar aukningar.“ Frekari upplýsingar má finna á slóð- inni www.midgardur.is. Málþingið er öllum opið en skrá þarf þátttöku með tölvupósti á gudrun.halla.jonsdott- ir@reykjavik.is. Samfélag | Málþing í Rúgbrauðsgerðinni í dag kl. 13 til 17 Forvarnir á fyrstu árum  Ingibjörg Sig- urþórsdóttir fædd- ist í Seattle 1962. Hún lauk versl- unarskólaprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1980, leik- skólakennaranámi frá Fóstruskól- anum 1984, lauk framhaldsnámi við sama skóla 1994 og lagði stund meistaranám við Kenn- araháskóla Íslands. Ingibjörg var leikskólastjóri á Folda- borg í 11 ár, leikskólaráðgjafi hjá Mið- garði 1997 og síðar deildarstjóri, framkvæmdastjóri frá 2002. Ingibjörg er gift Sigurði Erlingssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Bækur Eymundsson | Linda Vilhjálmsdóttir les upp úr ljóðabókum sínum kl. 20, m.a. nýjustu ljóðabókinni: Frostfiðrildin. Gestir mega hafa með sér veitingar frá kaffistaðnum Te og kaffi. Aðgangur ókeypis. Uppákomur Listasalur Mosfellsbæjar | „Mig hefur dreymt þetta áður“ Ljóðaveisla til heiðurs Jóhanni Hjálmarssyni bæjarlista- manni Mosfellsbæjar í kvöld kl. 20-21.30 í Listasal Mos- fellsb. Karl Möller og fél. leika undir lestri Kristbjargar Kjeld. Þröstur Helgason fjallar um skáldskap og feril Jóhanns. Le- skór nemenda Lágafellsskóla flytur ljóð. Ókeypis aðgangur. Múltí Kúltí | Vegna Evrópuviku þar sem verið er að vinna gegn kynþáttamisrétti erum við núna með kynningar á þjóðum. Í kvöld kl. 20 verða á dagskrá kynning frá félagi múslima á Íslandi og einnig verður kynning frá Filippseyjum. Kynningar eru í ýmsu formi, fyrirlestur, dans, tónlist og myndir. Ókeypis inn en kaffisala. Fyrirlestrar og fundir Nordica Hótel | Félag viðskiptafræðinga MBA-HÍ standa fyrir opnum morgunverðarfundi á Nordica hóteli, miðviku- daginn 21. mars nk. kl. 8.15. Framsögumenn verða Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, deildastjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Norræna húsið | Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína verður haldinn miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdastjóri Am- nesty International greinir frá starfi Amnesty gagnvart Ísr- ael og Palestínu. Petter Winnberg úr hljómsveitunum Hjálmar og Petter & The Pix leikur nokkur lög. Auk þess verða hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá þar sem ný stjórn félagsins fyrir komandi starfsár verður m.a. kjörinn. Allir velkomnir á fundinn, en aðeins félagsmenn hafa at- kvæðisrétt. Orkugarður | Miðvikudagserindi: Landfræðileg gögn á Ís- landi - Aðgengi og varðveisla. Þorvaldur Bragason land- fræðingur segir frá aðgengi á netinu og hættumerkjum í varðveislu landfræðilegra gagna, svo sem hefðbundinna korta, loftmynda, gervitunglagagna og stafrænna korta- gagna. Settar verða fram hugmyndir um fjölda nýrra skrán- ingar- og miðlunarverkefna. Á morgun kl. 13. Nánari upplýs- ingar á www.os.is Í BÆJARBÍÓI í Hafnarfirði stendur kvik- myndasafn Íslands fyrir sýningum valinna mynda á þriðjudögum klukkan 20 og laug- ardögum klukkan 16. Í kvöld verður sýnd myndin When eight bells toll frá 1971 en hún er gerð eftir skáldsögu Alistair MacLean. Myndin er tekin úti fyrir vesturströnd Skotlands og má þar sjá Antony Hopkins ungan að aldri ásamt fleiri þekktum leikurum. Miðar eru seldir á 500 krónur við innganginn u.þ.b. hálftíma áður en sýning hefst. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands sýnir ungan Hopkins Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.