Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VARÚÐ! HUNDUR GJÖRIÐ SVO VEL AÐ TAKA NÚMER ÁI! ER NÚNA AÐ BÍTA NÚMER ÉG HEYRÐI HVAÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ SEGJA Í BRÉFINU! ÞÚ ERT NÚ MEIRI BRÓÐIRINN! EF HONUM FINNST ÞÚ HAFA VERIÐ VOND Í ÁR, AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ ÞURFA AÐ LÍÐA FYRIR ÞAÐ? EKKI HORFA Á MIG... ÉG ER BARA RITARINN! ÉG VILDU BARA SEGJA JÓLASVEININUM AÐ HANN ÆTTI EKKI AÐ SLEPPA ÞVÍ AÐ KOMA HEIM OG GEFA MÉR GJAFIR BARA ÚT AF ÞÉR! ÞAÐ KEMUR SKUGGI YFIR SKÝJAKLJÚFINN... ÞETTA ER RISAVAXINN MAUR! MEÐ EINU SKREFI LEGGUR HANN MIÐBÆINN Í RÚST! MILLJÓNIR DEYJA! MAURINN HREINSAR BORGINA AF KORTINU! FÓLKIÐ FLÝR ÚT A GÖTU, BARA TIL ÞESS AÐ VERÐA FYRIR HRYNJANDI BRAKINU EÐA... KANNSKI EKKI JÓI KRULLA! ÉG HEF EKKI SÉÐ ÞIG SÍÐAN VIÐ VORUM UNGLINGAR! NEI, EF ÞETTA ER EKKI HRÓLFUR HORAÐI! ÞÚ HEFUR EKKERT BREYST! OJJ!! ÞETTA ERU FÍNUSTU AFGANGAR! ÞAÐ ER EKKERT AÐ ÞESSU! BORÐAÐU ÞETTA BARA OG HÆTTU ÞESSU VÆLI! ÉG ER EKKI VISS UM AÐ MAMMA VITI MUNINN Á AFGANGI OG ÚRGANGI VIÐ ÆTLUM AÐ SENDA INN MENN TIL ÞESS AÐ ATHUGA HVORT ÞAÐ SÉ GASLEKI ÞURFIÐ ÞIÐ VIRKILEGA ÞRJÁ BRUNABÍLA TIL AÐ ATHUGA GASLEKA? VIÐ VERÐUM AÐ GERA ALLAR RÁÐSTAFANIR SEM MÖGULEGAR ERU TIL ÞESS AÐ EKKERT FARI ÚRSKEIÐIS. ÞAÐ ER MIKIÐ Í HÚFI JÁ, HÚSIÐ OKKAR GÆTI SPRUNGIÐ EÐA VIÐ GÆTUM VERIÐ KÆRÐIR JÁ, ÉG ER BÚINN AÐ FINNA RÆNINGJANN SEM SLAPP EN ÞAÐ VAR EINHVER ANNAR HÉRNA HVER VAR ÞETTA SEM HLJÓP Í BURTU? ÞETTA VAR... SLOPPA- MAÐURINN JÁ, JÁ... OG ÉG ER UNGFRÚ HEIMUR dagbók|velvakandi Umhverfismál ALLT er breytingum undirorpið. Náttúran sjálf orsakar breytingar á umhverfinu. Jökullón í Mið-Evrópu, sem fyllst hafa af árframburði, eins og spáð er um Hálslón, eru nú ein- hver frjósömustu ræktunarlönd álf- unnar. Sumir Hafnfirðingar vilja ekki samþykkja stækkun álvers í Straumsvík vegna sjónmengunar af háspennulínum sem myndu liggja um útivistarsvæði sem þá dreymir um að heimsækja einhvern tímann. Umhverfisstofnun leggst gegn hagkvæmu skipulagi íbúðabyggðar á Laugarvatni vegna ógnunar við birkiskóg annars vegar og hins veg- ar við votlendi (mýrlendi) og sjald- gæfar fuglategundir (ótilgreindar) sem þar búa. Engin lífsgæði fást fyrir ekkert. Einhverju þarf að fórna. Ég lít á Hálslón sem orðinn hlut og ræði það því ekki frekar. En eru Hafnfirð- ingar, sem þola ekki sjónmengun af háspennulínum, tilbúnir að hætta að nota rafmagn af tillitssemi við þá sem þurfa að horfa upp á háspennu- línurnar sem flytja þeim heim- ilisrafmagnið? Skógrækt „ku“ vera með afbrigðum holl um þessar mundir. Hún minnkar koltvísýring (CO2) og svifryk. Ef stefna Um- hverfisstofnunar er að líta á skóga sem einhverja fasta og óbreytanlega stærð (hún ætti að vita betur), hlýt ég að ráðleggja öllum minni sveit- arfélögum að heimila hvergi skóg- rækt á sínu yfirráðasvæði. Stærri sveitarfélög geta leyft sér meira. T.d. hef ég ekki heyrt neina tillögu frá Umhverfisstofnun um að Vatns- mýrinni (mýrinni) verði skilað í upp- runalegu horfi (hvílík fuglaparadís?), þegar Reykvíkingar gera flugvöll landsbyggðarinnar brottrækan það- an. Reyndar finnst mér að Reykvík- ingum beri skylda til að halda flug- vellinum inni, vegna sameiginlegra stofnana allra Íslendinga, sem eru í Reykjavík og almenningur (langt) utan af landi þarf að sækja heim. Að lokum hvet ég alla náttúruunn- endur að líta á umhverfismálin með hófsemd og setja þau í samhengi við lífsgæðin sem við heimtum. Þórhallur Hróðmarsson, Bjarkarheiði 19, Hveragerði. Umferð LOKSINS hefur runnið upp fyrir íbúum borgarinnar að það er ekki lengur hreint loftið í Reykjavík. Ég er búin að hjóla í vinnuna í 30 ár og með syni mína í skólann þegar þeir voru litlir. Það angraði mig þá þegar fyrir 30 árum að fólk ók með börnin í skólann, fór inn með börnin, spjallaði við nokkra á leiðinni og skildi bílinn eftir í gangi á meðan. Nú er fólk farið að huga að því að við svo búið má ekki standa. En hvað er þá til ráða? Engum dettur í hug að fækka bílferðum, ganga stuttar vegalengdir eða jafnvel hjóla. Nei, fleiri slaufur og Miklubrautina í stokk. Hvað eru menn að hugsa? Minnkar það eitthvað mengunina að setja Miklubrautina í stokk? Er það ekki bara eins og að sópa undir tepp- ið? Hvert halda menn að mengunin fari? Mér blöskraði þegar ég las að hálf borgin færi nú þegar undir umferð- armannvirki, er ekki nóg komið. Ég tala af eigin reynslu, er á stígum borgarinnar um það bil 5 klst. á viku hlaupandi og hjólandi og finnst alltaf betra og betra að vera á hjóli en í bíl. Við erum 3 fullorðin í heimili með 3 hjól og 1 bíl. Mér finnst ég alltaf vera að bíða þegar ég er á bíl. Marg- ar ferðir er ég fljótari að fara á hjóli fyrir utan hvað það er miklu skemmtilegra. Nú er framundan bjartasti tími ársins. Ég skora á ykkur að taka fram hjólin í bílskúrnum og finna hvað þið sparið bæði tíma og pen- inga, bætið heilsu og geð. Góða skemmtun. Ragnheiður Valdimarsdóttir. Týnd taska TÖSKU var stolið úr bíl við Jörfa- bakka í Breiðholti. Margir hlutir í töskunni eru mér mjög mikilvægir, t.d. skóladót og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið einhverjar upplýsingar, sími 847 6612, Hrefna. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ferndinand

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.