Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 35 og afi hafa alltaf verið hjá foreldrum mínum á aðfangadagskvöld, þess vegna þekki ég ekki jólin án þeirra. Að hafa ömmu hjá sér öll þessi jól var mikil blessun, þótt stundum hafi verið erfitt fyrir lítið barn að horfa upp á allt pakkaflóðið sem fylgdi henni. Minningin um aðfangadags- kvöld með afa og ömmu mun alltaf fylgja mér. Sú minning væri ekki söm ef amma hefði ekki með húmor og glaðværð komið til okkar með alla pakkana sína, já og auðvitað afa líka. Það er svo skrítið með dauð- ann, að þótt honum fylgi djúp sorg þá er hann stundum svar við bæn og mikil líkn. Elsku amma mín er dáin, en huggun er þó harmi gegn að hún lifði góðu lífi. Hún var stolt af börn- um sínum og þeirra börnum og hún var gift í 60 ár yndislegum manni. Með húmor og glaðværðsnerti hún líf okkar allra, það gleymist seint. Í dag kveð ég hana ömmu með sorg í hjarta, minningar mínar um hana munu þó ylja mér um ókomin ár. Vor hinsti dagur er hniginn Af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrenndar hæðir hnípa við himin fölvan sem vín: það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór K. Laxness) Sigurbjörg Eyjólfsdóttir Þessa síðustu daga þegar amma mín er nýdáin læðast svo margar minningar upp í huga mér. Og minn- ingarnar sem tengjast ömmu eru góðar minningar. Fyrstu árin í lífi mínu ólst ég upp hjá ömmu og afa í Vesturbergi 96. Þar bjuggum við mamma þar til ég varð fjögurra ára. Ég man nú ekki margt frá þeim tíma en ég veit að ég var erfitt barn og hvað er betra en að hafa góða konu til að leiðbeina sér, konu sem var þegar búin að ala upp fimm frábæra einstaklinga. Og þótt ég hafi flutt í burtu þá var ég alltaf með annan fót- inn kirfilega fastan þar á heimilinu, þar átti ég tryggan samastað. Ég var skírð í höfuðið á ömmu enda var ég fyrsta stúlkan af minni kynslóð og var oft kölluð litla Stella en amma aftur á móti stóra Stella. Þótt margt hafi bundið okkur saman þessi árin leit ég ekki á mig sem ömmustelpu því þá var ég einlæg afastelpa. Síðar meir breyttist þetta og dálæti mitt á þeim varð jafnara. Ég veit að amma var stolt af mér, hún sagði það oft og ég veit líka að hún var stolt af öllum sínum afkomendum og mökum þeirra. Seinni árin voru heimsóknir mínar í ömmu og afa hús tíðar og var þá mikið talað og hlegið. Eitt af því sem einkenndi ömmu var, hvað hún hafði gaman af því að vera innan um annað fólk og veit ég að allir eru sammála mér um það að hún var hrókur alls fagnaðar og hafði góðan húmor. Hún hafði gaman af er fjöl- skyldan var saman komin á gleði- stund og góður matur og drykkir voru við höndina og mikið talað, hlegið og sungið enda fannst henni gaman að syngja. Hin seinni árin voru tengsl okkar mjög sterk og við töluðum saman annan hvern dag og ef ekkert hafði heyrst í mér í 2 daga þá hringdi hún alltaf í mig til að at- huga hvort ekki væri allt í lagi. Það er undarleg tilfinning að bíða eftir því að síminn hringi en vita að amma mín er dáin og að hún hringir aldrei framar. Á þessari stundu er mér efst í huga hversu gott það er að eiga góða að og góðir menn skilja eftir sig góðar minningar eins og hún amma mín. Guð blessi hana. Kveðja, Sigurveig Stella.  Fleiri minningargreinar um Sig- urveigu Stellu Konráðsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ívar, Guðbjörg og Óðinn, Kristófer, Anna Þóra, Tumi Snær, Melkorka Fanný, Ása Dagný og Guðný Jenný Ás- mundsdóttir, ✝ Sveinn Þórð-arson fæddist á Kleppi 13. janúar 1913. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Red Deer, Alberta í Kanada 13. mars sl. Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson, yfirlæknir og pró- fessor, f. 20.12. 1874, d. 21.11. 1946, og kona hans Ellen Jo- hanne Kaaber, f. 9.9. 1888, d. 24.12. 1974. Foreldrar Þórðar voru Sveinn Pétursson, bóndi á Geithömrum, og k.h. Steinunn Þórðardóttir, bónda á Ljótshólum í Svínadal. Foreldrar Ellenar voru Jens Ludvig Joachim Kaaber, framkvæmdastjóri í Kaupmanna- höfn, og kona hans Sara, f. Her- mann. Systkini Sveins eru Hörður, sparisjóðsstjóri, f. 11. desember 1909, d. 6.12. 1975, Úlfar, augn- læknir, f. 2.8. 1911, d. 28.2. 2002, Nína Thyra, kona Trausta Ein- arssonar prófessors, f. 27.1. 1915, d. 22.7. 2004, Agnar Jóhannes, rit- höfundur, f. 11.9. 1917, d. 12.8. 2006, Gunnlaugur Einar, hæsta- réttarlögmaður, f. 14.4. 1919, d. 20.5 1998, og Friðþjófur Sverrir, blaðamaður, f. 29.3. 1922. skjalaþýðandi í þýsku 1952. Kenn- ari við MA febrúar 1939–52, skóla- meistari ML 1952–59. Flutti til Kanada 1959. Kenndi í Abbotsford, Fairview og Grande Prairie áður en hann kom til LTCHS. Árið 1964 varð hann prófessor í eðlisfræði við háskólann í Red Deer. Hann fór á eftirlaun 1983. Sveinn stundaði svarðarrannsóknir á Norður- og Austurlandi á vegum Rannsókn- arráðs ríkisins sumrin 1939 og 1940 og efnafræðistörf á vegum Síldarverksmiðju ríkisins nokkurn tíma á sumrin frá 1943. Hann var í skíðaráði á Akureyri í nokkur ár og í stjórn Skíðasambands Íslands frá 1947, ennfremur löggiltur skíðadómari 1948. Í stjórn Stúd- entafélags Akureyrar var hann öðru hverju og ritstjóri Nátt- úrufræðingsins 1945–46. Sveinn var mikill fjölskyldumað- ur, naut sín best í gönguferðum, á skíðum og í útilegum með börnum og barnabörnum. Hann las mikið og hlustaði á sígilda tónlist. Minningarathöfn um Svein verð- ur haldin í Eventide Funeral Cha- pel, 4820 – 45 street, Red Deer, Al- berta, þriðjudaginn 20. mars kl. 11 f.h. Vilji menn minnast hans er bent á Canadian Cancer Society, Red Deer Unit, 4730 Ross Street. Sam- úðarkveðjur má senda fjölskyld- unni á síðuna www.eventidef- uneralchapels.com. Sveinn verður jarðsettur í Tinda- stóls-kirkjugarði við Markerville í Alberta. Kona Sveins var Þórunn Jónassen Haf- stein, f. 23.8. 1912, d. 16.8. 1998, dóttir Mar- inós Hafstein, sýslu- manns, og k.h. Þór- unnar Eyjólfsdóttur. Börn: 1. Marinó Haf- stein, f. 5.12. 1941, starfsmaður Lands- bankans, kvæntur Svanhildi Alexand- ersdóttur, flugfreyju. Dætur þeirra: a. Þórunn Björg, í sam- búð með Stefáni Við- arssyni, b. Elín Dís. Synir Marinós frá fyrra hjónabandi: a. Sveinn, bú- settur í Noregi, b. Sverrir, búsettur í Svíþjóð. 2. Þórður, viðskiptafræð- ingur, verktaki malbikunarfyr- irtækis, f. 13.12. 1945, k. Mona Bil- ley Thordarson, tannlæknir. Börn: a. Nyja, b. Sando, c. Kara, d. Layla. 3. Ellen Nína Ingólfsson, starfs- maður elliheimilis, f. 3.1. 1949, var gift Erni Ingólfssyni sem er látinn. Dætur: a. Þórunn Jóhanna, b. Ragnheiður Katrín, c. Ingibjörg Rós, d. Elín Sólveig. Sveinn varð stúdent frá MR 1931, stundaði nám við HÍ, háskólann í Kaupmannahöfn og háskólann í Jena og lauk doktorsprófi þaðan í eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði 1939. Löggiltur dómtúlkur og Mágur minn, Sveinn Þórðarson, er borinn til grafar í dag – 20. mars – vestur í Kanada. Hann var einn Kleppssystkin- anna, sem nú eru öll horfin utan Sverris. Agnar, eiginmaður minn, sem lést á síðastliðnu sumri, átti ógleymanlegar bernskuminningar um Svein, bróður sinn, og brúðuleik- húsið, sem hann smíðaði fyrir yngri systkini sín. Þar fóru fram ævin- týralegar leiksýningar, þar sem Sveinn samdi, sviðsetti og lék sjálf- ur allar persónurnar. Sýningar í al- vöruleikhúsum ná ekki slíkum töfr- um! En bernskan leið hratt og harðir skólabekkir í Reykjavík tóku við. Í hópi skólabræðra voru sex skólasystur. Til einnar þeirra renndi hann brátt hýru auga. Og það augnatillit entist ævina út! Tveir af skólabræðrunum urðu nánir vinir hans, Friðþjófur G. Johnson og Baldvin Jónsson, sem seinna varð besti vinur Úlfars, bróður Sveins. Þessir menn gengu lögfræðinni á hönd, annar í héraðsdómi, hinn í hæstarétti. Leið Sveins lá hins veg- ar í suður, til Danmerkur og Þýska- lands, þar sem hann hafði langa við- dvöl og fékk, öll árin, inni hjá foreldrum skólabróður síns. Schwabe-fjölskyldan reyndist hon- um afbragðsvel. Undir jól 1932 eru fötin hans gat- slitin, olnbogarnir standa út úr og hann fer til skraddarans í Rukka og lætur sauma sér föt úr sterku efni, velur pokabuxur, þá þarf ekki að hugsa um brot og miklu sjaldnar að strauja! Og hann segir foreldrum sínum frá náminu: Ég er nú með fjórðu analysuna, vona ég klári hana á morgun, hinar þrjár hafði ég rétt- ar. Schwabe, vinur hans, vatna- og sjávarlíffræðingur, átti síðar eftir að njóta aðstoðar Úlfars, til að komast frá Íslandi til Chile, þar sem kona hans var, en til Íslands hafði honum tekist að flýja frá Austur-Þýska- landi. Minningar mínar um Svein eru helst tengdar Laugarvatni, þar sem við Nína, systir hans, dvöldum oft á sumrin í fríum, hún með dóttur sína og ég með synina, og fengum inni, ýmist í kjallaranum hjá Sveini og Þórunni eða í skólanum. Í þessum fríum skiptust á skin og skúrir og líklegast er rigningasumarið mér eftirminnilegast, þegar flóðgáttir himins stóðu galopnar í tvær vikur og við fórum með barnahópinn, Sveins börn þar meðtalin, og hund- inn Kol, í langar göngur daglega. Á kvöldin sátu Sveinn og Þórunn oft hjá okkur og sagði Sveinn okkur stundum sögur frá námsárum sínum ytra. Ég er ekki viss um að skóla- meistarastarfið hafi hentað Sveini sérlega vel. Hann var vísindamaður og hefði ekki átt að þurfa að fást við skólastjórn. Auk þess var héraðs- skóli á fleti fyrir og hefur stjórn- anda hans vafalaust fundist þrengt að sér, þegar menntaskóla var dengt ofan í fjóshauginn hjá honum! Stundum gekk Sveini erfiðlega að ná eyrum menntayfirvalda. Ég gleymi ekki sumrinu, sólskinsdög- unum, þegar við Nína skúruðum og glansbónuðum langa ganginn í menntaskólanum þrívegis á rúmri viku, en menntamálaráðherra varð æ ofan í æ að fresta heimsókn í skól- ann sökum anna. Sveinn var ákaflega barngóður og þótti sonum okkar Agnars mjög vænt um hann og þótti mikið til hans koma. Eitt sinn bauð hann Ugga, elsta syni okkar, með sér austur að Laugarvatni og þegar Uggi kom heim, með kúlu á höfðinu, sagði hann með aðdáun í röddinni: „Hann Sveinn frændi er ógurlega góður bílstjóri, hann keyrir svo vel út af.“ Sveinn hafði með naumindum komið í veg fyrir árekstur, þegar Laugarvatnsrútan kom akandi á móti honum á fleygiferð – á miðjum veginum! Minningar mínar um Svein eru frá þessum sumardögum. Hann var ákaflega notalegur maður, hlýr og gamansamur, sem við söknuðum mjög, þegar hann flutti vestur um haf. Á efri árum vildi hann gjarnan flytja heim, en einhver tregða í sam- bandi við eftirlaun kom í veg fyrir það. Sveinn var ekki samur maður eftir fráfall Þórunnar og upp frá því tók honum mjög að hraka. Meðan heilsan leyfði fylgdist hann vel með því sem skeði á Íslandi og dvaldi mikið, allra síðustu árin, með hug- ann við uppvaxtarárin á Kleppi. Hildigunnur Hjálmarsdóttir Með virðingu og þökk kveðjum við dr. Svein Þórðarson, fyrrverandi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni, er látinn er í hárri elli. Dr. Sveinn var skólameistari ML fyrstu sex ár skólans, frá stofnun 12. apríl 1953. Starf skólameistara er ávallt mikill starfi en aldrei sem þá þegar verið er að byggja upp nýjan skóla. Dr. Sveinn markaði mörg þau spor sem enn eru sýnileg í starfi skólans, ákvarðanir hans um ein- kunnarorð ML, skólasöng og skóla- fána eru enn í heiðri hafðar. Ríkar hefðir hafa mótast við Menntaskól- ann að Laugarvatni frá stofnun hans og eru margar þeirra arfur frá mótunarárum skólans þegar dr. Sveinn var skólameistari. Mennta- skólinn að Laugarvatni býr enn að manngildi, þekkingu og atorku dr. Sveins. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Menntaskólans að Laugarvatni, Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Látinn er í Kanada dr. Sveinn Þórðarson, fyrrum skólameistari á Laugarvatni, áður kennari við Menntaskólann á Akureyri og síðar prófessor í Red Deer, Alberta-fylki í Kanada. Sveinn veitti Menntaskól- anum að Laugarvatni forstöðu fyrstu sex árin sem hann var sjálf- stæð stofnun, þ.e. 1953–59, síðasta skólaárið raunar í orlofi. Skóla- meistarastarfið var þannig aðeins hluti af merku ævistarfi hans. Mynd hans og minning í huga undirritaðs, nemanda hans í fjóra vetur og síðar í forsvari fyrir sama skóla, mótast sem vænta má einkum af þeim hluta. Sveinn var skipaður skólameistari ML við stofnun hans 12. apríl 1953. Enda þótt menntaskólakennsla hefði þá þegar farið fram á Laug- arvatni í sex skólaár og þar biði hans dugmikið kennaralið og væn- legur nemendahópur kölluðu ytri aðstæður á verulegar úrbætur. Þetta var Sveini, þaulreyndum menntaskólakennara, fullljóst en hann mun hafa vænst þess að slíkra úrbóta yrði skemmra að bíða en raun varð á. Og það sýnir vel með hvers konar hug hann gekk að starf- inu að hann setti skólanum einkunn- arorð hans, „manngildi, þekking, atorka“, en með þeim orðum lýsti Baldvin Einarsson skilningi sínum á hugtakinu húmanisma. Það kom einnig í hlut Sveins að veita viðtöku táknrænni gjöf sem Jónas Jónsson, hinn styrki stuðningsmaður Laug- arvatns frá fyrri tíð, afhenti skól- anum við stofnun hans. Sú gjöf er kjörgripur skólans, bláhvítur silki- fáni, útfararfáni Einars skálds Benediktssonar. Sveinn ákvað að Einars og ljóða hans skyldi minnst sérstaklega á afmælisdegi hans 31. október; kvæði Einars, Til fánans, skyldi verða skólasöngur mennta- skólans, bláhvíti fáninn yrði í merki hans og Hvítbláinn sérstakur skóla- fáni. Óhætt er að fullyrða að Sveinn hafi í skólastjórn sinni og kennslu á Laugarvatni haft einkunnarorð skólans að leiðarljósi. Hann var nemendum fyrirmynd í elju sinni og ósérhlífni, annaðist sjálfur að mestu eftirlit og gekk ríkt eftir að mik- ilvægar reglur væru í heiðri hafðar. Hann gekk ávallt rösklega og hnar- reistur án þess að sýna af sér nokk- urn þótta eða mikillæti. Hann kom á þeirri venju, sem enn mun tíðkast, að skjóta á húsþingi að fornum sið ef hann vildi koma áríðandi skila- boðum eða umvöndunum á framfæri við nemendur. Þessi venja var til þess fallin að vekja samkennd og gera skólann að einu heimili. Nem- endum Sveins duldist ekki að skól- inn átti „starf hans, líf hans og mátt“ svo vitnað sé í höfund skóla- söngsins. Kennsla hans var eftir- minnileg og áhugavekjandi. Ógleymanleg er innlifun hans þegar hann sýndi nemendum stjörnuhim- ininn á lognheiðu vetrarkvöldi á Laugarvatni. Eins og vikið var að var ýmsu ábótavant í ytri búnaði Menntaskól- ans að Laugarvatni þegar hann var stofnaður. Skólahúsið, sem hann fékk til umráða, var ófullgerð fyrsta álma fyrirhugaðrar byggingar sem miðuð hafði verið við þáverandi gagnfræðaskólastig en við hana var ekki byggt fyrr en löngu síðar. Að- stöðu vantaði til verklegrar kennslu og jarðhæð hússins var öll óinnrétt- uð. Íbúðarhúsnæði vantaði fyrir skólameistarann og fjölskyldu hans. Úr því var reyndar bætt ári eftir stofnun skólans en annað var látið sitja á hakanum af hálfu ríkis og fjárveitingarvalds þrátt fyrir fögur fyrirheit á hátíðastundum. Sveinn skólameistari hafði ríkan metnað fyrir hönd skólans og vissi sem var að þróun hans valt á því að hann hefði þær byggingar og þann búnað sem svaraði kröfum tímans. Honum var þung raun að því skilnings- og viljaleysi sem skólinn átti við að stríða að þessu leyti og hann leyndi því ekki síðar á ævinni að það hefði átt verulegan þátt í brotthvarfi hans frá skólanum. Hitt er ómetanlegt að hann hvikaði aldrei frá kröfum sín- um og setti skólanum þau markmið sem smám saman hlutu viðurkenn- ingu. Ég kveð Svein skólameistara með virðingu og þakklátum hug fyrir leiðsögn og viðkynningu. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við Rannveig einlægar samúðar- kveðjur. Kristinn Kristmundsson. Sveinn Þórðarson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.