Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 27 UM helgina varð sá ánægju- legi atburður, að samþykkt var á alþingi frumvarp frá mér til breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Þetta var langþráður áfangi, því að lengi hafði verið unnið að rétt- arbótum á þessu sviði. Vorið 2005 fór ég þess á leit við Ragnheiði Bragadóttur, pró- fessor í refsirétti, að hún semdi drög að frumvarpinu, þar sem bæði yrði byggt á traustum grunni íslensks refsiréttar en jafnframt litið til alþjóðlegrar þróunar. Ákvörðunin um að semja og í framhaldinu bera frumvarpið fram á alþingi var mikilvægur hluti af þeim að- gerðum til bætts réttaröryggis almennings sem dómsmálaráðu- neytið hefur staðið fyrir á síð- ustu misserum. Er mér þannig sérstök ánægja að rifja upp, að nýlega hefur bæði lögum og verklagsreglum lögreglu verið breytt svo betur megi berjast gegn og rannsaka heimilis- ofbeldi. Þetta eru afar mik- ilvægar umbætur sem munu stórauka réttarvernd þolenda ofbeldis. Hin nýju lög til hertra refs- inga fyrir kynferðisofbeldi eru mikið framfaraspor. Ein stærsta breytingin sem gerð er er að hámarksrefsing fyrir mis- neytingu – það er að segja í þeim tilvikum sem fórnarlambið hefur ekki verið í ástandi til að sporna við verknaðinum, svo sem vegna svefndrunga eða ölv- unar – er hækkuð úr sex árum í 16 ár. Lögfest hefur verið al- mennt ákvæði um refsiábyrgð vegna kynferðislegrar áreitni og margt fleira mætti nefna. Margir höfðu lengi barist fyrir lagabreytingum í þessa veru og það er mér mikið ánægjuefni að hafa mátt eiga hlut að því að þessi árangur náðist. Reyndist mikið heillaskref, að Ragnheið- ur Bragadóttir tók hið mikla vandaverk að sér að semja frumvarpið og vinna að meðferð þess með allsherjarnefnd al- þingis, sem að lokum stóð sam- an um málið undir formennsku Bjarna Benediktssonar. Nokkurt undrunarefni er, að í sumum fjölmiðlum hefur eink- um verið vakin athygli á óskum, sem ekki rættust við samþykkt hinna nýju laga, af því að ekki reyndist við þær stuðningur á alþingi. Þótt feikilega stór skref hafi verið stigin til aukins rétt- aröryggis, og löggjafinn hafi enn sýnt hversu alvarlegum augum hann lítur kynferðisbrot, hafa sumir fréttamenn aðallega reynst fundvísir á sjónarmið þeirra, sem enn lengra vildu ganga en nutu ekki nægilegs stuðnings. Mætti helst ætla eft- ir samtöl í fréttatímum, að hin stóru framfaraskref í nýsam- þykktum lögum væru í raun og veru tóm vonbrigði. Það urðu mér vonbrigði. Stórfelldar réttarbætur – tóm vonbrigði? Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Björn Bjarnason Rekstrarreikningur fyrirSjúkrahúsið Vog, Stað-arfell, Vík og göngu-deildir SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri árið 2006 liggur nú fyrir. Þessi sjúkrarekstur á sér sína kennitölu og er óháður öðrum rekstri SÁÁ. Ríkisendurskoðun hefur endurskoðað þennan reikning svo lengi sem menn muna. Nið- urstöðurnar um þennan rekstur hafa verið öllum aðgengilegar í rúmlega tvo áratugi og eflaust auð- velt að fá skýringar og verðbótaút- reikninga frá Ríkisendurskoðun. Samt hefur heilbrigðisráðuneytinu hvað eftir annað tekist að gera ágreining um reikningsniðurstöð- urnar við SÁÁ og þá væntanlega Ríkisendurskoðun líka. Í niðurstöðutölunum fyrir árið 2006 kemur allt það fram sem for- svarsmenn SÁÁ ótt- uðust og hafa verið að vara við. Hallinn er 98 milljónir þó að styrkir frá fyrirtækjum til bráðamóttökunnar á Vogi hafi numið 26 milljónum á síðasta ári. Framlag heilbrigð- isráðuneytisins fyrir árið 2006 er 40 millj- ónum króna minna en árið 2005 á verðlagi í janúar 2007. SÁÁ situr uppi með þennan halla. Ráðherrar hafa gert ágreining við SÁÁ Á síðustu árum hafa talsmenn SÁÁ bent ráðuneytisfólki á í hvað stefndi og fóru með upplýsingar fyrir fjárlaganefnd haustið 2005 og 2006. Á móti sögðu ráðherrar og aðstoðarmaður fyrrverandi ráðherra að framlögin til SÁÁ hefðu sífellt verið að aukast og ekki þyrfti að bregðast við ábendingum SÁÁ. Líklega hafa þeir stuðst við upplýsingar frá ráðuneytisfólkinu. Ráðherrann hafði það fyrir satt og sagði á Al- þingi 2005 að framlögin til SÁÁ hefðu aukist um 75% og aðstoð- armaður hans endurtók það 2006. Það var því engin furða að mál SÁÁ fékk litlar undirtektir í fjár- laganefndinni og á þinginu árin 2006 og 2007. Málið er ekki nýtt en grafalvarlegt Árið 2002 gerði heil- brigðisráðuneytið þjónustusamning við SÁÁ um þjónustuna sem ráðuneytið vildi kaupa fyrir áfengis og vímuefnasjúklinga. Starfsemi SÁÁ hafði aukist verulega vegna tilkomu unglingadeild- ar á Vogi og vaxandi ólöglegrar vímu- efnaneyslu og sprautufíknar. Nýir kostnaðarliðir meðal annars opinberra stofnana höfðu líka aukið rekstr- arútgjöldin árin þar á undan. Þjónustusamn- ingurinn átti að taka mið af þessu. Ekki þýðir því í þessari umræðu að fara lengra aftur í tímann en árið 2002 þó að ráðherrarnir hafi hvað eftir annað gert það og einkum tekið árið 1999 til að miða við því það er þeim mjög hagstætt í áróðrinum. Meðan þjónustusamningurinn var í gildi á árunum 2002–2005 komu í ljós ýmis vandamál sem þurfti að taka á. Til dæmis kom í ljós að kostnaður vegna unglingadeild- arinnar var hærri en áætlað var. Kom þar til aukin ráðgjöf og ný sál- fræði- og geðlæknisþjónusta. Við- haldsmeðferð fyrir ópíumfíkla komst á laggirnar á árunum sem þjónustusamningurinn var í gildi og vaxandi þörf fyrir bráðamóttöku og innlagnir. Ekki var tekist á við þessi vandamál þó að ákvæði í þjónustu- samningnum gerðu ráð fyrir slíku og vaxandi halli féll á SÁÁ ár eftir ár. Á sama tíma hélt ráðuneytið og ráðherrann uppi þeim málflutningi á Alþingi Íslendinga að SÁÁ þyrfti ekki meiri peninga. Lítið var talað um sjúklingana og þarfir þeirra. Hvað ef spara þarf 100 milljónir? Þegar þessi niðurstaða liggur fyrir er ekki nema um tvennt að gera. Í fyrsta lagi að draga úr með- ferðarþjónustu SÁÁ sem nemur 100 milljónum og borga upp hallann á rekstrinum á næstu árum með álfasölunni. Hinn möguleikinn er að heilbrigðisráðuneytið komi með aukna fjármuni til að borga upp hallann 2006 og tryggja sjúkra- rekstur SÁÁ 2007 sem rekinn er með 10 milljóna króna halla á mán- uði. Að fengnum þessum upplýs- ingum ætti öllum að vera ljóst að ekki er verið að ræða þá þjónustu sem veitt er heldur hvernig þjón- ustan verður þegar SÁÁ hefur dregið úr þjónustunni sem nemur 100 milljónum. Um þetta snýst mál- ið og hvað verður um þá áfengis- og vímuefnasjúklinga sem nú nýta sér þjónustu SÁÁ. Framlag til SÁÁ var minnkað um 40 milljónir árið 2006 Eftir Þórarin Tyrfingsson Þórarinn Tyrfingsson »… heldurhvernig þjónustan verð- ur þegar SÁÁ hefur dregið úr þjónustunni sem nemur 100 milljónum. Höfundur er yfirlæknir SÁÁ. Opinber framlög til sjúkrareksturs SÁÁ 2002-2007 Reikningar Ríkisendurskoðunar á verðlagi í janúar 2007 500 510 520 530 540 550 560 570 580 590 600 2002 2003 2004 2005 2006 ama ja. „Ég umfram rið miðað konar nnars hverf- kun ál- ki heldur að færa u 2, né n þynn- segir að ga ábat- á móti því stækkun, hrifum ningi á raflínum. Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri taldi mikilvægt að fá þess- ar upplýsingar í aðdraganda íbúa- kosningarinnar um stækkun álversins. Menn þurfi að geta velt fyrir sér staðreyndum málsins. „Tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar af því að nýta landið á þennan máta er töluverður umfram það sem væri að öðrum kosti. Svo eru aðrir þætt- ir sem þarf að vega og meta sem ekki er lagt mat á í krónum og aur- um varðandi umhverfisþætti og annað slíkt.“ 92% af fasteignasköttum íbúða Sveinn Bragason fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar tók saman við- bótarupplýsingar vegna stækkunar álversins. Þar kemur fram að stækkun um 280 þúsund tonna framleiðslugetu kosti um 80 millj- arða króna. Hún muni skila Hafn- arfjarðarbæ um 405 milljónum kr. á ári í auknum fasteignaskatti og 70–140 milljónum kr. í auknum hafnargjöldum, eða samtals um 510 milljónum kr. á ári. Sú upphæð samsvari 92% af öllum fast- eignasköttum sem Hafnfirðingar greiða nú af íbúðarhúsnæði sínu eða 69% af fasteignasköttum sem greiddir eru vegna atvinnu- húsnæðis í bænum. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir atvinnulóðum í Hafnarfirði telur Sveinn ólíklegt að brýn þörf verði fyrir byggingarreit álversstækk- unarinnar fyrir aðra atvinnu- starfsemi næsta áratuginn. ækkun 4,7 milljarðar Morgunblaðið/Sverrir firðinga af álversstækkun var kynnt í gær. Í HNOTSKURN »Tekjuauki Hafnfirðingavegna stækkunar álvers Alcan yrði aðallega vegna hækkunar fasteignaskatta en einnig vegna aukinna tekna Straumsvíkurhafnar. »Engar upplýsingar liggjafyrir um umhverfistjón sem stækkun álversins mun valda og er farin sú leið í skýrslunni að lýsa þessum áhrifum án þess að virða þau til fjár. »Ekki er litið til svæðis-bundinna áhrifa af stækk- unarframkvæmdum. manns n stendur yrir sig megi færa pinbera út ýja starf- atæknin nna ýmis og það á nberri ð mál, að verða vinnulífs í Líf- st á einka- á þá rök- örf standi ndi eða fur því álfu Vest- ttu að i hér né einungis rfum, au störf ælst um ga, sé rétt- irnar í r byggð á þau op- inber störf sem þar eru unnin ekki undirstaða neinnar annarrar starf- semi? Eiga þau engan hlut í þrótt- miklu atvinnulífi einstaklings- framtaksins? Eru þeir einstaklingar sem þau vinna ekki hluti af byggð? Þurfa þeir ekki húsnæði, fæði og klæði? Hefur starfsemi stofnana eins og Háskóla Íslands og Fiski- stofu svo dæmi séu tekin engin margfeldisáhrif ? Við höfnum þessum málflutningi og förum fram á að sami greinarhöf- undur freisti þess að útskýra hvers vegna ekki má færa hluta þessara starfa út á land. Hvaða náttúrulög- mál segir til um það að nánast öll sameiginlega rekin starfsemi þjóð- arinnar þurfi og geti hvergi annars staðar verið en í Reykjavík? Slíkt náttúrulögmál er ekki þekkt hér fyr- ir vestan. En við þekkjum annað náttúrulögmál sem segir að allir gæti sinna hagsmuna. Ef grein- arhöfundur hefði til þess kjark og heilindi ætti hann að viðurkenna það að flutningur opinberra starfa út á landbyggðina sé andstæður hags- munum Reykvíkinga og nærsveit- unga þeirra. Hann ætti að standa sitt stríð eins og maður, í stað þess að bera á borð þær rökleysur að op- inber störf standi ekki undir neinu og nánast að halda því fram að í þeim störfum sé ekki lifandi fólk! Rangfærsla 3 „Framtíð byggðar á Vestfjörðum er ekki undir miðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, þótt það geti hjálpað til að skapa skilyrði fyrir öfl- ugt atvinnulíf.“ Framtíð byggðar á Vestfjörðum er einmitt undir miðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, vegna þess að það hjálpar ekki til. Þvert á móti berst það gegn öflugu atvinnulífi á Vestfjörðum og öllu lífi utan höf- uðborgarsvæðisins yfirleitt og hefur lengi gert. Miðstjórnarvaldið í Reykjavík er margþætt og illt við- ureignar eins og allt miðstjórn- arvald. Það birtist í margvísilegu formi, þar með talið í forystugrein- um Morgunblaðsins. Það birtist í allri opinberri stjórnsýslu, á þingi og í borgarstjórn, og það smýgur um allar opinberar stofnanir þjóð- arinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins stendur m.a. eftirfarandi: „Lýðræðið var í öndverðu stefna, sem takmarka átti ríkisvaldið. Ná skyldi valdinu frá valdhöfum, hvort sem það voru kóngar eða keisarar, höldar eða hertogar, og koma því til fólksins. Það skýtur því skökku við, þegar svo er komið, að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa jafnvel enn frekar ráð þegnanna í hendi sér, en einvaldarnir forðum. Þess vegna leggur sjálfstæðisstefnan áherslu á, að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveit- arstjórn, gleyma hvaðan vald þeirra er runnið og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, þá þarf nýtt átak í lýðfrels- isbaráttunni. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll.“ Við Vestfirðingar erum einmitt þessa dagana að lesa þennan texta, ásamt boðskap annarra stjórn- málaflokka. Og heyrist mér á máli manna að þeim kunni að fjölga ört sem verði á þeirri skoðun að nú þurfi „…nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni“. Sjálfstæðisbarátta Vestfirðinga er ekki ný af nálinni, og hluti hennar er samofin sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Þessari baráttu lýkur aldr- ei. Ef óvarlega er á málum haldið geta hér orðið átök sem valdið geta meiri skaða en þegar er orðinn. viðnám Vestfirðinga undur kjark ann að ð rra yggð- hags- nga Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur, starfandi veiðarfærasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun og lektor í veiðitækni við Háskólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.