Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 37 mín! Það var rok þennan dag og seð- illinn flaug úr hendi mér. Ég hljóp eins og fætur toguðu, en seðillinn fauk alltaf lengra og lengra. Loks lánaðist mér að kyrrsetja hann með því bókstaflega að fleygja mér ofan á hann á götunni. Svo fór ég inn og tilkynnti ömmu að afi hefði gefið mér svolítið af peningum. Þá hafði amma staðið við gluggann og horft á allan skopleikinn! Hún veltist um af hlátri og sagði: „Já, elskan mín og þú hefur svo sannarlega unnið fyrir þeim! Svo grétum við báðar úr hlátri. Amma dekraði við mig í mat sem og öllu öðru. Lambasteik á hverjum sunnudegi og allar hinar kræsing- arnar sem ég fékk urðu til þess að ég elska enn þann dag í dag íslensk- an mat – það er að segja: Allt nema súrt hvalspik! Eitt kvöldið þegar ég var að skrifa stíl fyrir íslenskutímann í skólanum skrifaði ég eitt orð rangt, en amma leiðrétti mig kurteislega. En ég þóttist nú heldur betur geta upplýst tungumálasérfræðinginn hana ömmu mína um það að kennarinn minn hefði sagt að orðið ætti að skrifa svona. Hún bað mig að ná í ís- lenska orðabók og spurði hvort ég væri tilbúin að smakka svolítið á súra hvalnum sem hún ætti í ís- skápnum, ef ég hefði á röngu að standa. Ég hélt nú það! Auðvitað hafði ég rangt fyrir mér og amma naut þess svolítið að sjá mig kyngja einum bita af þessu ógeðslega hval- spiki og þar með stolti mínu um leið. Við hlið ömmu lærði ég að meta Ísland. Við stóðum saman og dáð- umst að Norðurljósadýrðinni yfir borginni. Úði fossanna stakk líka í andlit okkar beggja, en mest af öllu naut ég þess að fara með þeim ömmu og afa í Þórsmörk snemma um sumarið. Eitt kvöld sátum við ásamt öðrum erlendum ferðamönnum við varðeld- inn og sungum ættjarðarlög okkar landa. Allt í einu sungu allir „Oh, beautiful for spacious skies …“ og ég leit á ömmu yfir mig hrifin. Þá sá ég að tárin runnu niður kinnar henn- ar og hún sagðist vorkenna mér svo mikið að vera svona langt í burtu að heiman. En ég grét vegna þess að ég var að fara svo langt frá henni og afa. Eitt sem við áttum sameiginlegt, fyrir utan háralit okkar, var ást okk- ar á dýrum. Oft óskaði ég mér þess að geta kynnt ömmu fyrir hundun- um og hestunum mínum. Mikið hefði hún notið þess! Þegar ég fékk meðaleinkunn í skólanum kom afi til mín og sagði að ég væri „alveg normal“. En amma, sem vissi vel hvað ég hafði mikla minnimáttarkennd, lýsti því yfir að hún sæi að ég byggi yfir ótrúlegum listahæfileikum og það væri miklu betra. Þessi orð hennar hafa hvatt mig til að notfæra mér mína smá hæfileika í listinni, aðallega í málun og teikningu, og hef ég oft síðan get- að framfleytt mér á því. Að ég tali nú ekki um ánægjuna sem listin hefur fært mér! Ég gæti haldið áfram að tala um elsku ömmu mína, en læt þetta nægja, enda bara minningar fjórtán ára stúlku um ömmuna sem hún hef- ur saknað mest alla sína ævi. Ég hef lengi beðið heitar bænir fyrir ömmu og afa á Íslandi. Ég treysti því að hún hafi trúað á Drottin og hans miklu náð. Ég hef fullkomna trú á að hún standi við hlið mér þegar komið er yfir fljótið mikla og að hún sýni mér miklu fegurri sýnir en hún gerði á Íslandi forðum. Þetta er huggun mín í sorginni. Elsku afi minn, Guð blessi þig, vertu sterkur og trúðu þessu líka. Mig langar að enda þessa grein eins og ég endaði alltaf bréfin sem ég skrifaði henni og afa: „Love forever, from your grand- daugther in America.“ Kim Elisabet McKisson. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að þú sért búin að kveðja okkur. Er lífið virkilega þetta eina stutta andartak, eins og Guð sagði okkur og svo er því lokið? Það var svo mikil fjarlægð á milli okkar, þó ekki sé litið nema til land- fræðilegrar fjarlægðar; þúsundir mílna og úthaf skildi okkur að; fjöl- skyldan mín og ég í Bandaríkjunum og þið afi á Íslandi. Sumir gætu skil- ið sem svo að öll þessi fjarlægð yrði til þess að við tengdumst síður. En það var síður en svo. Þið eigið sama- stað í huga mér, bænum mínum og hjarta, og þannig hefur það verið frá því ég var lítil stelpa. Elsku hjartans fallega, elskulega amma mín sem gafst okkur svo mik- ið með ást þinni og listrænum hæfi- leikum; þar sem við búum svo langt frá þér höfum við alltaf saknað þín. Nú, þegar ég hugsa til baka, hjálpar það lítið að sefa söknuðinn hve fáar heimsóknirnar voru til Íslands. Nú get ég ekki lengur afsakað eða hugg- að mig við hugsanirnar og vonað: „Kannski fer ég til Íslands á næsta ári og hitti elsku ömmu og afa. En nú hvílirðu í örmum Drottins og ég fagna því að þú finnur ekki lengur til og ert ekki lengur hrædd. Nú ertu heilbrigð, falleg og leikur við hvern þinn fingur og ert alltaf hlæjandi; alveg eins og þú ert í minningum mínum. Þakka þér fyrir að hafa gefið mér það sem svo fáir eiga í þessum heimi. Fallegar minningar um að vera dýrmæt ömmustelpa. Minning- ar um að kúra í æðardúnssæng og borða góða matinn þinn, hlusta á þig hlæja og spila við afa, horfa á fín- gerðu fingurna þína spila hvert meistarastykkið á fætur öðru á pí- anóið, göngutúrar með þér í miðbæ Reykjavíkur og heyra sögur af þér þegar þú varst ung. Þó fórnaðir allt- af svo miklu til að geta glatt aðra. Gjafir þínar til mín verða mér alltaf dýrmætar en það var hjartalag þitt sem er mér dýrmætast. Nú, þegar þú ert komin í hús Drottins og við erum aðskildar með hyldýpinu sem skilur að Himnaríki og jörð, vona ég að við munum hitt- ast aftur, þegar minn tími kemur til að fara í þessa ferð, í eilífðina. Það hjálpar til við að breyta sorg minni í gleði og söknuði mínum í von að við munum þá aldrei framar verða að- skildar með sjó, heimsálfum, lönd- um, og mílum. Þú verður í hjarta mínu að eilífu og þú ert dýrmæt gjöf frá Guði. Með ástarkveðju, Heather. Þegar ég kveð ömmu mína, Ás- laugu Sigurðardóttur eða ömmu Ásu, þá er mér það efst í huga að hún var góð amma og reyndist mér og öðrum barnabörnum sínum alltaf gífurlega vel. Til 10 ára aldurs er ég að mestu alinn upp í Amsterdam en ég kom oft heim á sumrin og gisti þá oft hjá ömmu og afa á Bergstaðastrætinu. Það var iðulega gestkvæmt hjá þeim, enda þau mikið selskapsfólk og vinsæl með eindæmum. Það er gaman að minnast þeirrar fjöl- breyttu mannflóru sem sótti þau heim. Á þessum samverustundum tengdumst við amma og afi tryggða- böndum sem aldrei rofnuðu og styrktust enn frekar þegar fram liðu stundir eftir að fjölskylda mín flutt- ist heim til Íslands. Ég lærði margt af ömmu og afa um lífið og tilveruna og veittu þau mér mikla hlýju og voru alltaf tilbú- in til að hlusta og ræða við mig sem barn, ungling og fullorðinn mann. Þá var mikið spilað á spil, manni og vist en amma og afi elskuðu að spila og kenndu okkur barnabörnunum ung- um að spila. Ég kann ömmu minni nýlátinni og afa mínum 96 ára kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum. Ef ég ætti að punkta niður allar helstu minningar með ömmu og afa þá þyrfti ég að skrifa heila bók en ég ætla að láta það duga í þessari grein að minnast á tvo viðburðaríka daga í lífi ungs manns með ömmu sinni. Þegar ég var 10 ára í heimsókn hjá ömmu og afa sagði amma allt í einu við mig upp úr þurru: Ívar, við skulum fara og skoða reiðhjól. Mig hafði dreymt um að eignast 10 gíra reiðhjól í marga mánuði en eygði litla von á því að sá draumur gæti orðið að veruleika enda á þeim tíma töluverð fjárfesting í góðu gírahjóli. Við fórum saman í reiðhjólaverslun- ina Örninn og hún keypti fyrir mig flottasta 10 gíra reiðhjólið í búðinni. Þetta var hamingjuríkur dagur í lífi ungs manns. Þá minnist ég þess að hún var allt- af mjög úrræðagóð. Eitt sinn sem oftar vorum við í veiðitúr með vina- fólki þeirra og gistum við í tjaldi í 2–3 nætur. Ég hef sennilega verið um 6 ára þegar þetta gerðist en í einu kastinu hjá mér þá flækist girn- ið í enda stangarinnar og það kom bakslag og flotholt og öngull flýgur í átt að andliti mínu með þeim afleið- ingum að öngullinn kræktist í geng- um nefið á mér. Ég stóð þarna stein- hissa með öngulinn í gegnum nefið og það byrjar að blæða og ég að vola. Amma kemur aðvífandi mér til hjálpar, hún tók upp veiðitöskuna og náði í töng til að klippa agnhaldið af, dró síðan öngulinn úr, sótthreinsaði sárið og bjó um það með grisju og plástri. Það var ekki gert meira veð- ur út af þessu og allir héldu áfram að veiða. Þetta var einn af mörgum góðum veiðitúrum og skrifa ég hina ólækn- andi veiðibakteríu mína á ömmu Ásu og afa Guðmund til jafns við ömmu Völu og afa Magnús úr móðurætt. Þegar ég kveð ömmu Ásu með söknuði þá þakka ég að þjáningu hennar sé lokið. Hún var södd líf- daga eftir viðburðaríka, stundum erfiða en oftar hamingjusama ævi. Það er erfitt fyrir afa að takast á við dauða ömmu en við fjölskyldan mun- um gera okkar besta í að styðja hann og styrkja. Ívar Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Ás- laugu Hrefnu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Anna Kristine Magnúsdóttir, Elsa og Ein- ar Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Breytingar á lögum og reglugerðum 4. Kosning uppstillinganefndar 5. Önnur mál Skráning í síma 575 9805 og á kristin@vm.is haldinn á Grand Hótel Reykjavík 24. mars 2007 kl. 14:00. Aðalfundur VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna Að fundi loknum verður úthlutað í fyrsta sinn úr Akki, Styrktar- og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga Hluthafafundur í Taugagreiningu hf. Stjórn Taugagreiningar hf. boðar til hluthafa- fundar þriðjudaginn 27. mars kl. 16.00 á skrif- stofum félagsins í Skógarhlíð 12, Reykjavík. Dagskrá: 1. Lagður fram efnahags- og rekstrarreikn- ingur fyrir félagið ásamt álitsgerð endur- skoðanda félagsins. 2. Kosning skilanefndar í samræmi við 111. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög sbr. ákvörðun aðalfundar félagsins frá 28. febrúar 2007 um slit á félaginu. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, reikningur félagsins og þær tillögur sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð 12, Reykjavík, viku fyrir fundinn. Stjórn Taugagreiningar hf. Fræðslufundur Stelpur með ADHD ADHD samtökin til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, halda fræðslufund í kvöld 20. mars kl. 20:00. Fyrirlesari er Rósa Steinsdóttir list- meðferðarfræðingur. Allir velkomnir. Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda verður haldinn miðvikudaginn 28. mars í fundar- salnum að Skipholti 70, Reykjavík kl. 20.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Engar lagabreytingar liggja fyrir. Kynning á frumvarpi um frístundabyggð. Kaffiveitingar. Stjórnin. Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.