Morgunblaðið - 12.04.2007, Page 55

Morgunblaðið - 12.04.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 55 Leiksýningin Woyzeck heldur áfram ferð sinni um Evrópu en á miðvikudaginn 18. apríl verður hún frumsýnd í óperuleikhúsinu Het Muziektheater í Amsterdam. Þar stendur til að sýna verkið fjórum sinnum í sal sem tekur 1.600 manns. Woyzeck er samstarfsverkefni Borgarleikhúss og Vesturports og er það unnið samvinnu við Barbic- an Center í London og Het Mu- ziektheater í Amsterdam. Sýningin var upphaflega frum- sýnd Barbican Center og var þar sýnd í tíu skipti fyrir fullu húsi. Hlaut sýningin lof gagnrýnenda og var meðal annars útnefnd ein af bestu sýningum ársins af tíma- ritinu TIME OUT. Eftir sýningar hér á landi var svo sýningin aftur flutt til London, hálfu ári eftir frumsýninguna þar, og var hún þá sýnd í önnur tíu skipti. Tæknilegt leikhús Salurinn í Het Muziektheater í Amsterdam verður sá stærsti sem hýst hefur sýninguna til þessa. Að sögn Þorsteins S. Ásmunds- sonar framkvæmdarstjóra Borg- arleikhússins er leikhúsið afar tæknilega fullkomið. Leikmyndin er til að mynda geymd uppi á hlið- arsviði og er svo keyrð inn í heilu lagi. „Við erum með verkið í eins konar farandssýningu,“ segir Þor- steinn. „Hún er einfaldlega geymd í gámi þegar ekki er verið að sýna.“ Hann nefnir sömuleiðis að ýms- ar hugmyndir séu á lofti um að fara með verkið víðar. Þá er þeg- ar frágengið að sýna verkið í Sa- lamanca í Spáni þann 1. júní næstkomandi. Leikstjóri Woyzeck er Gísli Örn Garðarsson en tónlist eftir þá Nick Cave og Warren Ellis. Leik- mynd er eftir Börk Jónsson, bún- inga hannaði Filippía Elísdóttir og Lárus Björnsson lýsingu. Leik- arar eru Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson, Ólafur Egill Eg- ilsson, Harpa Arnardóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Árni Pétursson, Erlendur Eiríksson og Jóhannes Niels Sigurðsson, en auk þess tekur átta manna kór karlaradda þátt í sýningunni. Woyzeck í Amsterdam Morgunblaðið/Árni Sæberg Drama Woyzeck og María: Ingvar Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Flott Leiksýningin Woyzeck verður frumsýnd í óperuleikhúsinu Het Muziektheater í Amsterdam á miðvikudag. Frum- útgáfa í kilju „Grípandi fjölskyldusaga … óvenjuleg og svalandi lesning.“ The Guardian „Dásamlegt, margbrotið verk.“ Publishers Weekly

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.