Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 26
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingóliur Davíðsson: Æfiskeið gróðursins Ekki er öllum gróðri skapaður jafnlangur aldur. Sumar jurtir vaxa upp af i'ræi að vorinu, ná fullum vexti samsumars, blómgast, bera fræ og deyja síðan að haustinu. Öllu lífsskeiði þeirra er þá lokið á einu sumri. Aðeins fræin lifa veturinn og lialda þannig teg- undinni við. Þetta eru nefndar einærar jurtir. (Arfi, varpasveifgras, naflagras, vorperla, þrenningarfjóla, augnfró, sumir maríuvendir o. fl. Einnig fjölmargar skrautjurtir, er í daglegu tali nefnast stunar- blóm.) Eru alls milli 12 og 13% íslenzkra jurta taldar einærar. — Öðruvíji er tvíærum jurtum farið. Þær lifa tvö sumur. Fyrra árið eru þær oftast lágar í loftinu og hafa blöðin í hvirfing niður við moldina. Þá eru þær að safna sér matarforða, sem þær geyma svo til næsta árs í rótinni eða annars staðar. Sumarið eltir teygja þær úr sér og bera þá blóm og fræ. Njóta þær matarforðans frá fyrra sumri, og eyðist hann allur síðara sumarið. Lífi tvíærra jurta má skipta í mat- öflunarskeið og blómgunarskeið. Eftir blómgun og fræþroskun deyja þær — bæði rót, stönglar og blöð, en fræið lifir eins og Iijá cinæru jurtunum. Rófur og gulrætur eru allkunnar tvíærar jurtir. Loks eru fjölærar jurtir og trjágróður. Fjölærar jurtir lifa í mörg ár og bera oft blóm og fræ. Þær sakar ekki mikið eitt kalt surnar t. d., því að þær geta beðið og blómgast næsta ár. íslenzkar jurtir eru flestar fjölærar. Það hentar bezt hinum erfiðu kjörum, sem gróður- inn á við að búa hér á norðurslóðum. Á haustin fella fjölæru jurt- jurtirnar blöð og blóm; stönglarnir visna og að jafnaði deyr þá allt eða mestallt, sem ofanjarðar er. En rætur og jarðsprotar lifa vet- urinn (ásamt fræjunum) og eru bezt. geymdir niður í jörðinni. Þar granda frost og ofþornun þeim sízt. Tré og runnar fella flestir blöðin á haustin til að verjast þurrk og kulda. Samt eru einstöku sígrænir, t. d. einirinn og sumt lyng. En þá eru blöðin sérlega vel útbúin, örsmá, þykk o. s. frv. Stofnar og greinar standa yfir veturinn, klædd korki til hlífðar; og hafa í sér við til að standast stormana og óveðrin, sem ella mundu verða þeim að falli. Tré og runnar blómgast venjulega oft og mörgum sinnum eins og fjölæru jurtirnar. — Þannig má skipa gróðrinum í aldursflokka. Ýmislegt er samt við þetta að athuga. „Sumarblómin" lifa t. d. oft lengur en eitt sumar. Morgunfrúin get- ur sju'rað á haustin og lifað veturinn, þótt venujulega lifi hún aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.