Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 48
94 náttúrufræðingurinN Risaloftsteinninn í Síberíu Margir hafa lieyrt talað um risaloftsteininn í Síberíu, sem féll þar til jarðar fyrir tæpum fimmtíu árum. Á sína vísu voru það engu minni náttúruhamfarir en þegar mestu eldgos og jarðskjálftar hafa geysað. Um 7 leytið að morgni hins 30. júní árið 1908 sáu íbúar í Túngú- síu-héraði, norðvestur af Baikal-vatni, sér til mikillar skelfingar að risavaxinn eldhnöttur þaut af geysihraða yfir himininn og hvarf í norð-austurátt í stefnu á uppsprettusvæði Tunguska-fljótsins. F.ftir framburði fjöhnargra sjónarvotta Iiefir tekist að gera sér grein fyrir braut loftsteinsins, bæði innan gufuhvolfsins sem í himingeymnum. Loftsteinninn stefndi frá sólu með um 40 km hraða á sek. og hefir því hraði hans miðað við jörðu verið 70 km á sek. því að braut hans hafði öfuga hreyfingarstefnu við hreyfingu jarðarinnar umhverfis sólina. Vegna núningsins við loftið varð loftsteinninn brátt glóandi og sýnilega hluta brautar hans, sem var um 700 km, var hann hjúpaður bláleitu skini auk þess sem hann dró langan liala á eftir sér, sem deyfðist smám saman og hvarf í himinblámann. Við áreksturinn við jörðina breyttist snögglega hreyfiorka loft- steinsins í hita, svo að loftsteinninn sprakk með heljarmiklum gný, sem heyrðist um alla Mið-Asíu og meir að segja allt til Norður-Nor- egs, 4000 km frá fallstaðnum. Skammt austan við borgina Kansk, 650 km sunnan við fallstaðinn var bresturinn svo mikill, að eimlestar- stjóri einn stöðvaði lest sína vegna þess að hann hélt að sprenging hefði orðið í lestinni hjá sér. Og allt að 100 km suður fyrir Kansk sópuðust menn og skepnur um koll af loftbylgju þeirri, sem samfara- var sprengingunni. Næstu sjónarvottar að sprengingunni voru nokkrir ættbálkar hirðingja og flökkumanna, sem hafast við á hinum strjálbyggðu skógarsvæðum, sem loftsteinninn féll niður í. Telja verður líklegt að margar fjölskyldur eða ættir hafi farizt við sprenginguna, en þó er vitað um einn Túngúsíumann, sem slapp lifandi, en missti heyrn og var lengi veikur upp frá því. Tjald sitt hafði hann haft um 30 km frá fallstaðnum og tættist ]>að í sundur, en hreindýr hans dreifðust um allar jarðir. Á margra kílómetra svæði umhverfis tjaldstaðinn hafði frumskógurinn verið rifinn upp með rótum og má af ])ví marka afl sprengingarinnar. Aðfaranætur 1. og 2. júlí 1908 mátti sjá yfir allri Vestur-Síberíu, Rússlandi og Norðvestur-Evrópu dásamleg 1 jósaskiptafyrirbrigði og svo mikil lýsandi næturský á norðurloftinu, að næturnar urðu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.