Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 5
Hofsós er einn af þeim stöðurn þar sem samtíð og saga haldast í hendur. Ekki stór staður að vísu, en merkur á margan hátt í sögu genginna kyn- slóða. Snemma er talað um skipa- komur út þangað. Þar er sæmilega að- djúpt og var fyrir norðaustanáttinni. Hofsós er elzti verzlunarstaður við Skagafjörð og einn sá elzti norðan- lands. Þangað sótti mikill hluti hér- aðsbúa verzlun um langan aldur, eða þar til upp reis verzlunarstaður á Sauðárkróki laust eftir 1870. Þangað héldu Hansakaupmenn og Englend- ingar skipum sínum fyrr á öldum, þar höndluðu danskir og höfðu selstöðu- verzlun, en nú á dögum hefur þar að- setur Kaupfélag Austur-Skagfirðinga. Að sjálfsögðu sjást þess glögg merki, að Hofsós hefur ekki byggst á síðasta mannsaldri. Þar er eitt af elztu hús- um þessa lands, bjálkahús frá dönsku selstöðuverzluninni og nú í eigu Þjóð- minjasafnsins. Húsið mun vera 200— 250 ára gamalt. Það stendur á grjót- bálki og er gjört af römmum viðum, enda stendur það óhaggað. Þar rétt hjá stendur hluti af íbúðarhúsi faktorsins, afgamalt hús. Víða sjást gamlar þurrabúðir eins og gerist í sjóplássum, en á hinn bóginn hafa á síðustu árum risið mörg glæsileg hús með nútíma sniði. Þar á meðal er hið nýja verzlunarhús kaupfélagsins, sem nánar verður vikið að hér. Þurrlent er á Hofsósi og gott bæj- arstæði. Ströndin er há þar í kring og afburða fagurt stuðlaberg rís þar víða úr sjó. Hofsáin fellur í hörðum streng út í litla vík og þar var áður Iagt að skipum. Nú hefur verið gerð báta- biyggja á Hofsósi. Utsýnið er fagurt, nær hvert sem litið er: Ennishnúkur- inn gnæfir sviptiginn yfir sveitina. Sléttar grundir eru út frá þorpinu og mýrkennt þegar nær dregur fjallinu. Hér heitir Höfðaströnd og skákin milli fjalls og fjöru er ekki ýkja breið. Inn í fjöllin ganga Deildardalur og Unadalur og þar sér til jökla. Ur Deildardal rennur Grafará og við A myndinni í miðið sést húsið, sem Kaupjélag Austur-SkagfÍTðinga hafði aðsetur í fram á sið- asta vor. Afast við það eru vörugeymslur. Neðsta myndin á þessari síðu: Nýja kaupfélagskúsið á Ilofsósi. Niðri er verzlun og vörugeymslur, en uppi eru skrifstofur og fundarherbergi. Skúli Norðdahl teiknaði húsið. Myndimar hefur Gísli Sigurðsson tekið.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.