Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 15
föður síns, þegar hann lauk námi ár- ið 1938. Þeir ráku síðan verkstæðið saman til 1951. Um leið og Benedikt stofnaði verkstæðið hóf Guðmundur nám hjá honum. Snemma á stríðsár- unum byggðu þeir saman húsið á Laufásvegi 18 og hófu framleiðslu þar árið 1943. Þegar þeir bræður höfðu lokið námi og lært það sem völ var á hér, héldu þeir til frekara náms á Norðurlöndum. Það nám virðist hafa orðið mjög ár- angursríkt. Norðurlandabúar og þó sérstaklega Danir eru álitnir fremstu húsgagnasmiðir heimsins. Húsgögn eru talsverð útflutningsframleiðsla hjá þeim og er til dæmis mikið selt til Bandaríkjanna. Þeir voru brautryðj- endur í notkun ýmissa harðviðarteg- unda og einnig hafa þeir gengið á undan með form, sem oft minna tals- vert á nútíma höggmyndalist. Árið 1949 fór Guðmundur til Dan- merkur til náms í listiðnaði. Jón fór árið eftir til Norðurlandanna og kynnti sér nýjungar í húsgagnagerð. Tveim árum síðar fóru þeir bræður saman til Danmerkur og Svíþjóðar í kynnisför og einnig til efniskaupa. Þeir telja mikil vandkvæði á því að fá gott efni, en nýtízku húsgagnagerð byggist einmitt á góðu efni. Erfitt er að fá leyfi fyrir efni frá þeim lönd- um, sem hafa það bezt. Helztu viðartegundir, sem þeir nota, eru eik og teak, en auk þess nota þeir mahogny, hnotu, birki og álmvið. Bezta húsgagnaeikin er janönsk. Danir flytja mikið inn af henni og hingað er hún fengin frá Danmörku. Þeir fá teakið líka þaðan, en það er upprunnið frá Síam. Eftir Norðurlandaförina 1952 breyttu þeir verzluninni allmikið. Áð- ur smíðuðu þeir eftir pöntunum, meðal annars innréttuðu þeir hæsta- rétt. Eftir breytinguna hafa þeir ein- göngu smíðað nýtízku húsgögn, sem seld eru þar í verzluninni. Um það leyti fóru þeir einnig að verzla með ljósaútbúnað, finnska keramik, list- (Framh. á bls. 87) Ilér að ofan eru sýnishom af húsgagnafram- leidslu þeirra brceðra á Laufásvegi 18. Takið eftir stólunum á neðstu myndinni, sem hægt er að raða saman og búa til sófa úr. Þeir geta eins staðið einir út af fyrir sig. Sófaborðið er úr teak með messinghólkum neðst á fótunum. A þessum stólum er aðallega einlitt Gefjunaráklœði. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.