Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 23
að máli. Hinum dæmda manni var því tilkynnt að bón hans væri veitt, og með hvaða skilyrði. Leonidas gerði Angelo boð að finna sig. Angelo var ekki í herbergi sínu þegar skólabræður hans komu til að flytja honum skilaboðin og fylgja honum til meistarans. Hryggð þeirra hafði angrað hann, þar sem honum fannst tilveran þessa stundina vera fullkomin í fegurð og samstillingu og lífið ótakmörkuð náð. Hann hafði því einangrað sig frá skólabræðrum sínum vegna andúðar á viðhorfi þeirra, meðan þeir höfðu látið hann afskiptalausan af meðaumkun og nærgætni. Hann hafði farið burtu úr borginni og ferðast langa leið fótgang- andi til hallar hertogans af Mianda til þess að skoða nýuppgrafið líkneski af guðinum Dionysusi. Sjálfur hafði hann ekki gert sér grein fyrir því, að hann var að leita til þessa stórfenglega lista- verks eftir staðfestingu á sannfæringu sinni um fegurð tilverunnar. Hann hafði ekki frétt um dóminn yfir meistaranum. Vinir Angelos þurftu að bíða hans lengi í kompunni sem hann bjó í uppi undir þaki. Þegar hann loks kom inn úr dyrunum þustu þeir að honum sem einn maður til þess að tilkynna honum þann dapurlega heiður, sem beið hans. Svo lítinn skilning hafði þessi dálætis lærisveinn meistarans á eðli og alvöru þeirra hörmunga sem dunið höfðu yfir Leonidas og þá alla, að félagar hans þurftu að endurtaka fréttir sínar áður en honum varð ljóst að Leonidas var í lífshættu. Þá stóð hann sem steingerf- ingur nokkra stund, unz hann spurði, líkt og svefngengill sem er að vakna, um dómsúrskurðinn og hina komandi af- töku, og félagar hans svöruðu honum með tárin í augunum. Þegar þeir sögðu honum á ný frá tilboðinu sem Leonidasi hafði verið gert og skilaboðum hans til unga mannsins, var sem hann vaknaði til fulls. Hann hvessti á þá augun og spurði hvers vegna þeir hefðu ekki sagt honum þetta strax. Svo sleit hann sig af þeim án frekari orða og þaut til dyra. En á þröskuldinum staðnæmdist hann, gripinn af hátíðleik stundarinnar. Hann hafði ferðast fótgangandi langa leið og sofið undir berum himni. Föt hans voru rykug og önnur ermin á treyjunni hans var rifin. Hann greip nýju skikkjuna sína af snaganum sem hún hékk á og kastaði henni yfir herðar sér. Fangaverðimir biðu hans og leiddu hann inn í klefa hins dauðadæmda manns. Hann fleygði sér grátandi í faðm meistarans. Leonidas Allori var rólegur, og til þess að fá hinn unga mann til að gleyma líð- andi stund fór hann að tala við hann um fegurð himinsins og dýrð stjam- anna, en það hafði svo oft verið um- ræðuefni þeirra, og Leonidas þá miðlað lærisveininum af fróleik sínum um him- intunglin. Innan stundar hafði meistar- anum tekizt að lyfta hug hans þangað. Þeir voru sem horfnir til æðri og á- hyggjulausra heima. Það var ekki fyrr en kennarinn sá að tárin vom þornuð á andliti lærisveins- ins að hann hvarf aftur til jarðarinnar. Hann spurði Angelo hvort hann væri fús til að dvelja nóttina í klefanum í sinn stað. „Þú veizt það, faðir“, sagði Angelo, „að fyrir þig vil ég fúslega deyja“. „Ég þakka þér, sonur minn“, sagði Leonidas, „fyrir að veita mér tólf stund- ir sem munu verða mér óumræðilega mikilvægar“. „Já“, hélt hann áfram“, ég trúi á ódauðleik sálarinnar, og ef til vill er hið eilífa líf andans hinn eini sanni raun- veruleiki. Ég veit það ekki — ennþá. Ég fæ að vita það á morgun. En ég spyr: er þessi áþreifanlegi heimur umhverfis okkur — þessar fjórar höfuðskepnur: jörð, vatn, loft og eldur — ekki raun- veraleiki líka? Og er ekki líkami minn — mergfylld beinin, hið sífljótandi blóð og hin dásamlegu skilningarvit — hluti af hinum guðdómlega sannleika? Menn telja mig gamlan mann, en ég er bóndi og af bændum kominn og jörðin hefur verið ströng og gjöful fóstra. Vöðvar mínir og afltaugar em styrkari nú en þegar ég var unglingur, hár mitt jafn- þykkt og þá og sjón minni hefur í engu farið aftur. Allt þetta læt ég nú eftir en andi minn heldur áfram á nýjar leiðir. Þá tekur jörðin við mínum heiðarlega líkama í sinn heiðarlega faðm og gerir hann eitt með sjálfri sér. Nú langar mig til að standa augliti til auglitis við nátt- úruna einu sinni enn, að ég megi færa henni þessa gjöf í fullri meðvitund eins og í alarlvegu samtali milli tveggja vina. Með morgundeginum mun ég snúa mér frá hinu jarðneska og ganga til móts við hið óþekkta. En í kvöld geng ég úti sem frjáls maður í frjálsum heimi meðal hluta sem ég þekki. Ég mun athuga hinn litauðuga leik birtunnar um sólarlagið og síðan hreinleika tunglsljóssins og hin- ar öldnu fylkingar stjamanna. Ég mun hlusta á söng rennandi vatns og bragða ferskleika þess, anda að mér sætum og beizkum ilmi frá grasi og trjám í myrkr- inu og finna jarðveginn og steinana und- ir iljum mér. Hvílík nótt, sem bíður mín! — Öllum þessum gjöfum mun ég safna að brjósti mínu og skila þeim aft- ur í djúpri samúð og þakklæti“. „Faðir“, sagði Angelo, „höfuðskepn- urnar hljóta að elska þig, því að gjafir þeirra allra hefur þú varðveitt“. „Ég trúi því, sonur minn“, svaraði meistarinn. „Síðan ég var drengur úti í sveit hef ég ætíð trúað því að guð birtist í sköpunarverki sínu og að hann elskaði mig“. „Ég get ekki skýrt það fyrir þér — því tíminn gerist naumur — hvernig eða eftir hvaða leiðum ég hef öðlazt fullan skilning á óendanlegri trúfesti guðs við mig, eða hvemig ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að trúfestin sé hinn æðsti guðdómlegi þáttur í stjórn tilverunnar. Ég veit að í hjarta mínu hef ég ætíð verið trúr þessari jörð og jarðnesku lífi. Ég hef beðið um frelsi í nótt til þess að láta jörðina og lífið vita að sjálfur skiln- aður okkar er staðfesting á trúnaðar- heiti. Á morgun fullnægi ég svo trún- aðarheiti mínu við dauðann og hið ókomna“. Leonidas hafði talað hægt, og nú hafði hann hlé á máli sínu og brosti. „Ég verð að biðja fyrirgefningar á því að hafa talað svona mikið, en í heila viku hef ég ekki talað við nokkurn sem ég ann“. Eftir stundarþögn hóf hann mál sitt á ný, og rödd hans og svipur voru með djúpum alvörublæ. „Þér, sonur minn, þakka ég fyrir trúfesti þína við mig gegnum mörg hamingjusöm ár, — og í kvöld. Vertu mér ætíð trúr. Ég hef hugs- að mikið um þig þessa daga innan þess- ara veggja og ég hef þráð að hitta þig aftur — ekki sjálfs mín vegna, heldur til þess að segja þér nokkuð. Já, ég hafði margt að segja þér, en ég verð að vera fáorður. Aðeins þessa bið ég þig, af innstu hjartans rót: varðveittu ætíð í hug og hjarta hið gullvæga lögmál hlut- fallanna og gleymdu ekki hinum gullna hluta". (Framh.) Hann er áhugaljóamyndari, en hefur ekkert myrkraherhergi tíl að framkaUa myndir í. SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.