Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 27
íslenzk húsgögn (Framh. af bls. 15) ofin veggteppi, handofin glugga- tjaldaefni og borðdúka úr hör. Við- skiptin fara sívaxandi. Þeir hafa smíð- að mikið af stólum og borðum fyrir Arnarhvol, sem þar prýða sali og ganga. I sýningarsalnum nýja við Ingólfsstræti er stólum frá þeim stillt út meðal listaverka og hand- bragð þeirra er á stórum hluta hús- gagna þeirra, sem prýða hina vistlegu setustofu í Bifröst í Borgarfirði. Húsgagnasmíði, eins og hún gerist hjá þeim bræðrum er að sjálfsögðu mjög listræn iðja. Þó hafa þeir leitað lengra til að fullnægja listrænni sköp- unarþrá. Það þekkti ég að nokkru eftir að hafa séð verk þeirra bræðra á sýn- ingum, þar sem þau hafa vakið mikla athygli. Á heimili þeirra þar á Lauf- ásvegi var gnótt listaverka í nýjum stíl. Fyrir þann hæfileika er hægt að búast við meiru af þeim í húsgagna- gerðinni og er vonandi að þeir láti hana njóta þess. Þeir fóru árið 1951 í Myndlistar- skólann og lögðu stund á modelteikn- ingu og höggmyndalist hjá Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara. Mörg verka þeirra eru afar skemmtileg. Sum þeirra eru alveg óhlutlæg, önnur hlut- læg, en mjög stíliseruð. Þeir tóku fyrst þátt í sýningu hjá Bandalagi íslenzkra listamanna 1955. Síðan hafa þeir haft sýningu hvor fyrir sig í Regnboganum í vor og samsýningu í nýja sýningarsalnum við Ingólfs- stræti. Þar fyrir utan hefur Jón tekið þátt í listiðnaðarsýningu í Þýzka- Iandi. Flestar mynda þeirra eru unnar í tré. Til þess hafa þeir allar þær viðar- tegundir, sem þeir flytja inn vegna húsgagnagerðarinnar og hér eru áður taldar. Auk þess vinna þeir myndir í sítrónuvið og rósvið frá Austurlönd- löndum. En fyrir utan tré hafa þeir efnivið svo sem járn, leir, gibs og stein. Þeir Jón og Guðmundur hafa í huga að koma sér upp stærra vinnu- verkstæði. En það er hjá þeim eins og fleirum: Það fæst ekki lóð fyrir bygg- ingu. Verzlunin ætti skilið að vera á betri stað. Það ber mjög Iítið á henni þar sem hún er og of fáir vita þess vegna um hana. En þrátt fyrir allt er gleðilegt til þess að vita, að hér skuli hafin fram- leiðsla á hentugum og smekklegum húsgögnum, sem því miður hafa hingað til aðeins verið dýr leikföng efnamanna og innflutt í ofanálag. gs- Hofsós,... (Framh. af bls. 7) hlíð eru um 10 km. Þessar stuttu vegalengdir gera það auðvelt fyrir bændur að sækja vörur í kaupfélagið á dráttarvélum eða bílum. Sambandsskipin koma oft á Hofs- ós og ríkisskip hafa áætlunarferðir þangað hálfsmánaðarlega. Einnig kemur þangað flóabáturinn Drangur, sem siglir milli Sauðárkróks og Ak- ureyrar þann tíma, sem Siglufjarðar- skarð er ófært. Kaupfélagið hefur skipaafgreiðslu á hendi fyrir þessi skip og önnur, sem þangað koma. Húsakostur kaufifélagsins. Fyrstu tvö ár félagsins var búðin í skúr við Hofsá. Árið 1922 var keypt húseign niðri á mölinni, þar sem Hofs- áin fellur út í víkina. Þar hafði kaup- félagið aðsetur þar til nú í vor. Þetta hús var orðið mjög af sér gengið. Það var orðið fúið og gisið, enda gekk sjó- rokið yfir það í vestanátt. Áfast við það var vörugeymsluhús félagsins. I vor flutti kaupfélagið í nýtt verzlunarhús. Það er stórt og glæsi- legt og við það hefur aðstaða félags- ins batnað til muna. Skúli Norðdahl hefur teiknað húsið, en öllu innra út- liti réði Hákon Hertevig á teikni- stofu SÍS. Verzlunin er mjög rúmgóð og allar innréttingar með nýtízku sniði. Út frá verzluninni eru vörulag- erar. Á efri hæðinni eru tvær stórar skrifstofur og fundarsalur. Getur komið til greina að hann verði not- aður til greiðasölu á sumrin og gamla gistihúsið lagt af sem slíkt. Nýja hús- ið stendur á sléttri valllendisflöt aust- an við Hofsána. Þar er mjög fallegt bæjarstæði, enda eru öll ný hús byggð á því svæði. Saga jélagsins. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga er talið stofnað 13. nóv. 1918. Að stofn- uninni stóðu 19 bændur úr Fellshreppi og í fyrstu var það nefnt Pöntunarfé- lag Fellshrepps. Arið 1920 var svo félagssvæðið stækkað og heimili og varnarþing þess talið á Hofsósi. Sama ár gekk félagið í SlS. Fyrsti forstöðumaður félagsins var Tómas Jónasson, bóndi á Miðhóli. Hann vann þau störf þó samhliða bú- skap sínum, en eftir að búð var opn- uð á Hofsósi, flutti hann niður í þorpið og átti þar heima eftir það. Fé- lagið færði brátt út kvíamar, allt norður að Fljótum og starfsemin fór árvaxandi. Tómas kom á fót útibúi á Siglufirði og reyndist þar góður mark- aður fyrir allskonar landbúnaðarvör- ur og viðskiptin voru hagur beggja, Siglfirðinga og félagsmanna kaupfé- lagsins. Kaupfélagið naut ekki lengi starfskrafta Tómasar. Hann fórst á leið til Siglufjarðar, er fárveður skall á bátinn. Þá tók við kaupfélagsstjórn ungur maður frá Hofsósi, Kristján Hallsson, sem nú er kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi. Geirmundur Jónsson var ráðinn kaupfélagsstjóri eftir að Kristján fór og gegnir hann starfinu nú. Hann hefur staðið fyrir hinni myndarlegu verzlunarhússbyggingu. I stjórn Kaupfélags Austur-Skag- firðinga eiga sæti þessir menn: Jón Jónsson, bóndi Hofi, og er hann for- maður, Þorsteinn Hjálmarsson, sím- stöðvarstjóri, Hofsósi, Friðbjörn Traustason, kennari, Hólum, Kristján Jónsson, bóndi Óslandi og Jón Guðna- son, bóndi á Heiði. Hjá kaupfélaginu vinna níu fastir starfsmenn og á síðasta ári fékk þetta starfsfólk greitt í vinnulaun 413.750,- 00 kr., en alls greiddi félagið í vinnu- laun 598,050,00 kr. Veltan á síðasta ári var 8.204.404,37 kr. gs. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.