Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 7
Að ojan: slátur- og frystihús kaupfélagsins og á neðri myndinni fiskimjölsverksmiðjan. Vinstra meg'.n við það sést Drangey og Þórðarhöfði liœgra megin. Geirmundur Jónsson, kaupfélagsstjóri. hússins 1939, en sjö árum síðar var það stækkað og endurbyggt. A Hofsósi eru um 10 opnir vélbátar, sem gerðir eru út að staðaldri. Frysti- húsið kaupir af þeim aflann, sem að- allega er þorskur og ýsa. Á síðasta ári var það um 500 tonn. I frystihúsinu vinna 20 stúlkur og 4 karlmenn, þegar allt er í gangi. Frystihúsið er vestur með sjónum, nokkru vestar en meginhluti þorpsins. Verkstjóri þar er Björn Björnsson. Vestan við þorpið, skammt frá frystihúsinu, eru fleiri byggingar frá kaupfélaginu. Annars vegar eru stór- ar vörugeymslur en hinsvegar fiski- mjölsverksmiðja, sem kaupfélagið rekur á móti nágrannakaupfélaginu á Sauðárkróki. Verksmiðjan framleiðir 8—10 50kg poka af fiskimjöli á klst. Starfsemin þar er helzt yfir sumar- mánuðina og þá vinna þar þrír menn. Frá verksmiðjunni voru fluttir út 2570 sekkir af fiskimjöli á síðasta ári og 200 sekkir voru seldir á félags- svæðið. Á sumrin er talsverður straumur ferðafólks um Hofsós. Kaupfélagið rekur gistihús yfir sumartímann, en hingað til hefur það verið við mjög erfiðar aðstæður. Gistihúsið er í einu af elztu húsum þorpsins. Það var áð- ur íbúðarhús danska faktorsins, en síðar var þakið rifið af og byggð önn- ur hæð ofan á. Þar eru nú gistiher- bergi. Við gistihúsið starfa þrjár stúlkur. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga hefur ekki pantanaafgreiðslu fyrir fé- Síeitu-Bjamarstaðir eru á mórkum Hjaltadals og Oslandshlíðar. Þar er myndarlegur búskapur og vel hýst. Félagssvæði Kaupfélags Austur-Skag- firðinga nœr inn í Hjaltadal. lagsmenn, heldur annast menn yfir- leitt flutningana sjálfir. Kaupfélagið á einn vörubíl 3 Vi tonns og hann er oft- ast í vöruflutningum milli Hofsóss og Reykjavíkur. Annars er hann í vöru- flutningum um félagssvæðið. Ut í Sléttuhlíð eru um 20 km og í Oslands- (Framh. á bls. 27) n SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.