Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 17
í boði Kaupfélags Austur-Skaftfellinga verða að veruleika i i í sínu eigin tjaldi, andað að sér skóg- arilmi til næringar með brauðinu úr ferðaöskjunni og fengið sér sopa með úr svalköldum lækjum er streyma út í Lag- arfljótið er lokar Víkinni á einn veg. En mesta dásemd annara dásemda var að skoða HaUormsstaðarskóg, gróðr- arstöðina og Guttormslund undir leið- sögn skógræktarstjórans þar. Egilsstaðir á Völlum eru miðstöð allra samgangna um Héraðið, enda lágu leiðir okkar mest um þann stað og nutum við hinnar beztu hótelvistar þar á allan hátt. Ur Héraði var haldið beint norður í land. A langri leið ferðamannsins kemst hann í snertingu við breytileg umhverfi eftir hvar leiðin liggur og eins var hér. Það er heldur ekki hægt að segja annað, en smá æfintýri hafi sótt okkur heim og það sum svo falleg að af þeim legur æfintýraljóma. Það getur til tíðinda talist fyrir um 40 konur að mæta jafn mörgum karl- mönnum upp á reginfjöllum, án þess að um nokkurt stefnumót sé að ræða, en þar var á ferð hin þekkta Sinfóníu- hljómsveit íslands suður Hólsfjöll til að halda liljómleika víðsvegar á Austur- landi. Höfðu atvikin hagað samfundunum nokkuð óvenjulega, þar sem fólkið þurfti að fara út úr bílunum meðan smávegis vegaviðgerð fór fram, en hún gekk bæði fljótt og vel eins og allt nú til dags, svo ekki vannst tími til að taka lag fvrir okkur, enda var það aukaatriði, aðeins það eitt að sjá jafn fríðan og frægan flokk, var okkur nóg ánægjuefni lengi á eftir. Að kvöldi annars dags fararinnar var komið að Mývatni og borðað og gist að hótel Reynihlíð. Má geta þess að aldrei þurfti að bíða eftir mat eða gistingu neinsstaðar, svo hver stund notaðist til hins ýtrasta. Var mest áherzla lögð á að sjá sem mest úti í ríki náttúrunnar. Fór því all- ur hópurinn brunandi á báti út í Slút- nes að loknum kvöldverði. Var varn- ingnum raðað vandlega í bátinn, sem þurfti að fara 2 ferðir með fólkið. Sjón er sögu ríkari, urðum við allar enn fróðari um Skógareyjuna fögru, hið friðsæla heimkynni fuglanna og með dvínandi geislum hnígandi kveldsólar, bauð hún gestum sínum góða nótt að lokinni heimsókn. Þá voru og skoðaðar borholur brennisteinsnámanna í Náma- skarði, sem eru mjög áberandi hvítir gosstrókar hátt í loft, hið mesta undrun- arefni Skaftfellsku fólki, sem ekki á slíku að venjast, eins og raunar öðrum náttúr- unnar fyrirbærum á þessum slóðum. Að morgni 3ja dags, var lagt af stað enn á ný að loknum morgunverði á hótel Reynihlíð. Var ekið meðfram Mývatni, gengið upp á Héðinshöfða, en þaðan er útsýni Nokkrar svipmyndir frá Ilöfn í Homafirði og næsta nágrenni. Húsið með fánaum er verzlun- arhús kaupfélagsins. fagurt og sérkennilegt. Síðan ekið áfram hina venjulegu leið áleiðis lengra norð- ur, um blómlega dali og fram hjá fræg- um höfuðbólum, þar sem nafnþekktir menn hafa slitið barnsskónum. Af þjóðveginum sést mjög vel heim að Laugum, hinu mikla menntasetri Þingeyinga. Sól var á lofti og bjart um að litast á báðar hliðar, þó hvíldi skuggi yfir staðnum þennan dag í öðrum skiln- ingi, þar sem einn kennari skólans var til moldar borinn. Umsamið var að fara ekki fram hjá Ilveravöllum í Reykjahverfi, án þess að framleiða myndarlegt hvergos og var það gert með grænsápu, sem keypt hafði verið á Laugum í þessum tilgangi, og vakti það eigi alllitla hrifningu meðal áhorfenda. Frá Hveravöllum var ekið beint í Húsavík, sem eins og áður er sagt, var endastöð þessa ferðalags. Þá vorum við og einnig staddar á þeim stað þar sem hugsjón samvinnu- hreyfingarinnar var fyrst gróðursett. Sá nýgræðingur sem mestum og glæsilegasta þroska hefur náð í íslenzku þjóðlífi; í menningar-, framfara- og þjóðlífsrækt. Það má segja að þessi fyrsti vísir beri nú orðið svo glæstan árangur, að vér Islendingar gerum oss vart sjálfir ljóst, hve fjölþættur hann er í svo viðtækri merkingu. A Húsavík var miðdegisverð- ur snæddur i boði Kaupfélags Þingey- inga. Kaupfélagsstjórinn Finnur Krist- jánsson ávarpaði gesti og bauð þá vel- komna, en Asgrímur kaupfélagsstjóri þakkaði fyrir hönd ferðafólksins. Viðdvöl var heldur lítil á Húsavík, flestir held ég hafi þó komið í kaupfé- lagið, þá miklu byggingu og eins vannst tími til að skoða kirkju kaupstaðarins, sem er vönduð og vel gerð á allan hátt. Þrjár aðrar kirkjur voru og skoðaðar í förinni, ein af þeim var kirkjan á Djúpa- vogi, sem er Berfirðingum til mikils sóma. A Húsavík var fagurt um að litast og skyggni ágætt út yfir hinn norðlenzka sjó, þar sem tugir skipa sigla um dag- lega í leit eftir hinni eftirsóttu síld. En þrátt fyrir glæsilegar síldarfréttir af og til undanfarið, hafði þó engin síld enn borist til Húsavíkur og voru það fólk- inu mikil vonbrigði, sem skiljanlegt er. Þá vendi ég mínu kvæði í kross. Húsa- vík er kvödd; ferðafólkið sest í bílana aftur og ekur heim á leið. Reykjarheið- SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.