Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 9
Gæði jarðarinnar takmarkalaus Eitt af furðuverkum samvinnusýningarinnar á Mósebakka er hnattlíkan mikið. Geta sýningargestir gengið inn í það og blasir þá við sýn sú, sem sést á myndinni að ofan — heimsmynd í fögrum litum. ef mennirnir læra að vinna saman Frá alþjóðlegri samvinnu- ráðstefu í Stokkhólmi Frá Mósebakka á Stokkhólmsborg engin leyndarmál, segir í gamalli lýs- ingu á hinni fögru, sænsku höfuðborg. Bakkinn var þá sunnan við borgina en má nú kallast hlið Suður-Stokk- hólms, hár og mikill og sér þar yfir hina eldri borgarhluta og er fögur sýn. Fyrr á árum voru þarna vindmyllur tvær og átti aðra þeirra Andrés Jóns- son Móses og er staðurinn við hann kenndur. Þessa dagana er víðsýni á Móse- bakka önnur og meiri en venjulega. Þar sem Stokkhólmarar hafa átt sér skemmtistaði fagra um áratugi, hefur nú verið komið fyrir sýningu einni merkilegri, sem ber heitið „Utan gránser“ og sýnir hversu takmarka- lausir eru kostir góðs og heilbrigðs lífs á jörðunni, ef vel er unnið og auðæf- um skipt af sanngirni. Hápúnktur sýningarinnar er hnattlíkan eitt mik- ið, sem gestir ganga í gegnum og er liaglega gert með eindæmum. Tilefni þessarar sýningar er alþjóða- ráðstefna samvinnumanna, sem kom saman í Stokkhólmi í ágústmánuði. Ráðstefnan fór að vísu fram í vegleg- um salarkvnnum miðbæjarins, en aðalbyggingar sænska samvinnusam- bandsins eru undir Mósebakka á fögr- um stað, og hefur sambandið fyrir nokkru eignazt bakkann allan til framtíðarbygginga. Þykir fara vel á því, að höfuðstöðvar samvinnufélag- anna standi þama á mörkum hins gamla verzlunarbæjar og hinna nýju suðurhverfa, þar sem nú býr fjöldi liins vinnandi fólks. Þótt framtíðarsýn á Mósebakka gripi hug margra, hafði þó samvinnu- þingið öðrum erindum að gegna og ekki öllum á sviði framtíðardrauma. Þriðja hvert ár safnast samvinnu- menn hvaðanæfa úr heiminum til slíks þinghakls á vegum alþjóðasam- bandsins og ræða hugðarefni sín. Eru þau ærin, enda eru 125 milljónir manna í samvinnufélögum þeim, sem að samtökunum standa. Eitt höfuð umræðuefni þingsins var samvinnustarf í þeim löndum, sem hafa verið að fá og eru að fá fullveldi eftir langa nýlendustjórn og búa við mikla fátækt. Það er augljóst mál (og sannaðist raunar á áberandi hátt hér á Islandi í lok síðustu aldar), að ný- frjálsar þjóðir, félitlar en stórhuga, geta með miklum árangri hagnýtt sér samvinnuhugsjónina. Hafa hin al- þjóðlegu samvinnusamtök gert sér þetta fyllilega ljóst og reyna nú á margvíslegan hátt að kynna hugsjón- ina og útbreiða hana í þessum lönd- um, sem aðallega eru í Asíu og Afríku. Norrænir samvinnumenn vilja vera liðtækir á þessu sviði sem mörgum öðrum og hafa samþykkt að senda hinn aldna en reynda forstjóra sænska sambandsins Albin Johansson til Austurlanda til að kynna sér þessi mál og athuga, hvað hægt er að gera. Albin hafði búið sig undir að flytja erindi mikið á ráðstefnunni, en gat það því miður ekki vegna sjúkleika. Aðstoðarmaður hans las það og vakti mál þessa sænska samvinnuleiðtoga mikla athygli. Gerði liann þar með framsýni og stórhug, sem jafnan hef- ur einkennt hann, grein fyrir því, hversu mikill máttur neytenda geti verið í heiminum, ef þeir hafi með sér samvinnu, hagnýta tækni og uppfinn- ingar og beita allri orku sinni til að bæta lífskjör fólksins. Þrátt fyrir mikinn samvinnuvilja samvinnumanna víðs vegar um heim, SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.