Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 18
arvegur er farinn til baka og gefst okkur því kostur á að sjá hið margumtalaða Asbyrgi og er það önnur paradísin frá Atlavík á jarðneskan mælikvarða mæld og vegin. Við komum fljótt auga á tjöld, sem ferðafólk hefur reist inn í botni þess- arar stórbrotnu og hrikalegu hamra- borgar, sem heldur vörð um helgi stað- arins. Við vöðum eins og óboðnir gestir inn á þennan rólega stað, þar sem fjöl- skyldur sitja fáklæddar við tjöld sín. Hitinn segir til sín, þegar sólin skín jafn glatt og í þetta sinn og ekki bærist lauf á limi trjánna, en skógur er allmikill í Ásbyrgi, þó mestur innst og er þar einnig smá tjörn. Við nutum þess að sitja í þessu fríða umhverfi um stund og borða sætar og safaríkar appelsínur, sem kaupfélagsstjórinn veitti öllum af rausn. Sannast því ekki á okkur að við höfum borðað forboðin epli af trjánum, eins og Adam forðum í paradís. Þess má geta að séra Páll Þorleifsson prestur að Skinnastað, sem er Hornfirð- ingur að ætt og uppruna, kom ásamt konu sinni til móts við hópinn í Ásbyrgi og þá einnig til að hitta Onnu húsfrú í Hólum, sj'stir sína, sem var einn ferða- félaginn. Voru þau hjón að loknum samfund- um kvödd, með glaðværum söng og end- urómaði hamraborgin þá tóna. Á leið okkar fram fjöllin hittum við Dettifoss, hinn forna vin Ivristjáns Jóns- sonar fjallaskálds. Söng hann einnig fyrir okkur eins og skáldið forðum. Þá fór nú heldur að strjálka bænda- býlum, eftir sem lengra dróg fram á leið. Var ekið fram hjá Grímsstöðum, án við- dvalar, en lítið eitt stanzað í Möðrudal. Jón bóndi Stefánsson sýndi gestum kirkju sína, hans eigið handaverk, einnig söng liann og spilaði á kirkjuorgeliið. Eflaust hefði sá maður getað orðið frægur tónsnillingur og listmálari, hefði leið hans legið til Rómar, eins og svo margra andans snillinga, bæði fyrr og síðar. Samt sem áður er hann vel þekkt- ur listamaður í ríki sínu, uppi á regin öræfum Islands, þar sem vindguðinn Kári slær hörpu sína af miklum hetju- móði. En vorgyðjan, sem svífur úr suðræn- um geim, fer heldur ekki fram hjá af- skektum afdalabæjum. Ég sá ekki bet- ur en hún væri í sumarfríi hjá Jóni bónda í Möðrudal, því svo sannarlega breyddi hún sólgeislavængina breiðu, út yfir auðnir öræfanna, svo Iangt sem augað eygði. Alltaf smá hallaði undan fæti. Komið var niður á Jökuldal og ekið sem leið liggur áfram og niður á Hérað. Þetta var þriðji dagur fararinnar og lengsti áfanginn, en engin fann til þreytu eða viðurkenndi hana, enda vissu allir að nú biðu góð og mjúk rúm á Egils- stöðum og Hallormsstað, sem lagst var í að lokinni máltíð. Næsta morgun var einn dagur fram- undan, síðasti dagur fararinnar. Vaknað var í glampandi sól á Héraði og svo blækyrrt var Lagarfljót að him- inn og lynggrónar heiðar héldust í hend- ur í þeim mikla spegli. Ekki var hugsað til ferðar fyrr en eftir hádegið, en þá kvöddust þær, sem fóru með flugvél heim þennan sama dag, og þau hin, er héldu áfram í bílunum og síðla kvölds, 12. júlí, var allur hópur- inn kominn aftur til Hornafjarðar, eftir vel heppnaða ferð. Eg vil að lokum þakka fararstjóra og ferðafélögum fyrir ánægjulegt ferðalag og glaðværar samverustundir og óska næsta hópi góðrar ferðar. Ilöfn í Iíornafirði, 16. júlí 1957. Skaftfellsk hiísmóðir. Tíundasvik (Framh. af bls. 13) sinni nefnd Glersteypugóðsemin sú í fyrra, það mætti þá heldur tala um mis- vitra Iánveitendur, um lánsfjárleysi mætti í bráðina enginn atvinnuvegur okkar síður kvarta en iðnaðurinn, nema ef vera skyldi útgerðin. Hún hefur margri kónunni kyngt og þeim verð- meiri en þessum, sem lentu í glerfjallið. Af atvinnuvegum er það faðir allrar menningar og mannfélagshátta, land- búnaðurinn, sem einn hefur verið af- skiptur lengst af, enda sér það á. Hann missir fólkið, landareignirnar, arðinn, álitið, allt nema afkastaaukning- una við heyöflun. Hún vex alltaf. Ef ekki væri afkastaaukning hjá öðrum at- vinnuvegum einnig, færi maður að freist- ast til að reyna að lækna þá af meinum sínum með lánsfjárleysi, og satt að segja kynni lánsfjárkreppa að valda dálítið athngulli rekstri fyrirtækja og jafnvel bættu heimilishaldi hins betra meðallags atvinnurekenda auk þess, sem hún kynni að losa mann við að þurfa að hugsa um 15 nýja togara handa þjóð, sem vantar töluvert á annað þúsund vinnandi manna til að manna þau skip, sem eru nú á floti og draga niður úr þem beljum sem enn gaula, en hefur þó fyrir trúar- játningu margra þegnanna að verkafólk sé afætur tómar, sennilega þó helzt þeir, sem auk alls annars taka mikinn hluta launa sinna í erlendum gjaldeyri, tor- fengnari og dýrari öllu öðru gjaldi. Það má fá líkur fyrir þeirri skoðun sumra útgerðarmanna með athugun á skilsem- inni til Færeyinganna síðast. Þetta greinarkorn, sem átti að vera um ágrip af fundarsamþykktum hefur runnið út um allar götur. Hverfum þá heldur aftur að efninu. Nú er sá galli á ágripum, að varla er trvggt að þau segi síður álit höfundar síns á hlutunum en efni rits þess, er úr er hrifsað. Ágrip það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, ber svo mikinn keim ann- arra ritsmíða Morgunblaðsins, að vart er ætlandi að það hafi farið með öllu óhitað gegnum lireinsunareld blaðsins. En sé svo að forkólfar íslenzkra iðnrek- enda séu svona blindfelldir í mót Morg- unblaðsins þarf engan að undra þótt meira sé keypt af erlendum iðnvörum en heppilegt er fyrir gjaldeyrisafkom- una. Smekkurinn fyrir röðinni frægu: „Við, flokkurinn, þjóðin,“ er ekki viður- kenndur nema af liðugum 40% kjós- enda og illa séður af hinum, en sé hann verulega holdgróinn hjá forstjórum iðn- fyrirtækjanna er hætt við að hans finn- ist merki á framleiðslunni og líki ekki þar heldur og væri þá illa farið. Allur ófarnaður og óálit íslenzks iðn- aðar er okkur hið mesta mein, þar sem hann er líklegasti atvinnuvegurinn til að geta — ef vel er rekinn — tekið við og alið önn fyrir viðkomu þjóðarinnar sem nú virðist vera orðin of ágjörn til að tíma að búa ekki meira en það gefur í aðra hönd og of værukær til að stunda sjó svo henni nægi til lífsbjargar, þótt mikið hafi hún hugrekki til að skulda. Sigurður Jónsson frá Brún. — Þeir geta aldrei hitzt án þess að tala um pólitik! — 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.