Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 10
hafa tilraunir til að koma á viðskipt- um í stórum stíl milli samvinnusam- bandanna yfirleitt mistekizt, að und- anteknu norræna samvinnusamband- inu, sem er þar ljómandi undantekn- ing. Enn var þetta mál rætt í sér- stakri nefnd á þinginu og verður nú gerð tilraun til raunhæfs starfs á þessu sviði með hið norræna NAF sem fyrirmynd. Um þetta mál hafði fram- sögu forstjóri rússneska samvinnu- sambandsins, A. P. Klimov. Mörg önnur mál voru tekin til um- ræðu á þinginu, og auk þess voru haldnir margir sérfundir um ýms mál- efni, þar sem sérfróðir menn frá sam- vinnustofnunum um heim allan hitt- ast og bera saman ráð sín. Fjalla um ýms slík mál nefndir, sem fylgjast með nýjungum og breytingum í tækni og dreifa slíkum upplýsingum til sam- vinnumanna um víða veröld, auk þess sem þeir, er lengst eru konmir, veita hinum tæknilega aðstoð og senda sér- fræðinga þeim til hjálpar. íslenzka samvinnuhreyfingin hefur um langt árabil notið mikils fulltingis í slíkum efnum, aðallega frá frændum sínum á hinum Norðurlöndunum. I hvert sinn, sem samvinnumenn hér á landi ráðast í framkvæmdir á nýju sviði, hafa þeir getað leitað eftir slíkri aðstoð og þannig sparað fé og tíma, sem ella hefði þurft til að þreifa sig áfram. Er slíkt alþjóðlegl samstarf margra pen- inga virði. Alþj óðasamband samvinnumanna er eitt hinna sárafáu slíkra samtaka, utan sameinuðu þjóðanna, þar sem austur og vestur niætast. Þó hefur það ekki verið friðsamleg sambúð. I kommúnistaríkjunum eru svokölluð samvinnufélög aðeins einn armur rík- isvaldsins og lúta boði þess og banni í hvívetna. Hins vegar telja menn í lýðræðisríkjunum, að það sé óhjá- kvæmilegt, að samvinnufélög séu frjáls félagsskapur frjálsra manna, óháður ríkisvaldinu. Hefur verið dreg- in sú lína, að ekki er veitt innganga í samtökin öðrum samvinnusambönd- um en þeim, sem sannað geta, að þau séu frjáls og óháð, en ýmsum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu svo og Kína neitað um inngöngu á þeim grund- velli, þótt enn hafi ekki verið snúizt gegn þeim löndum, sem fyrir eru í sambandinu, á þessum grundvelli. Um allt þetta hafa staðið deilur miklar og er nú verið að athuga aðstöðu ýmissa landa í þessu Ijósi. Ekki verður sagt, að alvarleg átök hafi verið á Stokkhólmsþinginu um þessi efni, þótt greinilegur væri skoð- anamunur um ýms mál og vestan- menn hindruðu þátttöku austan- manna í mikilli samvinnuráðstefnu, sem halda á fyrir Austur-Asíu í Kuala Lumpur næsta vetur. Fulltrúar Islands vom tveir á al- þjóðafundinum, þeir Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, og Þórður Pálma- son, kaupfélagsstjóri í Borgamesi. Auk þess sat Jón Ólafsson, fram- kvæmdastj óri Samvinnutrygginga, bæði norrænan og alþjóðlegan sam- vinnutryggingafund um sama leyti. Milli funda notuðu þeir félagar ásamt Helga Péturssyni, framkvæmdastjóra, tímann til að ræða um kjötsölu til Svíþjóðar og fleiri raunhæf verkefni. Myndarleg iðnstefna samvinnumanna á Akureyri Um mánaðamótin ágúst—september SÍS, setti stefnuna og skýrði m. a. frá framleiðslu sína fyrir um 60 milljónir var haldin iðnstefna samvinnumanna á því, að samvinnuverksmiðjurnar veittu króna síðastliðið ár. Hann benti sérstak- Akureyri. Erlendur Einarsson, forstjóri um 500 manns atvinnu og hefðu selt lega á það í ræðu sinni, að nú væru opn- aðir markaðir erlendis fyrir vörur úr ísl. ull, dúka, áklæði, peysur og fleira. Mikill fjöldi manns víðsvegar að af landinu var viðstaddur setningu iðn- stefnunnar, og munu um 100 manns frá 43 kaupfélögum hafa sótt hana. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru opn- un iðnstefnunnar, voru Gylfi Þ. Gíslason iðnaðarmálaráðherra og fulltrúar frá Innflutningsskrifstofunni. Þessar verksmiðjur sýndu vörur sínar á iðnstefnunni: Ullarverksmiðjan Gefj- un, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fata- verksmiðjan Hekla, Silkiiðnaður SÍS, Saumastofa Gefjunar, Sápuverksmiðjan Sjöfn, Mjólkursamlag KEA, Smjörlíkis- gerðin Flóra, Efnagerðin Flóra, Pylsu- gerð KEA, Kaffibrennsla Akureyrar, Kaffibætisgerðin Freyja og Fataverk- smiðjan Eífa, Húsavík. í Fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri: Gyjli Þ. Gislason iðnaðarmálarádherra (t.h.) og Erlendur Einarsson forstjóri (t.v.) 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.