Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 6
Vr búðinni í nýja kaupjclagshúsinu. dysjaðir eru þar. Aðrir flýðu til Hóla á náðir Jóns biskups Vilhjálmssonar. Norðvestur á firðinum er Drangey og bak við hana Skaginn. Innar rís Tindastóll og til suðurs opnast Skaga- fjarðarhéraðið með Mælifellshnjúk í öndvegi. Félagssvæði Kaupfélags Austur- Skagfirðinga nær yfir Óslandshlíð, Höfðaströnd, Sléttuhlíð og hluta Hjaltadals. Á þessu svæði er búskap- ur fremur rýr miðað við þau héruð, sem bezt eru á vegi stödd. Mikill framfarahugur ríkir þó. Afréttarlönd eru fremur þröng og skilyrði til fjár- búskapar ekki sem bezt. Meðalþungi dilka, sem slátrað var í sláturhúsi kaupfélagsins, var 13,6 kg. Mjólkur- framleiðsla fer mjög vaxandi og mjólkurbílar frá Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki fara langt út með firð- inum. Hinsvegar kemur ónóg ræktun í veg fyrir verulega framleiðsluaukn- ingu á því sviði. Félagsmenn í Kaupfélagi Austur- Skagfirðinga voru 224 í árslok 1956 og skiptust þannig eftir starfsgreinum: Bændur 80, Verkafólk í sveit 40, Sjómenn 20, Iðnaðarmenn 14, Verkafólk á Hofsósi 48, Skrifstofu- og verzlunarfólk 4, Embættis- og sýslunarmenn 6, aðrir 12. Kaupfélagið rekur slátur- og frysti- hús og þar er slátrað öllu fé, sem fargað er af félagssvæðinu. Á síðast- liðnu hausti var slátrað þar samtals 7.900 fjár. Byrjað var á byggingu Stjóm Kaupjclags Austur-Skagfirðinga ásamt kaupjélagsstjóra. Frá Vinstri: Þorstc’nn Hjálmarsson, símstöðvarstjóri, Hojsósi, Geirmundur Jónsson, kaupjélagsstjóri, Frlðbjóm Traustason, kcnnari, Hól- itm, Jón Jónsson, bóndi lloji, jormaður stjómarinnar, Kr'stján Jónsson, bóndi Oslandi og Jón Guðnason, bóndi á lleiði. Grafarós, skammt innan við Hofsós, er gamall verzlunarstaður og er ekki mjög langt síðan hann var af lagður. I norðvestri er Þórðarhöfði eins og há og sæbrött eyja. Á báða vegu er þó eiði, sem tengir hann við land og þar bak við höfðann er Höfðavatn, stærsta stöðuvatn sýslunnar. Jóhann Sigurjónsson skáld hafði miklar ráða- gerðir um hafnargerð við Höfðavatn. Var í ráði, að grafin yrði rás gegn um syðri grandann, nægilega djúp fyrir stór skip. Jafnframt átti að reisa bryggjur og hafnarvirki við vatnið og koma þar upp útvegsstöð. Þarna hefði verið ein bezta höfn landsins því vatnið er nokkuð djúpt, en ráðagerðir Jóhanns komust ekki til framkvæmda og aðstaðan við Höfðavatn er ónotuð enn. Rétt við Höfðavatn er Mannskaða- hóll. Við hann er tengdur sögulegur atburður frá árinu 1431. Enskir ó- spektarmenn fóru um héraðið með ránum og þóttu djarftækir til kvenna. Skagfirðingar fóru á móti þeim og sló í bardaga. Höfðu skagfirzkir sigur og felldu meir en áttatíu manns, sem Minning Jón Konráðsson bóndi í Bae á Höfðaströnd Þegar Kaupfélag Austur- Skagfirðinga á Hofsósi hafði náð langþráðu takmarki og flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði, varð félagið skömmu síðar að horfa á bak einum bezta stuðningsmanni samvinnufélagsskaparins í Skagafirði og formanni fé- lagsins. (Franih. á bls. 25) 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.