Samvinnan - 01.12.1967, Side 45

Samvinnan - 01.12.1967, Side 45
Yinnudagurinn hefst og honum lýkur með samlsstri úr rauða kverini hans Maó. Hersveitir undir yfirstjórn hans vinna nú að því að koma skipan á hlutina eftir að mestu hamfarir menningarbyltingar- innar eru um garð gengnar. Raunar má segja að Lin Píaó sé eini maðurinn úr hinu gamla forustuliði kommúnista- flokksins sem algerlega hefur staðið með Maó hvað sem á hefur gengið undanfarna mán- uði. Sjá Enlæ forsætisráð- herra hefur hvað eftir annað gengið fram fyrir skjöldu til að hemja Rauða varðliða, eink- um þegar þeir gerðust of nær- göngulir við ýmsa ráðherrana. Hann var sendur til Vúhan að stilla til friðar, þegar ekki var annað sýnna en þar brytist út uppreisn í hernum. Hann fór til Kanton að stöðva götubar- daga. Sjú Te, hinn aldni yfir- hershöfðingi alþýðuhersins í styrjöldinni við Japani og borgarastyrjöldinni, hefur orð- ið fyrir svæsnum árásum Rauðra varðliða. Sama máli gegnir um Sén Ji, utanríkis- ráðherra og marskálk, sem lítt hefur haft sig í frammi upp á síðkastið. Auk Lin Píaó eru nánustu samstarfsmenn Maó í bar- áttunni Sén Póta, sem á upp- hefð sína því einu að þakka að hann var um skeið einka- ritari formannsins, og fengin var í hendur yfirstjórn menn- ingarbyltingarinnar, og Sjang Sing, kvikmyndaleikkonan fyrrverandi sem Maó kvænt- ist í Jenan. Hún hefur aldrei komið fram á sjónarsviðið fyrr en eftir miðstjórnarfundinn í ágúst í fyrra. Þá var ákveðið að innlima í herinn allar tónlist- arstofnanir í höfuðborginni og Sjang Sing gerð ráðunautur herstjórnarinnar um menning- armál með yfirstjórn þessara stofnana á sinni könnu. Það vakti á sínum tíma hneyksli í Jenan, þegar Maó skildi við konu þá sem hann átti fyrir til að ganga að eiga leikkonuna.Flokksstjórnin setti það skilyrði fyrir samþykki við ráðahaginn að nýja konan kæmi hvergi opinberlega fram, og það hefur heldur ekki skeð fyrr en menningarbyltingin komst á það stig að broddarn- ir beindust gegn Ljú Sjásí og konu hans, en þær Sjang voru erkióvinir frá því í Jenan. Svona geta persónuleg mál blandazt heimssögulegum at- burðum enn þann dag í dag. Þegar alls er gætt er mesta furða hve lítilli truflun menn- ingarbyltingin hefur valdið í atvinnulífi Kína. Útflutnings- verzlunin hefur ekki orðið fyr- ir neinum skakkaföllum. Ferða- mönnum sem farið hafa víða um Kína ber saman um að hvergi verði vart við vöruskort né ringulreið á opinberri þjónustu. Meira að segja í Kanton, þar sem átök urðu einna hörðust, á að hefjast árleg útflutningsvörusýning um þær mundir sem þetta er ritað. Eftir er að vita hvernig fer með fræðslukerfið og embætt- isfærslu þegar fram í sækir. Lokun allra framhaldsskóla í rúmt ár hlýtur að raska náms- ferli nokkurra aldursflokka, en alvarlegri geta afleiðingarnar orðið af því ef Rauðir varðlið- ar fá framgengt kröfum um að frammistaða í Maó-fræðum skuli ráða úrslitum um inn- göngu í æðri menntastofnanir. Kína má líka illa við því að verulegur hluti af sérfróðum og stjórnþjálfuðum mannafla landsins fáist til langframa við kamarsmokstur, götuhreinsun og önnur svipuð störf, sem holl- ust þykja til að uppræta borg- aralegan hugsunarhátt. Þetta vita þeir bezt sem ábyrgð bera á stjórn landsins, og því er nú skorað í kínverskum blöðum á forustukrafta sem lent hafa á villigötum en vilja bæta ráð sitt að gefa sig fram til starfa á ný. Jafnframt eru byltingar- öflin hvött til að láta af árás- um á alla aðra en harðsviruð- ustu flokksfjendur og endur- skoðunarsinna sem engum sönsum vilja taka. Krústjoff Kína, hinn marg- fordæmdi Ljú Sjásí, er sagður búa óáreittur í embættisbústað sínum í Peking. Að nafninu til er hann enn forseti Kína, því þjóðþingið sem eitt getur form- lega svipt hann embætti hefur ekki komið saman síðan löngu áður en menningarbyltingin hófst. Ekkert bendir enn til að brugðið verði út af þeirri venju Kommúnistaflokks Kína að forðast að úthella blóði þeirra sem verða undir í átökum inn- an flokksins. í þeim aftökum sem kunngerðar hafa verið í sambandi við menningarbylt- inguna hafa átt í hlut óþekkt- ir einstaklingar og þeim gefin að sök morð á byltingarmönn- um. Áður en skilizt er við menn- ingarbyltinguna í miðjum klíð- um með afdrif hennar óráðin, er rétt að víkja að áhrifunum af því sem gerzt hefur á stöðu Kína í veröldinni. Er þá fyrst til að taka, að menningarbylt- ingin hefur tvímælalaust breikkað stórum bilið milli Kína og Sovétríkjanna. Virð- ast sovétmenn hafa gert enn eina kórvilluna í skiptum við Kínverja og reiknað með að Maó yrði undir áður en lyki. Þótt vera megi að stefna Maó nái ekki fram að ganga í verki, er búið að búa svo um hnútana að vart getur hjá því farið að þeir sem með völdin fara í raun og veru stjórni í nafni hans, jafnvel þótt þeir gerist í reynd sporgenglar Ljú Sjásí. Kínversk blöð hafa enn yfir- gengið sjálf sig í óbótaskömm- um um sovétstjórnina eftir að Bresnéff veittist að Maó per- sónulega í aðalræðu sinni á byltingarafmælinu. Hvað varðar samskipti Kína og Bandaríkjanna hefur engin breyting orðið á yfirborðinu, en eitthvað er að gerast í undir- djúpunum. Enn eru til þeir menn í áhrifastöðum í Wash- ington sem dreymir um að leggja til atlögu gegn Kína, en þeim sem óar við slíku ævin- týri hefur fjölgað við reynslu Bandaríkjahers í Vietnam. Bandaríkjastjórn hefur kunn- gert Kínverjum bæði ljóst og leynt að hún muni ekki láta ráðast á þá, meðan þeir taki ekki þátt í vopnaviðskiptum í Vietnam, en þar sem stjórnin í Hanoi kýs flest annað heldur en að fá Kínverja yfir sig, má Kína heita öruggt fyrir Banda- ríkjunum í bráð. Þetta hefur Maó staðfest í verki með því að hleypa menningarbyltingunni af stokkunum, því ef banda- rískir valdhafar brynnu í raun og veru í skinninu af löngun að ráðast á Kína, hefði vart getað hjá því farið að freistingin yrði þeim ómótstæðileg að nota tækifærið meðan allt var í uppnámi í Kína. Áhrif Kína hafa þorrið veru- lega við atburði síðustu miss- era. í Norður-Vietnam hafa forustumenn gagnrýnt menn- ingarbyltinguna og persónu- dýrkunina á Maó, til að full- vissa fólk um að ekkert slíkt muni eiga sér stað þar. Stjórn Norður-Kóreu, sem mátti heita á bandi Kína í deilunum við Sovétríkin, hefur breytt um afstöðu og gerzt hlutlaus eftir að Kínverjar reyndu að blanda sér í flokksmál þar. Kommún- istaflokkur Japans hefur sömu- leiðis gerzt fráhverfur málstað Kínverja í deilunum við sovét- menn. Magnús T. Ólafsson. 45

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.