Samvinnan - 01.12.1967, Side 54

Samvinnan - 01.12.1967, Side 54
Framsöguerindi á hinum almenna kirkjufundi: Siðbótin tungan og þjóðernið Eftir séra Heimi Steinsson sóknarprest á Seyðisfirði. i Undirbúningsnefnd hins almenna kirkjufundar hefur þessu sinni hitt naglann á höfuðið, er hún valdi fund- inum verkefni. Svo mjög sem kirkjan oft er atyrt fyrir að setja á tölur um ýmis efni, er allur þorri manna telur sig einu gilda, þá hefur hún þessa dag- ana efnt til umræðna um vanda, sem ætti að ljósta hvern óbilaðan íslending milli augnanna jafnskjótt og honum er brugðið á loft. Sá sem þetta ritar á þess engan kost að verða við tilmælum undirbúnings- nefndar um viðunandi erindisgerð. Veld- ur því hvort tveggja, annríki og aðstöðu- brestur, þar eð bókakostur er takmark- aður í afskekktu byggðarlagi austur á landi. Hér verður því ekki fjallað um lúthersku siðbótina, tunguna og þjóð- ernið með neinum þeim hætti, að nýstár- legra niðurstaðna sé að vænta. Hitt þótti höfundi skylt að nota það tækifæri, sem undirbúningsnefnd kirkjufundar veitti honum, til að þakka nefndinni yfirskrift fundarins og taka fullum hálsi undir þá herhvöt, er í henni felst. í því augna- miði einu eru eftirfarandi orð rituð, og verður að öðru leyti að skeika að sköp- uðu um það, hversu til tekst um það eiginlega verkefni, sem höfundi var ætl- að um að fjalla. Þeir, sem þennan fund sitja, eru til þess komnir um marga vegu og sumir langa að ræða „ábyrgð þjóðarinnar á æsku, trú og tungu.“ Að því slepptu, hve brýnt þetta erindi er af orsökum, sem brátt skal að vikið, má bæta hinu við, að vaxandi áhugi fyrir varðveizlu þjóð- ernis og tungu gerir nú vart við sig með- al íslenzkra menntamanna. Ber þar sér- lega að minnast ályktana uppeldismála- þings á liðnu vori og aðgerða er fylgt hafa og fylgja munu í kjölfar þess. Það frum- kvæði ber kirkjunni að þakka af alhug, jafnframt því sem henni er skylt að leita samstöðu við þá aðila, er að því stóðu. Málsmeðferð uppeldismálaþings var að sjálfsögðu með nokkuð öðrum hætti en sú, sem hér er til efnt. Almenn- ur kirkjufundur hlýtur að ræða vanda- mál íslenzkrar æsku og þjóðtungu vorrar í tengslum við þá trú, sem vér höfum bundizt í að gæta. Munu von bráðar færð rök að því, að sá málatilbúnaður er réttmætur og meira en það. En hitt er jafn sjálfsagt að vekja athygli á um- getnum niðurstöðum uppeldismála- þings og fagna því, hversu tveir aðilar, kirkjan og forystumenn almennra upp- eldismála, á einu og sama misserinu taka til höndum við að bera fram það merki íslenzkrar sjálfsvirðingar og þjóð- ernislegrar reisnar, sem farið hefur á hæli um sinn. Rétt er að geta þess, að viðfangsefni fundarins er þann veg vaxið, að um það ber að ræða án ónauðsynlegrar varkárni í orðfæri og ályktunum. Vér megum ekki vera myrkir í máli um þann háska, sem nú steðjar að íslenzkum æskumönnum, trú landsmanna, tungu og þjóðerni. Orð eru til alls fyrst, og vilji menn hrinda af stað vakningu verða þeir að horfast óskelfdir í augu við andstæðinga sína, háa sem lága, og velja tiltektum þeirra það heiti, sem ber, en eigin hugðarefni áhrifaríkan búnað. Oss Kristsmönnum er þetta því auðveldara sem vér þurf- um öðrum mönnum miður að taka til- lit til höfðingja þessa heims eða al- mannaróms. Eigum vér þann oddvit- ann, er oss nægir, og megum ekki lúta öðrum en honum einum. Skyldum vér hér sem endranær slíta af oss fjötra stjórnmálaflokka og annarra veraldlegra samtaka, sameinast um þá úrskurði, sem felldir eru í ljósi orðsins frá hinum upp- risna, en heita Drottinssvikar ella. Þetta er raunar grundvallarregla, sem nánar þyrfti að reifa, þó að hér skuli staðar numið að sinni. En nokkur upp- örvun gætu þau orðið hinum deigu, um- mæli Marteins Lúthers er hann kvaðst skyldu fara til Worms, þó svo að djöfl- arnir þar væru ámóta margir og þak- steinar húsanna. Þar talaði hugrakkur maður og léttur í máli, reiðubúinn að bjóða öllum heiminum byrgin, er um málstað Guðs og þjóðarinnar var að tefla. Það er staðreynd, að íslenzk tunga er í háska stödd og þar með sú æska, er við henni skal taka og bera hana á vör- um. Þess er að vænta, að hér verði aðrir til að drepa á þær beinu hættur, sem um er að ræða, og skal það því ógjört látið. Hins er að geta, sem uggvænlegast er, að of margir virðast fljóta sofandi að feigðarósi í þessu efni. Baráttan fyrir varðveizlu þjóðernis er þrátt fyrir allt í fárra manna höndum. Það er til dæmis með öllu óskiljanlegt, hversu áhrifa- mestu dagblöð landsins vanrækja að halda uppi skyldugum áróðri fyrir gildi íslenzkrar menningar, loka augunum fyrir þeim smitberum erlendrar ómenn- ingar, er um hana sitja, en vagga sér þess í stað í værðarlegum strútshætti þeirrar fullvissu, að þjóðleg reisn vor fái umhirðulaust staðið af sér alla brot- sjói. Stjórnarvöld landsins eiga þrásinnis óskilið mál með þessum aðilum. íslenzk þjóðernisstefna er þeim að jafnaði til- þrifalaust sjaldhafnarspjall, verður aldrei á vörum þeirra sá aflgjafi alhliða menningar- og efnahagslegra átaka, sem hún gæti verið og á að vera. Afleiðing síðastnefndrar vanrækslu er og sú, að hin stjórnmálalega hlið þessarar bar- áttu hefur að verulegu leyti snúizt í skEÍpaleik í höndum afla, sem að eðli til eru óþjóðleg með öllu. Hér er því í óefni komið, og gegnir furðu, hve skamm- sýnn margur sá er, sem háum titli skart- ar, þegar dæma skal um þessi mál. Annar þáttur þess skeytingarleysis, sem einkennir afstöðu margra til þjóð- ernislegra verðmæta, er tilhneigingin til að hafa að engu þær niðurstöður, er skil- greina má með hugtakinu forna, „að beztu manna yfirsýn“. Hér á landi virð- ast allir teljast jafnsnjallir, þegar um er að ræða heilsufar íslenzkrar menn- ingar. Enginn vefengir sérþekkingu lækn- is á mannslíkama, lögfræðings á réttar- fari eða vélvirkja á bifreið. En þegar þeir menn, sem fyrst með ærnum lær- dómi en síðan áratuga starfi hafa rýnt innviði þjóðmenningar vorrar, gerast svo djarfir að láta í Ijós skoðun sína á óhollustu tiltekinna erlendra áhrifa, kveður skjótt við annan tón. Óðara vekj- ast upp sundurleitustu frelsishetjur, er aldrei hafa fjallað um það efni, sem á dagskrá er, reiðubúnir að hella úr skálum vandlætingar sinnar yfir hina einræðisfúsu lærdómsmenn. Og forystu- menn ýmsir taka undir þessa sjálfum- glöðu lágkúru með hátíðlegri skírskotun til lýðræðis, þjóðarvilja og meirihluta- 54

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.