Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 61

Samvinnan - 01.12.1967, Qupperneq 61
lagahljómsveit getur komizt, er bara að líkja eftir þeim,“ segir eitt úr þeirra flokki. Einn gagnrýnandi segir til dæmis í öðru blaði: „Einu sinni var það talið merkja list, ef maður kom fram á sjónarsvið- ið með eitthvað nýtt og frum- legt, sem kom róti á hugi fólks- ins, fékk það til að hugsa um þetta, sem maðurinn hafði skaþað, og reyna að skilja hvað hann væri að fara. Ef Bítlarnir hafa ekki gert þetta allt saman með þessari nýju plötu sinni, er þessi skilgrein- ing á listinni úrelt.“ Bitlarnir hafa lýst því yfir opinberlega að þeir hafi neytt LSD, og þegar það gerðist fengu þeir andúðaröldu al- mennings á móti sér, því að óttazt var að stór hluti óþrosk- aðra unglinga, sem jafnan hefur apað upp tiltektir Bítl- anna, myndi snúa sér að þessu deyfilyfi. En Bítlarnir stóðu af sér andúðarölduna, eins og allt annað, enda voru þeir svo skynsamir að snúa stefni sínu að indverskri heimspeki litlu síðar. „Við fundum ekki lífs- hamingjuna við notkun á LSD, og því höfum við snúið okkur að indversku heimspekinni." Lærifaðir þeirra er indversk- ur jógi að nafni Maharishi Mahesh, sem eignazt hefur stóran hóp áhangenda fyrir til- stilli þeirra Pauls, Johns, Georgs og Ringos. Hvað boðar hann þeim? Greiða og einfalda leið til að ná ÞESSU. Og hvað er þetta ÞETTA? „Ég er ÞETTA, þú ert ÞETTA, allt er ÞETTA“, er jafnan svar Mahesh. Og hversu miklu nær, sem þú kannt að verða við þetta svar, nægir það þeim félögum. Somerset Maugham lætur eina sögupersónu sína finna lífshamingjuna í indverskri heimspeki í bók sinni „f leit að lífshamingju.“ Kannski ger- ist þetta líka í raunveruleik- anum, og hver veit þá nema að á næstu plötu Bítlanna verði eingöngu sálmalög? Hvert stefnir æskan í dag? hefur jafnan verið áleitin spurning meðal hinna lífs- reyndu og veraldarvönu, þeg- ar unga fólkið hefur gengið fram af þeim með furðulegum og nýstárlegum tiltækjum. Þannig var það, þegar Bítlarn- ir gjörbyltu dægurlögunum og síða hárið ásamt drabbaraleg- um klæðaburði hélt innreið sína inn í hversdagslífið fyrir tæpum fimm árum. Og þróun- in hefur haldið áfram, tiltæk- in verða æ furðulegri, og sennilega hefur fyrrgreind spurning aldrei verið áleitnari en einmitt á þessari stundu. Nú er svo komið, að meira að segja þeim, sem brostu góðlát- lega í kampinn hér áður fyrr yfir tiltækjunum og voru ávallt reiðubúnir að leggja eitthvað gott til málanna, er ekki farið að verða um sel. Hvers vegna? Jú, vegna þess að stór hópur æskufólks erlendis hefur nú loksins gengið of langt, að flestra dómi. Þetta eru hinir svokölluðu „hippies", sem eru orðnir al- þekkt fyrirbæri í flestum stór- borgum erlendis, og hafa þar meira að segja lagt undir sig heilu borgarhverfin. Þeir eru auðþekkjanlegir frá almúgan- um — karlmennirnir eru síð- hærðir og skeggjaðir, kven- fólkið með hárið niður yfir axl- ir og í afar stuttum pilsum, og klæðnaðurinn frábærlega lit- skrúðugur og frumlegur. Þeir hafa sínar eigin þjóðfélagslegu skoðanir, stéttaskipting fyrir- finnst ekki, og allt er sameign, ef svo má segja. Og um allt þetta er ekki nema gott eitt að segja. En svo kemur að trúarbrögðunum . . . við skul- um að minnsta kosti kalla það trúarbrögð, enda þótt þau séu talsvert annars eðlis en við eig- um að venjast. Segja má að undirstaða þess- ara trúarbragða sé deyfilyfið LSD. Að sögn margreyndra eit- urlyfjaneytenda er það allra eiturlyfja stórkostlegast, því að við notkun á því tekst neytand- inn á hendur ferð inn í draumalönd undurfagurra hill- inga og kynlegra sýna. Leiðsla þessi varir mismunandi lengi — fer að sjálfsögðu talsvert eftir magni skammtsins, er tekinn hefur verið — en því lengur sem hún varir, þeim mun betur hefur ferðin tekizt. Dugmiklum prédikurum þessa lyfs tókst að telja fólki trú um að hér væri um öldungis hættulaust lyf að ræða, og því sigldi stór hópur andvaralaus að feigðarósi. Og það er ekki fyrr en nú á síðustu tímum, að læknavísindin uppgötva að hér er ekki á ferðinni hættu- laust lyf, heldur skaðræðis- valdur. Eftirverkanir þess liggja m. a. í ýmiss konar sál- sýki og taugalosti, svo og hef- ur notkun þess meðal þung- aðra kvenna í för með sér van- sköpun á fóstri, svo að eitt- hvað sé nefnt. Við skulum aðeins líta á sögu þessa meinvalds. Lyfið kom fyrst fram í Sviss árið 1938, en þar reyndu menn það gegn ofdrykkju, hugklofningi og kynvillu og bar þetta nokkurn árangur. Um 20 ára skeið mátti það þó heita algjörlega óþekkt meðal almennings, en á þeim tíma gekkst m. a. bandaríski kvikmyndaleikarinn Cary Grant í veikindum undir nokkr- ar LSD-tilraunir. Hann skrif- aði síðan eldheita lofgjörð um þátt lyfsins í að auka þekk- ingu mannsins á sjálfum sér. Velmektarár lyfsins hefjast svo árið 1962, þegar dr. Timothy Leary og vinnufélagi hans við Harvardháskólann, Richard Alpert, byrjuðu að framleiða það í stórum stíl. Þegar þeim var svo vísað frá starfi við háskólann fyrir að hafa haldið þessu lyfi óspart að stúdentunum lögðu þeir land undir fót, ferðuðust um endilangt landið og prédikuðu ágæti þess. Þeir hafa náð ótrú- lega miklu fylgi, en aðallega er það þó æskufólkið, sem tek- ið hefur lyfið og skoðanir Learys og félaga hans upp á arma sér. Þeir hafa nefnilega gott tromp við höndina, því að þeir boða LSD á trúarbragða- legum grundvelli, en sam- kvæmt bandarískum lögum er óheimilt að hindra borgarana í trúariðkunum sínum, hvernig sem þær kunna að vera. Gott dæmi um það er Native American Church, þar sem ákveðnir indíánaþjóðflokkar tyggja eiturlyfið peyote sem sakramenti. Eins fara Leary og fylgismenn hans að, og eng- inn fær hindrað þá fremur en indíánana. Leary er athafnasamur prédikari og árangursríkur. Hann boðar, að LSD hjálpi neytandanum við að finna sjálfan sig og þekkja, leysi vandamál hans og auki sköpunargáfuna. En á fyrra ári byrjaði LSD fyrst að missa virðinguna verulega, þegar bandaríska læknasambandið fullyrti að aukning á ýmsri geðveiklun ætti rætur sínar að rekja til notkunar á LSD. Og þess vegna er það nú komið í hóp með öðrum hættulegum lyfjum, svo sem heróíni, ópíum o. fl. Hér á Norðurlöndum er notkun á LSD talsverð, sér- staklega þó meðal æskufólks í Svíþjóð og Danmörku. Hér á íslandi munu engin dæmi um notkun á því, og er vonandi að svo verði áfram. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.