Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 139

Andvari - 01.01.1985, Side 139
andvari TÓNLIST. RÉTTLÆTI OG SANNLEIKLfR 137 Setningar geta látið liugsanir í Ijósi, og þess vegna hafa orð málsins merkingu . . . Og merking heillar setningar ræðst einvörðungu af mætti orðanna sem hún er sett saman af. . . hessi gagnkvæmu tengsl hluta og heildar eru helzta einkennið á málinu sem við tölurn. Það er þeirra vegna sem málið verður lært, eins og málfræðingar eru nýlega farnir að átta sig á. Ef merking setningar ræðst af merkingu orðanna, þá getum við skýrt það að maður, sem hefúr ævinlega takmarkaðan orðaforða, getur skilið óendan- lega margar setningar. Máinotkun mín er sjálfkrafa skapandi og veitir mér færi á óendanlega fjölbreyttri hugsun.15 Hér er að mörgu að hyggja. Eitt er hvort eitthvað er yfírhöfuð til sem heitíð gæti „sjálfkrafa sköpun“. Fyrir mörgum árum stofnuðu tvær ungar leikkonur nýjan skóla hér í Reykjavík þar sem þær buðust til þess, sam- kvæmt auglýsingum, að kenna litlum börnum að tjá sig eðlilega. Er ekki sjálfkrafa sköpun í ætt við tilgert látleysi? Hyggjum nú heldur að þessari málgáfu sjálfri hvað sem orðalagi líður. Scruton eignar sjálfum sér, og hefur væntanlega okkur hin í huga líka, „færi á óendanlega fjölbreyttri hugsun“ sem birtist í óendanlega mörgum setningum. Þetta liggur beinast við að skilja á þann veg að það verði að augljósum ósannindum: hvert okkar ræður ekki yfir nema margvíslega skörðum gáfum, hvort heldur skynjunar eða skynsemi, og gæti ekki hugsað óenclanlega margar hugsanir nema á óendanlega löngum tíma þegar bezt léti. En þetta er ugglaust ekki það sem Scruton hefur í liuga; ætli hann eigi ekki heldur við hitt að hvert okkar getur skilið ekki endalausan heldur ótilgreinanlegan fjölda setninga. Þetta vekur stundum furðu fólks: það segir þá að af endanlegum orðaforða geti ekki verið hægt að mynda nema endanlegan fjölda setninga, því að naumast geti réttnefnd setning orðið óendanlega löng. En þá er þess að gæta að við getum til að mynda sagt og skilið setningar um livaða tölur sem vera skal, og tölurnar eru óendanlega margar sem kunnugt er. En nú er þarft að vara sig því hér er mótsögn ekki langt undan. Við byrj- uðum á þeirri forsendu að orðaforði okkar væri endanlegur; og má nú geta þess að það étur hver eftir öðrum, málfræðingar eftir heimspekingum og heimspekingar eftir öðrum heimspekingum. En þegar farið er út í þetta fáum við dæmi af setningum um tölur. Og kjarni málsins um tölur er auð- vitað sá að talnakerfið leyfir okkur að mynda óendanlegan fjölda heita: ég gæti átt það til að nefna hér tölu sem hefði aldrei verið nefnd áður í allri sögu talnanna. Hér höfum við niðursöllun í fáránleika á þessari greinar- gerð fyrir sköpunarmætti mannlegs máls. En jafnvel án þessarar söllunar er nýsköpunarhugmyndin sem hér er á ferðinni — hugmyndin um sjálf- virka sköpun — tortryggileg fyrir ýmsar aðrar sakir. Til dæmis er sá næsta vélræni háttur sem við höfum á um myndun nýrra töluorða naumast dæmi um neitt sem við getum með góðu móti kallað „sköpunarmátt". Hversdags- legustu dæmi nýsköpunar í máli manna eru ekki talning heldur orðaleikir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.