Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 8
geysilega erfitt fyrir skóla, sem er rétt aö taka til starfa, aö þurfa aö taka viö svo mikilli fjölgun og fá eingöng'i nemendur, sem eru nýfluttir, hafa veriö rifnir upp úr sinu fyrra umhverfi og þurfa i senn aö aölagast nýju hverfi, nýj- um félögum og nýjum skóla. Á miöjum fyrsta vetrinum lést skólastjórinn, Arngrimur Jóns- son, snögglega, og tók ég þá viö starfi hans fram til næsta hausts. Þá kynntist ég þessum vanda- málum enn betur en ég heföi gert ella. —'Nú er mikill hluti ibúöa i efra BreiÖholti i stórum fjölbýlishús- ekki skipuleggja hvern blett, þvi jafnvel þóttþar séu góöir. leikvell- ir, starfsvellir og Iþrótt^svæöi, veröa börnin aö geta komist á blett, sem enginn skiptir sér af nema þau — svæöi, sem skipulag- iö hefur ekki ráöskast meö. Varö- andi þaö hvort unglingarnir hafi nóg viö aö vera, þá var I haust opnuö mikil félagsmiöstöö fyrir unglinga, Fellahellir. Þar er Æskulýösráö meö margþætta starfsemi. Þangaö geta unglingar komiö, spjallaö saman og iökaö hvers konar tómstundastarf, og eru miklar vónir bundnar viö þessa starfsemi. Innan skólanna Skólastjóri I hálfbyggöum skóla. um, sem standa þétt og litiö er um leiksvæöi. Þvf viröast margir kviöa þvi, aö Breiöholtiö geti orö- iö uppspretta unglingavanda- mála i framtiöinni. Hvaö heldur þú af þinum kynnum? — Þaö viröast margir skóla- menn sammála um, aö þaö sé mikill munur á atferli barna og unglinga nú og fyrir 10 árum. En þaö liggja enn sem komiö er eng- ar rannsóknir fyrir á þvi, hvort fjölbýlishúsin sem sllk eiga þarna þátt. Aftur á móti er alveg vlst aö flutningar hafa áhrif. Þaö aö flytja i annaö húsnæöi i öörum borgarhluta er röskún á lifi allra, ekki sist barna. Eins og ég var aö minnast á, þá veitist mörgum erfitt aö laga sig samtimis aö nýju umhverfi, skóla, honum kannski hálfbyggöum, féiögum, kennara og húsnæöi. Oft flytur fólk inn I hálfkláraö húsnæöi og býr kannski í þrengslum til bráöabirgöa. Foreldrarnir vinna myrkranna á milli og þurfa mikiö á sig aö leggja til aö koma þessu upp. Þetta hlýtur aö hafa áhrif á heimilislifiö og atferli barnanna. — Hafa börn og unglingarnir nóg viö aö vera? — Meöan hverfin eru aö byggj- ast vill brenna viö, aö bygging- arnar og bflastæðin séu aöal leik- sv'æöin. Þaö sem mér finnst þó hafd bjargaö hér málum er, hve stutt er út i sveit, upp i holtin og móana, þar sem hægt er aö tina ber á sumrin og byggja i friöi kofa utan I stórum steinum. Þaö verö- ur aö varöveita eitthvaö af svona svæöum, ef vel á aö vera. Þaö má er einnig margs konar félagslif — en meö tilkomu Fellahellis vakn- ar sú spurning, hve mikið þaö eigi að vera og hvers eölis. — Hvaöa stefnu hefur þú tekiö? — Skólastarfiö er nú rétt að komast i eölilegt horf hér. Skólinn byrjaöi 2. september, en þá var húsnæöið ekki tilbúiö, svo ung- lingunum var ekiö daglega niöur i Réttarholtsskóla, þar sem viö fengum inni fyrir þá. 1 október var hægt aö hefja kennslu hér og byrja aö huga aö félagslifi. Það er búiö aö kjósa nemendaráö, en i þvi er fulltrúi úr hverjum bekk. Þaö er ætlunin aö nemendaráöiö komi meö tillögur aö félagsstarf- semi I skólanum og ræöi þær síö- an viö kennara og skólastjóra. Þaö má ekki gera of mikiö fyrir krakkana, þau veröa að fá tæki- færitil aö koma meö uppástungur sjálf og hrinda þeim I framkvæmd, eftir þvi sem hægt er. Nú er i uppsiglingu aö reyna aö bjóöa upp á „opiö hús” einu sinni til tvisvar i viku og fikra sig þannig áfram. Okkurlangar til aö krakkarnir geti veriö hér sem mest eins og heima hjá sér, og þess vegna rekum viö til dæmis engan út i friminútum. Aftur á móti læsum viö kennslustofunum i fimm minútna hléunum, til að þau standi upp og rétti úr sér. Þá fara þau út eöa eru i salnum i miöju húsinu. Ein kennslustofan hefur veriö tekin fyrir starfsliö skólans, þvi kennarastofa framtiöarinnar er ekki tilbúin. Þar hafa kennarar, ritari og kaffikona afdrep — og I einu horninu er afþiljaö lftiö skot fyrir skólastjórann. Meöan viö spjölluöum saman þurfti hann ýmsu aö sinna, m.a. viögeröar- manni, sem kominn var til að skipta um huröarhún o.fl. Þegar Sigurjón kom inn aftur frá þvi að gefa leiðbeiningar þar aö lútandi, sagöi hann, um leiö og hann sett- ist: — Þaö er erfitt að taka til starfa i hálfbyggöum skóla. Maöur kemst ekki hjá þvi aö vera stööugt að skipta sér af — en fær þó I rauninnu litlu ráöiö. Annað hvort ætti skólastjóri aö fá að taka við skóla. fullfrágengnum eöa fá aö vera meö i ráöum alveg frá þvi byrjaö er aö teikna skól- ann. — Viö höfum ekkert minnst á sjónvarpið. Hvernig stóö á þvi að þú geröist þulur? — Það er nokkur saga. Þegar viö komum frá Egilsstööum vor- um viö ákveöin i aö reyna aö kaupa eða byggja húsnæöi. Okkur haföi ekki gengiö eins vel aö safna og viö höföum vonaö. Þaö er býsna dýrt aö vera Reykvikingur i öðrum landshluta, þvi maður er alltaf að finna sér átyllu til aö skreppa til borgarinnar — og það safnast þegar saman kemur. Þvi fórum við strax að velta þvi fyrir okkur, hvernig viö gætum drýgt tekjurnar. Aöur en viö fórum austur, hafði ég gert talsvert af þvi aö taka nemendur i aukatima, en vildi siöur byrja á þvi aftur. Venjulega þarf kennarinn að kenna inni á sinu eigin heimili, og á þvi geta verið vandkvæöi. Þar að auki held ég, að það sé fremur óæskilegt að bæta á sig sams kon- ar vinnu og maður er i allan dag- inn. Svo var það eitt kvöld, aðvið hjónin sátum og ræddum málin, að konan min benti mér á auglýs- ingu þar sem auglýst var eftir þul i sjónvarpið. Það var kvöldvinna utan mins vinnutima, og hún hvatti mig til aö sækja um. Mér leist vel á þetta, en grunaði þö, aö ef ég svæfi á þessu yfir helgina myndi mér snúast hugur. Ég fór þvi beint niður i sjónvarp og fyllti út umsóknareyöublaö. Þetta var rétt um áramótin 1972—73. Svo heyröi ég ekki meira og hætti að hugsa um þetta. En 2. febrúar — þaö var örlagarfkur dagur, þvi Arngrimur skólastjóri haföi dáiö aöfararnótt þess dags — var ég beöinn um aö koma i upptöku til reynslu. Mér var annað i huga þennan dag og fannst útilokaö að fara að lesa upp fyrir framan kvikmyndavél. En á siöustu stundu dreif ég mig þó. Þaö var mjög spennandi aö koma þarna inn, þvi að inn fyrir dyr sjón- varpsins haföi ég aldrei stigiö fæti. Þarna var mikill fjöldi I upp- töku, og ég bjóst ekki við aö heyra meira frá þeim. Enda heýrðist ekkertfyrr en i mars eöa april, en þá var ég hættur aö hugsa um þetta þularstarf. Þá var ég beöinn aö koma i upptöku — og ég fór. Nú leiö fram 1 júni og ég var i þann veginn aö ganga út úr dyr- unum heima, til aö fara norður á Akureyri aö hitta kunningja minn, sem ,ætlaöi aö bjóöa mér meö sér i veiði i Laxá, er stminn hringdi. Þaö var frá sjónvarpinu og ég beöinn aö hafa strax sam- band við Pétur Guöfinnsson framkvæmdastjóra. Ég sagöist geta gert þaö eftir nokkra daga, en nú lá svo mikiö á, aö stúlkan tók af mér loforö um aö hringja i hann einhvers staðar á leiöinni. Mig minnir aö ég hafi hringt frá Bifröst i Borgarfirði, og þá var á- kveöið, aö viö hittumst fljótlega til aö sjá hvort okkur semdi. Okk- ur samdi, og mig minnir, aö ég hafi fyrst lesiö fréttir 21. ágúst, eftir nær 8 mánaða aðdraganda. — Hvernig brugðust nemendur þinir við, þegar þú fórst allt I einu aö koma fram i sjónvarpi? — Sumarleyfi stóðu enn yfir, þegar ég byrjaöi, svo nýjabrumiö var fariö af, þegar krakkarnir komu i skólann. Þau virtust ekki veita þessu sérstaka athygli. Þaö varhelstaö yngstu börnin voru aö koma til min, ósköp feimin, og segja, að þau hefðu séð mig I Sjónvarpinu. — Hvernig likar þér starfiö? — Mjög vel. Fyrst og fremst vegna þess að fólkið, sem ég vinn meö, er afbragðsfólk. Þaö hefur tekið mér eins og ég hefði unniö þarna frá upphafi og ynni þarna alla daga. Ég mæti klukkan 6 þá daga sem ég les, og þá fæ ég til lestrar þær fréttir, sem eru til- búnar. En fyrir kemur, að verið er að skrifa fréttir fram á-siöustu minútu og reyndar þar til eftir aö fréttalestur byrjar, og þær sé ég þá i fyrsta skipti fyrir framan sjónvarpstökuvélina. Ég lit svo á, að fréttir séu á ábyrgö þeirra fréttamanna, sem þær skrifa og fréttaþulur eigi aö koma þeim til skila á sem bestan hátt. Ég tel, aö fréttaþulur eigi sem minnst aö breyta texta og þá ekki nema um augljósar villur sé aö ræöa, þvi hver fréttamaöur hefur sinn stil. A virkum dögum les fréttastjór- inn allar fréttirnar .yfir og leiöréttir þaö, sem hann telur aö megi fara betur, og finnst mér mikið öryggi i þvi. Þegar ég er I vafa um enhver atriði, t.d. fram- burö ýmissa erlendra oröa, þvi ég er lítill málamaöur, leita ég til fréttamannanna, og þeir taka minum spurningum og eöa at- hugasemdum mjög vel og hafa frá upphafi stutt mig i þessu starfi hversu önnum kafnir, sem þeir hafa veriö. Fyrir kemur aö ég fæ að heyra athuga- semdir frá fólki, þegar ég hef les- iö eitthvaö skakkt eöa sagt ein- hverja ambögu, og er þaö vel, þvi á þvi lærir maöur. — Hefur þér dottiö i hug aö breyta kannski til og gerast fréttamaður? — Ég hef verið i kennslu i 12 ár og held, að ég vilji ekki skipta úr þessu. Starfið hjá sjónvarpinu hugsaði ég heldur ekki um nema sem aukastarf um óákveðinn tima. Og aöbúnaðurinn á frétta- stofunni freistar min ekki beinlín- is, þvi þrengsli eru mikil og starfsaðstaða fréttaétjóra og fréttamanna ákaflega erfið. En starfið sjálft er þó áreiðanlega viðburðarikt og skemmtilegt, svo það er ekki útilokað að ég sækti um, ef mér yrði sagt upp hér. Þ.A. 8 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.